Morgunblaðið - 13.05.2003, Side 22
LISTIR
22 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRÓUN tónlistar í Evrópu
gerðist með þeim hætti að kórtón-
list náði fyrst nokkrum þroska og
blómstraði á fyrstu áratugum 17.
aldar en þá tók einsöngur og hljóð-
færatónlist mikinn kipp. Segja má
að þróun tónlistar hér á Íslandi hafi
verið með svipuðum hætti. Kór-
söngur var í raun nær eina tónlist-
ariðkunin hér á landi framan af, en
með vaxandi hljóðfærakunnáttu
náði einsöngurinn fótfestu og upp
úr aldamótunum og um miðja 20.
öldina höfðu Íslendingar eignast
nokkurt safn einsöngslaga. Þeir
sem þarna lögðu hönd að verki
voru meðal annarra Árni Thor-
steinsson, er gaf út sín fyrstu ein-
söngslög árið 1907 og Sveinbjörn
Sveinbjörnsson, sem skilaði sínum
starfsdegi að mestu í Skotlandi og
Kanada. Sveinbjörn samdi nokkur
einsöngslög, töluvert mörg við
enskan texta en einnig nokkur við
íslensk ljóð, er urðu fljótlega mjög
vinsæl. Það er táknrænt að hann
samdi nokkur kammerverk, sem
flest, nú fyrst á seinni árum, hafa
verið flutt hér á landi.
Listaverk eru oft lengi á leiðinni
og sannaðist það, er öll sönglög
Páls Ísólfssonar voru flutt á tón-
leikum í Salnum fyrir skemmstu að
þá gaf mörgum fyrst að heyra
hversu gott tónskáld Páll var, þó
nokkur laga hans hafi notið mikilla
vinsælda.
Á afmælistónleikum Kópavogs-
bæjar sl. sunnudag voru haldnir
söngtónleikar í Salnum og flutt
nokkur sönglög eftir Árna og
Sveinbjörn. Söngvararnir Snorri
Wium og Ólafur Kjartan Sigurð-
arson skiptust á að syngja 20 lög
eftir þessa frumkvöðla íslenskrar
söngtónlistar og nutu til þess und-
irleiks Jónasar Ingimundarsonar.
Af þeim lögum sem flestir kunna
eru Friður á jörðu, sem var upp-
hafsviðfangsefni tónleikanna,
meistaraverkin Enn er fögur sem
forðum, Rósin, Kirkjuhvoll og
Nótt. Önnur lög, eins og Ingjaldr í
skinnfeldi, er sérstætt og þó nokk-
uð þjóðlegt. Sagan segir að Hetta
tröllkona hafi viljað Ingjald Alfar-
insson feigan og kveðið á glugga:
„Út reri einn á báti Ingjaldr í
skinnfeldi.“ Var hann í þeim róðri
nærri dauður en hafði sér til skjóls
„skinnfeld stóran“. Lok sögunnar
urðu þau að Bárðr Dumbsson,
Snæfellsáss, kom Ingjaldi til hjálp-
ar. Snorri söng þetta lag mjög vel
og einnig Kirkjuhvolinn á látlausan
en sannfærandi máta. Ólafur
Kjartan söng Enn ertu fögur, Rós-
ina og Nótt mjög fallega, sérstak-
lega tvö síðast nefndu lögin.
Af lögum Sveinbjörns sungu
þeir félagar átta lög, sem upphaf-
lega eru samin við enskan texta.
Því hefur oft verið haldið fram, að
þýðingar falli nær aldrei vel að
ljóðasöng, því gerð lagsins, samspil
ákveðinna orða og tóna, svo og
hrynjandin sé svo samofin í eitt, að
varla sé von að allt falli svo saman í
þýðingu, sem í frumgerðinni. Það
er því umhugsunarefni hvort ekki
eigi að syngja ensku lögin eftir
Sveinbjörn við upprunalegan
texta, því Sveinbjörn var gott tón-
skáld og textinn varla verið honum
aðeins orð. Sum ensku laga Svein-
björns, sem þeir félagar sungu, eru
fallegar tónsmíðar, en með ein-
hverjum hætti náðu þau ekki að
blómstra í flutningi þeirra, nema
þá helst lag sem nefnist Norður-
slóð, er Ólafur Kjartans söng af
töluverðri reisn. Aftur á móti gerð-
ist það í íslensku lögunum, að söng-
ur þeirra félaga blómstraði, sér-
staklega í Hvar eru fuglar, sem
Ólafur söng mjög vel og Spettur, er
var glæsilega sunginn af Snorra.
