Morgunblaðið - 20.05.2003, Síða 8

Morgunblaðið - 20.05.2003, Síða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nú á ég að sitja, ég er með bevís frá Össa litla. „Vertu til“-verkefnið kynnt Að njóta lífsins án vímuefna VERTU til“ er nafniðá samstarfsverk-efni Sambands ís- lenskra sveitarfélaga ann- ars vegar og Áfengis- og vímuvarnarráðs hins veg- ar. Er upp á því bryddað til að efla áfengis- og vímu- efnaforvarnir sveitarfé- laga. Svandís Nína Jóns- dóttir er verkefnisstjóri „Vertu til“ og hún svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Segðu okkur dálítið meira um verkefnið ... „Megininntak verkefnis- ins er fólgið í ráðgjöf og upplýsingamiðlun um skipulag og framkvæmd forvarnarstarfs gagnvart ungu fólki. Verkefnið verð- ur kynnt sama dag og út- hlutun verður úr Forvarnarsjóði 21. maí næstkomandi milli klukk- an 9 og 12 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.“ – Hvernig fer sú kynning fram? „Skemmtileg hátíðardagskrá verður í tilefni úthlutunar úr For- varnarsjóði og mun Soffía Gísla- dóttir, formaður „Vertu til“, kynna verkefnið ásamt nýju heimasíðunni okkar, www.vertu- til.is. Einnig mun Hlynur Snorra- son, lögreglumaður á Ísafirði og einn af forsprökkum Vá Vest sam- starfsins, halda stutt erindi um ár- angur í forvarnarstarfi á Vest- fjörðum.“ – Segðu okkur upp og ofan af þessu fimm ára verkefni, hverjir eru þar á ferð, tilurðin, tilgangur- inn og að hverju er stefnt? „Vertu til var sett á laggirnar á haustmánuðum síðasta árs, en Áfengis- og vímuvarnarráð og Samband íslenskra sveitarfélaga eru upphafsaðilar þess. Nafn verkefnisins, Vertu til, felur í sér lífsgleði og mikilvægi þess að börn og unglingar hafi jákvæð viðhorf til lífsins og sjái kosti þess að njóta lífsins vímuefnalaus. Meginmarkmið verkefnisins er það að hvetja sveitar- og bæjar- stjórnir landsins til þess að setja vímuvarnir ofar á forgangslistan- um en nú er. Við teljum nauðsyn- legt að vímuvarnir fái sambæri- lega meðferð innan stjórnkerfisins og aðrir málaflokkar eins og t.d. lóðaúthlutanir, vegaframkvæmdir og fleira. Stjórn Vertu til er skipuð sex einstaklingum sem eru Soffía Gísladóttir formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir, náms- og starfs- ráðgjafi, Soffía Pálsdóttir ÍTR, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, Guðrún Ebba Ólafsdótt- ir borgarfulltrúi og Bryndís Arn- arsdóttir, forvarnarfulltrúi á Ak- ureyri. Hugmyndafræði Vertu til bygg- ist meðal annars á kenningum Harvey Milkman, prófessors í sál- fræði við háskóla í Denver. Meg- ininntak kenninga hans fjalla um það hvernig ungt fólk getur byggt upp sjálfsvitund sína og sjálfs- traust án vímuefna. Milkman telur að það sé hægt að kenna unglingum að finna þetta „sælu“-ástand sem þeir sækjast eftir með neyslu vímuefna á annan hátt og þá án vímuefna. Árið 1990 setti hann á fót námskeið með unglingum sem töldust í áhættuhóp fíkniefnaneyt- enda. Námskeiðið nefnist „Upp- götvaðu sjálfan þig,“ eða „Self Discovery“ á ensku og hefur það að markmiði að kenna ungu fólki að finna vellíðan eða „natural highs“, eins og hann nefnir það, á eigin forsendum og án aðstoðar vímugjafa.“ – Hvaða jákvæðu punkta felur sú leið í sér sem nú er kynnt? „Undanfarin ár hefur náðst góð- ur árangur í forvarnarstarfsemi víða um land. Vertu til byggir á þeirri þekkingu og reynslu sem þar hefur safnast saman til viðbót- ar við nýjar áherslur. Þær áherslur eru einkum fólgnar í hlutverki stjórnvalda í forvarnar- starfsemi. Hingað til hefur áhersl- an verið á grasrótarstarfseminni sem er auðvitað mjög mikilvægt. Markmiðið hefur verið að virkja þá aðila sem hvað mest koma að uppeldi ungs fólks, t.d. foreldra, tómstundafulltrúa, kennara og fleiri. Okkar stefna er sú að fá sveitar- og bæjarstjórnir landsins til að taka virkan þátt í vímuvörn- um í stað þess að bregðast við vandamálunum þegar þau koma upp. Stjórnvöld þurfa að taka ábyrgð á framkvæmd forvarna í sínu sveitarfélagi og styðja betur við bakið á forvarnarfulltrúum og öðrum aðilum sem þar koma nærri. Þegar upp er staðið er það allt samfélagið sem tekur ábyrgð á velferð barna og unglinga og því er afskaplega mikilvægt að fólk vinni saman að uppeldi barna inn- an hvers bæjarfélags.