Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 55
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 55
Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur glæsilega tónleika 16. og 17. maí í Laugardalshöllinni
undir heitinu „Thank you for the Music“. fiar munu öll gömlu gó›u ABBA-lögin hljóma
í flutningi Sinfóníuhljómsveitarinnar og fjölda stórsöngvara frá West End International í
London. Ekki missa af flessari frábæru tónlistarveislu!
Taktu flátt í laufléttum leik á isb.is og flú gætir unni› mi›a fyrir tvo á tónleikana.
Íslandsbanki styrkir íslenskt menningarlíf.
Stjörnustund í Laugardalshöllinni
Thank y
ou for t
he Mus
ic
Sinfóní
uhljóms
veit Ísla
nds lei
kur öll þ
ekktust
u lög ..
.
fiú gætir unni› mi›a á tónleikana á isb.is
SJÓSTANGAFÉLAG Reykjavíkur
stóð fyrir opnu stangveiðimóti í
Grundarfirði á dögunum.
Mótið er með þeim stærstu sem
haldin hafa verið í Grundarfirði
en þar mættust um 80 keppendur
úr 5 stangveiðifélögum víðsvegar
að af landinu. 15 bátar víða af
Snæfellsnesi voru fengnir til að
sigla með keppendur á miðin.
Veitt voru verðlaun í sjö flokk-
um ásamt svokölluðum Jón-
asarbikar en hann hlaut Sigurður
Hávarðarson úr Sjóstangafélagi
Reykjavíkur. Að verðlaunaaf-
hendingu afstaðinni var slegið
upp dansleik. Verðlaunagripir
mótsins voru unnir og hannaðir
af heimamönnum, þeim Kristínu
Pétursdóttur og Dagbjörtu Línu
Kristjánsdóttur, en þær hafa um
árabil unnið ýmsa muni úr stein-
leir.
Sjóstanga-
veiðimót og
dansleikur
Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson
Kvennasveit Sjóstangveiðifélagsins var kampakát með árangurinn og var
leyst út með verðlaunum.
Sigurður Hávarðarson með Jón-
asarbikarinn veglega.
Hefnt fyrir Angelo
(Avenging Angelo)
Gamanmynd
Bandaríkin 2002. Skífan. VHS (99 mín.)
Bönnuð innan 16 ára. Leikstjóri: Martin
Burke. Aðalleikendur: Sylvester Stal-
lone, Madeleine Stowe, Anthony Quinn,
Raoul Bova.
HVAÐ sem öðru líður er það deg-
inum ljósara að Hefnt fyrir Angelo er
ekki myndin sem kemur liðónýtum
ferli Sylvester Stallone aftur á sporið.
Stallone er ekki einvörðungu um að
kenna lítil gæði myndarinnar en hann
átti að sjá að hand-
ritið býður ekki upp
á annað en mistök.
Og halda sig í
öruggri fjarlægð.
Stallone leikur
Frankie, lífvörð
mafíósans Angelo
(Quinn), og nánasta
samstarfsmann. Þegar karlinn er
myrtur lendir það í hans hlut að tjá
Jennifer (Stowe), að hún er laundóttir
og erfingi Angelos. En hún erfir fleira
en auðinn, óvinina líka og þá er gott
að hafa traustan og hraustan lífvörð
sér við hlið.
Myndin er ótrúlega innantóm, soð-
in saman úr hundruðum glæpamynda
og aukinheldur mjótt á mununum
hvort kvikmyndagerðarmennirnir
eru að fást við spennumynd eða róm-
antíska gamanmynd. Sögufléttan
glær sem rúðugler og hvert manns-
barn sér endinn fyrir í upphafi. Út-
koman því litlaus og óspennandi. Í
leikaravalinu má segja að haltur leiði
bindan því sér til halds og trausts hef-
ur Stallone hina íðilfögru Stowe, sem
hefur líkt og hann nánast horfið spor-
laust og skyndilega í kvikmyndaborg-
inni. Quinn gamli allur og löngu upp-
urinn. Engin furða þótt myndin hafi
ekki ratað í bíósalina. ½
Myndbönd
Glæpur
eða grín?
Drekaflugur
(Dragonflies/Öyenstikker)
Drama
Noregur 2002. Myndform. VHS (100
mín.) Bönnuð innan 16 ára. Aðalleik-
endur: Maria Bonnevie, Kim Bodnia,
Mikael Persbrandt.
FORTÍÐIN flýr ekki af hólmi.
Hún leitar mann uppi, ekki síst ef
eitthvað gruggugt er í pokahorninu.
Eddie (Bodnia) er gamall smákrimmi
um fertugt sem hefur haldið sínum
málum á þurru undanfarin ár.
Kynnst stúlkunni
Mariu (Bonnevie)
og líður bærilega í
norskri sveitasælu
þar sem þau hafa
hreiðrað um sig á
bóndabæ, erfða-
góssi Maríu.
Friðurinn er úti
er Pullman (Per-
brandt) kemur skyndilega inn í
myndina. Hann er fyrrverandi félagi
Eddies í glæpaheiminum og hefur
setið inni fyrir þá báða undanfarin
fimm ár.
Falleg mynd fyrir augað og þokka-
lega leikin af þremenningunum en
nær aldrei tökum á áhorfandanum.
Það er ekki nokkur lífsins leið að
tengjast þessum óskýru persónum
þótt maður leggi sig allan fram um að
ná sambandi við þær, ekki síst Eddie,
sem virðist góður náungi sem hefur
fullan hug á að bæta sig og snúa við
blaðinu. María er óljós og illa skrifuð
og friðarspillirinn Pullman er gjör-
samlega út úr myndinni sakir hand-
bragðs höfunda þótt Persbrandt
reyni að gera honum skil. Niðurstað-
an er því bæði óljós og ófullnægjandi.
Svo er það spurningin: Hvers
vegna er norsk mynd í bandarískum
pakkningum? Það skyldi þó aldrei
vera að útgefendurnir hefðu enga trú
á norrænum myndum. Fortíðin
bankar upp á
Sæbjörn Valdimarsson