Morgunblaðið - 13.05.2003, Qupperneq 16
ERLENT
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
GEORGE W. Bush Bandaríkja-
forseti sagði í ræðu á samkomu
íraskra Bandaríkjamanna í vik-
unni sem leið að allir íbúar Íraks
myndu öðlast frelsi „hvort sem
þeir eru súnnítar eða sjítar eða
Kúrdar eða Kaldear eða Assýr-
íumenn eða Túrkómanar eða
kristnir eða gyðingar eða múslím-
ar, hvaða trú sem þeir aðhyllast“.
Vegna flókinnar skiptingar írösku
þjóðarinnar eftir trú verður það
hins vegar þrautin þyngri að
koma á traustu lýðræði í Írak.
Fá lönd í heiminum eru ríkari
af trúarlegri arfleifð. Í Biblíunni
var Írak föðurland Abrahams, for-
föður gyðinga, kristinna manna og
múslíma, og þar rituðu rabbínar
Talmúd, trúarlega lögbók gyð-
inga, þótt fáir gyðingar búi nú í
landinu.
Á gullöld íslams var Bagdad
höfuðborg kalífadæmis Abbasída
frá áttundu öld til þrettándu aldar
og í Írak eru nokkrir af helgustu
stöðum sjía-múslíma.
Sjítar eru ekki
einsleitur hópur
Írösk stjórnmál fara ekki var-
hluta af djúpstæðum ágreiningi
sem staðið hefur um aldir milli
súnníta og sjíta. Klofningurinn
varð eftir að Múhameð spámaður
lést og súnnítar vildu að eftir-
menn hans yrðu valdir sérstak-
lega en sjítar töldu Alí kalífa,
tengdason Múhameðs, og ákveðna
afkomendur hans einu réttmætu
leiðtoga íslams.
Súnnítar eru núna um 85% af
1,2 milljörðum múslíma í heim-
inum. Sjítar eru hins vegar í
meirihluta í Írak (oft sagðir vera
um 60% íbúanna þótt tölfræðilegu
upplýsingarnar séu á reiki).
Íraskir sjítar eru þó ekki eins-
leitur hópur. Flestir þeirra eru
arabar, til að mynda „fenja-arab-
ar“ sem hafa mikla menningar-
lega sérstöðu, og sumir bedúínar
(arabískir hirðingjar) eru sjítar.
Aðrir sjítar koma úr röðum Kúrda
og Túrkómena sem eru um 5%
Íraka.
Íraskir súnnítar skiptast í tvo
meginhópa, Kúrda og araba. Ar-
abískir súnnítar réðu lögum og
lofum á valdatíma Saddams Huss-
eins og kúguðu jafnt Kúrda sem
sjíta.
Klofningur er í röðum Kúrda
(sem eru taldir um 15–23% íbúa
Íraks) eftir stjórnmálastefnum,
ættflokkum og mállýskum en þeir
eru sameinaðir í baráttunni fyrir
sjálfstjórn eða eigin ríki.
„Í augum þeirra skiptir þjóð-
ernið meira máli en trúin,“ segir
stjórnmálafræðingurinn Vali
Nasr, sérfræðingur í málefnum
Íraks.
Kristnir menn eru aðeins um
3% íbúanna en þeir eru vel
menntaðir og höfðu nokkur áhrif
á valdatíma Saddams. Flestir
þeirra eru í kaldeísku eða
assýrsku kirkjunum og hafa kraf-
ist þess að réttindi minnihluta-
hópa verði virt þegar Írakar taka
aftur við stjórn landsins.
Á meðal smærri trúarhópa í
Írak er sértrúarhópur sem telur
að Jesús hafi verið trúníðingur og
vegsamar Jóhannes skírara. Enn-
fremur er þar hópur sem trúir því
að djöfullinn stjórni heiminum.
Írakar eru þó fyrst og fremst
múslímaþjóð og Nasr segir að
Írak hafi breyst „úr landi súnníta
í land sjíta á einni nóttu“ þegar
stjórn Saddams féll. Hann skír-
skotar meðal annars til pílagríms-
ferða til helgra borga sjíta, Najaf
og Karbala, þar sem yfir milljón
íraskra sjíta safnaðist saman á
götunum fyrir um hálfum mánuði.
