Morgunblaðið - 13.05.2003, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
V
IRKJANIRNAR sem
um ræðir eru annars
vegar Urriðafoss-
virkjun og hins vegar
Núpsvirkjun sem
tengja á við orkuflutningskerfi
Landsvirkjunar um Búrfellslínur.
Ef ekki verður af byggingu Núps-
virkjunar þá kynnir Landsvirkjun
einnig tvo aðra kosti í matsskýrslu;
Hvammsvirkjun og Holtavirkjun.
Vegna þeirra virkjana sem reistar
hafa verið í farvegi Þjórsár og
Tungnaár á hálendinu er rennsli
Þjórsár nú miðlað að miklum hluta.
Landsvirkjun telur af þessum sök-
um hentugt að reisa einnig virkj-
anir í neðri hluta árinnar, þ.e. á
þeim stöðum sem farvegur árinnar
er nægilega brattur. Háspennulín-
ur liggja um svæðið og á það að ein-
falda tengingu við flutningskerfi
Landsvirkjunar.
Stærð þessara virkjana sam-
anlagt er allt að 300 MW og raf-
orkuframleiðsla yrði um 1.950 gíga-
wattstundir á ári, sem svipar til
Búrfellsvirkjunar, er um helmingur
þess sem Kárahnjúkavirkjun mun
gefa af sér og tvöföld raforkuþörf
Reykvíkinga, svo dæmi séu tekin.
Gróflega áætlaður kostnaður við
framkvæmdirnar gæti orðið á
bilinu 43–47 milljarðar króna, sam-
kvæmt upplýsingum Landsvirkj-
unar. Matsskýrslurnar hafa verið
sendar Skipulagsstofnun til um-
fjöllunar og úrskurðar en í þeim er
einnig fjallað um breytingar á Búr-
fellslínum 1 og 2. Miðað er við að
stofnunin taki sér tíu vikur til að
kveða upp úrskurðinn. Meginnið-
urstaða Landsvirkjunar í þessum
skýrslum er að fyrirhugaðar virkj-
anir, ásamt tengingu við flutnings-
kerfið, muni ekki valda umtals-
verðum umhverfisáhrifum þegar
tekið hefur verið tillit til fjölmargra
mótvægisaðgerða.
Landsvirkjun kynnti fram-
kvæmdirnar á fundi með frétta-
mönnum í gær. Þar sagði Friðrik
Sophusson, forstjóri Landsvirkj-
unar, að markmið með þessum
virkjunum væri að sinna lagaskyld-
um fyrirtækisins og mæta raf-
orkuþörf framtíðarinnar í landinu,
jafnt til stóriðju og almennings.
Ekki lægi fyrir með nákvæmum
hætti hvernig raforkan yrði nýtt,
það færi m.a. eftir því hvenær og
hvort ráðist yrði í stækkun álvers
ALCAN í Straumsvík. Einnig lægi
fyrir að yrðu virkjanirnar sam-
þykktar af Skipulagsstofnun og
öðrum þartilbærum aðilum gætu
framkvæmdir ekki hafist fyrr en að
lokinni Kárahnjúkavirkjun, eða í
fyrsta lagið árið 2007.
Framkvæmdir við fyrirhugaðar
virkjanir í neðri hluta Þjórsár eru
skilyrtar innbyrðis þannig að
byggja þarf efstu virkjunina fyrst,
Núpsvirkjun, og þá neðstu síðast.
Að sögn Guðlaugs Þórarinssonar,
verkfræðings hjá Landsvirkjun,
valda þessu aurburður í ánni og ís-
myndun. Núpsvirkjun, og/eða
um 400 metra löng aðrenn
að Hvammsvirkjun. Frá he
ur vatnið um jarðgöng og s
inn skurð til Þjórsár við Öl
samtals um 2,7 km leið. Me
inframkvæmdasvæðið verð
nokkuð samfellt frá stíflum
virkjum við Hagalón að stö
við Skarðsfjall og frárenns
að Þjórsá við Ölmóðsey.
