Morgunblaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA!
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10. Sýnd kl. 5.50, 8, 10.10. B.i.14 ára.
SG DV
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
Svona
snilldarverk
eru ekki á
hverju strái.”
Þ.B.
Fréttablaðið
Frábær rómantísk gamanmynd
sem hefur allstaðar
slegið í gegn.
Sýnd kl. 9. Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 6. Bi. 14
Síðasta sýning
ÓHT Rás 2
HK DV
„Magnað verk“
Alt om min far
Sýnd kl. 6
Ég er Arabi / Gamla Brýnið
Sýnd kl. 8. Síðasta sýning
Biggie & Tupac
Sýnd kl. 10. Síðasta sýning
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 8.
KRINGLAN / AKUREYRI
KEFLAVÍK
Tilboð
500
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. Sýnd kl. 4. Tilboð 500 kr.Sýnd kl. 3.50. ísl. tal
ÁLFABAKKIÁLFABAKKI
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4741-5200-0002-4854
4548-9000-0059-0291
4539-8500-0008-6066
4507-4300-0029-4578
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.
SÖNGLEIKURINN Hairspray,
sem fjallar um mannlíf í bandarísku
borginni Baltimore á sjöunda áratug
síðustu aldar, fékk 13 tilnefningar til
Tony-verðlaunanna bandarísku en
þau verðlaun eru veitt þeim sem
þykja skara fram úr í bandarísku
leikhúslífi ár hvert. Hairspray hefur
notið mikilla vinsælda á Broadway.
Leikritið Take Me Out, eftir Rich-
ard Greenberg, sem fjallar um sam-
kynhneigðan
hafnaboltaleik-
mann, var tilnefnt
til verðlauna í
flokki leikrita. Þá
voru leikararnir
Paul Newman,
Bernadette Pet-
ers og Antonio Banderas tilnefnd
til verðlauna fyrir sviðsleik.
Dansverkið Movin’ Out, sem Twyla
Tharp samdi við lög og texta Billys
Joels, fékk 10 tilnefningar. Leikritið
The revival of Nine, sem vann Tony-
verðlaun árið 1982, fékk átta tilnefn-
ingar en Antonio Banderas leikur
aðalhlutverkið í nýju uppfærslunni.
Uppfærsla á verkinu Long Day’s
Journey Into Night eftir Eugene
O’Neill fékk sjö tilnefningar, þar á
meðal fengu leikararnir Brian
Dennehy, Vanessa Redgrave,
Philip Seymour Hoffman og Ro-
bert Sean Leonard allir tilnefn-
ingar sem bestu leikarar í aðal- og
aukahlutverkum.
Paul Newman var tilnefndur fyrir
leik sinn í nýrri uppfærslu á sígilda
verkinu Our Town eftir Thornton
Wilder, en Bernadette Peters fékk
tilnefningu fyrir leik í verkinu
Gypsy … Rapparinn Eminem er
sagður ætla að nota upptökur með
skilaboðum sem söngkonan Mariah
Carey skildi eftir á símsvara hans
sem texta við nýtt
lag.
Með þessu er
rapparinn sagður
vera að svara
söngkonunni í
sömu mynt eftir
að hún gerði lítið
úr honum og sambandi þeirra í lag-
inu „Clown“.
Carey er sögð hafa skilið fjölmörg
skilaboð eftir á símsvara rapparans
eftir að stuttu ástarævintýri þeirra
lauk, þar sem hún hljómar bæði
brjóstumkennanlega og virkilega
einkennilega …Madonna er sögð
hafa móðgað fjöl-
marga tónlist-
armenn sem komu
fram á tónleikum,
sem haldnir voru í
tilefni þess að
tuttugu ár eru frá
því hún vakti fyrst
athygli, í París í síðustu viku.
Söngkonan yfirgaf staðinn um leið
og hún hafði flutt atriði sitt og
skeytti í engu um að þakka flytj-
endum á borð við Blue og Tina
Arena, sem höfðu gefið sér tíma til
að endurútsetja og æfa lög hennar af
þessu tilefni. Þá er hún sögð hafa
krafist þess að flytjendurnir héldu
sig í búningsherbergjum sínum þar
til hún var farin úr húsinu … Söng-
konan Charlotte Church hefur
hafnað tilboði um að fara með aðal-
hlutverkið í söngvamyndinni Óp-
erudraugurinn þar sem það skilyrði
var sett fyrir því að hún fengi hlut-
verkið að hún léttist um nokkur kíló.
