Morgunblaðið - 11.05.2003, Síða 44
MINNINGAR
44 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
Sími 551 3485 • Fax 551 3645
Áratuga reynsla í umsjón útfara
Önnumst alla þætti
Davíð Osvaldsson
útfararstjóri
Sími 896 8284
Eyþór Eðvarðsson
útfararstjóri
Sími 892 5057
Vaktsími allan sólarhringinn
Elsku pabbi.
Mikið vorum við
heppnar að þú og
mamma skylduð taka
okkur að sér. Við hefð-
um ekki getað kosið okkur betri for-
eldra. Að alast upp við þessa hlýju og
glaðværð sem einkenndi þig voru
forréttindi. Alltaf boðinn og búinn að
gera allt fyrir okkur. Í minningunni
voru þetta endalausir sólardagar.
Alltaf á sumrin var farið til Siglu-
fjarðar og þið mamma voru ótrúlega
dugleg að hendast út í bíl um næst-
um hverja helgi og fara í útilegu.
Þetta voru ógleymanlegar ferðir .
Ýmislegt spaugilegt kom fyrir í þess-
um ferðum, eins og þegar við geymd-
um steikina fyrir utan tjaldið og
næsta morgun var hún horfin. Þá
hafði hundur komið um nóttina og
borðað kjötið sem við og gestirnir
áttum að gæða okkur á daginn eftir.
Reyndar var alltaf sagt að það hefði
verið úlfur.
Alltaf varstu boðinn og búinn þeg-
ar Óla og Hemmi byggðu húsið á
Kirkjubrautinni að rétta fram hjálp-
arhönd og urðuð þið Hemmi mjög
nánir og bestu vinir alla tíð. Eins var
þegar Valdi kom inn í fjölskylduna.
Þið tengdust náið og áttuð góðar
stundir saman.
Þið Snjólaug höfðuð svo gaman að
því að syngja saman og ekki ósjaldan
sem sungið var fram á nætur. Okkur
er sérstaklega minnisstætt eitt kvöld
þar sem pabbi, Snjólaug og Gummi
Sig. voru að syngja og heyrðist
örugglega langt út á götu. Reyndar
var Hemmi ekkert ofsalega glaður
enda nýkominn af fæðingardeildinni
frá því að heimsækja Ólu og mikið
þreyttur.
Þú varst svo einstaklega barngóð-
ur og þegar við eignuðumst okkar
börn var það engin spurning að eiga
heima nálægt ykkur mömmu því að
við vildum að börnin yrðu nálægt
þeirri hlýju og ástúð sem við vorum
aldar upp við.
Við vitum, pabbi, að skemmtileg-
ustu störfin voru í kringum börn og
unglinga og þar naust þú þín best
eins og þegar þú vannst í Krossinum
sem húsvörður og árin í Grunnskóla
Njarðvíkur sem gangavörður voru
þér ógleymanleg. Þú gast verið
ákveðinn og það heyrðist í þér langar
leiðir en alltaf varstu sanngjarn og
það var það sem börnin mátu mest
við þig.
Seinni árin varstu elsku pabbi orð-
inn mikið veikur en þó fótafær. Aldr-
ei í öll þessi ár heyrðum við þig
kvarta. Stundum skammaðist maður
sín fyrir að vera að kvarta við þig um
smáræði.
Það má segja að það hafi verið
kaldhæðni örlaganna að í æsku
fékkstu berkla og varst mikið á
sjúkrahúsi og varst fyrir læknamis-
tökum sem gerði það að verkum að
þú varst aldrei hrifinn af því að fara á
spítala. Var það ekki fyrr en síðustu
árin að það varð óumflýjanlegt að þú
lagðist inn en varst fljótur út aftur.
JAKOB J.K.
SNÆLAUGSSON
✝ Jakob Jón Krist-ján Snælaugsson
fæddist á Árbakka á
Árskógsströnd 3. júlí
1928. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 27. apríl
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Innri-Njarðvíkur-
kirkju 2. maí.
En enginn spyr að
leikslokum og síðustu
sex vikurnar varstu á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja mikið kval-
inn og okkur mömmu
langaði svo til að gera
allt til að lina þjáningar
þínar. Því miður var
ekki alltaf hlustað á
okkur.
