Morgunblaðið - 11.05.2003, Side 54
FÓLK Í FRÉTTUM
54 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sunnud. 11. maí kl. 14
Miðvikud. 14. maí kl 13.30
Sunnud. 18. maí kl 14
Sunnud. 25. maí kl 14
Smurbrauðsverður innifalinn
Miðasala Iðnó í síma 562 9700
Hin smyrjandi jómfrú
sýnt í Iðnó
Sun 11. maí kl 20
ALLRA SÍÐASTA SÝNING
Stóra svið
Nýja svið
Þriðja hæðin
Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga.
Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is
Miðasala 568 8000
PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler
Í kvöld kl 20, Su 18/5 kl 20
Takmarkaður sýningarfjöldi
Litla svið
RÓMEÓ OG JÚLÍA
e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT
Fö 16/5 kl 20, Lau 17/5 kl 20
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN
í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ
Leikrit með söngvum - og ís á eftir!
Lau 17/5 kl 14
MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS
VÆRI HATTUR
eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne
Fö 16/5 kl 20, Fö 23/5 kl 20
ATH: Síðustu sýningar
KVETCH eftir Steven Berkoff
í samstarfi við Á SENUNNI
Fi 15/5 kl 20 aukasýning
ATH: SÍÐASTA SÝNING
GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt
Í kvöld kl 20, Su 18/5 kl 20
Örfáar sýningar vegna fjölda áskorana
SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og
leikhópinn
Lau 17/5 kl 20, Fi 22/5 kl 20,
Lau 24/5 kl 20
ATH: Sýningum lýkur í maí
ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield
Lau 17/5 kl 20,
Lau 24/5 kl 20
PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht
Í kvöld kl 20, Fi 22/5 kl 20, Su 25/5 kl 20
ATH: Sýningum lýkur í maí
SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI
eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson
Fö 16/5 kl 20, Fö 23/5 kl 20
Fö 30/5 kl 20, Lau 31/5 kl 20
ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR
"DANS FYRIR ÞIG"
30 ára afmælissýning Íslenska dansflokksins
FROSTI-Svanavatnið (lokakafli) eftir Láru Stefánsdóttur
Brot úr nokkrum af eftirminnilegustu
verkum Íslenska dansflokksins
2.sýn fi 15/5 kl 20,
3.sýn su 18/5 kl 20
ATH. AÐEINS ÞESSAR TVÆR SÝNINGAR
Sunnudagur 11. maí kl. 20
TÍBRÁ: Íslensk sönglög
Snorri Wium tenór,
Ólafur Kjartan Sig-
urðarson bariton og
Jónas Ingimundarson
píanó flytja sönglög
eftir Sveinbjörn
Sveinbjörnsson og
Árna Thorsteinson, Enn ertu fögur sem
forðum, Kirkjuhvoll, Nótt o.fl.
Verð kr. 1.500/1.200
Mánudagur 12. maí kl. 20
Vortónleikar Tónlistarsk. í Rvík
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Miðvikudagur 14. maí kl. 19
Vortónleikar Tónlistarsk. Kóp.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Miðvikudagur 15. maí kl. 20
Tónleikar framhaldsdeildar
Tónskóla Sigursveins
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Laugardagur 17. maí kl. 17
Sautjan sangara fra Klakksvik
Kórtónleikar. Stjórnandi Jogvan vid
Keldu. Verð kr. 1.500/1.200.
www.sellofon.is
lau 17. maí kl. 21, NASA, örfá sæti
fim 22. maí, HÓTEL SELFOSS
föst 23. maí, kl. 21 nokkur sæti
mið 28. maí, Lokasýning í Nasa í vor
fim 5. júní kl. 21, SJALLINN AKUREYRI
Miðasala á Akureyrir fer fram í
Pennanum Eymundsson Glerártorgi
og á Selfossi í Alvörubúðinni,
„MARKMIÐ hljómsveitarinnar er
ekki flókið,“ segir í upplýsingabækl-
ingi Austfirskra staksteina II sem er
eftir Danshljómsveit Friðjóns Jó-
hannssonar, „en það er að skemmta
fólki á dansleikjum með fjölbreyttri
danstónlist, þar sem einfaldleikinn
ræður ríkjum, en þar að auki að
varðveita alþýðutónlist með útgáfu
sem þessari.“
Svona hljóðar stefnuyfirlýsing
Danshljómsveitar Friðjóns Jó-
hannssonar. Að þessu markmiði
sækja þeir fast á áðurnefndum
hljómdiski. Á honum er að finna ís-
lenska alþýðutónlist, í þeim skilningi
að á ferð eru létt dægurlög eftir alls
kyns fólk; bændur, sjómenn, hús-
mæður og frístundatónlistarmenn
sem allir eiga heimili sitt í og við
Austfirði. Alþýðutónlist er það í ná-
kvæmum skilningi þess orðs – ekki
þjóðlagatónlist. Flest eiga lögin það
sameiginlegt að þeim er oft snarað
fram er Austfirðingar bregða undir
sig betri fætinum.
