Morgunblaðið - 20.05.2003, Side 10

Morgunblaðið - 20.05.2003, Side 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR sendifulltúar Rauða kross Íslands fara til Íraks á næstu dögum þar sem þeir munu taka þátt í verkefnum á vegum Alþjóða Rauða krossins. Um er að ræða verkfræðing og tvo hjúkrunarfræðinga. Kristjón Þorkelsson verk- fræðingur fór af landi brott í gærmorgun og búist er við að hann verði kominn til Íraks síð- ar í vikunni, segir í frétt frá Rauða krossi Íslands. Hann verður í starfshópi sem leggur mat á ástand vatnsveitu í Írak og þörfina fyrir aðstoð. Krist- jón vann við hjálparstörf á veg- um Rauða krossins í Írak eftir stríðið 1990–91. Eva Laufey Stefánsdóttir og Guðbjörg Sveinsdóttir hjúkr- unarfræðingar fara til Íraks í næstu viku. Eva Laufey fer til starfa á sjúkrahúsi á vegum Rauða krossins en Guðbjörg verður í starfshópi sem leggur mat á þarfir í geðheilbrigðis- málum. Báðar hafa reynslu af hjálparstarfi erlendis. Fyrir er í Írak einn sendi- fulltrúi Rauða kross Íslands, Þorkell Þorkelsson ljósmynd- ari. Hann hefur starfað við myndatökur á vegum Alþjóða Rauða krossins, fyrst í Jórdan- íu og nú í Írak. Sigrún Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða kross Ís- lands, kom í fyrrakvöld frá Írak eftir fjögurra daga vettvangs- ferð til Bagdad. Félagið er nú að fara yfir hugsanleg afskipti sín af uppbyggingarstarfinu í Írak. Þrír sendi- fulltrúar RKÍ á leið til Íraks ÞÝSK lögregluyfirvöld komust á sporið um starfsemi umfangsmikils smyglhrings í Norðvestur-Þýska- landi fyrir um ári og hafa unnið að rannsókn málsins æ síðan. Fljótlega kom í ljós að hringurinn hafði tengsl við Ísland og var lögreglu hér á landi gert viðvart síðastliðið haust. Þjóð- verji sem talinn er höfuðpaur smygl- hringsins og meintur samverkamað- ur hans hér á landi afplánuðu samtímis fangelsisdóma á Litla- Hrauni fyrir fíkniefnasmygl árið 2001. Hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík gengur rannsóknin undir nafninu „Operation Germania“. Tveir lögreglumenn eru nú í Þýska- landi og hafa þeir yfirheyrt sakborn- inga sem þýska lögreglan handtók fyrir skemmstu. 30 kílóa prufusending Smyglhringurinn sem lögregla telur sig nú hafa upprætt var um- fangsmikill. Samkvæmt fréttatil- kynningu frá lögreglu- og tollayfir- völdum í Hamborg og Itzehoe, sem er lítil borg norður af Hamborg, var amfetamíni, kókaíni og hassi smygl- að til Þýskalands frá Hollandi, Spáni og Marokkó. Flugvöllurinn í Ham- borg var eins konar dreifingarmið- stöð en þaðan var fíkniefnum smygl- að til Noregs og Íslands. Einnig er talið að hringurinn hafi haft á prjón- unum stórtækt smygl á kókaíni til Liverpool. Til marks um umsvifin má nefna að þegar lögregla og tollur stöðvuðu sendingu með 30 kílóum af hassi sem verið var að flytja með húsbíl áleiðis til Noregs er talið að aðeins hafi verið um prufusendingu að ræða. Ætlunin hafi verið að smygla um 100 kílóum mánaðarlega til landsins. Í fréttatilkynningunni er fullyrt að samvinna við lögreglu- og tollgæslu á Íslandi hafi orðið til þess að þrjú þýsk burðardýr voru handtekin hér á landi. Einn var með eitt kíló af hassi, annar með um eitt kíló af hassi og 900 grömm af amfetamíni og sá þriðji með 1,5 kíló af kókaíni. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeild- ar lögreglunnar í Reykjavík, segir að rannsókn hafi ekki staðfest að þessi mál séu tengd en margt bendi þó til þess. Meintur höfuðpaur var í fangelsi á Íslandi 2001 Lögreglan í Þýskalandi lét til skarar skríða í upphafi mánaðarins og hefur nú handtekið níu manns, þar af einn á Spáni, en fjórum var var sleppt eftir yfirheyrslur. Húsleit var gerð í 14 íbúðum og hald lagt á 21 kíló af hassi. Samkvæmt frétt í þýska dagblaðinu Norddeutsche Rund- schau telur lögreglan í Itzehoe að höfuðpaur smyglhringsins sé 42 ára gamall Þjóðverji. Þessi maður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli vorið 2001 með fimm kíló af hassi og í kjölfarið dæmdur í 12 mánaða fang- elsi. Líkt og aðrir sem dæmdir eru fyrir fíkniefnasmygl afplánaði hann dóminn á Litla-Hrauni. Á sama tíma var meintur samverkamaður hans hér á landi, Íslendingur um þrítugt, að afplána fjögurra ára fangelsisdóm sem hann fékk fyrir þátt sinn í Stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins leikur grunur á að í nokkrum tilvikum hafi kynni tekist með íslenskum og erlendum fíkni- efnasmyglurum á Litla-Hrauni og þeir í kjölfarið átt samvinnu um fíkniefnasmygl til landsins. Hvort það hafi gerst í þessu tilviki er ekki hægt að segja um með vissu. Í Norddeutsche Rundschau er jafnframt greint frá því að maðurinn hafi setið í fangelsi víðar en á Íslandi og myndað þar tengsl við fíkniefna- smyglara. Einn af þeim er 49 ára gamall Þjóðverji sem þýska lögregl- an hefur handtekið. Hann hefur búið í Marokkó í 20 ár en talið er að hann hafi útvegað stóran hluta af fíkniefn- unum. Mennirnir kynntust í fangelsi í Frakklandi árið 1997. Tveir menn ákærðir á Íslandi Tveir menn hafa verið ákærðir á Íslandi í tengslum við málið, tæplega sextugur Þjóðverji og rúmlega þrí- tugur Íslendingur sem fyrr var nefndur. Þegar Þjóðverjinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í nóvember 2002 var hann með nokkra pakka falda í beltisstað sem inni- héldu um kíló af hassi og 900 grömm af amfetamíni. Í ákæru gegn þeim, sem var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, kemur fram að lögregla setti gerviefni í pakkana áð- ur en Íslendingurinn tók við þeim á hóteli í Reykjavík. Verjandi Þjóðverjans, Guðrún Sesselja Arnardóttir hdl., krafðist þess í gær að ákærunni yrði vísað frá þar sem skjólstæðingur hefði játað á sig sex aðrar ferðir með fíkniefni til landsins. Í hvert skipti var magnið svipað eða um kíló af hassi og kíló af amfetamíni, að því er hann telur. Guðrún bendir á að hann sé aðeins ákærður fyrir eina smyglferð en væntanlega sé ætlunin að ákæra hann fyrir hinar ferðirnar síðar. Lögregla hér á landi og í Þýskalandi hafi haft samvinnu um rannsókn málsins en rannsókninni sé ekki lok- ið ytra. Samkvæmt lögum um með- ferð opinberra mála megi á hinn bóg- inn ekki gefa út ákæru fyrr en rannsókn máls sé að fullu lokið. Þar að auki verði að dæma mönnum refs- ingu í einu lagi en ekki sé gert ráð fyrir því að geyma einhverjar sakir til betri tíma. Guðrún telur að lög- regla hafi áhyggjur af því að ef það hefði dregist að ákæra í málinu væri hætta á að gæsluvarðhaldi yrði hnekkt. Þetta telur hún óþarfa áhyggjur að því er hennar skjólstæð- ing varði. Hann vilji alls ekki losna úr gæsluvarðhaldi þar sem varð- haldstíminn verður væntanlega dreginn frá refsingunni sem honum verður dæmd. Hann hafi sætt sig við gæsluvarðhaldsúrskurðina og aldrei kært þá til Hæstaréttar. Rannsóknarblaðamennska? Þjóðverjinn kveðst vera blaða- maður í lausamennsku og hefur framvísað blaðamannapassa því til staðfestingar. Samkvæmt áreiðan- legum upplýsingum Morgunblaðsins hefur hann við yfirheyrslur haldið því fram að með smyglinu hafi hann í raun verið að stunda rannsóknar- blaðamennsku, hann hafi ætlað sér að koma upp um smylghringinn og skrifa um það blaðagreinar. Lög- regla hefur ekki tekið mark á þess- um framburði. Þjóðverjinn er tæplega sextugur og hafði ekki áður orðið uppvís að af- brotum. Í Norddeutsche Rundschau segir að hinn meinti höfuðpaur smyglhringsins hafi beinlínis sóst eftir burðardýrum á miðjum aldri þar