Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 137. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Stuttir
Íslendingar
Tíu íslenskar stuttmyndir á
kvikmyndahátíð á Ítalíu Fólk 50
Enn vekur Bergljót Jónsdóttir
athygli í Noregi Listir 24
Sundfötin
í sumar
Strandtískan þá, nú og á
næstunni Daglegt líf 1/7
Hristir upp
í Björgvin
TVEIR nýir ráðherrar, Björn
Bjarnason frá Sjálfstæðisflokki og
Árni Magnússon frá Framsóknar-
flokki, taka strax sæti í fjórða ráðu-
neyti Davíðs Oddssonar, sem tekur
við völdum á ríkisráðsfundi á Bessa-
stöðum í dag. Tveir aðrir nýir ráð-
herrar bætast í ríkisstjórnina á
næstu misserum, þær Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir og Sigríður
Anna Þórðardóttir frá Sjálfstæðis-
flokki.
Sólveig og Tómas úr stjórn
Þingflokksfundur Sjálfstæðis-
flokksins samþykkti í gærkvöldi ein-
róma tillögu Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra um breytta ráð-
herraskipan. Sólveig Pétursdóttir
víkur úr ríkisstjórninni og Björn
Bjarnason verður dóms- og kirkju-
málaráðherra í hennar stað. Sólveig
verður fyrst í stað 2. varaforseti Al-
þingis en tekur við embætti forseta
þingsins haustið 2005 af Halldóri
Blöndal. Tómas Ingi Olrich mun
áfram gegna embætti menntamála-
ráðherra til áramóta, en næsta vor
verður hann sendiherra í París. Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir tekur
við menntamálaráðuneytinu um ára-
mótin. Þá mun Sigríður Anna Þórð-
ardóttir taka við embætti umhverf-
isráðherra þegar það kemur í hlut
Sjálfstæðisflokksins 15. september á
næsta ári.
Ein breyting hjá Framsókn
Á þingflokksfundi Framsóknar-
flokksins í gær samþykktu þing-
menn jafnframt tillögu Halldórs Ás-
grímssonar, formanns flokksins, um
nýjan ráðherra í stað Páls Péturs-
sonar, sem hverfur af þingi. Árni
Magnússon, nýkjörinn þingmaður
Reykvíkinga, tekur við félagsmála-
ráðuneytinu af Páli. Sama fólk gegn-
ir áfram öðrum ráðherraembættum
Framsóknarflokksins fram til 15.
september á næsta ári, en þá verður
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra og flokkurinn lætur utanrík-
isráðuneytið og umhverfisráðuneyt-
ið af hendi til Sjálfstæðisflokksins.
Stjórnarsáttmáli samþykktur
Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og
miðstjórn Framsóknarflokksins
samþykktu í gærkvöld stjórnarsátt-
mála þann, sem formenn flokkanna
höfðu náð samkomulagi um og heim-
iluðu myndun ríkisstjórnarinnar. Í
dag verður haldinn síðasti ríkisráðs-
fundur fráfarandi ráðuneytis fyrir
hádegi og fjórða ráðuneyti Davíðs
Oddssonar tekur við.
Björn, Árni, Þorgerður
og Sigríður ráðherrar
Sólveig Pétursdóttir verður þingforseti haustið 2005
Tómas I. Olrich verður sendiherra í París næsta vor
Morgunblaðið/Sverrir
Sólveig Pétursdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir faðmast að lokn-
um þingflokksfundi sjálfstæðismanna í gærkvöldi. Sigríður Anna Þórð-
ardóttir fylgist með.
Björn Bjarnason og Árni Magnús-
son setjast í ríkisstjórn í dag.
Stjórnarmyndun/4, 28
AÐ minnsta kosti 1.092 létu lífið og
nærri sjö þúsund slösuðust í jarð-
skjálftanum í Norður-Alsír á mið-
vikudag. Talsmenn stjórnvalda ótt-
ast að tala látinna eigi enn eftir að
hækka. Fjöldi fólks er enn grafinn
undir rústum húsa sem hrundu í
skjálftanum sem mældist um 6,7 á
Richter-kvarða. Hundruð manna
eru á lista yfir þá sem enn er sakn-
að.
Björgunarmenn vinna nú myrkr-
anna á milli og án tilhlýðilegs bún-
aðar við að leita að fórnarlömbum
náttúruhamfaranna. Flestra er leit-
að í borginni Boumerdes, um fimm-
tíu km austur af höfuðborginni Al-
geirsborg. Þar er vitað um minnst
624 látna en um 457 í Algeirsborg.
Abdelaziz Bouteflika, forseti lands-
ins, heimsótti Boumerdes og svæðið
þar í kring í gær. Hann hefur lýst
yfir þriggja daga þjóðarsorg í Alsír í
kjölfar skjálftanna.
Jarðskjálftinn varð um kvöldmat-
arleyti á miðvikudag er flestir
snæddu kvöldverð á heimilum sín-
um. Fólk ráfaði um grátandi í rúst-
unum í gær, leitaði ættingja sinna
og gróf í rústunum með berum
höndum. Þá sefur fjöldi manna á
götum úti af ótta við eftirskjálfta.
Íslendingar í viðbragðsstöðu
Frakkar og Þjóðverjar sendu
sveitir sérþjálfaðra björgunarmanna
með leitarhunda til Alsír í gær. Ís-
lenskir björgunarmenn voru jafn-
framt í viðbragðsstöðu ef kallað yrði
út alþjóðlegt lið sérfræðinga til að
leita í húsarústunum. Fjölmargar
þjóðir og hjálparsamtök hafa boðið
fram aðstoð sína.
Að því er fram kemur á fréttavef
BBC var skjálftinn svo öflugur að
hann fannst alla leið til Spánar, hin-
um megin Miðjarðarhafsins.
Eyðileggingin í Alsír er mikil og
nær frá Algeirsborg til fjölmargra
borga og bæja austan við hana.
Þetta er mannskæðasti skjálfti
sem orðið hefur í Alsír, sem er mikið
jarðskjálftaland, frá árinu 1980 en
þá fórust 3.000 manns í jarðskjálfta
sem mældist 7,5 stig.
Meira en eitt þúsund manns
fórst í skjálftanum í Alsír
Algeirsborg. AFP.
Reuters
Íbúar í Boumerdes-borg í Norður-Alsír fylgjast með björgunarmönnum leita fólks í rústum 78 íbúða húss sem
hrundi í skjálftanum á miðvikudag. Talið er að allt að 350 manns séu grafnir undir rústum þessa húss. Fjöldi fólks/18
Nær sjö þúsund
slösuð og hund-
raða saknað