Telja klerkaveldi
ólíklegt
Verði efnt til kosninga er líklegt
að sjítar verði mjög sigursælir,
enda eru þeir í meirihluta. Nasr
efast jafnvel um að veraldlega
sinnaðir sjítar kjósi súnníta.
Shama Inati, prófessor við Vill-
anova-háskóla, segir að trúarleið-
togar sjíta vilji einnig fá mikil
áhrif í menntakerfi landsins.
Abdulazia Sachedina við Virg-
iníu-háskóla, sem hefur starfað í
skólum sjíta og súnníta, segir að
klerkar séu áhrifameiri meðal
sjíta en súnníta. „Trúarleiðtogar
súnníta hafa ekki mikil áhrif og
njóta ekki mikils trausts meðal
fólksins. Þeir eru skipaðir af
stjórnvöldum,“ sagði Sachedina og
bætti við að miklu nánari tengsl
væru á milli sjíta og leiðtoga
þeirra, erkiklerkanna.
Nasr og Sachedina telja að
þrátt fyrir mikil áhrif trúarleið-
toga sjíta sé ólíklegt að komið
verði á klerkaveldi í Írak eins og í
Íran. Þeir segja að margir sjítar
líti svo á að klerkaveldið í Íran
samræmist ekki hefðum sjíta.
Íraskir sjía-klerkar, þeirra á með-
al Ali Hussine al-Sistar erkiklerk-
ur, sem er almennt álitinn æðsti
trúarleiðtogi íraskra sjíta, hafi
lagst gegn klerkaveldinu í Íran.
Sachedina spáir því að sjía-
klerkarnir taki ekki við völdunum
en að trúræknir fylgismenn þeirra
– sem eru um það bil 40% af sjít-
um – kjósi þá frambjóðendur sem
klerkarnir styðja og fari eftir
trúarlegum tilskipunum þeirra um
stjórnmál.
Trúræknir súnnítar eru einnig
að sameinast sem pólitískt afl og
Sachedina kveðst hafa áhyggjur
af auknum áhrifum sádi-arabísku
hreintrúarhreyfingarinnar Wahh-
abi meðal íraskra súnníta.
Aðrir telja hins vegar að flókin
skipting írösku þjóðarinnar eftir
trú verði til þess að þeir sem vilja
stofna íslamskt ríki sjái að sér og
átti sig á því að slíkt geti endað
með ósköpum.
Trúflokka-
deilur geta
torveldað lýð-
ræði í Írak
Reuters
Mohammed Bakir Al-Hakim, erkiklerkur stærstu hreyfingar sjíta í Írak (í miðju), og lífverðir hans ryðja sér
braut í gegnum mannþröng við innganginn að helgri mosku sjíta í borginni Najaf í gær. Tugþúsundir tóku þar
á móti Al-Hakim, en hann sneri aftur til Íraks um helgina eftir að hafa verið í útlegð í Íran í tvo áratugi.
New York. AP.
SADDAM Hussein, fyrrverandi for-
seti Íraks, og synir hans, Uday og
Qusay, eru enn á lífi og í felum í Írak.
Þetta er mat Ahmeds Chalabis, eins
af forystumönnum Íraka sem nú
streyma heim eftir að hafa verið í út-
legð í stjórnartíð Saddams.
Chalabi sagði arabíska dagblaðinu
Asharq Al-Awsat, sem gefið er út í
London, að sést hefði til Saddams og
tólf meðreiðarsveina í Tikrit nýverið
en þeirra á meðal voru þeir Uday og
Qusay, auk Abd al-Hamids Humuds,
sérlegs aðstoðarmanns Saddams.
Sagði Chalabi að til að dyljast not-
uðu Saddam og fylgdarmenn hans
ætíð hefðbundna hálsklúta araba, til
að ekki sæist í andlit þeirra.