Hún segist staðráðin í að láta ekki
undan þrýstingi um að fara í megr-
un. „Hefði ég reynt að fara eftir öllu
því sem mér hefur verið sagt að gera
hefði ég endað í meðferð tólf ára,“
segir hún. „Já, rassinn á mér er stór
en ég er ánægð með sjálfa mig. Á
meðan ég get sungið skiptir frægðin
mig engu máli. Ég tek ekki þátt í
þessari vitleysu.“
FÓLK Ífréttum
MIKIL ánægja var með hátíðartón-
leikana sem fram fóru í Íþróttahöll-
inni á Akureyri á sunnudaginn; þar
sem Sálumessa Verdis var flutt af
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
ásamt Kór Akureyrarkirkju, Kór
Langholtskirkju í Reykjavík og
Kammerkór Norðurlands ásamt ein-
söngvurunum Kristjáni Jóhannssyni,
Kristni Sigmundssyni, Björgu Þór-
hallsdóttur og Annamaria Chiuri
undir stjórn Guðmundar Óla Gunn-
arssonar. Mikið fjölmenni var á tón-
leikunum og var listafólkinu fagnað
með dynjandi lófataki í langan tíma.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Ís-
lands og unnusta hans, Dorrit Mouss-
aieff, voru á meðal tónleikagesta.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorritt Moussaieff, heitkona
hans, voru meðal fjölmargra áheyrenda. Eftir að einsöngvurunum voru
afhentir blómvendir kastaði Kristján Jóhannsson gulri rós til Dorrittar,
sem sat á fremsta bekk. Frá vinstri: Sigrún Björk Björnsdóttir, formaður
menningarmálanefndar Akureyrar, Jón Björnsson, eiginmaður hennar,
Ólafur Ragnar Grímsson, Dorritt Moussaieff og Þóra Ákadóttir, forseti
bæjarstjórnar.
Kátt í
Höllinni
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sigurður Demetz Franzson, fyrsti lærifaðir Kristjáns,
tekur mynd af honum og Kristni Sigmundssyni í bún-
ingsklefanum eftir tónleikana. Við hlið Sigurðar er
Ingvi Rafn Jóhannsson, vinur Kristjáns, sem lengi hef-
ur starfað að tónlistarmálum á Akureyri.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Kristján Jóhannsson heilsar upp á föðurömmu Bjargar
Þórhallsdóttur, Björgu Steindórsdóttur, sem er á 91.
aldursári, að tónleikunum loknum og óskar henni til
hamingju með glæsilega frammistöðu ömmustelpunnar.
Björg söngkona er á milli þeirra.
TÓNLIST sænsku stórpoppsveitar-
innar Abba er sannkallað bindiefni
kynslóðanna ef marka má viðtökur
við tónleikunum Thank you for the
music, sem fara fram í Laugardals-
höll um næstu helgi. „Miðarnir rjúka
út og tónleikagestirnir eru unglingar,
eldri borgarar og allt þar á milli,“ seg-
ir í tilkynningu frá Sinfóníuhljómsveit
Íslands.
Æfingar hefjast í vikunni en und-
irbúningur hefur staðið um langt
skeið. „Það er West End Internation-
al í London sem er samstarfsaðili SÍ á
þessum tónleikum. Martin Yates heit-
ir stofnandi West End og það er hann
sem mun stýra Sinfóníuhljómsveit-
inni á tónleikunum. Fjöldi þraut-
reyndra söngvara frá West End mun
syngja með hljómsveitinni, allt er
þetta fólk sem hefur síðustu árin tekið
þátt í fjölda söngleikja og tónleika á
vegum West End,“ segir í tilkynning-
unni. Nokkrir þekktir rokkarar og
popparar ganga til liðs við Sinfónínu-
hljómsveitina á tónleikunum. Sveitin,
sem leikur með henni þetta kvöld, er
skipuð einvalaliði. Jón Ólafsson er á
píanó, Gunnlaugur Briem á tromm-
um, Guðmundur Pétursson á gítar,
Roland Hartwell er einnig á gítar og
Richard Korn spilar á bassa.
„Þeir eru fjölhæfir hljóðfæraleikar-
ar Sinfóníuhljómsveitarinnar en eins
og sjá má færa okkar menn, Roland
og Richard, sig úr stað á þessum tón-
leikum. Richard handleikur að öllu
jöfnu kontrabassann en tekur upp
rafmagnsbassann að þessu sinni og
Roland sem leikur á fiðlu með Sinfón-
íuhljómsveitinni sýnir að honum er
fleira til lista lagt,“ segir í tilkynning-
unni.
Góðar viðtökur við poppuðum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Tónlist Abba á eftir að hljóma í nýjum búningi Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands og vina hennar úr Vesturbæ Lundúna næstu helgi.
Abba fyrir alla
Abba-tónleikar fös. 16. maí kl. 19.30
og lau. 17. maí kl. 17. Miðaverð er
3.500 kr. í sæti og 3.000 kr. í stúku.