Samleikur Jónasar Ingimundar-
sonar var hinn besti og tónleikarn-
ir í heild bæði fróðlegir og hin besta
skemmtan.
Að syngja söng-
ljóð við uppruna-
legan texta
TÓNLIST
Salurinn
Snorri Wium, Ólafur Kjartan
Sigurðarson og Jónas Ingimundarason
fluttu söngverk eftir Árna Thor-
steinsson og Sveinbjörn Sveinbjörns-
son. Sunnudagurinn 11. maí 2003.
SAMSÖNGUR
Jón Ásgeirsson
Vorhátíð LHÍ, Listasafni Reykja-
víkur – Hafnarhúsi kl. 12–12.30
Fókusinn – verk nemenda skoðuð.
Hjáleigan í Félagsheimili Kópa-
vogs kl. 20. Aukasýning á leik-
dagskrá Tilraunaeldhús Leikfélags
Kópavogs, Fjórréttað. Þættirnir
sem sýndir verða eru Leikæfing eft-
ir Peter Barnes, Portrett eftir Örn
Alexandersson og Magnús Guð-
mundsson, Óþekk(t) kona eftir Vig-
dísi Jakobsdóttur leikstjóra og hóp-
inn og Kolla og stöðumælaverðirnir
(Ein lítil stúdía í mannlegri illsku)
eftir Hörð Sigurðarson leikstjóra og
hópinn. Þorgeir Tryggvason leik-
stýrir Leikæfingu og Portrett er í
leikstjórn leikaranna sjálfra.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
ÞAÐ hefur færst í vöxt á liðnum ár-
um að áhugaleikhópar hafi valið að
semja sjálfir verk til flutnings fremur
en að fara hefðbundnari leiðir og fá
einhvern utanaðkomandi til þess eða
flytja gamalreynd leikrit. Leikfélag
Kópavogs hefur starfað í langan tíma
og verið með framsæknustu leikfélög-
um landsins og sýningar þeirra gjarn-
an vakið mikla athygli. Eftir að hafa
unnið sem einn hópur undir stjórn
sama leikstjórans um tíð er nú brugð-
ið á leik og sýnd fjögur verk, þar af
þrjú þróuð og samin í hópvinnu. Verk-
in eru af mjög misjöfnu tagi og eiga
fátt sameiginlegt nema kímnina sem
einkennir þau öll.
Leikæfing stingur í stúf við hin að
því leyti að hér er sköpunargleðinni
ekki gefinn algjörlega laus taumurinn
heldur einblínt á þau áhrif sem hægt
er að hafa á áhorfendur með vönd-
uðum leik og leikstjórn. Verkið fjallar
líka um blekkinguna; hvenær er leik-
ari að leika og hvenær er hann blátt
áfram að segja sannleikann. Leik-
stjórinn gat ekki stillt sig um að ýkja
þann leikstíl sem verkið býður upp á;
til að bæta gráu ofan á svart er höf-
undurinn í þessu litla verki – sem
fjallar um muninn á leiknum veru-
leika og hversdagsraunverunni – að
leika sér að upphafinni túlkun leik-
hússins á raunveruleikanum. Leik-
endurnir tveir, Einar Þór Samúelsson
og Helgi Róbert Þórisson, eru hag-
vanir á sviði og oft tókst þeim gletti-
lega vel upp við túlkun persónanna.
Persónurnar eru líka tvær í
Portretti, verkið spunnið upp og því
stýrt af leikendunum, sem einnig
hanna leikmynd og búninga. Verkið
fjallar, eins og titillinn gefur til kynna,
um persónur málaðar á striga, fast-
njörvaðar í þeim stellingum sem list-
málarinn kaus þeim og fangelsaðar
innan endimarka myndarinnar. Það
er ekkert nýtt við þessa hugmynd en
úrvinnslan er vönduð, það sem fer
persónunum á milli smellið og verkið
helst vel innan gefins ramma. Leik-
urinn er fyrirtak, sérstaklega sú stað-
reynd að leikendurnir hreyfa sig lítið
sem ekkert en treysta á augnhreyf-
ingar og örlítil svipbrigði. Eftirminni-
legasta augnablikið var að sjá Magn-
ús Guðmundsson falla aftur í fastar
skorður eftir að hafa leyft sér ofurlítið
frelsi í hreyfingum – áhorfandinn
fékk á tilfinninguna að stellingin væri
svo rígföst að hún væri honum ásköp-
uð.
