Morgunblaðið - 13.05.2003, Page 42
VIÐ hjónin erum nýkomin
úr nokkurra daga ferðalagi
norður um land og með
okkur voru erlendir gestir
sem heimsækja okkur ein-
staka sinnum.
Við erum ósköp venju-
legt fólk að öllu leyti nema
því að við (og reyndar þess-
ir erlendu gestir líka)
drekkum nær alltaf te en
ekki kaffi eins og velflestir
Íslendingar temja sér.
Þegar ferðast er um
landið og komið við á veit-
ingastöðum og beðið um te,
hvort sem er í kaupstað,
borg eða bæ, þá er það seg-
in saga um land allt að þá er
komið með könnu af sæmi-
lega heitu vatni og svo ein-
hverja dinglandi tepoka
(sem innihalda þriðja
flokks te + litarefni) og
sagt: „Gjörið þið svo vel!“
Verðið sem sett er upp á
pokana er eins og fyrir góð-
ar veitingar. Mér er sem ég
sjái Íslendinga á veitinga-
stað biðja um kaffi og fá þá
könnu af heitu vatni og
Nescafé í dós: „Gjörið þið
svo vel!“
Þúsundir útlendinga sem
ferðast um Ísland kjósa
fremur að drekka almenni-
legt svart te, lagað af te-
laufum eins og vera ber, en
að sötra kaffi. Í þessum
efnum vantar því mikið upp
á þjónustu á veitingastöð-
um hérlendis, á meðan te-
pokaviðhorfin viðgangast.
Ferðalangur.
Minnimáttarkennd
út af bólum
ÉG ákvað að stytta mér
stundir og fara á Netið og
skoða gang mála á síðu
Gufuness. Þar kom ég strax
auga á skoðanakönnun, og
mér varð bylt við. Neðsta
spurningin í skoðanakönn-
uninni er hreint út sagt
hreinlega móðgandi og ger-
ir lítið úr „bólóttu“ fólki,
sem hefur kannski átt við
þunglyndi að stríða út af
bólunum. Fólk dæmir ann-
að fólk ef það hefur bólur í
andliti (eða annars staðar),
þess vegna fara sumir ekki
á böll eða í samkvæmi.
Þeim finnst þeir óaðlaðandi
og hafa minnimáttarkennd
gagnvart hinum krökkun-
um.
Aníta, Grafarvogi.
Greitt fyrir
atkvæði
ÞAR sem ég er búsett í
Finnlandi tók ég þátt í ut-
ankjörstaðakosningu í
fyrsta skipti. Það sem kom
mér mikið á óvart var að
eftir að hafa merkt kjörseð-
ilinn þeim flokki sem ég
bind traust mitt við og
gengið frá í umslag var mér
tilkynnt að ég þyrfti að fara
á næsta pósthús og senda
atkvæðið til viðeigandi
sýslumanns á Íslandi. Þótti
mér það mikil nýlunda að
ég þyrfti að greiða fyrir
flutning á atkvæði mínu til
alþingiskosninga 2003.
Hvers vegna er þessi
kostnaður ekki greiddur af
ríkinu?
Þuríður G.
Ágústsdóttir.
Vantar spil
ÍBÚAR í Hátúni 10 vilja
þakka fyrir góðar undir-
tektir vegna stuðnings við
föndur, en þeir auglýstu
eftir gefins föndurvörum,
og viðtökur voru mjög góð-
ar. Nú var þeim að detta
íhug hvort fólk gæti stutt
þá í tómstundastarfi og gef-
ið þeim spil fyrir fullorðna.
Þeir sem geta liðsinnt
þeim eru beðnir að hafa
samband við Ingu Ósk í
síma 551 8727.
Dýrahald
Kettlingur
í óskilum
LÍTILL svartur kettlingur
er í óskilum á Öldugötu í
Hafnarfirði. Upplýsingar í
síma 554 5834.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Tepoka-
viðhorfin
Morgunblaðið/Sverrir
DAGBÓK
42 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Venus, Goðafoss og
Richmond Park koma
í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Selfoss kemur til
Straumsvíkur í dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Fannborg
5, fataúthlutun þriðju-
daga kl. 16–18.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
bað, vinnustofa, leirlist
og jóga, kl. 10 og kl. 11
enska, kl. 11 dans, kl.
