Morgunblaðið - 13.05.2003, Page 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLENSKAR heilbrigðisstofnanir
gætu tekið við allt að 80 einstakling-
um smituðum af HABL veikinni í
einu ef faraldurinn kæmi hingað til
lands. Á smitsjúkdómadeildum
Landspítalans í Fossvogi eru ein-
angrunarherbergi þar sem hægt er
að taka á móti smituðum sjúklingum
en þangað hafa verið keyptar 10 nýj-
ar öndunarvélar í viðbúnaðarskyni.
Þá fylgjast starfsmenn smitsjúk-
dómadeildarinnar stöðugt með nýj-
ustu upplýsingum um viðbrögð og
hlífðarbúnaður er til taks. Þetta var
meðal þess sem fram kom á opnum
fundi hjúkrunarfræðinga sem hald-
inn var á Grand hótel í tilefni af al-
þjóðadegi hjúkrunarfræðinga í gær.
„Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn
verða að horfast í augu við að sjúk-
dómurinn er enn að breiðast út og
gæti komið hingað,“ sagði Hugrún
Ríkarðsdóttir, smitsjúkdómalæknir
á Landspítala háskólasjúkrahúsi, í
erindi sínu sem bar yfirskriftina
HABL, birting, viðbrögð og horfur.
Hún sagði nauðsynlegt að vera
skynsöm, búa okkur undir hið
versta, en þó ekki verða hrædd eða
svartsýn. Ef heilbrigðisstarfsmenn
brygðust rétt við myndu þeir sjálfir
ekki smitast og um leið hindra að
sjúkdómurinn bærist út.
Hugrún rakti uppruna sjúkdóms-
ins sem fyrst varð vart í Guandong
héraði í Kína í nóvember 2002 þrátt
fyrir að heimsbyggðin hafi ekki frétt
um sjúkdóminn fyrr en fyrir nokkr-
um vikum. „Stóru mistökin voru þau
að kínversk yfirvöld ætluðu að þegja
málið í hel. Hefði þetta komið fram
fyrr væri mun meira vitað um sjúk-
dóminn, hægt að bregðast við honum
fyrr og hann ekki borist jafn mikið út
og raunin varð.“ Hún sagði mistök
einnig hafa átt sér stað í Kanada
varnir hefðu ekki verið notaðar þeg-
ar veikin kom upp þar og þess vegna
ástandið þar orðið mun verra en á
öðrum Vesturlöndum. Hún tók fram
að þeir sem smituðust virtust vera af
asísku bergi brotnir og þetta ætti
einnig við á Vesturlöndum eins og í
Kanada. Eitthvað í genamengi
þeirra virtist gera það að verkum að
þeir smituðust frekar en aðrir.
Starfsmenn oft
kvíðnir og hræddir
„Líklega hefur aldrei verið jafn-
mikill viðbúnaður í heiminum við
sjúkdómi og nú við HABL veikinni,“
sagði Sigríður Antonsdótttir, hjúkr-
unardeildarstjóri sýkingavarnar-
deildar Landspítalans, en hún flutti
erindi um smitleiðir og smitgát.
Hún benti á að rannsóknir sýndu
að HABL veiran smitaðist bæði við
snertingu og í andrúmslofti. Hún
gæti lifað á hreinu yfirborði í sólar-
hring og virtist lifa betur af í kulda
en hita
Sigríður fór yfir þann búnað sem
heilbrigðisstarfsmenn sem hjúkruðu
smituðum einstaklingum yrðu að
hafa. Þeir yrðu að klæðast lang-
ermasloppum með stroffi, hönskum,
hlífðarhúfum, gleraugum, skó og
veiruheldum grímum. Sjúklingur
sem grunur léki á að væri smitaður
yrði strax settur í einangrun þar sem
hann fengi hlífðarföt og grímu. Þá
væru heimsóknir til hans takmark-
aðar og stundum alveg bannaðar.