Í óþekktri konu fer ekki á milli
mála handbragð atvinnuleikstjórans
Vigdísar Jakobsdóttur. Frásagnir
kvennanna fjögurra og flestir þættir
leiksins eru án efa mikið til þeirra
verk en heildarsvipurinn, sem skiptir
svo miklu máli, er Vigdísar. Hann
lyftir líka verkinu á hærra plan en
hinir fjórir þættirnir í þessari sýningu
hvíla á – hér ná saman bráðfyndinn
texti, vel útfærður skopleikur, harm-
ræn undiralda og tilfinningin að
áhorfandinn hafi eitthvað nýtt og
ferskt fyrir framan sig í samnjörvaða
heild. Búningar Þóreyjar Bjarkar
Halldórsdóttur og Þórunnar Evu
Hallsdóttur skipta líka töluverðu máli
og verða órjúfanlegir frá þeirri heild-
armynd sem hver leikari skapar und-
ir stjórn Vigdísar. Persónur Hrundar
Ólafsdóttur og Huldar Óskarsdóttur
voru áberandi fyrirferðarmestar í
verkinu, enda leiknar af mikilli natni.
Ótrúlega þjóðlegt og óborganlega
fyndið.
Síðasta verkið er Kolla og stöðu-
mælaverðirnir. Hér er á ferðinni
stjórnlaust skemmtileg útgáfa á
hryllingsmyndaminninu. Það er
greinilegt að leikendurnir njóta sín
vel og hafa skemmt sér við að æfa og
þróa þetta verk og sú kátína smitast
auðveldlega til áhorfenda. Sumir leik-
endanna sýna frábærlega unninn
gamanleik og ber þá helst að nefna
tvo þeirra: Jónas Gylfason, sem býr
til undurfyndið skrípi úr aumingja
Igor án þess að feta í fótspor nokkurs
fyrirrennara síns á þessu sviði, og
Ágústu Evu Erlendsdóttur, sem túlk-
aði tvær óviðjafnanlegar persónur
svo vel að undirritaður gat hvergi
hent reiður á hvaða töfrar lágu þar að
baki. Samleikur persónanna tveggja
var svo snilldarlega útfærður hjá
Herði Sigurðarsyni leikstjóra og
Ágústu Evu að nálgaðist sjónhverf-
ingar. Aðrir leikendur voru á hefð-
bundnara róli, enda persónurnar sem
þeir glímdu við á rólegri og hefð-
bundnari nótum. Þar hefði leikstjór-
inn þurft að hvetja til meiri snerpu og
ýkja stílfærsluna, auk þess að stytta
allar málalengingar og endurtekning-
ar í framvindunni.
Matarmikil leikhúsveisla
LEIKLIST
Tilraunaeldhús Leikfélags
Kópavogs
Höfundur: Peter Barnes. Þýðing: Ingunn
Ásdísardóttir. Leikstjóri Þorgeir Tryggva-
son.
4-RÉTTAÐ
Höfundar og leikstjórar: Magnús Guð-
mundsson og Örn Alexandersson.
LEIKÆFING
Höfundar: Hrund Ólafsdóttir, Huld Ósk-
arsdóttir, Ragnhildur Þórhallsdóttir,
Sylvía B. Gústafsdóttir og Vigdís Jakobs-
dóttir. Leikstjóri: Vigdís Jakobsdóttir.
PORTRETT
Höfundar: Arngrímur Vilhjálmsson,
Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ástþór Ágústs-
son, Hörður Sigurðarson, Jón Stefán Sig-
urðsson, Jónas Gylfason og Kjartan
Hearn. Leikstjóri: Hörður Sigurðarson.
Föstudagur 9. maí.
ÓÞEKK(T) KONA
Sveinn Haraldsson
KOLLA OG STÖÐUMÆLAVERÐIRNIR
(EIN LÍTIL STÚDÍA Í MANNLEGRI ILLSKU)
MOZART fyrir sex er yfirskrift
tónleika í Íslensku óperunni í kvöld
kl. 20. Þar syngja þrír af fastráðn-
um söngvurum Óperunnar, þau
Hulda Björk Garðarsdóttir sópran,
Sesselja Kristjánsdóttir alt og Dav-
íð Ólafsson bassi ásamt Chalum-
eaux-tríóinu sem skipað er klarin-
ettuleikurunum Kjartani Óskars-
syni, Óskari Ingólfssyni og Sigurði
I. Snorrasyni.
Davíð Ólafsson segir að Chal-
umeaux-tríóið hafi átt frumkvæði
að þessari samvinnu og að efnis-
skráin hafi spunnist út frá fimm
næturljóðum og kansónettu sem
Mozart hafi samið fyrir þrjá söngv-
ara, klarinettur og bassethorn á
árunum 1783–88 fyrir sig og vini
sína til að leika og syngja á góðum
samverustundum í heimahúsum.