13 vinnustofa og
postulínsmálun, kl. 14
söngstund.
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað og opin handa-
vinnustofa, kl. 9–12.30
bókband og öskjugerð,
kl. 9.30 dans, kl. 10.30
leikfimi, kl. 13–16.30
opnar handavinnu- og
smíðastofur.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–13 hárgreiðsla, kl.
8.30–14.30 bað, kl. 9–
9.45 leikfimi, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–12
tréskurður, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 10–
11.30 sund, kl. 13–16
leirlist, kl. 14–15 dans.
Leikfimi og qigong.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 bað,
kl. 10 samverustund,
kl. 14 félagsvist.
Félagsstarfið Dal-
braut 27. Kl. 8–16 opin
handavinnustofan, kl.
9–16 vefnaður, kl. 10–
13 opin verslunin, kl.
13.30 myndband.
Félagsstarfið, Hæðar-
garði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa, tré-
skurður, kl. 10–11 leik-
fimi, kl. 12.40 versl-
unarferð í Bónus, kl.
13.15–13.45 bókabíll-
inn, kl. 9–14 hár-
greiðsla.
Korpúlfar, Graf-
arvogi, samtök eldri
borgara. Vatnsleikfimi
er í Grafarvogslaug á
þriðjudögum kl. 9.45.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10
hárgreiðsla, kl. 11 leik-
fimi, kl. 13 föndur og
handavinna.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Brids
kl. 13 saumur og bilj-
ard kl. 13.30.
Rútan í Akranes fer
frá Hraunseli kl. 13.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði.
Þriðjudagur: Skák kl.
13. Miðvikudagur:
Göngu-Hrólfar ganga
frá Glæsibæ kl. 10, s.
588 2111.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar m.a.
glerskurður, frá há-
degi spilasalur opinn,
kl. 13. boccia, s.
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 silkimálun,
handavinnustofan op-
in, kl. 14 boccia og
ganga.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulíns-
málun, kl. 10 ganga,
kl. 13–16 opin handa-
vinnustofan.
Hraunbær 105. Kl. 9
posutlínsmálun og
glerskurður,kl. 10
boccia, kl. 11 leikfimi,
kl. 12.15 verslunarferð,
kl. 13 myndlist og hár-
greiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9 boccia, kl. 13 handa-
vinna, kl. 14.30
spænska. Fótaaðgerð-
ir, hárgreiðsla.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa
og tréskurður, kl. 10–
11 boccia, kl. 9–17 hár-
greiðsla.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–16
bútasaumur og postu-
línsmálun. kl. 9.15–
15.30 handavinna, kl.
10.15–11.45 enska.
Málverkasýning Sig-
urðar Þóris Sigurðs-
sonar er opin til föstu-
dagsins 30. maí milli
kl. 9–16.30.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9.30 gler-
skurður og morg-
unstund, kl. 10 leikfimi
og fótaaðgerð, kl. 13
handmennt og postu-
línsmálning, kl. 13–14
félagsráðgjafi, kl. 14
félagsvist.
Bridsdeild FEBK,
Gjábakka. Brids í
kvöld kl. 19.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.15 í Digra-
neskirkju.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20,
svarað í s. 552 6644 á
fundartíma.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, félagsheim-
ilið, Hátúni 12.
Sinawik í Reykjavík
Bingófundur í kvöld
hjá Sinawik í Reykja-
vík að Hótel Sögu
Sunnusal kl. 20.
Kvenfélag Breiðholts
heldur fund miðviku-
daginn 14. maí kl. 20 í
Breiðholtskirkju. Kon-
ur úr kvenfélagi Ár-
bæjar og kvenfélagi
Hvítabandsins koma í
heimsókn. Gestur
fundarins verður Þor-
valdur Halldórsson
söngvari. Ath. breytt-
an fundartíma.
Í dag er þriðjudagur 13. maí,
133. dagur ársins 2003.
