Morgunblaðið - 13.05.2003, Side 34
indi um árabil. Barðist eins og hetja
uns yfir lauk.
Þessa lífsglaða góða drengs og
listamanns er sárt saknað. Kynni
okkar hófust í Vatnsmýrinni fyrir
tæpum sex áratugum, þegar ungir
frjálsíþróttamenn úr ÍR komu saman
til æfinga. Árum saman var keppt á
gamla Melavellinum, oft við erfiðar
aðstæður þess tíma.
Framfarir voru ótrúlega miklar,
sem urðu til þess að leiðir lágu til
keppni í útlöndum. Haukur keppti
m.a. á Ólympíuleikunum í London
1948, Evrópumeistaramótinu í Bruss-
el 1950 og Norðurlandameistara-
mótinu í Stokkhólmi 1947, þar sem
hann varð meistari í 200 m hlaupi,
yngstur allra keppenda á mótinu, að-
eins 18 ára gamall.
Haukur setti fjölda Íslandsmeta á
ferlinum, sem því miður var alltof
stuttur.
Hvergi kynnast menn betur en við
íþróttaæfingar og ferðalög í því sam-
bandi.
Það er margs að minnast þegar lit-
ið er til baka.
Oft var „barist“ um sentimetra og
sekúndubrot og gekk á ýmsu, sigrar
og töp eins og gengur. Keppnin
styrkti okkur í lífsbaráttunni og veit
ég að það var okkur til heilla.
Þegar þeir bræður Haukur og Örn
voru að byggja sér framtíðarhúsnæði
í Garðabænum hringdi Haukur í mig
og sagði að það væri laus lóð við hlið-
ina á þeim bræðrum og við hjónin
ættum að kaupa hana. Það var slegið
til og bygging hafin skömmu síðar.
Þarna vorum við nábúar í tuttugu
ár og varð vinskapurinn við Hauk og
Ellí þeim mun meiri sem árin liðu.
Samband við fjölskyldu Hauks var
náið.
Elsku Ellí, Ragnheiði og Þórunni,
sem eiga um sárt að binda, sendum
við fjölskyldan innilegar samúðar-
kveðjur. Sömuleiðis Erni og öðrum
ættingjum.
Finnbjörn Þorvaldsson.
Kveðja frá
Tannlæknafélagi Íslands
Haukur Clausen, heiðursfélagi í
Tannlæknafélagi Íslands og fyrrver-
andi formaður þess, er látinn. Tann-
læknar minnast hans með söknuði og
þakklæti.
Hann hafði mikinn metnað fyrir
hönd tannlækninga á Íslandi og var
óþreytandi við að hvetja menn til að
leita sér frekari þekkingar. Sjálfur
var hann lýsandi dæmi þar um. Hann
var farsæll í starfi og uppskar vin-
sældir og virðingu þeirra sem til hans
leituðu.
Í félagsmálum vann Haukur mikið
starf fyrir Tannlæknafélag Íslands og
gegndi þar fjölmörgum trúnaðar-
störfum. Hann bretti upp ermarnar
ef með þurfti, fór fyrstur í baráttuna
og hreif menn með sér. Hann fór fyrir
tannlæknum á líflegum tíma í sögu fé-
lagsins og reyndist þá sannur leiðtogi.
Haukur var litríkur og skemmtilegur
persónuleiki. Hann hafði mótaðar
skoðanir, sem hann fylgdi eftir af
ómældum sannfæringarkrafti. Mörg
tilsvör hans og spakmæli eru þekkt
og munu lifa ásamt minningunni um
ósérhlífinn baráttumann en jafnframt
hlýjan og góðan dreng.
Við viljum á þessari stundu þakka
fyrir hans mikla starf í þágu tann-
lækninga og vottum fjölskyldu, ætt-
ingjum og vinum Hauks okkar dýpstu
samúð.
Þórarinn Jónsson.
Kveðja frá ÍR
Íþróttafélag Reykjavíkur kveður
góðan félaga, Hauk Clausen. Haukur
var mikill afreksmaður í frjálsum
íþróttum og landsþekktur frá unga
aldri.
Hann átti stóran þátt í að gera ÍR
að stórveldi í frjálsum og bar uppi
merki félagsins með afrekum sínum.
Haukur varð Norðurlandameistari
í 200 metrum 18 ára gamall og hann
átti fjölda Íslandsmeta í spretthlaup-
um og þótti glæsilegur á hlaupabraut-
inni.
ÍR kveður Hauk með þakklæti og
vottar aðstandendum samúð.
