Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 12
TÆPLEGA 98,8% hlutafjár í Keri hf. eru nú í höndum tveggja hluthafa. Vörðuberg ehf. á um 76% hlutafjár og Gerðir ehf., sem tengist BYKO, á um 22,8%. Þetta kom fram í máli Krisjáns Loftssonar, formanns stjórnar Kers, á aðalfundi félagsins í gær. Kristján greindi frá því að búast mætti við að niðurstaða Kauphallar Íslands vegna óskar Kers um af- skráningu félagsins mundi liggja fyrir innan skamms. Um miðjan mars síðastliðinn gerði Vörðuberg tilboð í öll hlutabréf í eigu VÍS og Samvinnulífeyrissjóðsins í Keri. Tilboðinu var tekið af báðum að- ilum og nam eignarhlutur Vörðu- bergs í Keri þá um 60%. Í framhaldi af því lagði Vörðufell fram yfirtöku- tilboð í önnur hlutabréf í Keri í sam- ræmi við lög. Aðalfundur Kers hf. í gær var fyrsti aðalfundur félagsins frá því nafni Olíufélagsins hf. var breytt í Ker hf. á síðasta aðalfundi í apríl á síð- asta ári og félagið var gert að eign- arhaldsfélagi sem einbeitir sér að rekstri fasteigna og fjárfestingum í ýmsum atvinnugreinum. Samþykkt var á aðalfundinum að greiða hluthöfum ekki arð á þessu ári. Spurður um ástæður þessa sagði Kristján á fundinum að það væri gert þar sem yfirtökutilboð í hlutabréf Kers væri í gangi. Með greiðslu arðs væri verið að mismuna hluthöfum, þ.e. annars vegar núverandi hluthöf- um og hins vegar þeim sem hefðu selt samkvæmt yfirtökutilboðinu. Einn stjórnarmaður í Keri gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en það var Gísli Jónatansson. Í hans stað var Jón Þór Hjaltason kosinn í stjórnina. Aðr- ir í stjórn voru endurkjörnir, þeir Kristján Loftsson, Hannes Þór Smárason, Jón Kristjánsson og Ólaf- ur Ólafsson. Hagnaður Kers á fyrstu þremur mánuðum þessa árs nam 621 milljón króna, sem er nærri tvöföldun frá fyrra ári. Þá var hagnaðurinn á sama tímabili um 313 milljónir. Árshluta- uppgjör félagsins var birt í gær. Rekstrartekjur Kers á fyrsta fjórð- ungi þessa árs námu 3.562 milljónum en 3.488 milljónum árið áður. Fjár- magnsliðir eru jákvæðir um 151 millj- ón, en þar af var gengishagnaður 227 milljónir. Á sama tímabili í fyrra voru fjármagnsliðir jákvæðir um 222 millj- ónir. Söluhagnaður af hlutabréfum nam 430 milljónum króna á fyrsta fjórðungi þessa árs. Heildareignir Kers og dótturfélaga voru 24,7 milljarðar króna í lok mars síðastliðins og höfðu hækkað um 3 milljarða frá áramótum. Eigið fé nam 9,8 milljörðum og hækkaði um 621 milljón á ársfjórðungnum. Tveir hluthafar í Keri hf. með tæp 99% hlutafjár Morgunblaðið/Sverrir Kristján Loftsson, stjórnarformað- ur Kers hf., sagði að afskráning fé- lagsins úr Kauphöll Íslands myndi liggja fyrir innan skamms. VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENDINGAR þurfa að stórefla rannsókna- og þróunarstarf á sviði nanótækni eða örtækni ef þjóðin ætl- ar ekki að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Þær þjóðir sem skammt verða á veg komnar í líftækni og nanótækni á næsta áratug, verða eft- irbátar annarra. Íslendingar eru vel staddir hvað líftækni varðar en auka þarf áherslu á örtæknina en þar er unnið með örsmáar einingar. Þetta kom fram í máli Hafliða Gíslasonar frá Háskóla Íslands, á 25 ára afmæl- isfundi Iðntæknistofnunar í gær þar sem fjallað var um nýsköpun byggða á vísindum og tækni. Hann sagði nanótækni vera það svið vísindanna sem nágrannaþjóðir okkar settu langmest fjármagn í að rannsaka og þróa. Það skipti Íslend- inga því miklu máli að dragast ekki aftur úr í þeim efnum. Hafliði vitnaði til orða Tim Harper um nanótækni en hann telur að nanótækni komi til með að hafa áhrif á nánast alla þætti lífs okkar þegar hún ryður sér til rúms. Ekki einung- is á lyfja-, tölvu- og líftækniiðnaðinn en líka allt annað, frá húsum sem við búum í til matarins sem við borðum. Takmarkaður aðgangur að fjármagni Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Há- skólans í Reykjavík, lagði áherslu á þörfina fyrir sameiginlega framtíð- arsýn á vettvangi