Að lokum langar
okkur enn og aftur að
þakka fyrir að fá að
kynnast þér. Þú varst
ekki bara tengdapabbi
eiginmanna okkar
heldur góður vinur. Þú varst hetja í
okkar augum.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þínar dætur
Ólína og Snjólaug.
Afi, jæja nú ertu farinn frá okkur,
ég veit að þú varst mjög mikið lasinn
og þú gast lifað ótrúlega lengi. En þú
varst langbesti afi í heimi. Ég man
alltaf eftir því þegar við sátum saman
í sófanum og ég las fyrir þig ein-
hverjar bullsögur úr bókunum og
okkur fannst það svo gaman. Við fór-
um líka stundum upp á stóra steininn
úti í garði. Þú kenndir mér að spila
Olsen Olsen-spilið og við spiluðum
oft saman ég, þú og amma. Við spil-
uðum líka önnur spil og þú vannst
oft. Oft þegar ég var að fara í ferða-
lag þá gafstu mér pening til að kaupa
mér eitthvað. Einu sinni þegar þú
gafst mér pening þá gafstu mér
1.000,- krónur og ég keypti mér
leynibók. Þér fannst mjög gaman af
tónlist Diddú, Álftagerðisbræðrum
og mörgum fleiri. Núna ertu kominn
upp í himininn til Guðs og ég veit að
þú fylgist með mér og fjölskyldu okk-
ar.
Þín
Snædís Anna.
Mér brá illa við, er Anna eiginkona
Jakobs fornvinar míns Snælaugsson-
ar hringdi og tilkynnti okkur hjónum
að Jakob hefði látist 27. apríl sl.
Gamlar minningar leita á hugann.
Fyrir rúmum 50 árum kom ég til
Innri-Njarðvíkur til að vinna í frysti-
húsinu þar. Einn þeirra vinnufélaga
sem ég kynntist fyrst og best var
ungur maður frá Árskógssandi, Jak-
ob Snælaugsson. Örlögin höfðu farið
um hann hörðum höndum, hann
hafði ungur fengið berkla og fatlast
af þeirra völdum. Þrátt fyrir það
gekk hann að hverju verki sem var
og lauk því með sama brag og aðrir.
Æðruleysi hans við að sigrast á fjötr-
um fötlunarinnar hafði mikil og góð
áhrif á samverkamennina. En þessir
kostir hans voru e.t.v. ekki þeir mik-
ilvægustu. Aðalsmerki Jakobs var
hugarfarið, sem var alveg einstakt
og skipaði honum sérstakan sess í
starfsliði frystihússins. Létt lundin,
bjartsýnin og gott lag til allra verka
voru honum töm. Hann sýndi að
menn geta beitt gáfum sínum og
hæfileikum til góðra verka án þess að
læra um það langan tíma á bók.
Mesta hamingja Jakobs var, þegar
hann kynntist konu sinni, Önnu Lilju
Þorvaldsdóttur, en þau hjón voru
mjög samrýnd. Alltaf sá Jakob um að
ég fengi vinnu í frystihúsinu í skóla-
leyfum. Þá stóð heimili hans og Önnu
mér ætíð opið og ég var þar eins og
einn úr fjölskyldunni. Allt þetta
stendur mér lifandi fyrir hugskots-
sjónum við leiðarlok, blessuð sé
minning Jakobs Snælaugssonar.
Önnu og dætrunum báðum, Ólínu
og Snjólaugu, ásamt fjölskyldum
þeirra vottum við Hiltrud samúð
okkar.
Guðmundur.
Jæja karlinn minn.
Þá er þessu jarðneska
lífi lokið og þínum
kvölum.
Ég veit að þú hefur
þráð þetta lengi. Okkar fyrstu
kynni voru í heimabæ okkar Ak-
ureyri. Þar bjóst þú í sama húsi og
föðurbróðir minn, að vísu í hinum
endanum, en ég var oft hjá honum í
PÉTUR Á.