Íþróttafélag Reykjavíkur.
Íslensk íþróttasaga er löng og lit-
rík. Þar hafa margir komið við sögu
og mörg afrek verið unnin. En í ár-
anna rás rísa sumir atburðir upp úr,
sumir sigrar verða dýrmætari og eft-
irminnilegri en aðrir, sumir einstakir
íþróttamenn verða sveipaðir dýrðar-
ljóma um aldur og ævi.
Þannig var um árin sem Clausens-
bræðurnir kepptu og sigruðu og
gerðu garðinn frægan. Örn og Hauk-
ur ásamt mörgum öðrum fræknum
köppum, Huseby, Torfa, Finnbirni,
Jóel Sigurðssyni, Skúla Guðmunds-
syni og fleirum og fleirum. Þetta var
tímabilið í kringum 1950, gullaldar-
tíminn í frjálsum.
Haukur var þar fremstur meðal
jafningja, Norðurlandameistari og
Norðurlandamethafi, stórkostlegur
hlaupari á heimsmælikvarða og þó
var hann ekki nema 23 ára þegar
hann hætti keppni. Hvílíkur ferill. Og
þó hefði hann getað lagt heiminn að
fótum sér, ef hann hefði haldið áfram
og notið þeirrar þjálfunar og aðstöðu,
sem víðar og seinna gafst færi á.
En þannig voru íþróttirnar í þá
daga, áhugamennska háð duttlung-
um, félagarígur og fordómar og kylfa
réð kasti, hvort viðkomandi sjálfur
hefði áhuga, tækifæri eða tíma til að
sinna þeim hæfileikum, sem honum
voru gefnir. Og þeim Clausensbræðr-
um var svo sannarlega gefinn sá nátt-
úrutalent, sú náðargáfa, eins og hún
gerist best enn í dag. Frábær líkams-
bygging, sprengikraftur, ótrúlegur
hraði og keppnisskap sem lýsti upp
brautina og þá sjálfa. Þetta allt fengu
þeir í vöggugjöf, tvíburarnir, og
Haukur, var engu líkur. Nema þá
Erni bróður sínum!
Ég man enn þá tíð.
Seinna á lifsleiðinni átti ég því láni
að fagna að kynnast þessum manni,
þessari goðsögn, og það sópaði að
honum, það geislaði frá honum og það
fór aldrei á milli mála að þar var eng-
inn meðalmaður á ferð. Hann var stór
í sniðum, í hverju sem hann tók sér
fyrir hendur. Og íþróttum unni hann
alla tíð, fylgdist vel með, gaf góð ráð
og var óragur við að segja sínar mein-
ingar um menn og málefni. Hann var
jafnan fyrstur í mark, hann Haukur,
hvar sem hann haslaði sér völl.
Íslensk íþróttahreyfing syrgir lát
hans, þessa mikla afreksmanns, þess-
arar þjóðhetju, þessarar íþrótta-
kempu, sem átti í rauninni aldrei
neinn jafningja. Sem kom og fór eins
og hvítur stormsveipur, en markaði
spor sín með svo glæsilegum hætti að
nafn hans verður skráð gylltum stöf-
um í íþróttasögunni, svo lengi sem
íþróttir verða stundaðar hér á landi.
Ellert B. Schram.
Í dag er lagður til hinstu hvílu
Haukur Clausen tannlæknir, einn
þeirra fræknu íþróttamanna sem svo
eftirminnilega unnu stóra og glæsta
sigra á fjölda frjálsíþróttamóta hér
heima og vítt og breitt um Evrópu
laust upp úr lokum síðari heimsstyrj-
aldarinnar, á árunum 1946–51, en það
tímabil er ýmist nefnt „frjálsíþrótta-
vorið“ eða gullaldartímabil frjálsra
íþrótta á Íslandi. (Sjá bók Ómars
Ragnarssonar „Mannlífsstiklur“,
Fróði 1996.)
Frammistaða þessara æskumanna
okkar og afrek þeirra á þessum tíma
voru slík, að erlendir íþróttablaða-
menn, íþróttaforkólfar sem og áhuga-
fólk gat vart skilið að íþróttamenn
langt norðan úr hafi, þar sem hlutu að
ríkja mjög óblíðar aðstæður, gætu
verið þess megnugir að vinna slík af-
rek og skjóta iðulega stórþjóðum aft-
ur fyrir sig í stigakeppnum á alþjóð-
legum stórmótum. Gunnar heitinn
Huseby ruddi brautina þegar hann
sigraði svo óvænt í kúluvarpi á Evr-
ópumeistaramótinu í Ósló 1946. Þeg-
ar næsta mót var haldið í Brussel árið
1950 hafði heldur betur bæst í hópinn.