vísinda, tækni- þekkingar og nýsköpunar auk afger- andi stefnumótunar um þekkingar- samfélag framtíðarinnar. Íslenskt hagkerfi væri skilgreint sem auð- lindadrifið en þyrfti að verða drifið af nýsköpun. Þess vegna verði að efla nýsköpun í atvinnulífinu og virkja þann mikla drifkraft sem býr í fjöl- mörgum frumkvöðlum landsins. Hún sagði mikið áhyggjuefni hversu takmarkaðan aðgang frumkvöðlar hefðu á fjármagni hérlendis. Lilja Mósesdóttir, prófessor frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst, sagði að Ísland væri langt komið í að þróa upplýsingasamfélag en stutt á veg komið í að móta þekkingarsam- félag. Sem dæmi um áskoranir þekk- ingarsamfélagsins sem Lilja fjallaði um er fyrirsjáanlegur hagvöxtur án fjölgunar starfa og vísbendingar um að aukið menntastig dragi alls ekki úr ójöfnuði. Iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, sagðist hafa orðið vör við að miklar vonir væru bundnar við nýhafið starf Vísinda- og tækniráðs auk væntinga um að hið nýja fyr- irkomulag muni veita nýjum fræða- sviðum aukið brautargengi, m.a. til þess að áhrifa þeirra gæti fyrr í ís- lensku atvinnu- og efnahagslífi. „Nauðsyn þessa er augljós. Hinir hefðbundnu atvinnuvegir hafa vissu- lega reynst okkur gjöfulir um langt árabil og verið undirstaða efnahags- legra framfara. Geta þeirra til að standa undir væntingum fólks um aukna velmegun og ný, fjölbreytt, vel launuð störf fer þó hlutfallslega minnkandi. Ljóst er að efnahagsþró- unin verður því í auknum mæli að byggjast á nýrri vísindalegri þekk- ingu sem nýtt verður til að byggja upp fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf,“ sagði ráðherra. Enn fremur sagði Valgerður að ná þyrfti sem mestu út úr þeim frum- kvöðlakrafti sem þjóðin býr yfir. Efla þarf rannsóknir og þróun í örtækni Vísbendingar um að aukið mennta- stig dragi ekki úr ójöfnuði í þekk- ingarsamfélaginu Morgunblaðið/Arnaldur Margt var um manninn á 25 ára afmælisfundi Iðntæknistofnunar þar sem rætt var um nýsköpun byggða á vísindum og tækni. Búnaðarbankinn í Lúxemborg lækkuninni, ástæð- urnar séu frekar nokkur smærri atriði sem komið hafi fram við skoðun á bankan- um og meðan á samn- ingaferlinu stóð. Þá hafi aðstæður einnig breyst á meðan samn- ingar stóðu yfir að því leyti að nokkrir lyk- ilstarfsmenn hafi farið frá bankanum. Nýr bankastjóri Tryggvi Tryggva- son, sem gegnt hefur starfi aðstoðarfram- kvæmdastjóra Alþjóðasviðs Lands- bankans, tekur við sem bankastjóri Bunadarbanki International. Tryggvi hefur starfað hjá Lands- bankanum í fimm ár en var áður framkvæmdastjóri Kaupþings Norðurlands. Í sameiginlegri tilkynningu Bún- aðarbanka og Landsbanka vegna þessara viðskipta segir að megin- ástæða sölunnar af hálfu Búnaðar- bankans hafi verið sú að starfsemi Búnaðarbankans og Kaupþings í Lúxemborg hafi verið algjörlega hliðstæð. Tækifæri til hagræðingar hafi því fyrst og fremst verið fólgin í lækkun tilkostnaðar með fækkun starfsfólks. Ennfremur segir að Landsbankinn hafi markað þá stefnu að auka umsvif sín á erlend- um mörkuðum, meðal annars á sviði eignastýringar og sérbankaþjón- ustu. Lúxemborg sé einn þeirra staða sem Landsbankinn hafi horft til í þeim efnum. GENGIÐ hefur verið frá kaupum Lands- banka Íslands á Bun- adarbanki Internation- al í Lúxemborg af Búnaðarbanka Íslands. Í kjölfar sameiginlegr- ar könnunar á rekstri, efnahag og eignum í vörslu og umsýslu bankans varð að sam- komulagi að lækka söluverðið úr 16,5 milljónum evra í 15,3 milljónir evra, eða 1,3 milljarða króna. Að sögn Hauks Þórs Haraldssonar, fram- kvæmdastjóra rekstrarsviðs Lands- bankans, var lækkun söluverðsins niðurstaða samningaviðræðna milli bankanna sem sátt ríki um. Ekki hafi verið um að ræða að eitt til- tekið stórt atriði hafi valdið verð- Tryggvi Tryggvason Samkomulag um lækkun söluverðs NORÐURLANDARÁÐ hefur hvatt fjármálaráðherra á Norðurlöndum til að vinna að því að gjöld sem leggjast á peninga sem fluttir eru milli landanna verði ekki hærri en þegar peningar eru fluttir innan þeirra. Þingmenn í löndunum, sem sitja þing Norður- landaráðs, hvetja fjármálaráðherra landanna til að ræða þessi mál á væntanlegum fundi þeirra hinn 11. júní næstkomandi. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Norð- urlandaráði. Guðrún Garðarsdóttir, ráðgjafi á skrifstofu Norðurlandaráðs í Kaup- mannahöfn, segir að norræna ráð- herranefndin hafi fyrir nokkru fengið finnska sendiherrann Ole Norrback til þess að rannsaka landamæra- hindranir innan Norðurlandanna, þ.e. alls kyns hindranir sem námsmenn og þeir sem sækja vinnu yfir landa- mæri, verða fyrir. Hún segir að Norr- back hafi skilað skýrslu, þar sem m.a. hafi verið bent á að almennir borg- arar á Norðurlöndum þurfi að greiða háar fjárhæðir fyrir flutning á pen- ingum milli landanna. Í fréttatilkynn- ingu Norðurlandaráðs segir að kostn- aður vegna þessa geti verið allt að tíu sinnum hærri en þegar fjármagn er flutt milli staða innanlands á Norð- urlöndum. Guðrún segir að Finnar hafi nokkra sérstöðu í þessu máli, þar sem þeir séu bæði aðilar að Evrópusam- bandinu og jafnframt aðilar að mynt- bandalagi ESB. Finnland falli því undir reglur ESB í þessum efnum, en þær kveði á um að gjöld vegna flutn- ings á peningum milli landa í ESB skuli ekki vera hærri en gjöldin innan landanna. Sameiginlegur þrýstingur Að sögn Guðrúnar voru samþykkt tilmæli á síðasta þingi Norðurlanda- ráðs um að þessi mál yrðu lagfærð milli Norðurlandanna. Hún segir að í framhaldi af því hafi sænski sam- starfsráðherrann í Norðurlandaráði tilnefnt Poul Schlüter, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, til að fylgja þessu máli eftir fram að næsta þingi Norðurlandaráðs, sem verður í Ósló í Noregi í október næstkomandi. Hún segir að Poul Schlüter hafi skrifað bréf til formanns norrænu fjármálaráðherranna, sem er Gunnar Lund, aðstoðarfjármálaráðherra Sví- þjóðar. Í bréfinu segi Schlüter að hon- um sé ljóst að ákveðnar hindranir séu í veginum fyrir að hægt sé að koma á sameiginlegum gjöldum vegna flutn- ings á peningum milli Norður- landanna. Hins vegar eigi að vera hægt að leysa þetta mál ef pólitískur vilji sé fyrir hendi. Þá hvetji Schlüter fjármálaráðherrana til að taka þetta mál fyrir á fundi, er þeir munu hittast hinn 11. júní næstkomandi. Þingmenn á Norðurlöndum, sem sátu þing Norðurlandaráðs á síðasta ári, hafa að sögn Guðrúnar komið sér saman um að setja þrýsting á þetta mál og taka undir áskorun Pouls Schlüters. Segir hún að þeir hafi ákveðið að beina fyrirspurnum, hver í sínu heimalandi, til viðkomandi fjár- málaráðherra, um það hvort þeir muni ekki ræða þessi mál á fundinum 11. júní. Segir Guðrún þennan sam- eiginlega þrýsting þingmanna á Norðurlöndum vera mjög merkileg- an. Kostnaður við flutning á peningum milli Norðurlandanna Þrýst á um lækkun ENGAR frekari uppsagnir eru fyrirhugaðar í Búnaðarbankanum og Kaupþingi í tengslum við sam- runa bankanna, en eins og greint hefur verið frá var tíu starfsmönn- um hvors banka sagt upp störfum í fyrradag. Í Búnaðarbankanum eru á átt- unda hundrað starfsmanna og að sögn Sólons Sigurðssonar banka- stjóra hefur ekki verið ráðið í þau störf sem hafa losnað að undan- förnu. Þannig hafi mátt koma í veg fyrir að uppsagnir yrðu fleiri nú en raun ber vitni, meðal annars með því að færa 23 starfsmenn til innan bankans. Sólon segir að með þeirri starfsmannaveltu sem sé í bankan- um verði hægt að ná markmiðum um starfsmannafjölda á næstu mánuðum, en ekki hefur verið gef- ið upp hver áætlaður starfsmanna- fjöldi sameinaðs banka á að vera. Hjá Kaupþingi eru um 180 starfsmenn og að sögn Jónasar Hvannbergs starfsmannastjóra eru ekki uppi áform um fækkun starfsmanna umfram uppsagnirn- ar í fyrradag. Í báðum bönkum komu þeir starfsmenn sem sagt var upp eða voru færðir til í starfi úr ýmsum deildum eða sviðum. Ekki frekari uppsagnir Búnaðarbanki og Kaupþing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.