Morgunblaðið - 20.05.2003, Síða 53

Morgunblaðið - 20.05.2003, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 53 ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6 OG 10. Sýnd kl. 4, 5, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 5, 8 og 11. / Sýnd kl. 8 og 10..  KVIKMYNDIR.COMKVIKMYNDIR.IS 17.05. 2003 7 8 4 1 9 4 9 5 3 7 3 12 15 30 34 36 14.05. 2003 13 17 18 20 23 40 33 42 Tvöfaldur 1. vinningur í næstu viku 1. vinningur var seldur í Danmörku VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4548-9000-0059-0291 4539-8500-0008-6066 4507-4300-0029-4578 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. DOGVILLE, myndin sem líklega flestir höfðu beðið með hvað mestri eftirvænt- ingu á kvikmyndahátíðinni í Cannes, var frumsýnd í gær. Leikstjóri hennar, Daninn Lars von Trier, hefur enda verið sá sigursælasti af þeim öllum hér í Cannes og allar myndir hans unnið til ein- hverra verðlauna. Síðasta mynd Von Triers Myrkra- dansarinn vann þau stærst, Gullpálmann, og færðu þar að auki Björk Guðmunds- dóttur verðlaun sem besta aðalleikkona. Hún er ekki minni stjarnan sem Lars von Trier teflir fram í aðal- hlutverkinu í nýjustu mynd sinni, engin önnur en Ósk- arsverðlaunahafinn nýbak- aði Nicole Kidman. Mikið melódrama Mikil leynd hvíldi yfir Dogville á meðan tökum stóð og eftirvæntingin þeim mun meiri á fyrstu blaða- mannasýningunni sem hald- in var á myndinni í gær- morgun. Myndin fjallar um unga konu sem rambar fyrir slysni til smábæjar í Banda- ríkjunum, á flótta undan glæpagengi. Ungur rithöf- undur verður fyrstur á vegi hennar, fellur flatur fyrir henni og býðst til að hjálpa henni að fá samþykki þröng- sýnna þorpsbúa um að leyfa henni að setjast að í Dog- ville. Hún fær tvær vikur til að sanna sig, sem henni tekst, og smám saman vinn- ur hún þorpsbúa á sitt band. Allt breytist þó þegar lög- reglan mætir á staðinn og lýsir eftir henni sem hættu- legum glæpamanni, þjófi og hugsanlegum morðingja. Hún reynir að sannfæra nýju vini sína um að brögð séu í tafli og að hún hefði hreina samvisku en þeir fyll- ast efasemdum og fara að nýta sér velvilja og fórnfýsi stúlkunnar sér í hag. Nokk- urn veginn svona miðar sög- unni í Dogville áfram en hún er sögð í níu hlutum, með formála. Fyrir utan hinn sérstæða melódramatíska frásagnar- máta Lars von Triers, sem hér er jafnvel enn ýktari en áður í myndum eins og Myrkradansaranum og Brimbroti, þá er sviðsmynd- in einhver sú frumlegasta sem sést hefur á hvíta tjald- inu. Engar byggingar eru í myndinni heldur ein stór sena þar sem á sviðsmynd- ina eru krítarteiknuð, sem landakort væri, húsin, göt- urnar, jafnvel þorpshundur- inn. Það var Karl Júlíusson leikmyndahönnuður sem hafði einmitt yfirumsjón með gerð þessarar sérkenni- legu leikmyndar sem vafalít- ið á eftir að skipta mönnum í tvö horn. „Allt frá upphafi vildi ég hafa útlit myndarinnar svona og með því að reyna að endurskapa þá stemn- ingu sem ríkir á leiklestrin- um. Ég vildi hafa myndina eins nálægt leiklestri og mögulegt væri,“ sagði sér- vitringurinn Lars von Trier sem mætti til blaðamanna- fundar að lokinni blaða- mannasýningu í gær ásamt þeim Nicole Kidman og Stellan Skårsgård, leikurun- um í myndinni. Eins og við var að búast lék Lars von Trier á als oddi, svaraði spurningum vísvitandi út í bláinn og henti gaman að öllu saman, myndinni, blaða- mönnum og leikurum sínum, sérstaklega Kidman, sem virtist hafa gaman af ruglinu í Dananum, þótt hún vissu- lega sýndist á stundum við það að fá sig fullsadda á hon- um. Von Trier sagðist vel vita að myndin væri skrýtin, hann hefði alltaf verið óhræddur við að gera skrýtnar myndir, og reynd- ar miklu hræddari að þurfa að sitja svona blaðamanna- fund. Kidman treysti Lars von Trier Ein fyrsta spurningin sem upp var borin á blaðamanna- fundinum, sú sem greinilega brann hvað heitast á vörum viðstaddra, var hvernig þeim hefði komið saman, Lars von Trier og Kidman, en eins og kunnugt er hefur hann átt í meintu storma- sömu sambandi við fyrri að- alleikkonur sínar, Björk í Myrkradansaranum og Emily Watson í Brimbroti. „Samstarf okkar gekk prýðilega,“ sagði Kidman. „Mig hafði langað að vinna með honum allar götur síðan ég sá Brimbrot og þegar hann valdi mig ákvað ég að leggja allt mitt traust á hann og það sem hann vildi og gerði. Það var það sem skipti mestu máli, ég treysti honum. Reyndar þurftum við mjög fljótlega að hreinsa loftið, tala saman í einrúmi í drykklanga stund til að koma ýmsum málum á hreint og ýta þeim úr vegi. Eftir það gerði ég allt sem ég gat til að auðvelda honum að ná ætlunarverki sínu.