Orð dagsins: Ofmetnaður hjart-
ans er undanfari falls, en auð-
mýkt er undanfari virðingar.
(Orðskv. 18, 12.)
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI hefur alltaf jafngamanaf því að skoða samantekt
Félagsvísindastofnunar á sölu bóka
sem birt er í Morgunblaðinu í hverj-
um mánuði og oftar fyrir jólin. Þessi
samantekt segir margt um bóka-
þjóðina. Hvað eru Íslendingar að
lesa? Það er árstíðabundið. Á vorin,
kringum fermingar, eykst sala á rit-
um trúarlegs eðlis og á haustin rjúka
bækur sem lesnar eru í framhalds-
skólum upp í sölu. Nú er maí-
mánuður að verða hálfnaður og
reynslan segir Víkverja að bækur
um garðrækt og grillfræði verði
áberandi á listanum næst, allavega
þarnæst.
Yfirleitt fer lítið fyrir skáldverk-
um á listanum yfir mest seldu bæk-
urnar, nema í nóvember og desem-
ber. Þá fara þær mikinn. Á þessari
reglu hefur raunar hin síðari misseri
verið undantekning. Það eru bækur
glæpasagnahöfundarins Arnaldar
Indriðasonar. Þær rokseldust allt
síðasta ár og hafa haldið uppteknum
hætti núna. Arnaldur ber ægishjálm
yfir aðra höfunda, innlenda sem er-
lenda, í bóksölu á Íslandi. Og fyrir
fáeinum árum töldu menn að það
væri borin von að gefa út íslenskan
krimma. Arnaldur hefur afsannað
það – með tilþrifum!
Á bóksölulista fyrir apríl, sem
birtist hér í blaðinu 8. maí, á Arn-
aldur þrjár bækur á lista yfir tíu
mest seldu bækur mánaðarins og
fimm bækur á listanum yfir tíu sölu-
hæstu skáldverkin. Þar af þrjár
efstu. Þetta er ótrúlegur árangur.
Samt ekkert nýmæli, því Arnaldur
átti yfirleitt þrjár bækur á listanum
samtímis í fyrra. Víkverji minnist
þess að vísu ekki að hann hafi átt
fimm bækur þar fyrr. Það hlýtur að
vera fáheyrt í öðrum löndum.
Alls hefur Arnaldur sent frá sér
sex bækur, ef Víkverja brestur ekki
minni. Og hvaða bók kemst ekki á
blað? Sú nýjasta, Röddin. Bók sem
hlaut metsölu þegar hún kom út fyr-
ir síðustu jól.
Menn furða sig kannski á því að
Röddina sé hvergi að finna núna en
skýringin er einföld. Hún er ekki
komin út í kiljuformi. Það eru kilju-
útgáfur eldri bókanna sem seljast
svona vel, jafnt og þétt allt árið.
Krimmar hafa alltaf farið vel í kilju.
Fyrsta bók Arnaldar, Synir duftsins,
kom út í kilju fyrir skemmstu og
kom sér strax makindalega fyrir á
bóksölulistanum, bæði skáldsagna-
listanum og hinum almenna.
Nú hefur Arnaldur gert útgáfu-
samninga við erlend forlög, meðal
annars í Þýskalandi og Bretlandi.
Fróðlegt verður að sjá hvernig bók-
um hans verður tekið þar, einkum í
Bretlandi, þar sem glæpasagnaunn-
endur gera miklar kröfur. Arnaldur
ætti hins vegar að vera reiðubúinn
að takast á við þá áskorun. Viðtök-
urnar hér heima eru ekki beinlínis
letjandi fyrir höfund.
Morgunblaðið/Kristinn
Hvað er bókaþjóðin að lesa?
LÁRÉTT
1 tág, 8 sælu, 9 tómið,
10 elska, 11 hljóðfærið,
13 peningar, 15 endur-
tekningar, 18 kjáni,
21 ótta, 22 ákveðin,
23 guð, 24 dæmalaust.
