Morgunblaðið - 13.05.2003, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 53
X-97,7
Kvikmyndir.is
kl. 6 og 10.10. B.i. 14. / kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 14.
ÁLFABAKKI / AKUREYRI / KEFLAVÍK ÁLFABAKKI / KRINGLAN
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20. B.i. 14.
SG DV
Kvikmyndir.com
kl. 5.50, 8 og 10.10. / kl. 5.50, 8 og 10.10. / kl. 10. Bi. 14.
ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI
Sýnd kl. 4, 5.30, 8, 9.05 og 10.20. / Sýnd kl. 6, 8 og 10.15. / Sýnd kl. 8 og 10.15.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.20. B.I. 16.
Frábær rómantísk
gamanmynd sem hefur
alls staðar slegið í gegn.
ÓHT Rás 2
LÍNUDANSINN, sem dansaður
er við sveitatónlist, hefur notið fá-
dæma vinsælda hérlendis í u.þ.b.
tíu ár. Þar
þykir Louis-
iana-búinn
Scooter Lee
standa
fremst í
flokki þeirra
listamanna
sem leggja
dansinum
hljóma en
Lee þessi ferðast þvers og kruss
um veröldina ár hvert til að
skemmta línudönsurum hina ýmsu
landa.
Lee hefur gefið út fjölda platna,
sem sérstaklega eru stílaðar á
þennan vinsæla dans, auk þess að
hafa gert nokkur kennslu-
myndbönd í fræðunum. Hún hefur
þá sungið með Jerry Lee Lewis,
Porter Wagoner, Fats Domino,
Faith Hill, Alan Jackson og
George Strait. Lee hefur í gegn-
um feril sinn látið sig hina ýmsu
góðgerðarstarfsemi varða og beitir
hún sér m.a. af alefni fyrir kjörum
og réttindum eldri borgara. Í
tengslum við það verður hún að-
alskemmtiatriðið á Ólympíuleikum
eldri borgara sem haldnir verða í
Virginíu í endaðann maí. Í sumar
og fram á haust fer hún m.a. til
Noregs, Íslands, Þýskalands,
Spánar, Austurríkis, Malasíu,
Finnlands, Englands og Singapore
til að skemmta.
Hingað kemur hún í júní til að
halda þrenna tónleika. Föstudag-
inn 13. verður hún í Broadway,
daginn eftir fer hún á herstöðina í
Keflavík en á sunnudaginn verður
hún í Galtalæk.
Félagsskapurinn „Komið og
dansið“ með Gunnar Þorláksson í
forsvari stendur fyrir hingaðkomu
Scooter Lee.
Drottning línudansins
Scooter Lee til Íslands
Scooter Lee
Hveitiköku-súpan
(Tortilla Soup)
Gamanmynd
Bandaríkin 2002. Skífan VHS. Öllum
leyfð. (105 mín.) Leikstjórn María Ripoll.
Aðalhlutverk Hector Elizondo, Elizabeth
Pena, Tamara Mello, Raquel Welch.
HÉR er ein af þessum matarmiklu
rómantísku gamanmyndum, þar sem
tvinnað er saman ástinni á mat og líf-
inu sjálfu. Mætti reyndar færa hald-
bær rök fyrir því að hér sé á ferð
bandarískt-rómanskt tilbrigði við
hina tævönsku
Borða, drekka,
maður, kona eftir
Ang Lee, og það
bara býsna vel
heppnað.
Það sem skilur
þó á milli er að það
vantar vissan
brodd í hana þessa,
sagan svolítið
margtuggin og listrænt innsæi af
skornari skammti.
En hún er samt býsna dægileg.
Hún er mannleg, einlæg, laus við til-
gerð og heldur manni vel við efnið,
sem er faðir – veitingahúsaeigandinn
– og dætur hans þrjár sem ekki hef-
ur gengið neitt allt of vel í samskipt-
um sínum við hitt kynið. Leikurinn
er líka fínn, hinn margreyndi Eliz-
ondo kjölfesta myndarinnar, en
gamla bomban hún Welch reyndar
ekkert sérlega sannfærandi í farsa-
kenndri rullu. Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Saðsöm súpa