Morgunblaðið - 20.05.2003, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 20.05.2003, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 51 BIRGITTA Haukdal steig á sviðið í Skonto-höllinni í Riga í Lettlandi á mánudagsmorguninn, fyrst kepp- enda. Sviðið er afar glæsilegt og umsjónarmenn keppninnar í Riga segja að það muni hafa yfir sér töfraljóma á laugardaginn og ætla að bjóða áhorfendum keppninnar í ævintýraheim, einsog þeir segja sjálfir. Æfing íslenska hópsins tókst vel. Birgitta söng lagið fjórum sinnum, en enginn keppenda var í búning- unum sem þeir munu skarta á laug- ardaginn. Fjöldi blaðamanna var í höllinni á meðan á flutningi Birgittu stóð, og flestir þeirra fóru rakleiðis eftir æfinguna á blaðamannafund ís- lenska hópsins. Þar svaraði Birgitta margvíslegum spurningum, bæði um Ísland og Evróvision. Meðal þess sem spurt var um, var hversu margir byggju á Húsavík þaðan sem Birgitta er, hvort það væri rétt sem hermt væri að hún hygðist syngja hlutverk Sandyar í Grease, hversu nánar þær Selma væru og hvernig henni litist á að keppnin yrði haldin á Íslandi að ári, ef þær spár gengju eftir að Birgitta sigraði hér í Riga. Birgitta svaraði öllum spurningum brosandi og gekk vel að eiga við ágenga blaðamenn. Að fundinum loknum stillti hún sér upp fyrir ljósmyndara og gaf sér tíma til að spjalla við blaðamenn og sjónvarpsfólk frá ýmsum Evrópu- löndum. Eftir þessa törn er íslenski hópurinn í fríi frá æfingum fram á miðvikudagsmorgun. Það er þó lítill tími til að slappa af því ýmiskonar móttökur og boð standa fyrir dyr- um. Í gærkvöldi, mánudagskvöld, hélt borgarstjórinn í Riga öllum keppendum glæsilega veislu þar sem mikið var um dýrðir. Borgar- stjórinn segist telja að keppnin verði Riga mikil lyftistöng, og skipuleggj- endur hafa lagt sig í líma við að sýna gestum fegurstu hliðar borgarinnar. Fulltrúar fjölmiðla fylgdust grannt með Birgittu Æfingar byrjaðar á Evróvisjón Birgitta Haukdal gefur aðdá- endum eiginhandaráritanir umkringd blaðamönnum. Riga. Morgunblaðið. ÞAU María Rut Reynisdóttir, hinn norski Harald Hallvorsen og hinn sænski Jónas Jóelsson voru gest- gjafar gleðskapar sem haldinn var á laugardag í Skemmtihúsinu, Laufásvegi 22, til heiðurs íslensku sauðkindinni. „Þetta er prófverkefni hjá okk- ur,“ sagði María þegar blaðamað- ur hafði samband. „Við erum nem- endur í skóla í Danmörku sem heitir KaosPilot og höfðum mánuð til að ljúka lokaverkefni fyrsta árs.“ KaosPilot-skólinn leggur ekki hvað síst áherslu á tengsl listalífs og atvinnulífs og varð verkefnið eftir því: „Við ákváðum að rétta sauðkindinni hjálparhönd og pör- uðum saman fyrirtæki og lista- menn sem bjuggu til verk sem tengdust í senn sauðkindinni og starfsemi fyrirtækjanna.“ Alls komu að verkefninu 6 lista- menn og jafnmörg fyrirtæki og tókst á furðuskömmum tíma að púsla öllu saman og varð útkoman með ágætum. Þau fyrirtæki sem koma að verkefninu eru Hekla, Smáralind, OgVodafone, Lyfja, Ís- landsbanki og IMG, en afrakstur samstarfsins verður til sýnis í húsakynnum hvers um sig, í það minnsta um mánaðarskeið. Listamenn og fyrirtæki upphefja sauðkindina Morgunblaðið/Jón Svavarsson Harald Halvorsen, Jonas Joelsson og María Rut Reynisdóttir halda hér á einu afsprengi verkefnisins: loftpúða fyrir vegakindur. Sauðkindin endurhlaðin Ekki er annað að sjá en að Hulda Styrmisdóttir og Þóra Þórisdóttir kunni vel að meta verkið „Fjárfestingu“. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is HK DV X-97,7  HJ MBL  Kvikmyndir.com ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 5.40 og 8. B.i 12.Sýnd kl. 10.20. B.i 14.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Verð 600 kr. Sýnd kl. 6, 8 og 10. "Íslensk heimilda- mynd um karl- stripparann Charlie. Sjáðu hvað gerist bakvið tjöldin!" Í l i il - l- i li . j i i j l i RECRUIT THE Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 12.  Kvikmyndir.com "Tvöfalt húrra" Frétta- blaðið SV MBL  HK DV Kvikmyndir.is R E Y K J A V Í K & A K U R E Y R I 3.24 milljón virkir dílar. Ljósnæmi ISO 100. Aðdráttarlinsa 38-228mm. Hægt að fá víðvinkil (30mm) og enn meiri aðdrátt (342mm). Tekur allt að 200 sek kvikm. með hljóði. Hægt að tala inn á ljósmyndir allt að 30 sek á hverja mynd. Notar nýju x-D minniskortin. Hægt að taka allt að 300 skot á venjulegar AA Alkaline rafhlöður! Allt sem þarf til að byrja fylgir. Verð kr. 59.900,- Nánari upplýsingar á www.fujifilm.is 2.0 milljón virkir dílar. Ljósnæmi ISO 100. Aðdráttarlinsa 38-114mm. Hægt að taka allt að 300 skot á venjulegar AA Alkaline rafhlöður! Tekur allt að 80 sek kvikmynd (án hljóðs). Notar nýju x-D minniskortin. Allt sem þarf til að byrja fylgir. Verð kr. 39.900,- Fujifilm stafrænar myndavélar POTTÞÉTT EIN FYRIR ÞIG 3ja kynslóð af Super CCD myndflögu. Allt að 6 milljón díla (pixel) myndir. Ljósnæmi stillanlegt ISO 160-1600. Aðdráttarlinsa 3X (36-108mm). 640x480 díla kvikmyndataka á 15 römmum á sek. m/hljóði. Hljóðupptaka – 33-272 mín. eftir minniskorta stærð. Hægt að tala inn á ljósmyndir allt að 30 sek. á hverja mynd. Mjög einföld í notkun, þrátt fyrir fjölbreytta notkunarmöguleika. Allt sem þarf til að byrja fylgir. Verð kr. 79.900,- F601 S304 A203 Skipholti 31, Reykjavík, s: 568 0450 ı Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850 400 kr www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 400 kr. Sýnd kl. 8 og 10.  Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4, 6.30 og 9. B.i. 12. SV MBL  HK DV "Tvöfalt húrra" Frétta- blaðið Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 B.i. 16 Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Tilboð 500 kr. 500 kr Svakaleg spennumynd með töffaranum Vin Diesel úr xXx.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.