Morgunblaðið - 20.05.2003, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 29
hlutabréfaviðskiptum muni fækka og selj-
anleiki hlutabréfa minnka. Þá hafi þessi
þróun neikvæð áhrif á samsetningu fyr-
irtækja í Kauphöllinni og samsetningu
Úrvalsvísitölunnar, en vægi fjármálafyr-
irtækja í henni verði enn meira en það sé
nú.
Ekki afdrifarík áhrif á markaðinn
Sverrir Geirmundsson, sérfræðingur
hjá Kaupþingi, segir að kennitölur í Olís
séu hagstæðar en eignarhald á félaginu
þröngt og yfirtakan nú komi ekki á óvart.
Hann segir afskráningu félagsins í Kaup-
höllinni fremur neikvæða fyrir markað-
inn, en að hún muni þó ekki hafa af-
drifarík áhrif. Markaður fyrir hlutabréf
Olís hafi verið fremur grunnur þar sem
tveir aðilar, þ.e. Ker og Hydro Texaco,
hafa átt um og yfir 70% hlutafjár. Veltan
á markaðnum í heild hafi verið mikil á
síðustu misserum og ekki sé útlit fyrir að
brotthvarf Olís hafi áhrif þar á. Sverrir
segir að félög í Kauphöllinni séu nú um
60 en gera megi ráð fyrir að eftir þær af-
skráningar og þá samruna sem nú standi
fyrir dyrum verði þau komin niður í 53.
Það sé svipaður fjöldi og verið hafi árið
1997.
ur kaupa Olís
Morgunblaðið/Sverrir
r Garðarsson, stjórnarformaður Olíuverzlunar Íslands, og Einar Benediktsson, forstjóri félagsins, ræða við Gunnar
ndarstjóra á aðalfundi Olís sem haldinn var í mars síðastliðnum.
Morgunblaðið/Kristinn
ar Olís í Sundagörðum.
oðið þótti ganga vel.
r 1992 varð Óli Kr. Sig-
ðkvaddur, aðeins 46 ára
nþórunn Jónsdóttir, ekkja
fór með 45% hlut í félag-
ar það ár ráða Einar
n, framkvæmdastjóra
nefndar, í starf forstjóra.
þykkt í stjórn og hefur
starfinu síðan.
ugi Irving-feðga
og 1994 sýndu Irving-
ráku stærsta olíu-
nada, áhuga á að kaupa
runnar í Olís. Áhugi Kan-
na varð mjög umtalaður á
m, en í fyrrnefndri sögu
ram að Gunnþórunn hafi
elja félagið í hendur út-
ekkert varð af þeim
ð 1995 seldi Gunnþórunn
hins vegar hlut sinn í
er einnig sagt frá yfir-
m á Olís árið 2001, en þá
ngarfélagið Straumur
nokkuð stór hluthafi
g Olíufélaginu. Þær til-
u ekki eftir.
Óli Kr. Sigurðsson sem keypti meirihluta í Olís undir lok árs 1986 vakti athygli fyrir
að dæla sjálfur bensíni á bíla viðskiptavina félagsins.
ÞAÐ er mat Þórðar Friðjónssonar for-
stjóra Kauphallarinnar að framundan
sé tímabundin lækkun á verðmæti
skráðra fyr-
irtækja á markaði
sem muni rétta
sig smám saman
við aftur, bæði
með nýjum fyr-
irtækjum og
styrkingu þeirra
sem fyrir eru.
„Ég held að þetta
séu ekki nein al-
varleg hættu-
merki heldur
frekar dæmi um það að markaðurinn
sé lifandi. Það er eðlilegt að stjórn-
endur fyrirtækja endurskipuleggi fyr-
irtæki með það að leiðarljósi að ná
markmiðum sínum,“ segir Þórður um
fækkun skráðra fyrirtækja.
Auk Olíuverzlunar Íslands stendur
til að afskrá fjögur önnur félög úr
Kauphöll Íslands á næstu mánuðum.
Þau eru Baugur Group, Íslenskir að-
alverktakar, Plastprent og Ker. Sam-
anlagt verðmæti þessara fimm fyr-
irtækja nemur um 50 milljörðum króna
sem eru um 9% af heildarverðmæti
fyrirtækja í Kauphöll Íslands. „Þetta
er auðvitað töluvert hátt hlutfall á
skömmum tíma en ég held að það séu
ekki að verða nein vatnaskil. Þetta er
einfaldlega þáttur í einhverju ferli sem
mun rétta sig aftur. Við megum ekki
gleyma því að hlutabréfamarkaðurinn
hér er alveg orðinn sambærilegur að
stærð við það sem gerist í Noregi og
Danmörku, það breytist ekki jafnvel
þótt þessi 9% fari út af markaðnum.“
Lítil velta með bréf Olís
„Eignarhald Olís hefur að langmestu
leyti verið bundið í tveimur fyr-
irtækjum sem átt hafa 70–80% í félag-
inu. Eignarhaldið hefur þannig verið
mjög þröngt og verið ákaflega lítil velta
með bréfin. Það er spurning hvort slík
fyrirtæki eigi endilega erindi í kaup-
höll.
Það skiptir miklu máli að skráð félög
séu raunveruleg almenningshlutafélög
þar sem verðmyndun er traust og
hagsmuna hluthafa og fjárfesta er gætt
til hins ýtrasta.
Auðvitað er eftirsjá að fyrirtæki eins
og Baugi sem er meðal stærstu fyr-
irtækjanna í Kauphöll Íslands. Veltan
með Baug hefur ekki verið mjög mikil
og afskráning skiptir ekki sköpum fyr-
ir markaðinn.“
Afskráning vegna
endurskipulagningar
Þórður bendir á að stundum henti
það einfaldlega viðkomandi fyrirtæki
að skrá sig af markaði. „Í sumum af
þessum tilvikum er greinilega um
breytingar á skipulagi að ræða. Það er
eðlilegt að við vissar aðstæður henti að
skrá sig af markaði. Það kann vel að
vera að einhver fyrirtækjanna komi
aftur. Núna á sér stað endurnýjun og
endurskipulagning í viðskiptalífinu.
Okkar hlutverk er að sjá til þess að
hér sé hagkvæmur og traustur mark-
aður, aðgangur að fjármagni og góður
trúverðugleiki umgjarðar þessara við-
skipta. Síðan er það að sjálfsögðu
stjórnenda fyrirtækjanna og eigenda
að taka ákvörðun um hvort þeir telja
hag fyrirtækjanna best borgið með því
að sækja fé inn á þennan markað eða
með einhverjum öðrum hætti.“
Orkufyrirtæki á markað
Þórður segir rétt að hafa í huga að
einhver fyrirtækjanna sem hyggjast
skrá sig út úr Kauphöllinni kunni að
koma aftur inn síðar í einhverri mynd.
„Sum fyrirtækin koma aftur og svo
koma ný fyrirtæki inn. Nokkur fyr-
irtæki hafa lýst þeim ásetningi sínum að
koma inn á markaðinn á næstu miss-
erum.“
Spurður að því hvaða fyrirtæki séu
væntanleg á lista Kauphallarinnar nefn-
ir Þórður að Flaga hf. og Stoðir ehf. hafi
bæði lýst því yfir að þau stefni að skrán-
ingu á markað. Hann segir fleiri fyr-
irtæki hafa áhuga á skráningu en að þau
sé ekki hægt að nefna að svo stöddu.
„Við vonum reyndar að einhverjir
geirar í þjóðfélaginu eigi eftir að koma
inn á markað, eins og til dæmis orku-
fyrirtækin. Ég held að það gerist
reyndar ekki alveg á næstu mánuðum
eða misserum en miðað við lög frá Al-
þingi um aukið frelsi og samkeppni í
orkumálum er líklegt að það gerist í
fyllingu tímans,“ segir Þórður.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallar Íslands
Engin vatnaskil
í viðskiptalífi
Þórður
Friðjónsson
AÐ mati Agnars Hanssonar forseta
viðskiptadeildar Háskólans í Reykja-
vík þarf það ekki endilega að vera nei-
kvætt að nokkur
fyrirtæki skrái
sig af markaði.
„Þetta er í raun
bara hluti af
ákveðinni hring-
rás og getur bent
til þess að menn
séu bjartsýnni en
verið hefur. Þeir
sem eru að kaupa
telja sig geta
fengið meira út úr
rekstrinum með hagræðingu, samein-
ingu eða öðrum aðgerðum sem dreifð
eignaraðild ætti erfiðara með að sam-
þykkja. Ef til vill eru slík tækifæri ein-
faldlega til staðar núna. Enn eru þó
möguleikar fyrir ný fyrirtæki eða
gömul fyrirtæki sem vilja brjóta sig
upp og fara inn á markaðinn,“ segir
Agnar.
„Á ákveðinn hátt má því túlka þetta
jákvætt. Þarna sjáum við einstaklinga
sem telja sig geta náð betri árangri af
því að þeim væntanlega líst vel á efna-
hagslífið og aðstæður. Þeir líta jafn-
framt þannig á að þeir þurfi meiri völd
til að hafa aukinn sveigjanleika í þeim
aðgerðum sem þeir hyggjast fara út í.“
Ekki lengur „fangar eignanna“
Agnar bendir á að ýmsar breytingar
hafi orðið á fjármálamarkaði á und-
anförnum árum. „Fyrir nokkrum ár-
um var staðan sú að það var fullt af
stórum fjölskyldufyrirtækjum á Ís-
landi þar sem önnur eða þriðja kyn-
slóð var tekin við. Eignaraðild þessara
fyrirtækja var dreifð en mjög fáir sem
stjórnuðu þrátt fyrir að margir ættu
hlut í félaginu. Það má eiginlega segja
að margir hafi verið fangar eigna
sinna. Fólk átti einhvern eignarhlut í
fyrirtæki en gat ekkert gert við hann.
Eignin hafði í raun tilfinningagildi
frekar en fjárhagslegt.
Hlutabréfamarkaðurinn var mik-
ilvæg leið fyrir þetta fólk út úr eign
sinni því með tilkomu hans var hægt
að selja fyrirtækin og fólk fékk þannig
eitthvað fyrir eignir sínar. Það má
segja að því hlutverki markaðarins að
gera hlutabréf að söluvöru sé að
nokkru leyti lokið. Stór hluti af mark-
aðnum er búinn að ganga í gegnum
það að losa einstaklinga sem áttu eign-
ir sem nýttust þeim lítið sem ekkert,
út af markaðnum,“ segir Agnar.
Áhugi almennings
minni en áður
Hann telur hluta af skýringunni á
fækkun fyrirtækja á markaði vera þá
að áhugi almennings á hlutabréfa-
kaupum hafi minnkað. „Kannski helst
þetta líka í hendur við að þátttaka ein-
staklinga á hlutabréfamarkaði er orð-
in minni. Það hlýtur að vera hluti af
skýringunni að almennur áhugi á
hlutabréfum er minni en hann var.“
Agnar Hansson, forseti
viðskiptadeildar HR
Hluti af hringrás
Agnar
Hansson