“ – Hvað kostar svona verkefni og hver borgar brúsann? „Fjárveiting verkefnisins kem- ur að stærstum hluta frá Áfengis- og vímuvarnaráði en ráðið veitir 4,5 milljónir á ári til starfans. Til viðbótar þessari upphæð fær Vertu til eina milljón króna á ári frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.“ – Hvernig verður ár- angur metinn þegar upp er staðið? „Ekki er alveg búið að leggja drög að árangursmati verkefnisins en áætlað er að starf- semin verði metin einu sinni á starfstímabilinu og síðan aftur við lok þess. Við matið verður einkum litið til þess hvort sveitarfélög landsins hafi mótað skýra og sýni- lega stefnu í vímuvörnum og hvort breyting hafi orðið á vímuefna- neyslu unglinga á þessu fimm ára tímabili.“ Svandís Nína Jónsdóttir  Svandís Nína Jónsdóttir er fædd 23. apríl 1970. Hún er með BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MS- gráðu í „Dómskerfi, lögum og opinberri stefnumótun“ frá American University í Banda- ríkjunum þar sem hún var bú- sett í fimm ár. Hún er nú verk- efnisstjóri „Vertu til“, sem er samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Áfengis- og vímuvarnarráðs. Er um forvarnarverkefni að ræða. Áhersla á já- kvæð viðhorf til lífsins ÍSLENSKUR skurðhjúkrunarfræð- ingur, Erlín Óskarsdóttir, hlaut ný- lega verðlaun rannsóknasjóðs Sam- taka evrópskra skurðhjúkrunar- fræðinga (EORNA) og vörufram- leiðandans Klinidrape á ráðstefnu samtakanna sem haldin var á Krít. Erlín hlýtur verðlaunin fyrir rann- sókn sem var hluti af lokaverkefni hennar til meistaraprófs og fjallaði um líðan sjúklinga sem dvelja í 48 klukkustundir eða skemur á sjúkra- húsi eftir skurðaðgerð. Verkefnið vann til verðlauna hér á landi og var í framhaldi af því sent áfram í úrslit alþjóðlegrar keppni EORNA þar sem hún keppti við vinningshafa frá 22 aðildarlöndum. Þar fékk hún afhent verðlaunin, 1000 evrur, auk þess sem henni var boðið að halda fyrirlestur á ráðstefn- unni á Krít sem 1.800 hjúkrunar- fræðingar frá 39 löndum sóttu. Verðlaunin eru veitt þriðja hvert ár úr sjóði sem stofnaður var 1997 en tilgangur hans er að stuðla að rann- sóknum innan skurðhjúkrunar. Erlín er deildarstjóri á skurðdeild Heilbrigðisstofnunar Selfoss og hef- ur starfað við skurðhjúkrun í fjölda- mörg ár. Hún segir fagið hafa gjör- breyst síðastliðin 10–15 ár þar sem sjúklingar fari nú mun fyrr heim eft- ir aðgerðir en áður. „Fólk fer oft heim daginn eftir stórar aðgerðir. Mig langaði til að vita hvernig því gengi að fóta sig í daglegu lífi eftir að heim var komið.“ Erlín tók viðtöl við 14 einstaklinga sem komnir voru heim og fræddist um líðan þeirra eft- ir aðgerð. Hún segir viðfangsefnið og aðferðafræðina hafa vakið nokkra at- hygli enda ekki algeng í skurðhjúkr- un. Hún bendir á að í ljós hafi komið að margir séu einir heima við eftir aðgerð. Aðstæður sjúklinga hafi hins vegar verið góðar og þeim gangi vel að fóta sig. „Ein helsta niðurstaðan var þó sú að skjólstæðingar þyrftu að fá nákvæmari og markvissari leið- beiningar um hvernig á að takast á við daglegt líf þegar komið er heim.“ Hún segir ánægjulegt að viðfangs- efni sem tekur á þessum þáttum hafi vakið athygli og fengið viðurkenn- ingu. „Þetta hefur aldrei verið kann- að hér á landi og mér þótti vert að skoða þennan hóp. Mér fannst mjög fróðlegt að fá sjónarhorn sjúkling- anna enda það sem við lærum af.“ Erlín Óskarsdóttir skurðhjúkr- unarfræðingur telur aðstæður sjúk- linga almennt góðar eftir aðgerð. Kannar líðan sjúk- linga eftir aðgerð Rannsóknir íslensks hjúkrunarfræðings verðlaunaðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.