Holtavirkjun verður allt
MW að stærð og orkugeta
390 GWst/ári. Inntakslón H
virkjunar, Árneslón, verðu
að með stíflu í Árneskvísl s
neðan við bæinn Akbraut í
og stíflugörðum í Árnesi. Y
lónsins verður í 72 m hæð o
flatarmál þess um 6,7 ferkí
ar. Lónið mun ná upp eftir
hluta Árneskvíslar og jafnf
teygja sig suður undir Hja
Veitumannvirki verða byg
Búðafoss ofan við Árnes og
verður stærstum hluta Þjó
veitt í Árneskvísl. Virkjuni
skammt ofan við stífluna vi
braut og frá henni mun ligg
600 m langur frárennslissk
Helstu framkvæmdasvæði
við veitumannvirki við Búð
við stíflumannvirki og stöð
við Akbraut og við stífluga
nesi.
Fram kom í máli Guðlau
arinssonar í gær að framkv
irnar í neðri hluta Þjórsár
snerta um 60 jarðir í einka
beint eða óbeint en markm
að skerða hvergi skilyrði ti
búnaðar. Þó lægi t.d. fyrir
endur á Akbraut þyrftu að
íbúðarhús sín til. Nokkrar
myndu tapa túnum og Lan
virkjun myndi rækta upp s
staðinn.
Hvamms- og Holtavirkjun, sé
þannig forsenda fyrir Urriðafoss-
virkjun. Reiknað er með að með-
alvatnsrennsli í Þjórsá fari úr 325
rúmmetrum á sekúndu niður í allt
að 15 rúmmetra á virkjunarsvæði
árinnar.
Núpsvirkjun
Stærð Núpsvirkjunar verður allt
að 150 MW og orkugetan um 1.010
gígawattstundir á ári. Inntakslón
virkjunarinnar, Hagalón, verður
myndað með stíflu í Þjórsá ofan við
Minnanúpshólma og stíflugörðum á
austurbakka árinnar. Yfirborð
lónsins verður í 116 metra hæð yfir
sjó og stærð þess um 4,6 ferkíló-
metrar. Frá inntaksmannvirkjum
við Hagalón munu liggja rúmlega
11 km löng jarðgöng að stöðvarhúsi
virkjunarinnar sem verður við bæ-
inn Miðhús gegnt Árnesi. Göngin
munu liggja mjög grunnt þar sem
þau fara undir Kálfá og þar verða
þau sett í steyptan stokk. Frá
stöðvarhúsinu verður grafinn um
300 m langur frárennslisskurður út
í Þjórsá. Helstu framkvæmdasvæði
verða við stíflumannvirkin við
Hagalón, við Kálfá og við stöðv-
arhúsið.
Hvamms- og Holtavirkjun
Ef ekki verður ráðist í gerð
Núpsvirkjunar hefur Landsvirkjun
skoðað kosti tveggja minni virkj-
ana, Hvamms- og Holtavirkjunar.
Hvammsvirkjun yrði allt að 95 MW
að stærð og orkugetan um 640
GWst/ári. Inntakslón yrði það sama
og Núpsvirkjunar, þ.e. Hagalón.
Stöðvarhús yrði nærri norðurenda
Skarðfjalls í Landsveit og að mestu
leyti neðanjarðar. Frá inntaks-
mannvirkjum við Hagalón liggja
"1
A '@+1% (%$
/5+*+"@
/5+*+2+@
F<#+$/!)
J7#!%+ .<
Gefa tvöfalt m
en Reykvíkin
Landsvirkjun hefur sent Skipulagsst
fjögurra virkjunarkosta í neðri hluta
snerta 60 jarðir og munu hafa ýmis um
til mótvægisaðgerða telur Landsvirkj
"5+
+%
/5+*+"@
'+!"+90"
!
2
A
< .&*
'@+1%
'@+1%
*
,
*
*)+ , &
AÐ SEMJA UM SÍLD
Enn og aftur eiga Ísland og Nor-egur í deilu um fiskveiðiréttindi.Norðmenn neituðu síðastliðið
haust að framlengja óbreytt samkomu-
lag Noregs, Íslands, Rússlands, Fær-
eyja og Evrópusambandsins frá 1996
um stjórn veiða úr norsk-íslenzka síld-
arstofninum. Þeir gerðu kröfu um
hærra hlutfall úr stofninum sér til
handa en lækkun á hlutfalli annarra
samningsaðila og byggja þar á því að
síldin hafi ekki gengið út úr norskri lög-
sögu í þeim mæli, sem gert var ráð fyrir.