“ Þrátt fyrir að greinilegt væri að hún vissi ekki alltaf hvar hún hefði hann fór vel á með þeim Kidman og hann virtist hafa sérstakt gaman af því að nudda í henni. „Þú varst búin að lofa mér að gera þetta ekki,“ sagði hann t.d. yfir sig hneykslaður þegar hún kveikti sér í síg- arettu á fundinum og hún af- sakaði sig við viðstadda yfir því hve svör hennar væru óljós, og skaut þannig til baka á leikstjóra sinn. „Frelsum Ameríku“ Spurður um hvort rétt væri að Dogville sé fast skot á bandarískt samfélag þá svaraði Lars von Trier að hann liti sjálfur á sig sem Bandaríkjamann. „Ich bin ein American,“ sagði hann í háði og sneri þar út úr frægri setningu Kennedy forseta sem sagði sig Berlínarbúa. „Ég hef aldrei komið til Bandaríkjanna en hef samt drukkið viljugur nauðugur í mig bandaríska menningu síðan ég man eftir mér. Við- horfin í myndinni eru þar með byggð á þeim viðhorf- um mínum til Bandaríkj- anna sem hafa myndast við það. Ég vil hefja herferðina „Frelsum Ameríku“, sem ekki er síður þörf fyrir en „Frelsum Írak“-herferðin. Mér finnst bara eins og það sé eitthvað að í Bandaríkj- unum. Mig langar að fara þangað, en ekki á meðan það er eitthvað að,“ sagði leik- stjórinn við blendnar undir- tektir. „Ég má alveg segja þessa skoðun mína, þið þurf- ið ekkert að hlusta á hana.“ Von Trier segist afar þakklátur Gilles Jacob, for- seta Cannes-hátíðarinnar, sem hafi stutt sig mjög í gegnum tíðina, með því að hafa valið allar myndirnar til sýningar á hátíðinni. „Án hans hefði ég trúlega aldrei getað gert allar þessar myndir.“ Hann sagði að sér þætti gott að koma til Cann- es, en þó enn betra að snúa aftur heim, en Lars von Trier hefur löngum þjáðst af alvarlegri ferðalagafælni. Von Trier fær Kidman aftur Dogville er fyrsti hluti þríleiks um Bandaríkin sem hefur yfirskriftina „U, S og A“. Næsta mynd heitir Mandalay og þar mun þráð- urinn verða tekinn upp þar sem skilið er við hann í Dog- ville og fylgst áfram með af- drifum sömu söguhetju. Samningaviðræður eru nú komnar mjög langt á veg um að Nicole Kidman endurtaki hlutverkið í báðum myndum sem eftir eru og von Trier stillti henni nánast upp við vegg á fundinum og manaði hana til þess að lýsa því op- inberlega yfir að hún ætlaði að leika áfram fyrir hann. „Gerðu það, Nicole, segðu þeim það upphátt að þú ætl- ir að vera með.“ „Hvað er að þér?“ segir hneyskluð Kidman hlæj- andi. „Ég er búin að segja þér að ég ætli að gera það.“ „Gott, ég veit ekki hvort ég hefði haft efni á annarri leikkonu,“ sagði þá Daninn stríðni. Það leynir sér ekki að Kidman er ein skærasta stjarnan í kvikmyndaheim- inum í dag og mikið fjöl- menni var fyrir utan Lum- iére-kvikmyndahúsið er hún mætti til hátíðarsýningar- innar um kvöldið. Aðspurð hvað henni fyndist um að fólki biði í heilan dag í steikjandi sólinni eftir að fá að sjá henni bregða fyrir í eina sekúndu, sagðist hún sjálf muna eftir hversu mik- ilvægt það hefði verið fyrir sig sem unga stúlku að bíða eftir að sjá ABBA, er þeir léku á tónleikum í heimabæ hennar í Ástralíu. „Svo hélt ég að ég myndi deyja þegar ég fékk eiginhandaráritun hjá Mel Gibson,“ bætti hún við og sagði mikilvægt að gleyma ekki hvernig það var að vera áhorfandi. Engir dómar hafa enn birst um Dogville en fast- lega má búast við að skoð- anir verði jafnvel enn skiptari en áður, þegar myndir Lars von Triers hafa átt í hlut. Nýjasta mynd Lars von Triers frumsýnd í Cannes „Ich bin ein American“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Nicole Kidman, Stellan Skarsgård og Lars von Trier ganga borðann. Cannes. Morgunblaðið. skarpi@mbl.is Nicole Kidman á blaða- mannafundi. Hún er ein skærasta stjarna kvik- myndanna í dag. Undirföt Náttföt Frábært úrval COS Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.