Þar var mættur stór hópur afreks-
manna héðan, þ.á m. fjölmargir mjög
góðir spretthlauparar, Torfi Bryn-
geirsson og tvíburabræðurnir Hauk-
ur og Örn Clausen, en Haukur hafði
orðið Norðurlandameistari árið 1947 í
200 metra hlaupi, aðeins 18 ára gam-
all. Huseby, sem var mættur aftur í
hringinn eftir nær þriggja ára hlé frá
æfingum og keppni, sigraði með mikl-
um yfirburðum í kúluvarpi (16,74) og
setti Norðurlandamet. Torfi sigraði í
langstökki (7,32) á nýju íslensku meti
– í mótvindi – og Örn Clausen hlaut
silfurverðlaun í tugþraut eftir harða
keppni við Frakkann Heinrich og
setti nýtt Norðurlandamet.
Haukur komst í úrslit í 100 metra
hlaupi en fararstjórar okkar skráðu
Hauk ekki til keppni í 200 metra
hlaupið þrátt fyrir eindræga ósk hans
þar um. Örfáum dögum síðar setti
Haukur nýtt Íslandsmet (21,3) í þess-
ari grein á stórmóti í Svíþjóð. Þessi
tími var sá besti í Evrópu það ár, hefði
nægt til sigurs á EM og var Norð-
urlandamet sem stóð á annan áratug
og sem Íslandsmet í aldarfjórðung.
Árið eftir, þá aðeins 23 ára að aldri,
hætti hann keppni sem og bróðir hans
Örn. Keppnisferill þeirra stóð aðeins í
fimm ár. Þeir hættu á þeim aldri þeg-
ar flestir aðrir eru rétt að byrja. Þeir
bræður sem og félagar þeirra æfðu og
kepptu hér á landi við mjög frum-
stæðar aðstæður samanborið við það
sem nú þekkist. Á Melavellinum voru
malarbrautir og sandgryfjur, lyft-
ingatæki og slík áhöld þekktust ekki
og innanhúss fóru æfingar fram í
íþróttahúsum þar sem einungis var
unnt að hlaupa örfá skref.
Sótt var um gjaldeyrisleyfi hjá
Gjaldeyrisskömmtunarnefnd til þess
að kaupa gaddaskó fyrir EM-farana
árið 1950. Leyfi fékkst til gjaldeyr-
isyfirfærslu til kaupa á einu pari! Par-
ið gekk síðan á milli manna. Það var
ekkert verið að mylja neitt sérstak-
lega undir okkar menn, enda pening-
ar þá sjálfsagt af skornum skammti.
Hver og einn gekk til sinnar vinnu,
oftar en ekki stritvinnu, skurðgraftar,
uppskipunar o.s.frv. Svo æfðu menn
af og til og kepptu þegar færi gafst og
þrek var aflögu. Það sóttu þessir
menn í feitt ket, soðningu og lýsi.
Afrek þeirra smituðu út frá sér.
Þeir voru fyrirmynd. Hvarvetna
mátti sjá strákahópa á túnblettum og
öðrum svæðum í borginni að æfa sig
og keppa sín á milli í frjálsum íþrótt-
um. Og ekki var áhuginn minni úti á
landsbyggðinni.
Haukur Clausen sem nú er kvadd-
ur var mikill afreksmaður, drengur
góður og mikill ÍR-ingur sem ávallt
reyndist sínu gamla félagi og íþrótt-
unum vel. Fyrir það og annað er nú
þakkað.
Eftirlifandi eiginkonu hans Elínu,
börnum, bróður hans Erni og öðrum
ættingjum er vottuð innileg samúð
við fráfall hans. Blessuð sé minning
Hauks Clausen.
Jón Þórður Ólafsson.
Haukur Clausen setti svo sannar-
lega svip á umhverfi sitt og samtíð.
Þar sem Haukur fór var hann í far-
arbroddi. Hann var meðal fremstu
íþróttamanna sem þjóðin hefur átt,
meðal virtustu tannlækna landsins
auk þess að vera forystumaður í fé-
lagsmálum tannlækna. Hann var einn
þekktasti frístundamálari landsins.
Auk þess var hann glæsimenni að út-
liti og yfirbragði þannig að eftir var
tekið.
