Morgunblaðið - 13.05.2003, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.05.2003, Qupperneq 25
Það er dýrt að velja dýrustu lausnirnar GREIN Þorvalds Ingvarssonar í Mbl. 29. mars sl. varð hvatinn að þessum skrifum og þakka ég hon- um fyrir ágæta grein. Sem iðjuþjálfi starfandi við Heilsugæsluna í Reykjavík og Mið- stöð heimahjúkr- unar er mér efst í huga að benda á ódýrari úrræði fyrir þjóðfélagið en að vista fólk á stofnun. Það er aug- lýst stefna heilbrigðisráðuneytisins að gera öldruðum og öðrum ein- staklingum kleift að búa sem lengst heima, enda er það ósk flestra og eðlilegast. Eitt hjúkr- unarrými getur kostað 4,5 millj. (og upp í tæpar 8 millj.) á ári fyrir einn einstakling. Það er hægt að spara mikla peninga, ef iðjuþjálfi fer á heimili viðkomandi, kannar aðstæður, metur þörf fyrir hjálp- artæki og aðra þjónustu. Tökum dæmi um mann sem getur ekki lengur staðið hjálparlaust upp frá rúmi, stól eða salerni, getur ekki lengur baðað sig, en er að öðru leyti nokkuð ánægður með lífið og tilveruna. Við að leysa færnivanda þessa manns á mjög einfaldan hátt sem kostar innan við 50 þús. kr. (hjálpartæki) ásamt heimahjúkrun og heimaþjónustu er augljóst að það er hægt að seinka þörf þessa manns um einhver ár fyrir hjúkr- unarheimili. Iðjuþjálfinn er búinn að spara ríkinu stærstan hluta af 4,5 millj. vegna þessa eina manns. Ég sem iðjuþjálfi fer í margar heimsóknir í hverri viku til eldri borgara og til yngra fólks sem haldið er einhverjum sjúkdómi eða fötlun. Hvað skyldu margar millj- ónir hafa sparast með því? Laun iðjuþjálfa á ári ná ekki þeirri tölu sem hjúkrunarrými kostar. Ég hef marg oft bent yf- irmönnum Heilsugæslunnar í Reykjavík og Miðstöð heimahjúkr- unar á að það þarf að fjölga iðju- þjálfum innan Heilsugæslunnar. Svarið sem ég fæ er að það er skilningur fyrir hendi á þessari þjónustu hjá Heilsugæslunni, en fjármagnið skortir. Viðhorfið er að á meðan skortur er á læknum og hjúkrunarfræðingum er ekki hægt að ráða fleiri iðjuþjálfa. Ég veit, sem eini iðjuþjálfinn starfandi á þessu sviði hjá Heilsugæslunni í Reykjavík, að mikið er hægt að gera til að bæta sjálfsbjargargetu eldra fólks og lengja þannig tím- ann sem það getur búið heima. Vil ég hvetja heilbrigðisyfirvöld sem ráða fjármagninu til Heilsugæsl- unnar að opna hug sinn varðandi úrræði og fjölga stöðugildum iðju- þjálfa. Það er sársaukafullt fyrir neyt- andann að bíða þegar unnið er með svo langa biðlista og veit ég að það gárar aðeins yfirborðið af raun- verulegri þörf. Ef við horfum til hinna Norður- landanna er hægt að spyrja sig hvers vegna um 50% starfandi iðju- þjálfa þar eru starfandi hjá Heilsu- gæslunni og sveitarfélögum (Fé- lagsþjónustunni). Ráðamenn þar eru löngu búnir að sjá hvað þeir spara á því. Ég vil segja við stjórnendur Heilsugæslunnar, verið óhræddir að ráða aðrar fagstéttir innan Heilsugæslunnar. Við erum ekki að taka neitt frá öðrum, við erum að- eins viðbót við úrræði og þá þjón- ustu sem lög gera ráð fyrir sam- anber 19.gr. heilbrigðislaga. Félag eldri borgara og aðrir sem vinna að hagsmunum eldri borg- ara. Vitið þið af þessari þjónustu? Iðjuþjálfar eru m.a. sérfræðingar í að veita ráðgjöf og leiðbeiningar við að bæta færni fólks við daglega iðju og hafa m.a. að markmiði að gera fólki kleift að búa sem lengst heima þrátt fyrir dvínandi færni. Ég veit að margir iðjuþjálfar með mikla reynslu eru tilbúnir að koma til starfa hjá Heilsugæslunni þegar fleiri stöðugildi verða að veruleika. Það er þjóðfélaginu dýrt að velja alltaf dýrustu lausnirnar. Eftir Guðrúnu K. Hafsteinsdóttur Höfundur er iðjuþjálfi. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 25 MIKIL hagræðing hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi og samkeppnishæfni greinarinnar hefur stóraukist. Ein mikilvægasta undirstaða sjáv- arútvegsins er þorskur. Við höf- um borið gæfu til að þorskafli hér á landi hefur senni- lega verið nokkuð stöðugur borið saman við aðrar fiskveiðiþjóðir. Þorskafli á heimsvísu hefur dreg- ist verulega saman á síðustu þrjá- tíu árum eða úr rúmlega þremur milljónum tonna niður fyrir eina milljón tonna. Þorskafli Íslendinga hefur ekki dregist saman í sama hlutfalli og hjá öðrum fisk- veiðiþjóðum. Á súluritinu sést hvernig þorsk- afli íslendinga hefur sveiflast á 30 ára tímabili samanborið við þorsk- afla annarra landa. Í dag er heimsafli þorsks aðeins um 30% af því sem hann var fyrir þrjátíu ár- um. Ef sama þróun hefði orðið hér á landi á þessu tímabili væru í dag aðeins veidd tæp 94 þúsund tonn af þorski hér við land en það myndi þýða um 25 milljörðum lægra útflutningsverðmæti. Í mörgum löndum hefur sam- drætti í afla og aukinni eftirspurn sjávarfangs verið mætt með fisk- eldi. Á sama tíma og samdráttur hefur orðið í veiðum ýmissa teg- unda hefur fiskeldi stóraukist. Á síðustu þrjátíu árum hefur eldi sjávarfangs í heiminum aukist úr 3,5 milljónum tonna í 45 milljónir tonna. Í skýrslu AVS-vinnuhóps var fiskeldi skilgreint sem eitt helsta vaxtartækifæri fyrir ís- lenskan sjávarútveg og þar á eftir líftækni. Því er spáð að verðmæti íslenskra eldisafurða eigi eftir að vaxa úr einum milljarði í sex millj- arða árið 2007 og í 36 milljarða ár- ið 2012. Helstu þorskveiðiþjóðir hafa sýnt þorskeldi mikinn áhuga. Norðmenn hafa t.d. varið miklum fjármunum í að þróa þorskeldi og er því spáð að þorskur verði þar næsta stóra eldistegundin á eftir laxi. Það er mjög mikilvægt að Ís- lendingar missi ekki af lestinni og haldi í við þessa þróun. Hér á landi eru forsendur fyrir að þróa arðbært sjávareldi í framtíðinni. Það er hins vegar ljóst að þessi þróunarvinna er dýrt og áhættu- samt langtímaverkefni. Öflugur sjávarútvegur hér á landi er for- senda þess aðunnt verði að byggja hér upp arðvænlegt eldi. Öll óeðli- leg skattlagning á greinina, s.s. fyrning aflaheimilda, mun draga verulega úr getu sjávarútvegsfyr- irtækjanna til að stunda öflugt þróunar- og uppbyggingarstarf innan greinarinnar og mun til lengri tíma halda aftur af aukinni verðmætasköpun innan hennar og hafa þannig neikvæð áhrif á lífs- kjör í landinu. Eftir Óttar Má Ingvason Höfundur er sjávarútvegsfræðingur. Þorskeldi og vaxtartækifæri í sjávarútvegi H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.770.071 kr. 177.007 kr. 17.701 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.562.755 kr. 156.275 kr. 15.628 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 3.160.410 kr. 316.041 kr. 31.604 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 2.937.676 kr. 293.768 kr. 29.377 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 12.964.026 kr. 2.592.805 kr. 259.281 kr. 25.928 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 11.960.239 kr. 2.392.048 kr. 239.205 kr. 23.920 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 10.166.523 kr. 2.033.305 kr. 203.330 kr. 20.333 kr. 3. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 9.980.671 kr. 1.996.134 kr. 199.613 kr. 19.961 kr. Innlausnardagur 15. maí 2003 Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Húsbréf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.