Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 17
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 17
Vegna tilkynningar um væntanlegt yfirtökutilboð
nokkurra aðila á hlutafé Baugs Group hf. hefur
aðalfundi félagsins, sem halda átti þriðjudaginn
20.maí nk., verið frestað. Fundurinn verður
haldinn fyrir lok júní svo sem áskilið er í
samþykktum félagsins.
F.h. stjórnar Baugs Group hf.
Hreinn Loftsson hrl.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
A
U
2
11
94
05
/2
00
3
Tilkynning um frestun
aðalfundar Baugs Group hf.
ÞÓTT almennt megi segja
að jafnræði sé með tveimur
stærstu fylkingunum í
bandarískum stjórnmálum
er þó ljóst að þetta á ekki
fyllilega við hvað forseta-
embættið varðar. Kannan-
ir sýna að staða George W.
Bush forseta er sterk í
mörgum þeirra ríkja sem
demókratar þurfa að vinna
ætli þeir sér að fara með
sigur af hólmi í forseta-
kosningunum 2004.
Þessi er niðurstaða sér-
fræðinga eftir að hafa farið
yfir skoðanakannanir und-
anliðinna vikna.
Demókratar treysta á að
almenningur taki á ný að
hafa áhyggjur af þróun
efnahagsmála nú þegar
stríðinu í Írak er lokið.
Hins vegar er engan veg-
inn tryggt að þessi verði
raunin og að slík umskipti,
verði þau á annað borð,
komi nauðsynlega demó-
krötum til góða.
Larry Hugick, sem
starfar fyrir kannanafyrirtækið
Princeton Survey Research
Associates, segir að vinsældir for-
setans sökum sigursins í Írak
ættu að fara dalandi eftir sex til
sjö mánuði. Áður en herförin gegn
stjórn Saddams Husseins Íraks-
forseta hófst voru vinsældir Bush
svipaðar þeim er hann naut áður
en hryðjuverkamenn réðust á
Bandaríkin 11. september 2001.
Hugic tekur þó fram að nýtt
spennuástand á alþjóðavettvangi
geti breytt þessu auk þess sem
hugsanlegt sé að bata taki að gæta
á sviði alþjóðlegra efnahagsmála.
Vandi Demókrataflokksins
birtist ekki síst í þeim ríkjum þar
sem fylgi þeirra hefur í gegnum
tíðina verið einna tryggast. Kann-
anir sýna að þar nýtur Bush víða
verulegs fylgis.
„Flokkarnir eru nokkuð jafnir,“
segir Robert Shapiro, sérfræðing-
ur við Columbia-háskóla. „Flokk-
arnir geta tekist á um meirihluta í
fulltrúadeildinni og öldungadeild-
inni í Washington. Þetta jafnvægi
einkennir hins vegar ekki forseta-
embættið,“ segir Shapiro.
Baráttan um forsetembættið
verður háð í sérhverju ríki. Og
fyrir liggur að vinni demókratar
ekki tiltekin ríki geta þeir ekki
gert sér vonir um sigur haustið
2004. Þetta kom greinilega fram á
ársþingi samtaka þeirra fyrir-
tækja og stofnana sem annast
gerð skoðanakannana í Banda-
ríkjunum sem fram fór í Nashville
í Tennessee um liðna helgi.
Vinsæll í New York
og Minnesota
Bush forseti nýtur mikilla vin-
sælda í New York-ríki. Doug
Schwartz, sem stýrir Quinnipac-
fyrirtækinu, segir forsetann vin-
sælli en þá frambjóðendur Demó-
krataflokksins sem fram hafa
komið og berjast munu um til-
nefningu flokksins vegna forseta-
kosninganna á næsta ári. Demó-
kratar hafa löngum verið öflugir í
New York. „Takist demókrötum
ekki að halda New York eiga þeir
enga von um sigur,“ sagði
Schwartz á þinginu í Nashville.
Í New Jersey er Bush forseti
vinsælli en Jim McGreevey ríkis-
stjóri sem er demókrati. Hið sama
á við um Minnesota en þar hafa
demókratar löngum ráðið ríkjum.
Al Gore, frambjóðandi Demó-
krataflokksins, vann ríkið í kosn-
ingunum árið 2000. Nú sýna kann-
anir að Bush forseti er vinsæll í
Minnesota. Það á sérstaklega við
um stríðið í Írak en kjósendur
virðast ekki jafn ánægðir með
framgöngu hans á vettvangi efna-
hagsmála.
Mark DiCamillo, forstjóri Field
Poll-fyrirtækisins, segir að kann-
anir í Kaliforníu gefi til kynna að
þar sé hörð barátta í vændum.
Fólk af rómönsku bergi brotið í
ríkinu styðji Bush forseta og
kunni það að vega á móti vaxandi
fylgi við demókrata í röðum ann-
arra kjósenda á undanförnum ár-
um.