Sagnfræðilegt verkefni
Danshljómsveit Friðjóns Jó-
hannssonar er frístundasveit ef svo
má að orði komast, telur þrjá með-
limi sem allir eru í fastri vinnu ann-
ars staðar. Friðjón er t.d. mjólkur-
fræðingur og sem slíkur ferðast
hann mikið um landið og heimsækir
bændur og búalið. Þar hefur hann
drukkið í sig áðurgreinda alþýðutón-
list ásamt mjólkinni og er afar
áhugasamur um þau fræði og varð-
veislu þeirrar menningar. Enda seg-
ir hann plötuna nýju í raun standa
utan við ballmarkmið sveitarinnar, í
grunninn sé þetta verkefni sem miði
að því að þessar tónsmíðar glatist
ekki. Eins sé með aðrar útgáfur
sveitarinnar.
„Ég sjálfur er búinn að starfa í
hinum og þessum hljómsveitum á
Austurlandi síðan 1972,“ segir Frið-
jón, aðspurður um tildrög sveitar-
innar. „Fram að þessari hafði ég
verið með hljómsveitina Bergmál í
tíu ár. En eins og nafn þessarar
sveitar gefur til kynna leikum við
fyrst og fremst dansmúsík – við er-
um ekki að spila neina tímamóta-
músík. Við leikum bara venjulega ís-
lenska tónlist. Markaðurinn er
sannarlega til staðar, þorrablót og
árshátíðir og slíkt. Við höfum lent í
því að leika á menntaskólaballi á
laugardagskvöldi og svo á þorrablóti
eldri borgara á sunnudagskvöldi
(hlær).“
Hljómsveitin á nokkra sögu að
baki. Hún var stofnuð árið 1995 og
strax árið eftir kom út fyrsta útgáfa
Austfirskra staksteina. Árið eftir
það kom svo út platan Við tónanna
klið sem hefur að geyma lagasmíðar
Fáskrúðsfirðingsins Óðins G. Þórar-
inssonar.
„Þessi varðveisluhugsjón er okkur
ofarlega í huga. Því þetta efni týnist
annars. Sum þessara laga eru meira
en fimmtíu ára gömul og nánast ekk-
ert af þeim hefur verið hljóðritað áð-
ur. Við reynum að flytja þetta
snyrtilega og á heiðarlegan hátt.“
Það þótti sæta nokkrum tíðindum
að fyrsti Staksteinadiskurinn seldist
vel á landsvísu er hann kom út. Upp-
runalega bjuggust Friðjón og fé-
lagar við því að sala yrði til muna
staðbundnari.
„Við fengum alveg ótrúlega mikil
viðbrögð við þessu,“ segir Friðjón
þegar hann er inntur skýringa á
þessu. „Svona þegar ég pæli í þessu
þá er lítið um að svona tónlist sé gef-
in út. Þetta fær enga spilun í útvarpi
t.d. og kannski þykir hún hallæris-
leg. Ef við lítum t.d. til textagerð-
arinnar þá er hún vissulega alveg
sér á báti í þessari íslensku sveita-
rómantík. Þetta er líka í ætt við
þessa skandinavísku dægurlaga-
sveiflu og Íslendingar þekkja ekkert
hallærislegra en skandinavíska tón-
list (hlær).“
Friðjón segir að lokum að nóg sé
af efni á fleiri plötur en þeir ætli að
bíða og sjá hvort kostur sé á því að
gera meira.
„En á meðan höldum við bara
áfram að spila okkar einföldu en fjöl-
breyttu danstónlist. Venjulega tón-
list fyrir venjulegt fólk.“
Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar gefur út sína þriðju plötu
Markmiðin ekki flókin
Hvað er það sem hinn
„venjulegi“ Íslendingur
vill heyra þegar hann
ætlar að gera sér glaðan
dag? Arnar Eggert
Thoroddsen ræddi við
Friðjón Jóhannsson um
varðveislu íslenskrar al-
þýðutónlistar og hina
dægilegu dansmúsík.
Austfirskir staksteinar II er komin
út en um dreifingu sjá 12 tónar.
arnart@mbl.is
ÞAÐ ríkti mikil gleði á lokaballi
vetrarins fyrir fatlaða í fé-
lagsmiðstöðinni Árseli sem haldið
var um síðustu helgi. Hljómsveitin
Spútnik með Kristjáni Gíslasyni í
fararbroddi lék fyrir dansi og fékk
góðar undirtektir viðstaddra sem
stigu trylltan dans.
Unglingar, sem sækja fé-
lagsmiðstöðina reglulega, sjá um að
afgreiða í sjoppunni sívinsælu á
þessum böllum fötluðu vina sinna,
og að sjálfsögðu standast þau ekki
mátið að blanda sér einnig í gleð-
skapinn.
Í Árseli eru haldin böll fyrir fatl-
aða í hverjum mánuði frá október
og fram í maí. Miðað við þá frábæru
stemningu sem var á laugardags-
kvöldið eru eflaust margir farnir að
hlakka til að hittast í Árseli næsta
haust.
Dansinn dunaði dátt á lokaballinu.
Lokaball
fyrir fatlaða
í Árseli
Kristján Gíslason og hljómsveitin Spútnik fékk góðar viðtökur á ballinu.
FRÉTTIR
mbl.is