Haukur útskrifaðist sem tann-
læknir frá Háskóla Íslands árið 1952,
en hugur hans stóð til frekara náms
og að sjálfsögðu komu aðeins Banda-
ríkin til greina. Dvaldi hann við fram-
haldsnám við tannlæknaháskólann í
Minnesota 1952–1953 og lagði einkum
stund á krónu- og brúarsmíði. Hann
stundaði síðan tannlækningar í
Reykjavík í rúm 40 ár og var meðal
þekktustu og vinsælustu tannlækna
landsins. Allan þann tíma sótti hann
reglulega námskeið og ráðstefnur í
faginu bæði heima og erlendis og var
jafnan tannlækna fyrstur til að til-
einka sér nýjungar. Haukur tók virk-
an þátt í félagsstarfi tannlækna og
gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum
og var m.a. formaður Tannlækna-
félagsins um skeið. Á aðalfundi árið
1999 varð hann þess heiðurs aðnjót-
andi að vera kjörinn heiðursfélagi
TFÍ.
Haukur var mjög laghentur og list-
rænn að eðlisfari og hafði afburða
litaskyn sem kom að góðum notum í
starfi sínu sem tannlæknir. Hann
lærði ungur að nota liti og mála.
Vegna anna við tannlækningar fór
minna fyrir málaralistinni framan af
starfsævinni. En eftir miðjan aldur
tók Haukur að sinna betur list sinni
og málaði einkum landslagsmyndir.
Hélt hann m.a. tvær málverkasýning-
ar á Kjarvalsstöðum sem fengu góða
dóma.
Haukur var einhver skemmtileg-
asti maður sem ég hef þekkt, mikill
húmoristi og sögumaður. Hann var
oftar en ekki miðpunkturinn, hvort
sem var í annríki starfsins, á manna-
mótum eða góðum stundum með fé-
lögunum þar sem hann með bros í
augum sagði léttkryddaðar gaman-
sögur af mönnum og málefnum. Í
kaupbæti fylgdu oft frásögninni leik-
ræn tilþrif sem hefðu sómt sér á
hvaða leikhúsfjölum sem var, með
þessum létta hvískrandi stríðnishlátri
inn á milli.
Undir galsanum bjó líka afskap-
lega hlý persóna með gott hjartalag
og djúpt mannlægt innsæi sem gott
var að leita til, hvort sem var um að
ræða dægurmálefni eða málefni af
persónulegri toga. Áttu þar margir
„Hauk í horni“, ekki síst öldruð móðir
hans sem hann heimsótti nær daglega
eftir erilsaman stofudag.
Haukur gekk til allra verka af
krafti og dugnaði enda bæði keppnis-
og málafylgjumaður. Þótt hann gæti
á stundum verið hvass og ákveðinn og
oft gustaði töluvert af honum átti
hann auðvelt með að umgangast fólk.
Hann hafði ákveðnar skoðanir í flest-
um málum og lét þær óhikað í ljósi.
Um stjórnmálaskoðanir hans og sýn á
alþjóðamál velktist enginn í vafa. Til
áréttingar hékk mynd af Richard
Nixon á tannlækningastofunni og
seinna bættist Ronald Reagan í fé-
lagsskapinn.
Leiðir okkar Hauks lágu fyrst
saman í tannlæknaháskólanum í
Minnesota, ég sem ungur kennari þar
og hann að heimsækja sinn gamla
skóla. Yfirmaður minn Dr. Romano
hafði sagt mér að þar hefði verið Ís-
lendingur sem hann mundi ekki hvað
hét og hefði verið með sér í skóla. Sá
hefði verið gerður að heiðursfélaga í
félagi tannlæknanema, svokölluðu
„dental fraternity“. Félagsskapur
þessi átti sitt eigið hús og þar hittust
tannlæknanemar gjarna eftir skóla
eða skemmtu sér eins og maður sér
stundum í amerískum bíómyndum.
Ástæðan fyrir upphefð íslendingsins
var sú að hann hafði leyst þrautir þær
sem voru skilyrði inngöngu margfalt
betur og hraðar en nokkur hafði áður
gert. Auk þess hefði hann verið svo
góður í íþróttum að félag tannlækna-
nema hefði unnið allar frjálsíþrótta-
keppnir stúdenta með því að tefla
fram þessum eina manni. Ég kann-
aðist ekkert við persónuna og lét inn
um annað og út um hitt enda algengt
að kanar séu ekki sterkir í landafræð-
inni. Einn daginn kom Romano blað-
skellandi og sigri hrósandi og sagði
„hann er hér“ og kynnti mig fyrir
Hauki Clausen.