„Klarinettuleikararnir útsettu svo
að auki atriði úr Brúðkaupi Fíg-
arós og Cosi fan tutte. Þetta kemur
vel út, því klarinettan er Mozart-
hljóðfæri, klarinettan svífur yfir
vötnum í tónlist hans, hvort sem er
í sálumessunni eða öðru; hún er
engillinn sem svífur yfir.“ Davíð
segir tónleikana þátt í viðleitni
söngvara Óperunnar til að prófa
ýmislegt nýtt, og því sé söngur
með klarinettuleik góð tilbreyting.
„Þetta er frábær upplifun. Þeir
leika á nokkrar gerðir af klarinett-
um, og oft í okkar röddum, sópr-
an-, alt- og bassaklarinettu. Eftir
eitt, tvö lög finnst manni eins og
maður sé að syngja með stórri
hljómsveit. Mér finnst ekkert
vanta. Þrjár klarinettur með söng í
Mozart gefa mjög sérstaka tilfinn-
ingu, stemmningin er hundrað pró-
sent fyrir hendi, – alveg ósvikin.“
Óperuatriðin sem Chalumeaux-
tríóið útsetti fyrir tónleikana eru
meðal annars upphafsatriði Sús-
önnu og Fígarós úr Brúðkaupinu,
kansónur Cherubinos, aría greif-
ynjunnar, Porgi amor og tvær ar-
íur Fígarós. Eftir hlé koma nætur-
ljóðin og kansónettan og þrjú
atriði úr Cosi fan tutte. „Þá skelli
ég mér í þröngu nærbuxurnar og
syng Guglielmo.“
Davíð segist ekki sakna píanós-
ins, þótt það sé hefðbundinn fylgi-
fiskur óperusöngvara á tónleikum
sem þessum. „Nei, ég get ekki sagt
það, þótt það sé gott.“
Um þarsíðustu helgi fór Íslenska
óperan norður í land með síðustu
uppfærslu sína, Óperutvennu, sem
var geysilega vel tekið að sögn
Davíðs. „Við sungum bæði á Sælu-
viku Skagfirðinga og í Eyjafjarð-
arsveit, og skrifuðum meðal annars
undir viljayfirlýsingu um samstarf
við Tónlistarfélag Eyjafjarð-
arsveitar um áframhaldandi sam-
starf. Við erum að móta starf
Óperunnar og stefnuna sem tekin
verður. Nú er verið að fastráða
hljómsveitarstjóra fyrir næsta vet-
ur, og hann er að leggja línurnar
þar sem ætlunin er að taka fyrir
stórar míníóperur með fullri hljóð-
færaskipan, og vonumst auðvitað
til að geta sungið meira með hljóm-
sveit frekar en píanói. Þetta er
dýrt listform og hver æfing með
hljómsveit kostar mikið. En það
eru ótal möguleikar fyrir hendi og
margt hægt að gera.“
Morgunblaðið/Arnaldur
Hulda Björk Garðarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir og Davíð Ólafsson með Chalumeaux-tríóinu á æfingu í gær.
Klarinettan svífur yfir
vötnum í tónlist Mozarts
Vorhátíð LHÍ, Listasafni Reykja-
víkur – Hafnarhúsi kl. 12–12.30
Fókusinn - verk nemenda skoðuð.
Laugarneskirkja kl. 20 Radd-
bandafélag Reykjavíkur heldur tón-
leika og flytur m.a. íslensk og erlend
þjóðlög, sönglög, barbershoplög og
erlend dægurlög í léttri sveiflu.
Sönghópurinn er skipaður 11 söngv-
urum sem flestir hafa sungið í ýms-
um kórum um árabil, og margir eru
jafnframt í einsöngsnámi. Stjórn-
andi kórsins er Sigrún Grendal. Jón-
as Sen leikur með á píanó.
Á MORGUN