Berglind Mikaelsdóttir hjúkrun-
arfræðingur fjallaði í erindi sínu um
hjúkrun sjúklinga með HABL, m.a.
andlega þætti sem huga yrði að hjá
starfsfólki og sjúklingum. Hún benti
á nauðsyn þess að starfsmenn verðu
sig sjálfa. „Ef við verjum okkur ekki
sjálf þá er lítið gagn í okkur fyrir
skjólstæðinginn, “ sagði Berglind.
Hún benti á að starfsfólk sem þyrfti
að hjúkra smituðum gæti fundið fyr-
ir hræðslu og kvíða, haft áhyggjur af
eigin velferð og aðstandenda auk
þess sem því kynni að finnast það
einangrað. Nauðsynlegt væri að
bæði starfsfólk og sjúklingar fengju
sem mesta fræðslu og stuðning.
Hjúkrunarfræðingar fjölluðu um HABL-veikina á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga
Aldrei verið jafnmikill
viðbúnaður við sjúkdómiÍ GÆR hófst leit að 25 ára karlmannifrá Blönduósi, Viktori Guðbjarts-syni, sem ekkert hefur spurst til frá
því á laugardag en þá mun hann hafa
verið í nágrenni Húnavallaskóla.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Blönduósi, sem lýsir eftir
Viktori, er síðast vitað um hann við
Húnavelli í Austur-Húnavatnssýslu
snemma á laugardagsmorgni, þann
10. maí sl.
Viktor er grannvaxinn, um 187 cm
á hæð og með stutt dökkskolleitt
hár. Hann er 24 ára, klæddur í dökka
íþróttaskó og ljósbláar gallabuxur.
Þeir sem hafa orðið Viktors varir eða
vita hvar hann er niður kominn eru
vinsamlega beðnir um að láta lög-
regluna á Blönduósi vita í síma 455
2666.
Leitað að
manni frá
Blönduósi
HALLDÓR Björnsson, varafor-
seti ASÍ og formaður Starfs-
greinasambands Íslands, segir að
nýr úrskurður Kjaradóms frá sl.
laugardegi um hækkanir á laun-
um embættismanna sé eins og
köld vatnsgusa framan í launa-
fólk. Til þeirra hækkana sem úr-
skurðurinn gaf, allt að 20%, verði
horft við gerð komandi kjara-
samninga og undir það tekur for-
maður Bandalags háskólamanna.
Halldór segir það sérkennilega
aðferð að birta úrskurðinn tveim-
ur dögum eftir að hann féll. Hann
rifjar upp að í aðdraganda kosn-
inga hafi stjórnarflokkarnir boð-
að allt að 30 milljarða skatta-
lækkanir og Samtök atvinnu-
lífsins gefið í skyn að ekkert
svigrúm væri fyrir frekari launa-
hækkanir.
„Þannig að þessi úrskurður
kemur eins og köld vatnsgusa
framan í okkur. Við erum að
hefja undirbúning kjarasamninga
og við hljótum auðvitað að horfa
á svona tölur,“ segir Halldór og
telur að þessi úrskurður komi til
umfjöllunar á vinnufundi Starfs-
greinasambandsins í Keflavík um
næstu helgi. „Þó að þessir menn
hafi fengið sæmilega launahækk-
un, eða helmingi meira en hinn
almenni launamaður miðað við
þróun launavísitölunnar frá árinu
1999, reikna ég með að boðaðar
skattalækkanir muni einnig koma
þeim til góða. Þess vegna er snú-
ið að horfa á þetta.“
Verður viðmiðun í
næstu kjarasamningum
Halldóra Friðjónsdóttir, for-
maður BHM, telur það einsýnt að
tekið verði mið af úrskurði Kjara-
dóms í næstu kjarasamningum.
ASÍ og aðildarfélög þess séu að
vísu á undan BHM með lausa
samninga og gefi tóninn um
framhaldið eftir það.
„Það hefur verið talað um að
Kjaradómur og kjaranefnd eigi
að hafa hliðsjón af því sem gerst
hefur á launamarkaði. Ef þetta er
það sem hefur verið að gerast
hefur maður greinilega ekki
fylgst alveg nógu vel með. Þetta
er ekki reyndin hjá venjulegum
opinberum starfsmanni.“
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra segir það næstum því óvið-
eigandi að hann tjái sig um
ákvörðun Kjaradóms sl. laugar-
dag um launahækkanir til handa
embættismönnum er undir dóm-
inn falla.