Og Haukur vann hugi fleiri en
tannlæknanema í Minnesota. Valdi-
mar Björnsson, sem lengi vel var fjár-
málaráðherra í Minnesota, sagði mér
að í einni kosningarbaráttunni hefði
Haukur verið bílstjóri hjá sér á kosn-
ingaferðalögum. Hann hefði alltaf
kynnt Hauk á kosningafundum sem
son sinn og látið hann segja fáein orð
með góðum skandinavískum hreim
sem flestir þekktu vel frá forfeðrum
sínum. Hefði þetta aflað margra at-
kvæða enda hlyti manni sem ætti
svona myndarlegan son sem talaði
auk þess með hreim gamla landsins
örugglega að vera treystandi fyrir
fjármálum fylkisins.
Vinátta okkar Hauks hófst fyrir al-
vöru þegar ég var aðstoðartannlækn-
ir á stofu hans í nokkur misseri eftir
að ég flutti heim frá Minnesota. Þetta
er án vafa skemmtilegasti vinnustað-
ur sem ég hef starfað á, enda alltaf líf
og fjör í kringum Hauk. Ekki voru
síðri ferðir okkar til margra ára á
tannlæknaráðstefnur í Chicago sem
voru oftast með viðkomu á fornum
slóðum í Minneapolis. Og þegar við
urðum þreyttir á fundahöldum og vís-
indum stakk Haukur gjarnan upp á
að fara að „valsa“ eins og hann kallaði
það, en þá vissi hann oftast um eitt-
hvert kaffi- eða öldurhús þar sem
hægt var að taka púlsinn á mannlíf-
inu, svo ég tali nú ekki um árlega bíla-
sýningu sem ætíð var í Chicago á
sama tíma, en Haukur var forfallinn
bíladellukarl. Og aldrei klikkuðum við
á að hafa nóg af Fannie May-konfekti
á hótelherberginu, en Haukur var vel
liðtækur sælkeri, a.m.k. þekkti hann
alla bestu veitingastaðina á svæðinu.
Lífshlaupi heimsmannsins Hauks
Clausen er lokið eftir erfið veikindi.
Með söknuði kveð ég góðan sam-
ferðamann og vin. Ég votta eiginkonu
hans og börnum, Erni bróður hans og
fjölskyldunni allri mína innilegustu
samúð.
Sigfús Þór Elíasson.
Haukur vinur minn er látinn, ég
hrökk við þegar ég heyrði fregnina og
þó hafði ég mátt lengi búast við henni,
því þegar svo er komið sem raun var á
þarf naumast að spyrja um lokin.
Það var með ólíkindum hvað hann
var búinn að berjast lengi við hið
óumflýjanlega af miklum dugnaði og
járnvilja. Hann var ekki einn í barátt-
unni, Ellí og dæturnar stóðu með hon-
um af ómælanlegri fórnfýsi og kær-
leika og samstaða bræðranna var
aðdáunarverð. Það voru mér sérstök
forréttindi að eiga þau öll að vinum og
nágrönnum í marga áratugi, hlýjan
og hjálpsemin voru einstök af þeirra
hálfu.
En nú er silfurþráðurinn slitinn og
gullskálin brotin, eftir er skilið duftið
eitt, hið jarðneska dust, er hverfur til
jarðarinnar. En andinn er farinn til
Guðs, sem gaf hann. Áin niðar. Elfur
lífsins fellur fram að úthafi eilífðar. Á
ströndinni hinum megin við það haf
bíða foreldrarnir með opna arma og
taka á móti syninum.
Elsku Ellí, dæturnar og Örn, ég
votta ykkur djúpa samúð. Minningin
um glæsilegan íþróttamann, góðan
dreng og mikilhæfan listamann, ein-
lægan vin og nágranna lifir um
ókomna tíð, blessuð sé sú minning.
Friðrik Eiríksson frá Hesti.
Með Hauki Clausen er einn helsti
frumkvöðull tannlækninga á Íslandi
fallinn frá. Kynni okkar hófust þegar
ég var við nám í Háskóla Íslands fyrir
tæpum tuttugu árum. Þegar stutt var
í námslok bauð Haukur mér að kaupa
tannlæknastofu sína. Ég varð svolítið
HAUKUR
CLAUSEN
Haukur á fyrri málverkasýningu sinni á Kjarvalsstöðum 1981.
MINNINGAR
34 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