Íslenzk stjórnvöld hafa ekki viljað
fallast á lækkun á síldarkvóta sínum og
hafa brugðizt við kröfum Norðmanna
með þrennum hætti. Í fyrsta lagi hefur
samningi ríkjanna um loðnuveiðar verið
sagt upp. Í öðru lagi hefur sjávarútvegs-
ráðherra gefið út einhliða kvóta, sem
miðast við ráðgjöf Alþjóðahafrannsókn-
aráðsins um heildarkvóta úr síldar-
stofninum og að hlutdeild Íslands í veið-
unum haldist óbreytt miðað við
samkomulagið frá 1966. Í þriðja lagi
hafa íslenzk stjórnvöld sagt að til greina
komi að skjóta gamalli deilu við Norð-
menn um rétt þeirra til að stjórna fisk-
veiðum á fiskverndarsvæðinu við Sval-
barða til Alþjóðadómstólsins í Haag.
Davíð Oddsson ítrekaði þá afstöðu í síð-
ustu viku.
Með því að ekki er í gildi samningur
um veiðar á síldinni milli ríkjanna geta
íslenzk skip ekki veitt síld í lögsögu Jan
Mayen eða Noregs, en íslenzkir útgerð-
armenn telja sig eiga fullan rétt á að
veiða síld á Svalbarðasvæðinu, á grund-
velli aðildar Íslands að Svalbarðasátt-
málanum. Norðmenn hafa hins vegar
hótað að taka skip sem veiða þar og færa
til hafnar, eins og þeir gerðu árið 1994
er íslenzkir togarar fóru á svæðið til
þorskveiða.
Það ber vott um skammsýn sjónarmið
og minnisleysi af hálfu norskra stjórn-
valda að vilja breyta síldarsamningnum.
Þar hafa þau látið undan þrýstingi út-
gerðarmanna, sem alla tíð voru óánægð-
ir með samninginn. Þau gleyma því að
síldarsamningurinn var lykill að því að
samkomulag náðist í ýmsum öðrum
deilumálum um fiskveiðar á Norður-
Atlantshafi, sem nú getur verið í hættu
stefnt. Þau horfa líka frekar til skamm-
tímahagsmuna norskra útgerðarmanna
en þeirra langtímahagsmuna allra fisk-
veiðiríkjanna við Norður-Atlantshaf að
samkomulag sé um veiðarnar og þannig
hægt að stjórna veiðum úr síldarstofn-
inum með skynsamlegum hætti.
Íslenzk stjórnvöld hafa komið fram í
málinu af festu en um leið af ábyrgð.
Þau hafa ekki látið undan kröfum út-
gerðarmanna, sem hafa viljað að gefinn
yrði út mun stærri einhliða kvóti, til að
sýna fram á veiðigetu íslenzka flotans.
Ef öll fiskveiðiríki höguðu sér með þeim
hætti yrðu sameiginlegir fiskistofnar
fljótir að hrynja. Slíkt framferði myndi
sömuleiðis veikja málstað Íslands í öðr-
um málum, þar sem leitazt er við að
tryggja alþjóðlegt samkomulag um fisk-
veiðistjórnun, t.d. um karfaveiðarnar á
Reykjaneshrygg.
Eins og Halldór Ásgrímsson utanrík-
isráðherra benti á í samtali við Morgun-
blaðið sl. laugardag er vilji útgerðar-
manna ekki aðalmálið hér, heldur að
finna pólitíska lausn. Bæði Íslendingar
og Norðmenn hljóta að sjá að það er
mun betra að þessi mál séu í góðu sam-
komulagi en að stjórnleysi ríki í fisk-
veiðum.