LÓÐRÉTT
2 óviljandi, 3 sleifin,
4 áma, 5 grefur, 6 þvætt-
ingur, 7 kvenfugl,
12 þræta, 14 reyfi,
15 skert, 16 örlög,
17 fugls, 18 hagnað,
19 niðurbældur hlátur,
20 vitlaus.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 firra, 4 gafls, 7 óvild, 8 raupa, 9 agn, 11 skil,
13 hiti, 14 ógæfa, 15 húnn, 17 farg, 20 þak, 22 ansar,
23 runni, 24 afræð, 25 koðna.
Lóðrétt: 1 flóns, 2 reipi, 3 alda, 4 görn, 5 fauti, 6 Skaði,
10 græða, 12 lón, 13 haf, 15 hvata, 16 nusar, 18 annað,
19 geipa, 20 þráð, 21 krók.
Krossgáta 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Sagan endurtekur sig,það er margsannað.
Nú virðist Össur Skarp-
héðinsson reyna að gera
Halldóri Ásgrímssyni
sams konar tilboð og Ólaf-
ur Ragnar Grímsson gerði
Jóni Baldvini Hannibals-
syni árið 1991; að verða
forsætisráðherra í rík-
isstjórn með eins atkvæðis
meirihluta.
Fregnir hafa borizt afþví að Össur hafi talað
við Halldór í síma og hægt
er að álykta út frá um-
mælum hans að hann hafi
boðið upp á stjórnarfor-
ystu. Össur segir þannig í
DV í gær: „Mér finnst
sjálfum með ólíkindum ef
Halldór Ásgrímsson túlk-
ar niðurstöðu kosning-
anna með þeim hætti að
það sé sérstakt hlutverk
hans að tryggja Sjálfstæð-
isflokknum áframhald-
andi vist í ríkisstjórn.“
Össur bætir við: „Þær
hugmyndir sem Fram-
sóknarflokkurinn hefur
boðað á ýmsum sviðum
eru ekki mjög fjarri því
sem við höfum boðað og
auðvitað er ekki hægt að
horfa framhjá því að þess-
ir flokkar hafa meirihluta
ef þeir legðu saman. Það
er þess vegna möguleiki
sem Samfylkingin hlýtur
að skoða rækilega ef hann
kemur upp.“
En Össur ætlar ekki
Samfylkingunni forsætis-
ráðherrastól í slíkri stjórn.
„Við lögðum upp með for-
sætisráðherraefni og
stefndum að því að fella
ríkisstjórnina. Nú horfum
við hins vegar framan í
annan veruleika og í
þeirri stöðu sem komin er
upp er ljóst – ef maður
ætlar að vera raunsær –
að forsætisráðherrakortið
er ekki í okkar spilum eins
og sakir standa.“
Eftir að vinstristjórnin,sem mynduð var 1988,
hélt eins manns meirihluta
á þingi í kosningunum
1991 – þá var Alþingi
reyndar haldið í tveimur
deildum og stjórnin hafði
ekki meirihluta í báðum –
bauð Ólafur Ragnar Jóni
Baldvini forsætisráð-
herrastól ef hann fengist
til að mynda stjórn Al-
þýðuflokks, Alþýðu-
bandalags og Framsókn-
arflokks. Í Morgunblaðinu
23. apríl þetta ár sagðist
Ólafur Ragnar ekki vilja
ræða hvað þeim Jóni hefði
farið á milli í einka-
samtölum.
„Það eina sem ég get
sagt er að Steingrímur
Hermannsson hefur verið
afbragðs forsætisráð-
herra og Jón Baldvin yrði
einnig mjög góður for-
sætisráðherra,“ sagði
Ólafur. Daginn áður hafði
hann sagt í blaðinu að ótti
Jóns Baldvins um að af-
staða einstakra þing-
manna Alþýðubandalags-
ins spillti framgangi
ákveðinna mála væri
ástæðulaus.
Jón Baldvin keypti ekkiþær röksemdir Ólafs
Ragnars á sínum tíma.
Ætli það sé líklegt að Hall-
dór Ásgrímsson fallist á
sambærileg rök Össurar
nú?
STAKSTEINAR
Sagan endurtekur sig