Morgunblaðið - 20.05.2003, Síða 9

Morgunblaðið - 20.05.2003, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 9 Mán. 19/5: Moussaka og fetasalat m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Þri. 20/5: Fylltar paprikur og fleira gott m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Mið. 21/5: Kartöfluboltar í góðum félagsskap m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Fim. 22/5: Sumar- og sólskinspizza m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Fös. 23/5: Indverskar kræsingar m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Helgin 24.-25/5: Marokkósk helgi m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Mán. 26/5: Girnilegt grænmetislasagna m. fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Matseðill www.graennkostur.is Bankastræti 14, sími 552 1555 Þið lítið allar vel út í fallegum fatnaði frá okkur Yfirhafnir á sumartilboði Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 Sætir sumarbolir Margir litir Tilboðsverð frá 990 Fataprýði Verið velkomnar Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán-fös. frá kl. 10-18Laugard. frá kl. 10-14 Franskar útskriftardragtir Elegant Bæjarlind 12 • 201 Kópavogur. Sími 512 2200 Vönduð garðhúsgögn sem koma á óvart! Mikið úrval af stuttbuxum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnarnesi, sími 561 1680. tískuverslun iðunn Stretch gallabuxur Laugavegi 84, sími 551 0756 Stuttbuxur Kvartbuxur Síðbuxur Tilboð Síðar og fallegar vínilkápur Góðar í rigningu, kr. 9.900 Stuttkápur og jakkar kr. 2.900 Nýtt Vísatímabil Opið virka daga frá kl. 9-18 Laugardaga frá kl 10-15 Mörkinni 6 - Sími 588 5518 í miklu úrvali Stúdenta- og útskriftagjafir sími 544 2140 Laugavegi 63, sími 551 4422 20% afsláttur af völdum stöndum LÖGREGLUNNI í Reykja- vík barst tilkynning frá Hjartavernd um helgina um að óprúttnir aðilar þættust vera í fjáröflun fyrir samtökin og byðu fólki geisladisk til sölu til styrktar málefninu. Mun þetta hafa verið gert í þeim tilgangi að komast yfir greiðslukorta- og bankaupp- lýsingar fólks. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er hins vegar engin slík fjáröflun í gangi. Sams konar kvartanir hafa einnig borist um falska fjáröflun fyrir Geðhjálp og Samhjálp. Lögreglan vill benda fólki á að vera á varð- bergi gagnvart svikastarfsemi af þessu tagi. Varað við svikurum í fjáröflun UNDANFARIN ár hefur borið á því að knattspyrnuleikir á sumrin hafi verið að færast frá helgunum yfir á virka daga, sérstaklega hjá yngri iðkendum. Í fyrra var stigið skref í sömu átt með úrvalsdeild karla þar sem leikir voru færðir frá kl. 20 á kvöldin og fram til kl. 19.15. Þetta var gert til þess að gera fjöl- skyldunni kleift að fara saman á völlinn. Leikir í úrvalsdeild kvenna eru að auki flestir á virkum dögum, en þó leika liðin sem eru utan af landi oftast um helgar. „Reynum að hafa þetta í miðri viku eins og við getum“ „Það er algjör krafa frá félögun- um að það sé ekki verið að leika um helgar,“ segir Birkir Sveinsson, mótastjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. „Við reynum eins og við getum að hafa leiki í yngri flokkum ekki um helgar af þeirri einföldu ástæðu að þá vill fjölskyld- an vera saman í bústað eða hvar sem er. Það hefur valdið miklum vandræðum þegar við setjum mikið af leikjum á helgarnar,“ segir Birk- ir. Það er ekki fyrr en í elstu ung- lingaflokkunum sem hluti af knatt- spyrnuleikjunum eru leiknir um helgar. Birkir segir að þeir iðk- endur sem þar leika séu jafnan að vinna á daginn og að mestu hættir að ferðast með foreldrunum um helgar. „Við reynum að hafa þetta í miðri viku eins og við getum, en það er tekið tillit til þeirra félaga sem þurfa að ferðast mikið til leikstaða. Þá erum við oft með þetta um helg- ar, eins og leiki í Vestmannaeyjum og á Ísafirði og annað. Stefnan er að hafa þetta svona áfram,“ segir Birkir og tekur undir það að þetta sé afar jákvætt fyrir fjölskyldurnar í landinu. Einu mótin sem haldin eru um helgar á vegum KSÍ hjá börnum eru svokölluð Polla- og hnátumót sem eru fyrir 9-11 ára gömul börn. Birkir segir þó að ef mótshaldarar treysti sér til að hafa þau mót í miðri viku styðji KSÍ það. Fyrir utan KSÍ-mótin eru svo hin ýmsu mót félaganna. Þau eru flest haldin um helgar þar sem liðin þurfa jafnan að ferðast til að kom- ast á leikstað. Þó hefur færst í vöxt að fjölskyldur fari saman á slík mót. Krafa frá fjölskyldum um helgarfrí Leikið meira í miðri viku NÝTT merki Loftleiða Icelandic, eins dótturfélaga Flugleiða, sem annast leiguflug, var afhjúpað við hátíðlega athöfn á Nordica Hotel síðastliðinn fimmtudag. Merkið er arnarhöfuð á bláum grunni. Að sögn Sigþórs Einarssonar, framkvæmdastjóra Loftleiða Ice- landic, er merkið þó ekki líkt gamla Loftleiðamerkinu sem var örn í fullri stærð. „Við erum ekki að endurvekja gamla merkið heldur vitna til þess. Merkið er í bláu og gulu og eru grunnlitirnir þeir sömu og eru not- aðir á Icelandair-vélunum. Þetta gerir okkur auðvelt fyrir ef við er- um að skipta vélunum eitthvað á milli okkar því þá er einfalt að breyta merkjunum,“ segir hann. Sigþór bætir við að Íslenska auglýsingastofan hafi hannað merkið. Hann telur að merkið hafi vakið mikla lukku hjá þeim sem voru samankomnir við vígsluna og ekki síst gömlum starfsmönnum Loft- leiða, enda séu þeir almennt ánægðir með að nafnið hafi fengið líf á nýjan leik. Aðspurður segir hann að ekki sé búið að setja merkið á allar vélarnar. Morgunblaðið/Sverrir Nýtt merki afhjúpað á Nordica-hóteli. Nýtt merki Loftleiða Icelandic afhjúpað AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.