Réttur Noregs til að stjórna veiðum
við Svalbarða er að öllum líkindum veik-
ur að þjóðarétti. Að mörgu leyti væri já-
kvætt að eyða réttaróvissunni um Sval-
barðasvæðið, en hún er þó svo mikil, að
ekki er útilokað að niðurstaðan yrði
óhagstæð fyrir bæði ríkin. Slík leið er
því þrautalending en það er nú í raun í
valdi Norðmanna hvort hún verður far-
in.
LISTDANS Á TÍMAMÓTUM
Á laugardaginn kemur eru liðin þrjá-tíu ár frá því Íslenski dansflokkur-
inn steig á svið í fyrsta sinn. Flokkurinn
var formlega stofnaður 1. maí 1973 og er
tímamótanna minnst um þessar mundir
með glæsilegri afmælissýningu.
Íslenski dansflokkurinn hefur á þess-
um þrjátíu árum gengið í gegnum mikið
mótunarskeið. Hann hefur átt sínar upp-
og niðursveiflur en segja má að staða
hans hafi sjaldan verið jafn sterk og nú.
Undanfarin sjö ár hefur honum verið
stýrt af Katrínu Hall sem meðal annars
hefur náð góðum árangri við að skapa Ís-
lenska dansflokknum nafn erlendis, þar
sem samkeppni um athygli áhorfenda er
mikil. Þá hafa virtir og þekktir listamenn
starfað með flokknum undanfarin miss-
eri og margir hverjir reynst sannur hval-
reki á fjörur dansáhugamanna.
Fjölmargir frambærilegir og ósér-
hlífnir stjórnendur og dansarar hafa
komið að sögu Íslenska dansflokksins
undanfarna þrjá áratugi. Eitt megin-
hlutverk Íslenska dansflokksins er
frumsköpun og hefur hann í gegnum tíð-
ina veitt íslenskum danshöfundum tæki-
færi til að spreyta sig. Það er mikilvægt
að ungir og efnilegir danshöfundar hafi
vettvang hérlendis til að prófa sig áfram
og skapa, til að halda listinni lifandi.
Undanfarin ár hefur gróskan í listdansi
hérlendis þó verið svo mikil að sjálfstætt
starfandi danshöfundar og dansarar
hafa stofnað eigin dansflokka og haldið
hátíðir til að koma listsköpun sinni á
framfæri. Ýmsir flokkar hafa sprottið
upp og má þar nefna Dansleikhús með
ekka, Reykjavík Dansfestival og Dans-
leikhúsið auk þess sem fjölmargar stutt-
myndir sem byggjast á listdansi hafa
verið framleiddar.
Íslenski dansflokkurinn er kjölfestan í
íslenskri dansmenningu, þar sem hann
er eini dansflokkurinn sem nýtur fastra
fjárframlaga frá ríkinu, en fjölbreyti-
leikinn og framtakssemin meðal sjálf-
stætt starfandi danshöfunda og dansara
er einkar ánægjuleg viðbót.
Ekki er hægt að fjalla um íslenskan
listdans án þess að minnast á Listdans-
skóla Íslands sem starfræktur hefur
verið í 51 ár. Þar hefur bróðurpartur ís-
lenskra listdansara hlotið menntun sína
og er það nám að skila mjög hæfum döns-
urum, að minnsta kosti ef marka má
hæfni dansara Íslenska dansflokksins og
velgengni íslenskra dansara erlendis,
sem starfa eins og stendur við virta
dansflokka á Norðurlöndum og í Evr-
ópu.
Hlutverk Íslenska dansflokksins er
ekki síst mikilvægt þegar kemur að at-
vinnutækifærum íslenskra dansara. Það
er þó ljóst að hann getur með engu móti
veitt öllum þeim frambærilegu og vel
menntuðu dönsurum tækifæri, en til
þess þyrfti hann mun hærri fjárframlög
á ári hverju.
Listdansinn er ungt listform hér á
landi og því er þrjátíu ára afmæli fyrsta
atvinnudansflokks landsins merkileg
tímamót. Gróskan í listdansi hérlendis
þar fyrir utan er einnig sérstakt ánægju-
efni og sýnir hve margt hefur áunnist á
30 árum.