Banna Baath-flokkinn
Chalabi lagði áherslu á að þurrka
þyrfti út Baath-flokk Saddams, sem
réð ríkjum í Írak undanfarna ára-
tugi. Á sunnudag hafði Tommy
Franks hershöfðingi, yfirmaður
bandaríska hernámsliðsins í Írak,
lýst því yfir að flokkurinn hefði verið
leystur upp og starfsemi hans bönn-
uð. Bandaríkjamenn gætu hins veg-
ar átt erfitt með að útiloka algerlega
áhrif Baath-flokksins, enda voru
næstum allir opinberir starfsmenn
meðlimir flokksins. Við þessa sömu
opinberu starfsmenn þarf hins vegar
nú að styðjast, ef koma á starfsemi
ríkisstofnana af stað aftur í því skyni
að tryggja þjónustu við borgarana.
Segir að
sést hafi til
Saddams
í Tikrit
Dubai, Bagdad. AFP, AP.
PAUL Bremer, nýr yfirmaður borg-
aralegrar stjórnar Bandaríkjamanna
í Írak, kom til Bagdad í gær og er
verkefni hans að taka við stjórn upp-
byggingarstarfsins í landinu en illa
hefur gengið að binda enda á skálm-
öldina í Írak og tryggja grunnþjón-
ustu við borgarana. Fullyrt var í
bandarískum blöðum í gær að Jay
Garner, sem fram að þessu hefur ver-
ið æðsti embættismaður Bandaríkja-
stjórnar í Írak, yrði senn kallaður
heim.
Bandaríkjamönnum hefur gengið
illa að koma skikkan á skipan mála í
Írak en meira en mánuður er nú lið-
inn síðan ríkisstjórn Saddams Huss-
eins féll. Hefur íraskur almenningur
undanfarna daga látið óánægju sína í
ljós í æ ríkari mæli.
Glæpir hafa færst í aukana í Bagd-
ad, margir íbúar borgarinnar hafa
ekki aðgang að rafmagni eða fersku
vatni og rusl hefur víða safnast upp.
Þá hefur Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunin varað við hættu á kóleru-
faraldri í Basra-borg í Suður-Írak.
George W. Bush Bandaríkjaforseti
skipaði Bremer yfirmann bandarísku
hernámsstjórnarinnar í síðustu viku
og kom sú ákvörðun nokkuð á óvart,
enda hafði verið talið að Jay Garner
myndi fara fyrir stjórn Bandaríkj-
anna í Írak. Virtust fréttir banda-
rískra blaða í gær og fyrradag hins
vegar benda til að einhver óánægja
væri með störf hans meðal ráða-
manna í Washington.
Uppstokkun að
beiðni Bremers?
Við komuna til Íraks í gær reyndi
Bremer að gera lítið úr þýðingu þess
að hann hefði verið settur yfir Garn-
er. Sagðist hann afar ánægður með
að fá tækifæri til að starfa með Garn-
er. „Það er mikil áskorun að takast á
við það verkefni að aðstoða Íraka við
að kasta af sér hlekkjum harðstjórn-
arinnar,“ sagði Bremer er hann lenti
í Basra í Suður-Írak, en frá Basra
flaug hann til höfuðborgarinnar
Bagdad.
Garner tók á móti Bremer í Basra
og sagði við það tækifæri að fréttir
þess efnis, að hann yrði senn kallaður
heim, væru rangar. Stórblaðið The
New York Times hafði engu að síður
haft eftir háttsettum embættismönn-
um að Garner myndi yfirgefa Írak
innan fárra vikna. Þá sagði blaðið að
nokkrir til viðbótar yrðu kallaðir
heim. Blaðið nafngreindi m.a. Barb-
öru Bodine, sem var eitt sinn sendi-
herra Bandaríkjanna í Jemen, í þeim
efnum, en henni hafði verið falið það
hlutverk að stýra málum í Bagdad og
nágrannasveitum. Sagði blaðið að
þessar mannabreytingar væru til
marks um áhrif Bremers, en haft var
eftir ónafngreindum embættismanni
að Bremer hefði haft efasemdir um
hæfni hennar til starfans.
Bremer kominn til Bagdad
Bagdad, Basra. AFP, AP.
Reuters
Paul Bremer (t.v.) við komuna til Bagdad í gær. Honum á vinstri hönd stendur Jay Garner.
Bandarískir
fjölmiðlar full-
yrða að Jay
Garner verði
kallaður heim