Morgunblaðið - 20.05.2003, Síða 24

Morgunblaðið - 20.05.2003, Síða 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er umhugsunarefni hvers vegna ekki hafa verið starfandi drengjakórar við kirkjur á Íslandi þar sem sú hefð er margra alda göm- ul í Evrópu og fallega syngjandi drengjakór er einn fallegasti kór- hljómur sem heyrist, kannski er það vegna hins heimsfræga agaleysis sem hér er landlægt. Uppeldi í kór er mjög gott veganesti út í lífið, í kórum læra menn að vinna undir miklum aga og allir verða að læra að taka til- lit til annarra. Öguð vinnubrögð eru eitt það besta veganesti sem börn og unglingar geta farið með út í lífið og kemur þeim til góða í öllu því sem þau taka sér fyrir hendur í framtíð- inni. Drengjakór Neskirkju blés til tónleika sl. sunnudag og efnisskráin var ekki auðsungin. Hér ræður metnaðurinn ríkjum og þegar dreng- irnir hófu upp raust sína í laginu Donna, donna var ljóst að laun erf- iðisins voru góð. Hljómurinn í kórn- um er hreinn, bjartur og fallegur og öll framkoma til fyrirmyndar. Vina- söngur Andrew L. Webber, Amigos para sempre og Senn kemur vor eftir Kabalwski voru mjög fallega flutt og framburður sérlega skýr. Þrísöngur- inn, Hve klukkur blítt klingja úr Töfraflautu Mozarts sem einnig er þekkt hér á landi við Hann Tumi fer á fætur, hafði fallega snerpu og klingjandi léttleika. Rífandi Vínar- stemning var í Vorljóði Johanns Strauss og Vínarljóði Schuberts. Hin vel þekkta perla Jóns Ásgeirssonar, Maístjarnan, var á sínum stað með stórglæsilegum endi. Kórinn fékk styrk frá Menningar- sjóði Reykjavíkurborgar til að láta semja verk fyrir sig og flytja þau. Tvö verk voru samin fyrir kórinn og bæði frumflutt á þessum tónleikum. Það fyrra er LUSUS, Hymnus in Gabrielem Archangelum, eða sálmur til Gabríels erkiengils við texta frá því um 1500 er samið af Szymon Kur- an og gerir ráð fyrir meðleik á orgel. Þetta er mjög athyglisvert verk og gífurlega krefjandi af kórnum, bæði í tónlegu sem er oft mjög há með skiptum röddum og hljómlega með töluverðum ómstríðum. Kórinn komst mjög vel frá verkinu og blómstraði í raun á erfiðustu köflun- um og glæsilegum lokahljóm. Illgresi samdi Hildigunnur Rúnarsdóttir fyr- ir kórinn og píanó og er það verk allt annars eðlis, fallega melódískt sem gefur öllum röddum færi á að njóta sín. Textinn er eftir Örn Arnarson. Kórinn söng verkið af miklum þokka og glæsibrag. Ísak Ríkharðsson sem er aðeins 10 ára gamall söng Pie Jesu úr sálu- messu Fauré af miklum glæsibrag. Latnesku bænina Ave María eftir Fauré svo og hymnann Ave verum corpus í raddsetningu eftir sama og einnig í raddsetningu Camille Saint- Saëns flutti kórinn af glæsibrag. Karl Jóhann Bjarnason, Halldór Bjarki Arnarson og Hákon Björn Högnason sungu Máríuvers Páls Ís- ólfssonar mjög fallega. Alleluja úr einsöngsmótettunni Exultate Jub- ilate eftir Mozart og Forever blessed be thy holy name eftir Händel voru stórglæsileg. Friðrik söngstjóri og Björk Jóns- dóttir raddþjálfari gera mjög góða hluti með drengjunum og aginn og vinnubrögðin skila árangri. Túlkunin var öll sérlega músíkölsk og vel mót- uð. Gaman var að sjá drengina standa með hendur fyrir aftan bak og syngja eins og engla með alla athygli á söngstjóranum sem leiddi þá í gegnum tónleikana af öryggi við glæsilegan píanó og orgelleik Lenku Mátéovu. Söngur um dauðann og ástina Það þarf töluverða áræðni til að stíga á stokk og halda sína fyrstu op- inberu einsöngstónleika í fullri lengd mörgum árum eftir að námi er lokið eins og Kristján Helgason gerði á laugardaginn var. Kristjáni tókst að rífa upp góða stemningu í salinn með lifandi og skemmtilegri sviðsfram- komu og stórgóðum leiktilburðum. Meginþemu tónleikanna voru tvö, dauðinn og ástin. Lögin Máninn líður eftir Jón Leifs, Come away death eft- ir Gerald Finzi, Bikar Eyþórs Stef- ánssonar og Sverrir konungur eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson voru fyrstu lögin og flutt sem eins konar syrpa. Kristján náði ekki að finna sig og staðsetja röddina í fyrstu, en krafturinn kom í Bikarnum og text- inn var mjög skýr í Sverri konungi. Eftir þessa fyrstu syrpu söng Krist- ján Abendstern aríu Wagners og átti þar mjög góða spretti. Lag Schu- berts Der Tod und das Mädchen var vel sungið og fallega túlkað sem og lag Kaldalóns, Kveldriður við texta Gríms Thomsen. Kristján fæst einn- ig við að semja lög og bauð upp á tvö þeirra á þessum tónleikum. Það fyrra var við dálítið einkennilegan texta eftir Ævar Örn Jósepsson, sem býður alls ekki upp á hefðbundið sönglag, en er skondinn og lýsir innbúi í ákveðnu húsi. Þarna tókst Kristjáni einna best upp og sýndi það svart á hvítu að hann er stórleikari frá náttúrunnar hendi. Lagið er í stíl við textann, bráðskondið og lifandi með smellnum píanóleik. Sá hluti efnisskrárinnar sem fjallaði um ástina hófst á Drauma- landi Sigfúsar Einarssonar sem var fallega flutt sem og lag Emils Thor- oddsen, Í fögrum dal. Sama er að segja um ástararíuna O del mio dolce amor eftir Gluck og An Silvia eftir Schubert. Ungverska þjóðlagið Bogyiszlai kertek, sem fjallar um ástfanginn mann sem klúðrar öllum ástarmálum sínum og stendur að lok- um einn og yfirgefinn, er skemmti- legt lag sem fór vel í flutningi Krist- jáns. Undirritaður hafði á tilfinn- ingunni alla tónleikana að rödd og sviðsframkoma Kristjáns væri tilval- in fyrir söngleikjatónlist og þetta staðfestist í lögunum tveimur úr West Side Story, Maria og Tonight en þar fór Kristján á kostum bæði sönglega og leikrænt. Síðara frum- flutta lag Kristjáns var Ég man … og var það eftir sama textahöfund og það fyrra og í svipuðum stíl nema nú voru það endurminningar, og það stundum sárar. Flutningurinn var góður og krafðist gamansams sam- starfs við pínóleikarann sem tókst vel. Síðasta lagið á efnisskránni var Hamraborgin eftir Sigvalda Kalda- lóns. Það er ekki sanngjarnt að dæma söngvara út frá fyrstu tónleikum sem haldnir eru eftir svona langt (söng) hlé. Söngvari sem og aðrir tónlistar- menn þurfa að vera undir stöðugu álagi og áreiti til að halda sér í formi og bæta við sig. Það verður gaman að fylgjast með Kristjáni nú þegar hann er aftur kominn á skrið. Antonia Hevesi er góður meðleikari og studdi vel við bak söngvarans og átti sinn þátt í ánægjulegum tónleikum. Englaraddir og leiktilburðir TÓNLIST KÓRSÖNGUR Drengjakór Neskirkju. Stjórnandi Friðrik S. Kristinsson. Meðleikari Lenka Mát- éová. Sunnudagurinn 18. maí kl. 15. Neskirkja Jón Ólafur Sigurðsson EINSÖNGSTÓNLEIKAR Kristján Helgason, bariton og Antonia Hevesi á píanó. Laugardagurinn 17. maí kl. 17.30. Hafnarborg ÞRJÁR viðurkenningar voru veitt- ar á Vorvindahátíð IBBY- samtakanna við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu á dögunum. Fyrstu viðurkenningu hlaut Engill í Vesturbænum en það eru þrír lista- menn sem standa að verkinu, þær Kristín Steinsdóttir rithöfundur, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir mynd- listarmaður og Sigrún Sigvalda- dóttir, grafískur hönnuður. Í um- sögn dómnefndar segir m.a.: „Bókin er heildstætt og einstakt listaverk, bæði hvað varðar texta Kristínar Steinsdóttur og myndlýs- ingar Höllu Sólveigar Þorgeirs- dóttur. Síðan hefur Sigrúnu Sig- valdadóttur tekist að setja saman texta Kristínar og myndir Höllu Sólveigar með svo mikilli smekkvísi og listfengi að úr varð þetta lista- verk sem gleður auga og birtir huga þeirra sem njóta þess, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir.“ Aðra viðurkenninguna hlaut Brynhildur Þórarinsdóttir sem stytti og endursagði Njáls sögu í bókinni Njálu með myndskreyt- ingum Margrétar Laxness (Mál og menning 2002). Í umsögn segir m.a.: „Með þessu metnaðarfulla brautryðjandaverki hefur Bryn- hildur séð til þess að Njála yrði að- gengileg börnum og unglingum á auðlæsilegu máli og aukið þar með áhuga þeirra á Íslendingasögunum. Þessi bók gefur ungum lesendum innsýn í fornsagnaheim þar sem mannlífið iðar af skemmtilegum frásögnum.“ Þriðju Vorvindaviðurkenninguna hlaut Mjólkursamsalan fyrir Fernu- flug, átak sem fyrirtækið stendur fyrir í samvinnu við fleiri aðila. Keppni var haldin meðal 13–16 ára unglinga um örsögur og ljóð. Yfir 1.200 textar bárust inn en úr þeim voru valdir 64 textar sem birtir eru á milljónum mjólkurferna en þær fara inn á næstum hvert einasta heimili á landinu. IBBY þykir sér- stök ástæða til að verðlauna þetta framtak sem gerir ungu fólki kleift að koma hugsmíðum sínum á fram- færi á óvenjulegan hátt. Þykir það leiða til aukins áhuga á ljóðagerð og ljóðalestri landsmanna, yngri sem eldri. Fram til þessa hafa 59 Vor- vindaviðurkenningar verið veittar. Verðlaunahafarnir ásamt formanni Ibby, Önnu Heiðu Pálsdóttur. Þrjú verk hljóta Vorvindaviður- kenningu IBBY MÝRIN eftir Arnald Indriðason kom út í Danmörku fyrir skemmstu og hafa að undanförnu birst lofsamlegir dómar í þarlend- um fjölmiðlum að því er kemur fram í upplýsingum frá Rétt- indastofu Eddu útgáfu. Þannig tel- ur gagnrýnandi Week- endavisen Mýrina vera glæpasögu í hæsta gæðaflokki og hafi verðskuldað að vera kjörin besta norræna glæpasagan. Politiken hrósar stíl bókarinnar, segir hana frábæra af- þreyingu og hún sé í senn kjaftfor og mannleg. Þá segir gagnrýnandi Inform- ation að Mýrin sé brimsaltur en fjári vel saman settur og skrif- aður biti frá sögueyj- unni. Mýrin kom út hjá Vöku-Helgafelli árið 2000 og var í fyrra valin besta glæpasagan á Norðurlöndunum. Gagnrýnandi Weekendavisen, Katinka Bruhn, segir í upphafi greinar sinnar að Mýrin sé glæpa- saga í hæsta glæpaflokki. Mýrin hafi allt það til að bera sem hjörtu glæpasagnalesenda þrá, og þetta eigi alls staðar við – blæbrigðaríka persónusköpun og meistaralega úthugsaða fléttu. Það hafi verið fullkomlega verðskuldað að skáld- sagan var kjörin besta norræna glæpasagan í fyrra. „Arnaldur Indriðason hefur til- finningu fyrir morðum,“ segir Connie Bork í Politiken, „en hann hefur einnig tilfinningu fyrir orð- um, og fyrst við erum að tala um tungumálið, þá fljóta menn venju- lega með straumnum því það er einfaldast. En það koma augnablik þegar mönnum er mjög brugðið, þeir eru niðurdregnir eða örvænt- ingarfullir, þegar menn lenda á skjön. Og orðin skreppa út úr okk- ur meira sem kvak en tungumál. Það er þetta snubbótta tungumál sem Arnaldur Indriðason nær að fanga.“ Síðan segir gagnrýnandinn: „Það sem gerir þessa glæpasögu að frábærri afþrey- ingu er að hún er í senn kjaftfor og mannleg. Því í henni er beinn þráður, allt frá fyrsta sárs- aukaandvarpinu til háværrar tjáningar harmleiks og mann- legar mæðu, sem í lokin stendur meitl- aður inn í íslenska rigningu.“ Gagnrýnandi In- formation, Peter Dürrfeld, ritar í grein sinni um Mýr- ina: „Sviðið er regn- vot Reykjavík, það er dimmt og drungalegt haust, og hrifnir Íslandsfarar (þ.á m. þessi gagnrýnandi), sem vonast kannski eftir fögrum náttúrulýsingum og hugljúfum norrænum skáldskap, geta gleymt öllu slíku.“ Hann seg- ir síðan að spennan setjist að í vit- um lesandans og heldur áfram: „Mýrin er, eins og menn munu komast að, ekki bók fyrir við- kvæmar sálir heldur kaldur og brimsaltur biti frá sögueyjunni, og alveg fjári vel saman settur og skrifaður. Og að því er virðist ákaflega vel þýddur.“ Mýrin fær góða dóma í Danmörku Arnaldur Indriðason SJÓMINJASAFNIÐ, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er nú opið alla daga frá kl. 13-17 fram til 15. september. Sjó- minjasafnið er sérsafn á sviði fisk- veiða, siglinga og sjómennsku. Það er hluti af Þjóðminjasafni Íslands með aðsetur í Brydepakkhúsi sem reist var um 1865 fyrir Knudtzons- verslun, eitt helsta verslunarfyrir- tæki hér á landi á 19. öld, en húsið var endurbyggt með það fyrir aug- um að hýsa sjóminjasafn. Hlutverk safnsins er að safna, skrásetja, varð- veita og rannsaka sjóminjar í víðasta skilningi og kynna þær almenningi og nemendum í samstarfi við skóla og fræðsluyfirvöld. Í safninu eru sýndir gamlir ára- bátar, veiðarfæri, áhöld, myndir, lík- ön og annað sem tengist sögu sjó- sóknar og siglinga Íslendinga, fiskveiðum og strandmenningu. Auk grunnsýningar safnsins eru öðru hverju sérstakar sýningar sem fjalla um tiltekin efni. Myndbandasýning- ar og fyrirlestrar eru einnig hluti af starfseminni. Sameiginlegur afslátt- armiði er að Sjóminjasafninu og sýn- ingum Byggðasafns Hafnarfjarðar í Sívertsenshúsi, Smiðjunni og Siggu- bæ. Sumaropnun Sjóminja- safnsins KAMMERKÓR Reykjavíkur held- ur tónleika í Laugarneskirkju kl. 20 annað kvöld, miðvikudagskvöld. Einsöngvarar eru Svanlaug Árna- dóttir og Árni Gunnarsson. Þetta eru fyrstu tónleikar kórsins, en hann var formlega stofnaður sl. haust. Hann stóð, ásamt Ung- mennafélagi Íslands, fyrir tónleik- unum „Fíkn er fjötur“ sem haldnir voru um allt land. Kórinn mun syngja lög eftir Hjálmar H. Ragn- arsson, Hallgrím Helgason, Hildi- gunni Rúnarsdóttur o.fl. Einsöngv- arar eru úr röðum kórfélaga. Stjórnandi er Sigurður Bragason. Píanóleikari er Bjarni Jónatansson og þverflautuleikari Hugrún Sif Hallgrímsdóttir. Kammerkór í Laugarnes- kirkju Vorhátíð LHÍ haldin í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, kl. 12– 12.30 Fókusinn – verk nemenda skoðuð. Nemendaleikhúsið Sölvhólsgötu 13 kl. 20 Leiksýningin Tvö hús. Á MORGUN ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.