Morgunblaðið - 11.05.2003, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
NÚ ER vorið komið, blómin elsku-
leg að stinga upp kollinum og dag-
lega berast boð á tónleika, með
söngvurum, hljóðfæraleikurum,
karlakórum, kvennakórum og
barnakórum. Erfitt að velja úr og
ekki hægt að hlusta á þá alla.
Elskulegur fyrrverandi nemandi
minn, Ragnheiður Linnet, kom til
mín og bauð mér á tónleikana sína í
nafni Laugarneskirkju laugardag-
inn 26. apríl sl., þar sem hún og Árni
Arinbjarnarson fluttu kirkjuleg
verk.
Ég hafði aldrei heyrt um þessa
kirkju, en leigubílstjórinn ók mér
beint upp að dyrum. Þar hitti ég
ættingja og vini söngkonunnar, og
við fengum okkur sæti í þessari fal-
legu kirkju. Ég tók eftir að framan
við altarið var hljóðnemi og nótna-
púlt, en allt í einu dundu við org-
eltónar um alla kirkju. Þar var kom-
inn Árni Arinbjarnarson að leika
Prelúdíu og fúgu í D-dúr eftir
Buxtehude. Þá kom fyrsta atriði
söngkonunnar úr Mattheusarpassíu
Bachs, sem hún flutti með sinni fal-
legu mezzosópranrödd.
Svo rann vel valið og skemmtilegt
prógramm í samvinnu þessara
tveggja listamanna. Aríurnar úr
Rinaldo Lascia ch’io pianga og Serse
Ombra maifu hittu mig í hjartastað.
Meðleikur orgelleikarans var meist-
aralegur. Söngur Ragnheiðar fannst
mér sérstaklega vel útfærður og hin
hlýlega mezzósópranrödd hennar er
sjaldgæf og verður mér ógleyman-
leg. Þetta var líka óvenjuleg upp-
lifun að því leyti að í fyrsta sinn var
ég viðstaddur einsöngstónleika í
kirkju þar sem eingöngu voru
kirkjuleg verk á dagskrá.
Á þeim 48 árum sem ég hef átt
heima á Íslandi hefur orðið ótrúleg
framför í söngmennt á Íslandi og á
sú framför við um allar tegundir
tónlistar, ekki eingöngu klassíska
tónlist, heldur einnig jazz og popp-
tónlist.
SIGURÐUR V. DEMETZ,
söngkennari.
Ragnheiður og Árni
í Laugarneskirkju
Frá Sigurði V. Demetz
ÉG hafði lengi velt því fyrir mér
hvernig stendur á því að daunillar,
fitusprengdar og hættulega ávana-
bindandi kartöflur geta verið
nefndar eftir höfuðsetri menningar
og rómantíkur, Frakklandi?
Hvernig stendur á því að Amerík-
anar eru ekki löngu búnir að
tryggja sér einkarétt yfir kartöflu-
tegundinni sem þeir, ekki Frakk-
ar, færðu heiminum? Því gladdi
það mig mikið að lesa það í Morg-
unblaðinu, að vinir mínir vestan-
hafs hafi loks náð áttum, nafnið á
kartöflunum er komið heim. Og
nafngiftin hefur fullan rétt á sér.
Hvergi er meira frelsi á holdafari
en í Ameríku, hvergi minni meng-
unarhöft vegna soðningar kart-
aflnanna, hvergi meira víðsýni og
því Frelsis-kartöflur!
En hvað fékk menn til að opna
augun fyrir þessu vandamáli? Jú
blessaður stríðsreksturinn, eða
verðandi stríðsrekstur öllu heldur.
Frakkarnir gerðu nefnilega þau
reginmistök að standa með Sadd-
am Hussein. Þjóðin sem færði okk-
ur Chopin og Sartre, hýsti Joyce
og Beckett, stendur nú staðfast-
lega við bakið á íröskum fjölda-
morðingja!
Frakkar hugsa ekki um öll lífin
sem stríðið mun bjarga, hugsar
ekki um öll litlu börnin sem gætu
haldið upp á litlu afmælin sín á
McDonalds í Bagdad ef dusilmenn-
ið væri drepið. Nei, Frakkar
ásamt Þjóðverjum og nokkrum
öðrum þjóðum, sem ekkert vægi
hafa í heiminum, ætla að styðja
manninn sem selur kommúnistun-
um í Rússlandi olíu, frekar en að
ganga í lið með öflum frelsis og
fagnaðarerindis. Og nú fá þeir
heldur betur að kenna á því.
En af hverju að stoppa hér? Þó
svo að franskarnar séu fallnar í
valinn er af nógu að taka. T.d.
mætti banna öll rússnesk nöfn á
áfengum drykkjum. Smirnoff gæti
til dæmis kallast Bush-off, Stol-
isnæja gæti orðið Rumsfelding.
Nú, ekki mega Þjóðverjarnir
sleppa og hægt væri að flytja
Októberfest fram í júlí og kalla
það The Great Fourth of July
Festival. Kínverjunum mundi
svíða undan því ef Chinatown yrði
endurskírður Powell-ville og Sam-
einuðu þjóðirnar myndu seint ná
sér af því ef höfuðstöðvunum í
New York yrði lokað og þær flutt-
ar til Kanada. Slá þar sem meiðir!
Í þessu sambandi get ég ekki
annað en dáðst að stjórnvisku ís-
lenskra ráðamanna. Hugsa sér ef
við værum í hinu liðinu. Þá gætum
við lent í því að The Icelandic
Lamb (íslenska fjallalambið) yrði
bannað í núverandi mynd og allt
kynningarstarfið færi í súginn. Við
sætum e.t.v. uppi með að þurfa að
senda til Ameríku pakkningar sem
segðu „þetta lamb studdi innrás í
Írak og féll við að koma skoðunum
sínum á framfæri“. En þetta er til-
gangslaus útúrsnúningur þar sem
Ísland stendur sem klettur við bak
Ameríku í styrjaldarrekstrinum.
Að lokum. Þar sem Bretar og
Ameríkanar eru nú bandamenn þá
má rífa frelsisstyttuna sem Frakk-
arnir byggðu og reisa í staðinn
nýtt minnismerki. Minnismerki
sem ekki aðeins tekur hinu fyrra
fram í verkfræðilegri kunnáttu og
umfangi, heldur geri lýðum það
ljóst að Ameríku byggir og stjórn-
ar guðs útvalda þjóð.
ÞORLEIFUR ÖRN
ARNARSSON,
Drápuhlíð 15.
Land hinna frjálsu
Frá Þorleifi Erni Arnarssyni: