Morgunblaðið - 20.05.2003, Síða 33

Morgunblaðið - 20.05.2003, Síða 33
ættarmótinu í Eyjum. Hann vissi að sú ferð var hans síðasta á æsku- stöðvarnar. Hinn 16. maí árið 1964 kvæntist Jón eftirlifandi eiginkonu sinni, Dagrúnu Helgu Jóhannsdóttur. Nærri 39 ára hjónaband þeirra byggðist á mikilli virðingu og trausti. Þau kynntust á Laugarvatni en Jón vann við málarastörf þar um hríð. Þau byggðu sér fallegt og hlý- legt heimili, lengst af á Rauðalækn- um. Þar var oft gestkvæmt og þaðan fór enginn svangur. Jón og Dagrún voru samhent hjón og ferðuðust mikið innanlands meðan börnin voru ung. Hin síðari ár ferðuðust þau einnig mikið erlendis og höfðu áform um að eyða ævikvöldinu enn meira saman á ferðalögum. Því miður verða þær ferðir ekki fleiri í þessu lífi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð (V. Briem.) Elsku Dagrún. Undanfarnir mán- uðir hafa verið okkur öllum gríðar- lega erfiðir og mikið hefur mætt á þér. Það er sárt að horfa upp á ást- vini sína berjast við illvígan sjúkdóm og standa varnarlaus og ráðþrota. Kraftur og styrkur Jóns var undra- verður og kraftur þinn sl. mánuði hefur einnig verið undraverður. Missir okkar allra er mikill en missir þinn langmestur. Í veikindum Jóns varstu alltaf til staðar daga og nætur og Jón fékk að dvelja heima til hinstu stundar, sem var honum og okkur öllum dýrmætt. Við kveðjum öll Jón með söknuði og trega. Hans skarð verður aldrei fyllt en nú er það okkar allra að geyma góðar minn- ingar með okkur og takast sameig- inlega á við framtíðina. Guð blessi minningu Jóns Karls- sonar. Far þú í friði. Hafðu þökk fyr- ir allt og allt. Jónas Skúlason. Elsku góði afi okkar. Þú varst orðinn gamall. Þú varst alltaf góður við okkur. Þú varst góður við alla, bæði konur og kalla. En nú ertu farinn burt, upp í himnaríki. En í hjörtum okkar verð- ur þú ætíð, elsku Jón afi okkar. Kær kveðja. Skúli Þór, Helga Karólína, Jón Ásgeir, Dagrún Ósk og Emilía Sigrún. Jón greindist með ólæknandi sjúkdóm fyrir hálfu öðru ári síðan og er nú erfiðu veikindaskeiði lokið. Jón fæddist og ólst upp í Vestmanneyj- um með foreldrum sínum og tveimur yngri bræðrum, þeim Guðmundi og Ellert. Ungur nam hann málaraiðn hjá Tryggva Ólafssyni og vann við þá iðn mestan part starfsævi sinnar og eru ófá hús og íbúðir sem hendur Jóns hafa farið fínlega um með pensla sína. Ekki var slegið slöku við, pásur voru ekki til í hans huga og áttu verkin að ganga hratt en um fram allt var unnið af vandvirkni. Ungur yfirgefur Jón æskustöðv- arnar og ræður sig í sumarvinnu að Laugarvatni. Þar er einnig ung sveitastúlka í vinnu, Dagrún Jó- hannsdóttir, og felldu þau hugi sam- an og varð það þeim til gæfu. Það verður ekki hjá komist að minnast á Dagrúnu sem var honum stoð og stytta, sama hvað á bjátaði. Hlýjan sem frá henni geislaði og var þá sama hver átti í hlut, alltaf var jafn gott að koma á Rauðalækinn og skipti þá tími ekki máli. Fá að fylgj- ast með þeim hjónum, æðruleysi þeirra beggja á þessu erfiðleika- tímabili í lífi þeirra, hefur verið lær- dómsríkur skóli fyrir mig og von- andi gert mig að betri manneskju. Eftir að heilsu Jóns tók að hraka tókst honum að eiga góðar stundir með sínum nánustu. Fyrst er að nefna ættarmótið í Vestmannaeyj- um í ágústmánuði á síðasta ári. Von- uðu allir að honum tækist að vera með. Það hafðist og átti hann þar góða helgi með Dagrúnu sinni og af- komendum sínum öllum og skyld- fólki. Þarna naut Jón sín og gladdist með börnunum í pysjuleit og var mættur að morgni er þeim var sleppt á haf út. Þetta hafði verið hans leikur í æsku og rifjuðu þeir bræður upp ýmsar skemmtilegar sögur þegar allar geymslur voru fullar af þessum fallega fugli og síð- an gefið frelsi næsta dag. Annað stórtilefni í fjölskyldunni var gifting yngsta sonar hans, Sæ- þórs, og Írisar. Þrekið var farið að dvína en Jóni lánaðist að leiða son sinn upp að altarinu og fannst hon- um hann hafa unnið stóran sigur. Og nú síðast 4. maí er fjölskyldan kom saman á heimili Jóns og Dag- rúnar til að minnast þess að faðir hans hefði orðið 100 ára þann dag. Ég veit að fyrir þetta var Jón þakk- látur. Dagrún mín, söknuður þinn er mestur og sérð þú á eftir elskuleg- um eiginmanni og félaga. En ég veit að þú átt gott fólk að sem mun standa um þig vörð. Kæri mágur, fyrir hönd fjölskyldu minnar þakka ég þér allt sem þú varst okkur. Sjáumst síðar, Ásta Þórarinsdóttir. Góður vinur okkar og mágur minn Jón Karlsson er fallinn frá allt of fljótt. Ég kynntist Jóni fyrir hart- nær fjórum áratugum, þegar hann og Dagrún systir mín hófu sambúð. Allar götur síðan hefur verið mikill samgangur og vinátta á milli okkar og fjölskyldna okkar sem aldrei hef- urborið skugga á. Jón var lærður málari og vann við iðn sína nánast allan sinn starfsald- ur. Hann var eftirsóttur starfskraft- ur, sem engan þarf að undra sem til hans þekktu, því þar fór saman bæði mikill dugnaður, kapp og ekki síst vandvirkni. Það var gott að leita til hans, bæði með góð ráð og hjálp og höfum við Erla og okkar fjölskylda oft notið góðs af því og þökkum við fyrir það. Jón hafði mikinn áhuga á lands- málunum almennt og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Þegar nýaf- staðnar þingkosningar fóru fram var heilsu hans mjög farið að hraka, en með þrautseigju og góðra manna hjálp, tókst honum að fara á kjör- stað og kjósa. Þetta var hans hinsta ferð að heiman og tæpum tveimur sólarhringum síðar var hann allur. Þetta lýsir Jóni vel, hann gafst ekk- ert upp þó mátturinn væri á þrotum og æðraðist aldrei yfir hlutskipti sínu þó honum væri löngu orðið ljóst að hverju stefndi. Þegar litið er til baka yfir síðustu ár og áratugi er svo ótalmargt sem kemur upp í hugann að allt of langt yrði upp að telja, en allt af hinu góða. Jón var gæfumaður í sínu einka- lífi. Hann átti góða konu, góð börn og tengdabörn og yndisleg barna- börn. Þetta er góður hópur sem hann unni af alhug og var stoltur af, enda mátti hann vera það. Heimilið var hans paradís, þar sem snyrtimennska og reglusemi fóru saman. Þar mætir manni alltaf hlýja og gestrisni. Elsku Dagrún! Ég veit að síðustu mánuðir hafa verið erfiðir, en þú og þitt fólk hafið gert kraftaverk að gera Jóni kleift að dvelja á heimili ykkar fram á síðasta dag, það hefur örugglega verið honum mikils virði. Ég vil að lokum fyrir hönd okkar Erlu og fjölskyldu okkar, þakka Jóni áratuga kynni og vináttu. Við sendum Dagrúnu, börnum þeirra, tengdabörnum, barnabörn- um og öðrum ástvinum, innlegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóns. Garðar. Í lok síðasta sumars komu saman í Vestmannaeyjum niðjar Guðmund- ar Magnússonar og Helgu Jónsdótt- ur frá Goðalandi. Þá voru öll fjögur börn þeirra látin, en barnabörnin og fjölskyldur þeirra voru öll mætt, þar á meðal var Jón málari með sínu fólki. Við frændurnir og aldursfor- setarnir í hópnum skemmtum okkur konunglega sem og allir hinir, hvort sem var við söguskoðun, pysjuveiði, sprang í Fjósakletti eða heimatilbú- in skemmtiatriði. Ég minnist Jóns frænda míns úr ferðum mínum á bernskuárunum til Vestmannaeyja, oft á þjóðhátíðir í Herjólfsdal, þar sem sérstök hús- tjöld, sem munu vera hönnuð af Guðmundi afa okkar, voru reist við grasgötur með ýmsum nöfnum. Í einu hústjaldinu voru peyjarnir frá Reykholti með foreldrum sínum og var Jón þeirra elstur. Mér þóttu þessir strákar skemmtilegir, enda kenndu þeir mér ýmsa leiki sem landkrabbinn átti ekki að venjast. Ég minnist þess einnig þegar ég fór nýgiftur með konu minni til Vestmannayja, að meðal þeirra sem gerðu þá ferð ógleymanlega var Jón. Skoðunarferð um Heimaey endaði með göngu á Heimaklett sem okkur fannst mikil áskorun og svaðilför. Með góðri hjálp Jóns, sem alla tíð var mikill göngugarpur, komumst við á toppinn – við hálfskríðandi báð- ar leiðir en hann öruggur sem á stofugólfi væri. Myndum frá þessari ferð höfum við síðan oft hampað með stolti sem merki um hetjudáðir fyrri tíma. Fyrir um fjörutíu árum vann Jón um skeið við iðn sína á Laugarvatni. Faðir minn hafði þá með kennara- starfinu umsjón með símstöð stað- arins og hafði um sama leyti ráðið unga og bráðefnilega símamær, Dagrúnu Helgu. Þau Jón bundust tryggðaböndum og er víst að það var mikið gæfuspor í lífi beggja. Mikið mannkostafólk er frá þeim komið. Jón var einstaklega vandaður maður til orðs og æðis og orðlagður fyrir vandvirkni og mikla fag- mennsku í sinni iðngrein. Hann var afar listhneigður söngmaður góður og ágætur tómstundamálari þótt hvorugu hafi hann haldið á lofti enda hæverskan honum eðlislæg. Við Lára sendum Dagrúnu og fjölskyldu hennar innilegar samúð- arkveðjur. Fyrsta skarðið hefur ver- ið höggvið í annan ættlið niðja heið- urshjónanna frá Goðalandi. Góður maður hefur kvatt, sem minnst er með hlýhug og þakklæti. Stefán G. Þórarinsson. Með örfáum orðum langar mig að skrifa nokkur orð um Jón Karlsson sem dó á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins 12. maí síðastliðins. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég fór að venja komur mínar á heimili Kalla vinar míns, sonar Jóns, fyrst í kjallarann á Rauðalæk 42, og síðar á Rauðalæk 40. Þó að ég muni ekki mikið eftir Jóni frá þeim árunum man ég hann mjög vel nú frá síðari tíð. Jón hafði þetta góðlega og afa- lega útlit. Hann var mjög hæglátur og hændust strákarnir okkar Klöru Lísu konunnar minnar alltaf mjög að honum og þá sérstaklega sá yngri, og átti hann það til að skríða upp í fangið á Jóni í afmælum hjá Kalla og Rannveigu og spyrja hann spjörunum úr. Hann sagði yfirleitt ekki mikið, en hlustaði vel, og sagði skoðun sína þegar hann var aðeins búinn að velta fyrir sér hlutunum. Jón hefur alla tíð verið mjög heilsu- hraustur en fyrir u.þ.b. ári veiktist hann og hefur það ár verið honum og fjölskyldu hans erfitt. Það er mjög bjart yfir minning- unni um Jón Karlsson og veit ég að hann er kominn núna á stað þar sem honum líður vel. Engum er ljóst, hvaðan lagt var af stað né hver lestinni miklu ræður. Við sláumst í förina fyrir það, jafnt fúsir sem nauðugir bræður! Og hægt hún fer, en hún færist um set, þessi fylgd yfir veginn auðan, kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet. Og ferðinni er heitið í dauðann. (Tómas Guðmundsson.) Elsku Dagrún og fjölskylda, skarð hefur verið höggvið í fjöl- skylduna, sem er erfitt að fylla upp í. Megi góður Guð styrkja ykkur öll. Gísli B. Ívarsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 33 Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR INGVARSDÓTTIR, Brekkulæk 1, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti að kvöldi föstudagsins 16. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Jón P. Ragnarsson, Gísli Björgvinsson, Erna Martinsdóttir, Jón Pétur Gíslason, Ólöf Erna Gísladóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir og amma, GUÐRÚN MARGRÉT HALLGRÍMSDÓTTIR, Langholti 14, Akureyri, sem lést af slysförum fimmtudaginn 15. maí, verður jarðsungin frá Glerárkirkju mánudaginn 26. maí kl. 14. Jónas Bergsteinsson, Þóra Regína Þórarinsdóttir, Jonathan Kleinman, Jarþrúður Þórarinsdóttir, Theodór Kristjánsson, Ninna Margrét Þórarinsdóttir, Ingi Björn Ingason, Berglind Judith Jónasdóttir, Davíð Rúnar Gunnarsson, Ómar Valur Jónasson, Laufey Ólafsdóttir, Þórarinn Jóhann Theodórsson, Alexander Kleinman, Daði Hrannar Davíðsson, Valgarður Nói Davíðsson og Þórarinn Kristjánsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HILMAR GYLFI GUÐJÓNSSON múrarameistari, Hlíðarhjalla 6, Kópavogi, lést á Landspítalanum Hringbraut föstudaginn 16. maí. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 23. maí kl. 13.30. Þórunn Kristjánsdóttir, Kristján Hilmarsson, Sesselja M. Matthíasdóttir, Guðjón Hilmarsson, Hafdís Svavarsdóttir, Birgir Hilmarsson, Guðrún Hilmarsdóttir, Hans G. Alfreðsson og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG SVAVA INGIMUNDARDÓTTIR, Heiðargerði 29, lést á Landspítala Landakoti sunnudaginn 18. maí. Fyrir hönd barnabarna og langömmubarna, Ásgeir Guðmundsson, Guðlaug Þórdís Guðmundsdóttir, Magnús Matthíasson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Hermann Guðmundsson, Flosi Guðmundsson, Svavar Guðmundsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, BRYNJA HERMANNSDÓTTIR, Klapparstíg 1, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri föstu- daginn 16. maí. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 23. maí kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri njóta þess. Haraldur Ólafsson, Hermann Haraldsson, Elín Guðmundsdóttir, Ólafur Örn Haraldsson, Sigríður Björnsdóttir, Guðrún María Haraldsdóttir, Ólafur Sigurðsson og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.