Morgunblaðið - 13.05.2003, Side 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 17
ÓLJÓST er hvort takast muni að
hindra lausagöngu búfjár á Kjal-
arnesi á komandi sumarmánuðum
þrátt fyrir að ný búfjársamþykkt
Reykjavíkur banni slíka lausagöngu
innan borgarmarkanna. Ástæðan er
m.a. sú að landbúnaðarráðuneytið
hefur ekki lagt blessun sína yfir
samþykktina.
Að sögn Guðna Indriðasonar,
íbúa á Kjalarnesi, er talsverður
ágangur búfjár úr Kjósinni inni á
Kjalarnesi sem trufli íbúa þar. Seg-
ir hann að þrátt fyrir ákvörðun
Samtaka sveitarfélaga á höfuborg-
arsvæðinu um að girða af höfuð-
borgarsvæðið hafi gengið hægt að
girða Kjalarnesið frá Kjósinni þar
sem ekki hafi fengist staðfesting
landbúnaðarráðuneytisins á nýrri
búfjársamþykkt borgarinnar. „Mað-
ur fær þau svör að ekkert gerist
fyrr en ráðuneytið er búið að sam-
þykkja þetta,“ segir hann.
Þórólfur Jónsson, deildarstjóri
garðyrkjudeildar Umhverfis- og
heilbrigðisstofu Reykjavíkur, segir
vanda vegna lausagöngu búfjár á
Kjalarnesi vera tvíþættan því fyrir
utan féð sem komi yfir bæjarmörk-
in frá Kjós sé einnig um að ræða
lausagöngu sauðfjárbænda á Kjal-
arnesinu.
Stefnt að því að girða
af skógræktina
Upphaflega hafi staðið til að
bændur þaðan reki fé sitt í sérstakt
beitarhólf á Mosfellsheiðinni en því
hafi bændur og Bændasamtökin
lagst gegn enda hafi bændur á
Kjalarnesinu ekki upprekstrarleyfi
þangað. Því þurfi að leysa það mál
með öðrum hætti, t.d. með beit-
arhólfum á Kjalarnesinu sjálfu.
Að sögn Þórólfs hefur landbún-
aðarráðuneytið ekki staðfest sam-
þykktina þar sem Bændasamtökin
hafa gert athugasemdir við hana.
Þetta komi aftur niður á þeirri
áætlun sveitarfélaganna að girða
Kjósina frá Kjalarnesinu því Vega-
gerðin, sem mun kosta hluta fram-
kvæmdanna, geri það að skilyrði að
fyrir liggi staðfest búfjársamþykkt
áður en framkvæmdirnar hefjast.
Mörgum er enn í fersku minni
það uppistand sem varð síðastliðið
haust vegna ágangs búfénaðar í
skógræktina að Mógilsá. Þórólfur
segir vonir standa til að hægt verði
að girða skógræktina af á næstunni
þannig að búfénaður valdi í það
minnsta ekki usla þar. „En það sem
situr fast er hvernig tekið verður á
málum varðandi fénað úr Kjósinni.
En vonandi náum við þessari bú-
fjársamþykkt fljótlega í gegn þann-
ig að þau mál leysist einnig,“ segir
hann.
Vandamál vegna lausa-
göngu ekki leyst
Landbúnaðar-
ráðuneytið stað-
festir ekki nýja
búfjársamþykkt
Morgunblaðið/Jim Smart
Laust sauðfé á Kjalarnesi olli nokkrum usla hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur á Mógilsá síðastliðið haust. Það olli
deilum milli skógræktarmanna og bænda á Nesinu sem skiptust á að reka féð í og úr Kollafjarðarrétt.
Kjalarnes
ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til
hönnunarsamkeppni um þrjár
göngubrýr í tengslum við færslu
Hringbrautar suður fyrir Lækna-
garð og Umferðarmiðstöðina á
næsta ári. Tvær brúnna eru yfir
Hringbrautina sjálfa en sú þriðja
yfir Njarðargötu.
Um er að ræða sameiginlegt
verkefni Reykjavíkurborgar og
Vegagerðarinnar. Að sögn Ólafs
Bjarnasonar, forstöðumanns Verk-
fræðistofu borgarinnar, er gert ráð
fyrir að samkeppnin fari fram í
sumar og að útboðsgögn vegna
brúnna verði tilbúin í nóvember
þegar útboð vegna færslu Hring-
brautarinnar fer fram. Meginþungi
framkvæmdanna við færsluna verð-
ur síðan á næsta ári.
Hann segir búið að ákveða í aðal-
atriðum hvar brýrnar eigi að vera
þannig að samkeppnin muni taka til
útlits þeirra, aðlögunar að landi og
umhverfi. „Við höfum gert þetta
einu sinni áður, þegar göngubrúin
yfir Miklubraut við Rauðagerði var
hönnuð. Við reynum jafnvel að
byggja svona brýr aftur og höfum
endurtekið þá brú. Þannig er hugs-
unin kannski einnig að finna góða
lausn sem maður getur endur-
tekið.“
Rétt til þátttöku í samkeppninni
hafa verkfræðiráðgjafar í sam-
vinnu við arkitekta og eftir atvik-
um landslagsarkitekta og aðra
hönnuði en um svokallaða tveggja
þrepa samkeppni verður að ræða,
þar sem fyrri hluti hennar er opinn
öllum hönnuðum. Þrír þeirra verða
svo valdir til þátttöku í seinni hluta
keppninnar.
Að lokum verður ein tillaga valin
en þeim möguleika er þó haldið
opnum að velja lausn á brú yfir
Njarðargötu og Hringbraut við
Tjörn frá einum keppanda og lausn
á brú yfir Hringbraut við Landspít-
ala frá öðrum keppanda.
Efnt til hönnun-
arsamkeppni um
þrjár göngubrýr
Hringbraut
Séð austur yfir nýja Hringbraut þar sem greina má tvær göngubrýr.
TILLAGA um að leggja af núver-
andi starfsemi gæsluvalla borgar-
innar á næstu tveimur árum liggur
fyrir Leikskóla-
ráði Reykjavík-
ur. Tillagan nær
til allra gæslu-
valla í borginni.
Sem stendur
eru tólf gæslu-
vellir í Reykja-
vík. Að sögn
Margrétar Val-
lýjar Jóhanns-
dóttur, deildar-
stjóra hjá
Leikskólum
Reykjavíkur,
samþykkti Leik-
skólaráð seint á
síðasta ári að loka
völlunum á
næstu tveimur
til þremur árum en eftir hafi verið
að útfæra með hvaða hætti það yrði
gert. Þó hafi verið talað um að einn
gæsluvöllur yrði starfræktur í
hverju hverfi fram til ársins 2005.
Nýlega birtist lesendabréf í
Morgunblaðinu þar sem það var
gagnrýnt að til stæði að loka gæslu-
vellinum við Grandaskóla. Margrét
segir að ákveðins misskilnings hafi
gætt í bréfinu þar sem ekki hafi ver-
ið tekin ákvörðun um málið. Til-
lagan sem nú liggur fyrir gangi út á
hvernig og hvenær skuli leggja af
vellina en hún hafi ekki verið af-
greidd.
Ástæða lokananna er hversu að-
sóknin að völlunum er orðin lítil að
sögn Margrétar. „Það lítur út fyrir
að 85% barna á aldrinum tveggja til
fimm ára verði allan daginn á leik-
skólum og það segir alla söguna,“
segir hún.
Gæsluvellir verði
aflagðir á næstu
tveimur árum
Reykjavík
Morgunblaðið/Ásdís
Aðsókn að gæsluvöllum fer stöðugt minnkandi.