„Demókratar þurfa að samein-
ast um trúverðugan frambjóð-
anda,“ segir Charles Franklin,
stjórnmálafræðingur við Wiscons-
in-Madison-háskóla. „Síðan
standa þeir frammi fyrir öðrum
vanda; að skapa stuðning við trú-
verðuga stefnu Demókrataflokks-
ins á sviði utanríkismála og
hryðjuverkavarna.“
Kannanafræðingar fylgjast
grannt með þróun mála og gengi
Bush forseta eins og það birtist í
tölum úr öllum ríkjum Bandaríkj-
anna. Þeir telja að áhyggjur af
gangi efnahagsmála muni ef til vill
ekki duga demókrötum til að snúa
vörn í sókn. Þeir taka að vísu fram
að ánægja með framgöngu forset-
ans hafi farið minnkandi allt þar
til herförin gegn stjórn Saddams
Husseins í Írak var ákveðin. Þeir
kveðast búast við því að kannanir
næstu mánaða muni leiða í ljós
aukið vægi efnahagsmála í hugum
kjósenda. Hins vegar sé hryðju-
verkaógnin þess eðlis að hún geti
jafnan ráðið miklu um afstöðu
kjósenda í Bandaríkjunum.
Staða Bush
sterk í mikil-
vægum ríkjum
Kannanir sýna að demókratar eiga
mikið starf fyrir höndum ætli þeir
að ná völdum í Hvíta húsinu 2004
Nashville. AP.
Reuters
George W. Bush Bandaríkjaforseti veifar
til fréttamanna fyrir utan Hvíta húsið.
’ Takist demó-krötum ekki að
halda New York
eiga þeir enga von
um sigur. ‘
CHIPE, tíu ára hermaður úr röðum
Hema-þjóðflokksins í Ituri-héraði í
norðausturhluta Lýðveldisins
Kongós, hrekur hóp kvenna út úr
tómu húsi á markaðstorginu í Bunia,
höfuðstað héraðsins. Heldur hefur
dregið úr átökum í Ituri eftir að
deiluaðilar skrifuðu undir samkomu-
lag sl. föstudag um að virða vopna-
hlé sem samið var um í mars. Um
helgina fóru íbúar í Bunia að snúa
aftur til síns heima, en þúsundir
höfðu flúið bæinn eftir að bardagi
um bæinn braust út milli Hema og
Lendu-þjóðflokksins fyrir um viku.
Fjölmargir hafa fallið í þeim átök-
um.
Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) eru
með friðargæslulið í héraðinu og 32
óvopnaða eftirlitsmenn, en í gær
greindi talsmaður SÞ frá því að tveir
eftirlitsmannanna, sem saknað hefur
verið í nokkra daga, hefðu fundist
látnir. Ummerki væru um að eftir-
litsmönnunum hefði verið „slátrað
með villimannlegum hætti“, sagði
talsmaðurinn, Hamadoun Toure.
Annar mannanna var Jórdani og
hinn Nígeríumaður.
Framkvæmdastjóri SÞ, Kofi Ann-
an, hefur farið þess á leit við Frakka
að þeir fari fyrir alþjóðlegu herliði er
fái það hlutverk að koma á stöðug-
leika í Ituri. Þótt Frakkar hafi enn
ekki fallist á þetta kom hópur
franskra herforingja til Kinshasa,
höfuðborgar Lýðveldisins, um
helgina og munu þeir meta stöðuna í
landinu, sagði Toure. Frakkarnir
héldu til borgarinnar Kisangani í
gær til fundar við fulltrúa Annans í
landinu og eru væntanlegir til Bunia
í dag.
Amos Namanga Ngongi, yfirmað-
ur SÞ í landinu, sagði að rannsakað
yrði hvað hæft væri í fregnum um að
mannát hafi átt sér stað meðan á
átökunum í Bunia og fleiri bæjum
stóð. Ngongi tjáði fréttamönnum í
Bunia að ítrekaðar fregnir af mann-
áti gætu ekki verið með öllu úr lausu
lofti gripnar. „Það er óhugsandi að
svona mikið sé talað um þetta ef
enginn fótur er fyrir þessu,“ sagði
Ngongi.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
fregnir berast af mannáti í Ituri. Um
miðjan janúar staðfestu rannsóknar-
fulltrúar SÞ að uppreisnarmenn í
Frelsishreyfingu Kongó og banda-
menn þeirra í Baráttusveit fyrir lýð-
ræði í Kongó hefðu lagst í mannát,
nauðganir, pyntingar og morð í hér-
aðinu í fyrra. Svipaðar fréttir bárust
eftir fjöldamorð á allt að eitt þúsund
manns í bænum Drodro, skammt frá
Bunia, og fleiri bæjum, í apríl.
Þjóðflokkar Hema og Lendu hafa
í aldaraðir deilt um yfirráð yfir landi
og öðrum auðlindum í Ituri. En
átökin urðu fyrst verulega mann-
skæð þegar borgarastríð braust út í
Lýðveldinu Kongó 1998 og nútíma-
vopn flæddu inn í Ituri-hérað. Óöldin
nú braust út eftir að nágrannaríkið
Úganda dró til baka rúmlega sex
þúsund manna herlið sitt frá svæð-
inu í kringum Bunia en brottflutn-
ingurinn var liður í friðarsamkomu-
lagi um endalok borgarastríðsins í
lýðveldinu.
AP
Dregur úr bardögum í Ituri