Morgunblaðið - 11.05.2003, Page 58
58 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
kl. 1.40, 3.45, 5.50, 8 og 10.10.
400
kr
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14.
Miðasala opnar kl. 13.30
kl. 3, 6 og 9.
Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl. tal. 400 kr.
Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40. B.i. 12
Kvikmyndir.is
Sýnd kl 2 og 4. B.i. 12
Ertu nokkuð myrkfælinn?
Búðu þig undir að öskra.
Mögnuð hrollvekja sem fór
beint á toppinn í
Bandaríkjunum.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16.
KJÓSIÐ X-MEN
UM HELGINA
HK DV
SV MBL
Kvikmyndir.com
"Tvöfalt
húrra"
Frétta-
blaðið
400 kr
Sýnd kl. 4, 8 og 10.10.
Brjálaður
morðingi,
Stórhættulegir
dópsmyglarar
Nú er honum
að mæta.
Svakaleg
spennumynd
með
töffaranum
Vin Diesel
úr xXx.
FRUMSÝNING
Sýnd kl. 4 og 6.10. Tilboð 400 kr.
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12
SV MBL
HK DV
Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
"Tvöfalt
húrra"
Frétta-
blaðið
KJÓSIÐ X-MEN UM HELGINA
ÞAÐ ER alltaf gaman þegar menn
eru að gera eitthvað nýtt í rokk-
inu og gildir þá einu þótt það eigi
sér gamlar rætur. Með for-
vitnilegri sveitum nú um stundir
eru breska rokkdúóið The Kills og
bandaríska tríóið Yeah Yeah
Yeahs, en síðarnefnda sveitin hef-
ur fengið meiri umfjöllun og lof en
dæmi eru um í seinni tíð.
Þau Nick Zinner, Karen Orzal-
ek og Brian Chase eru öll lista-
skólaspírur, stunduðu nám í há-
skólanum í New York, en öll höfðu
þau fengist við tónlist hvert í sínu
lagi, Zinner var á kafi í fram-
sæknum djassi, Chase stundaði
nýbylgju og Karen O var eins-
konar trúbadúr. Þau Zinner og
Karen O kynntust um mitt ár
2000, en hann var þá í annarri
hljómsveit og kunni því ekki vel
að sögn. Eftir ærlegt fyllerí
ákváðu þau að stofna hljómsveit
saman og Karen O kallaði til
Chase bekkjarfélaga sinn í kvik-
myndanámi.
Frá fyrstu tónleikunum vakti
sveitin mikla athygli og ekki bara
fyrir tónlistina; sviðsframkoma
Karen O. þótti með því mergj-
aðasta sem menn höfðu séð árum
saman; ekki var bara að hún var
geysifjörleg og kattliðug í hreyf-
ingum heldur söng hún og öskraði
sem mest hún mátti og hellti yfir
sig bjór í lítravís.
Allt var þetta fyrirtaks upp-
skrift að fjölmiðlafári, skrautleg
kraftmikil rokksveit með litríka
söngkonu og æsingur útgáfufyr-
irtækja, sem buðu í sveitina sem
mest þau máttu. Svo mikið hefur
verið fjallað um sveitina reyndar
að mörgum finnst nóg um, enda lá
ekkert eftir hana nema nokkur lög
þegar lærðir skríbentar voru farn-
ir að mæra hljómsveitna sem
björtustu von rokksins, Blondie
nýrra tíma, en bara betri sögðu
sumir. Tónlistin var vissulega
fersk og skemmtileg en mestu réð
um áhugann að andlit sveitarinnar
út á við er kona, Karen Orzalek,
sem kemur ekki bara vel fyrir
heldur hefur sitthvað skemmtilegt
að segja. Vissulega er hún ekkert
sérstök söngkona en af henni
geislar rokkstemmning sem er
öllu sjaldgæfari en góð söngrödd.
Hrátt bílskúrsrokk
Önnur sveit ólík en þó svipuð
um margt, bílskúrsrokksveit með
stúlku við hljóðnemann, er breska
hljómsveitin The Kills sem sendi
líka frá sér frumraunina fyrir
skemmstu. Hún leggur enn meiri
áherslu á hrátt og harðsoðið en
Yeah Yeah Yeahs, hljóðfæraleikur
einfaldur og lítið legið yfir hlut-
unum. Það ýtir svo enn undir
hrátt yfirbragð tónlistarinnar að
fyrsta plata The Kills er tekin upp
og frágengin að öllu leyti á mán-
uði og það í Toe Rag-hljóðverinu í
Lundúnum, sama hljóðveri og
White Stripes tóku upp þá ágætu
plötu Elephant, en meðal þess
sem gerir Toe Rag sérstakt er að
í hljóðverinu er enginn búnaður
sem framleiddur er efrtir 1963 að
því er sagan segir.
The Kills á það einnig sameig-
inlegt með White Stripes að vera
dúó pilts og stúlku sem kann að
meta frumstæðan gítarhljóm en
þar lýkur líka samlíkingunni því
þótt tónlist The Kills megi flokka
sem bílskúrsrokk er hún öllu nú-
tímalegri en blúsrokk White Strip-
es, gítarhljómarnir harðari og
meiri drungi yfir öllu saman. Gít-
arleikari sveitarinnar og lagasmið-
ur heitir Jamie Hince, en tók sér
það afkáralega listamannsnafn
Hotel. Hince var meðal liðsmanna
rokksveitarinnar Scarfo sem varð
næstum fræg fyrir fimm eða sex
árum. Eftir að Scarfo leystist upp
stofnaði hann sveitina Fiji sem
komst aldei almennilega í gang, en
virðist nú vera búinn að finna fjöl-
ina sína.
Enn kjánalegra en Hotel er
listamannsheiti söngkonunnar Al-
ison Mosshart – hún kallar sig
VV. Þau Hince og Mosshart, eða
Hotel og VV, kynntust í Lund-
únum, en hún er bandarísk. Eftir
stutt snörp kynni hélt hún aftur
til Bandaríkjanna en langlokubréf
og -símtöl treystu sambandið svo
að VV sneri aftur til Bretlands og
The Kills varð til.
Ólíkt listamannsnöfnum er tón-
listin langtífrá afkáraleg eða
kjánaleg, fyrsta breiðskífa sveit-
arinnar, Keep On Your Mean
Side, er þrælskemmtileg rokk-
skífa, grípandi tilraunakennt rokk
af bestu gerð. Hince er hug-
myndaríkur gítarleikari með æv-
intýralegan hljóm, Mosshart syng-
ur og emjar vel og trommuheilinn
gerir sitt.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Sungið, öskrað
og emjað
Þau Nick Zinner, Karen Orzalek og Brian Chase kalla sig Yeah Yeah Yeahs.
Jamie Hince, eða Hotel, og Alison Mosshart, sem kallar sig VV, skipa The Kills.
Mikið er látið með rokk-
sveitirnar The Kills og Yeah
Yeah Yeahs, en báðar státa
sveitirnar af söngkonum.