Er í höndum
Kjaradóms
„Ég er rétt farinn að glugga í
dóminn, úrskurðurinn kom á
kjördag. Reyndar hef ég reynt að
hafa þá venju að láta Kjaradóm
um það sem hann á að sjá um, ég
tala aldrei við kjaradómsmenn,
hvorki fyrir ákvörðun né eftir
hana. Þetta er algjörlega í hönd-
um þeirra.
Allar svona ákvarðanir eru um-
deildar eins og verða vill en
ábyrgðin liggur hjá dómurun-
um,“ sagði Davíð. Aðspurður
hvernig veganesti hann héldi að
þessi niðurstaða Kjaradóms yrði í
komandi kjarasamningum sagði
Davíð: „Ég skal ekkert um það
segja. Það fer eftir því hver rökin
hafa verið fyrir þessum ákvörð-
unum.“
Varaforseti ASÍ um launahækkanir embættismanna
Eins og köld vatns-
gusa framan í okkur
ELDUR kviknaði í íbúð á efri hæð
húss í Þorlákshöfn síðdegis í gær.
Skemmdust íbúð og innbú talsvert
en íbúa sakaði ekki.
Talið er að kviknað hafi í út frá
eldavél. Eldurinn læsti sig í innrétt-
ingu og olli miklu tjóni, en einkum
urðu skemmdir vegna reyks sem
lagði um húsið.
Tilkynnt var um eldinn klukkan
17:33 og voru liðsmenn Brunavarna
Árnessýslu snöggir á vettvang. Þeir
reykræstu húsið eftir að hafa slökkt
eldinn.
Eldur í íbúð í
Þorlákshöfn
GAMALL sumarbústaður við Úlf-
arsfell brann til grunna í gær og
jafnfram breiddist eldur um sinu við
húsið, að sögn lögreglunnar í
Reykjavík. Enginn var í húsinu þeg-
ar eldurinn kviknaði.
Það tók Slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins dágóðan tíma að ráða nið-
urlögum eldsins. Eldsupptök eru í
rannsókn.
Sumarbústaður
brann til
kaldra kola
Vildu fræðast um veikina
ALÞJÓÐADAGUR hjúkr-
unarfræðinga er haldinn 12. maí
ár hvert en þann dag árið 1820
fæddist hin breska Florence Nig-
htingale sem lagði grundvöllinn
að nútímahjúkrun.
Í ljósi þeirrar miklu umræðu
sem átt hefur sér stað um HABL
sjúkdóminn eða heilkenni alvar-
legrar bráðrar lugnabólgu var
ákveðið að hún yrði umræðuefni
dagsins, að sögn Herdísar Sveins-
dóttur, formanns Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga. „Fjölmargir
hjúkrunarfræðingar höfðu haft
samband við okkur og óskað eftir
upplýsingum um sjúkdóminn. Því
ákváðum við að falla frá fyr-
irfram undirbúnu efni sem var al-
næmi og fjalla frekar um HABL,“
sagði Herdís en bætti við að al-
næmi og fordómar gegn því yrði
tekið upp síðar enda væri það efni
sem brýnt væri að sinna. Fullt var
út úr dyrum á fundinum auk þess
sem fundurinn var sendur með
fjarfundabúnaði til átta staða á
landinu. Í ávarpi sínu minnti Her-
dís á að samkvæmt siðareglum
hjúkrunarfræðinga væri frum-
skylda hvers hjúkrunarfræðings
að virða mannhelgi sjúklings og
virðingu. Hún sagði mikinn
áhuga hjúkrunarfræðinga á þess-
um nýja sjúkdómi endurspegla
virðingu þeirra fyrir sjúklingum.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
Morgunblaðið/Jim Smart
Fullt var út úr dyrum er hjúkrunarfræðingar fræddust um HABL á Grand hótel í gær.