ÞORGEIRSSON
✝ Pétur ÁgústÞorgeirsson
múrarameistari
fæddist á Akureyri 2.
janúar 1928. Hann
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
24. apríl síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Fossvogs-
kirkju 8. maí.
heimsókn. Síðan hefur
vinskapur okkar hald-
ist í gegnum súrt og
sætt. Á Akureyri var
húsmæðraskóli á
þessum tíma og þang-
að kom á hverjum
vetri hópur fagurra
meyja. Þessar glæsi-
legu stúlkur voru kall-
aðar „vetrarhjálpin“
meðal innfæddra. Og
ekki var að spyrja að
kölluninni. Þarna náð-
um við í okkar glæsi-
legu konur, og það
gerðu nú líka fleiri á
þessum tíma.
Frá fyrstu tíð hefur vinátta okk-
ar haldist óslitin. Þú fluttist til
Reykjavíkur nokkrum árum á und-
an mér. Ég fór til sjós og flæktist á
millilandaskipi um allar jarðir en
alltaf þegar ég kom til Reykjavíkur
var farið á Flókagötuna í heimsókn
og þar var ávallt tekið vel á móti
manni af þér, Þóru og börnum.
Svo þegar ég og konan mín flutt-
um til Reykjavíkur var okkur boðið
pláss á Flókagötunni til bráða-
birgða. Síðan var farið að leita að
húsnæði og þar fórst þú náttúru-
lega fremstur í flokki kæri vinur.
Þekktir alla múrara og bygging-
armeistara og komst okkur á rétta
leið, sem endaði í Hvassaleitinu.
Þar flísalagðir þú allt, sem flísa-
leggja þurfti, á milli þess sem þú
stundaðir þína vinnu. Án þinnar
hjálpar hefði þetta ekki gengið
upp. Já það er margs að minnast á
langri ævi og ekki verður allt talið
upp hér.
En við munum hittast aftur á
öðru sviði og þar munum við end-
urnýja vináttu okkar. Ég kveð þig
að sinni kæri vinur. Ég og Naný
vottum börnum og öðrum aðstand-
endum okkar dýpstu samúð.
Stefán Valur.
RANNVEIG
HAFBERG
✝ Rannveig G. Haf-berg fæddist á
Markeyri í Skötu-
firði við Ísafjarðar-
djúp 6. desember
1907. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir 12. apríl síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Grafarvogskirkju
23. apríl.
amma okkar, með ör-
fáum orðum. Okkar
fyrstu minningar voru
á Spítalastígnum hjá
þér á aðfangadags-
kvöldum þar sem öll
stórfjölskyldan hittist
og borðaði jólamatinn
saman og opnaði
pakkana.
Það var alltaf mikil
tilhlökkun að hittast á
frídögum hjá þér.
Spítalastígurinn var
hápunktur þessara
daga þar sem fjöl-
Okkur langar að
minnast þín, elsku
skyldan hittist svöng og þreytt eft-
ir erfiða göngu um miðbæinn. En
þú tókst á móti okkur með bros á
vör og hlýjum hug og um leið
gleymdist þreytan. Sérstaklega
standa þó öskudagarnir uppúr í
minningunni, því þá var alltaf fjör
og ærslagangur í okkur barna-
börnunum.
Á þessum dögum var keppst við
að hengja öskupoka á gangandi
vegfarendur í miðbænum við mis-
góðar undirtektir. Svo eigum við
mjög góðar minningar frá því að
þú varst í mat hjá okkur í Máva-
hlíðinni á aðfangadagskvöldum um
árabil.
Árið 1984 fékkst þú áfall og lam-
aðist en með þrautseigju hélst þú
þínu striki á Spítalastígnum með
dyggri aðstoð Elísabetar Einars-
dóttur og á hún okkar bestu þakk-
ir fyrir. Þú fluttir svo á hjúkr-
unarheimilið Eir árið 1993 og þar
áttum við líka mjög margar góðar
stundir. Það var ótrúlegt hvað þú
varst ern fram undir það síðasta
og þú varst enn að koma í afmæli
langömmubarna þinna á síðasta
ári.
Að lokum viljum við þakka fyrir
allar þær góðu stundir sem við átt-
um saman og þú munt ávallt eiga
stóran stað í hjarta okkar. Hvíl þú
í friði, elsku amma.
Engilbert Ólafur,
Hafsteinn Ágúst og Ari.