sem lögregla og tollgæsla myndu síður telja þau grunsamleg. Það átti t.a.m. við um 42 ára gamla konu sem fór þrjár ferðir til Íslands með fíkni- efni og tók 12 ára gamla dóttur sína með sér í ferðalögin. Konan er nú í haldi lögreglu í Þýskalandi. Rannsókn ekki lokið Meðal þess sem lögregla telur að hafi auðveldað höfuðpaurnum að fá fólk til liðs við sig var að smyglið var verulega arðbært. Í Þýskalandi kost- ar eitt gramm af hassi rúmlega 400 krónur „á götunni“ en á Íslandi er verðið um 1.800 krónur. Kókaín er einnig mun dýrara hér á landi en á meginlandi Evrópu. Áhættan var að sama skapi mikil því að refsingar við fíkniefnasmygli eru að jafnaði hærri hér á landi en á meginlandinu. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykja- vík, vill ekki tjá sig frekar um málið enda sé rannsókn þess ekki lokið. Maður sem talinn er höfuðpaur þýsks smyglhrings og meintur samverkamaður afplánuðu samtímis dóma á Litla-Hrauni árið 2001 Játar sjö smyglferðir með fíkniefni til landsins Handtaka 58 ára gamals Þjóðverja á Kefla- víkurflugvelli með hass og kókaín í nóvem- ber 2002 var hluti af mun stærri aðgerð lög- reglu í Þýskalandi sem leiddi til þess að rúmlega tugur manna hefur verið handtek- inn í þrem löndum. Andrea Walter og Rún- ar Pálmason komust að því að Þjóðverjinn hefur játað 7 ferðir með fíkniefni til Íslands. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þjóðverjinn var dæmdur í 12 mánaða fangelsi og afplánaði á Litla-Hrauni. ALFREÐ Þorsteinsson, stjórnar- formaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR), segir í bókun sem hann lagði fram á stjórnarfundi OR sl. föstu- dag, að í bókunum fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í OR vegna dóttur- fyrirtækja komi fram mikil vanþekking á uppbyggingu veitu- fyrirtækja almennt. Eðli málsins samkvæmt tekur það mörg ár að fjárfestingar í veitingum skili sér, segir í bókun Alfreðs. Þá er minnt á að borgarlögmaður hafi fjallað um hvort OR sé heimilt að stunda fjarskiptarekstur og komist að því að það brjóti ekki í bága við lög um OR. Þá segir Alfreð fulla ástæðu vera til þess að minna á að hagnaður OR og dótturfélaga hafi losað þrjá milljarða í fyrra. Í bókun sinni fullyrðir Alfreð að ljósleiðarakerfi Línu.nets, sem nú sé í eigu OR og rekin sem fjórða veitan, muni skila eigendum hagn- aði þegar fram líði stundir. Ekki megi heldur gleyma að þeir sem hagnist nú mest á kerfinu séu stór- notendur á borð við sjúkrahús, heil- brigðisstofnanir, skóla, banka og ráðuneyti og þau greiði 40% lægri gjöld en ella væri. Þá tekur Alfreð fram að ljóst hafi verið að nokkurn tíma muni taka að byggja upp rekstur Tetra Ísland og það sé ekki á færi annarra en fjársterkra fyr- irtækja á borð við OR, Landsvirkj- un og Motorola að koma að því. Gagnrýni sjálfstæðismanna sé sér- kennileg í þessu ljósi. Alfreð Þorsteinsson um afstöðu D-listans til Línu.nets og Tetra Lýsir van- þekkingu á eðli veitu- fyrirtækja MIKIÐ var um að vera í Vest- mannaeyjum í gær í tilefni af nátt- úruvísindadegi grunnskólanna þar. Yfir þúsund manns tóku þátt í há- tíðarhöldunum þar sem lærdómi og leik var blandað saman í hæfilegum hlutföllum. Að lokum var slegið upp grillveislu. Að sögn Sigurhönnu Friðþórs- dóttur, kennara í Barnaskóla Vestmannaeyja, er náttúruvís- indadagurinn liður í svokölluðu Globe-verkefni. Markmiðið sé með- al annars að börnin fái að kynnast vinnubrögðum vísindamanna og læri um leið að ganga vel um nátt- úruna. Náttúru- vísindadagur í Eyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Grunnskólabörn í Vestmannaeyjum mynda stærsta Globe-merki í heimi á náttúruvísindadegi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.