Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 33 því að eilífu ert þú Sigríður mín hvar sem ástrík sumarsólin skín. (G. Breiðfjörð.) Elsku Kjartan, Bjarni og Siggi við biðjum eilífan og almáttugan Guð að styrkja ykkur og fjölskyldur ykkar á þessum erfiða sorgartíma. María J. Guðmundsdóttir, Vigdís María Sigurðardóttir í Svíþjóð, Margrét S. Sigurðardóttir, Guðmundur Breiðfjörð og fjölskyldur. Kjartan móðurbróðir er frá okk- ar fyrstu minningum svona frændi sem hefur í senn verið okkur fyr- irmynd og kær vinur. Þegar hann kvæntist var konan af sama stofni og þegar í stað orðin frænka og ein- lægur vinur okkar á Óðinsgötu 10. Þau byrjuðu búskap á Lokastígn- um, Labba og Daddi. Allar götur síðan hafa þau átt sinn sess í hug- anum, fjölskyldunni og veislunum. Þegar nú Labba fellur frá rifjast upp fjölmargar dásamlegar stundir þar sem maður þáði blekstert kaffi og brauðsneið, eða veislukost við dúkað borð. Þau eru orðin nokkur eldhúsin á heimili þeirra sem hafa fyllst af skemmtun, glettnum sögum og áhuga á líðandi stund. Labba, alltaf með óbilandi áhuga á högum okkar og barna okkar, ljómaði við að heyra hver var að fást við hvað á hverjum tíma. Þau Labba og Daddi voru svo flink að hlusta af alúð og bæta þannig hverja sögu. Á jólum voru þau kjarnagestir, hrókar alls fagnaðar og með öllu ómissandi. Ósjálfrátt mat maður gæði veislu- borðsins út frá því hvernig Löbbu líkaði. Þar stóð aldrei á hrósi og örvandi þakklæti. Við höfum alltaf talið okkur jafn öfundsverð af þeim sem gestum og að vera gestir þeirra. Nú hefur Labba kvatt. Hún var okkur kær vinkona og frænka og þökkum við henni samfylgdina. Við vottum Dadda frænda, sonum þeirra og fjölskyldum samúð og söknuð, en vitum að eftir sem áður verður hún okkur ofarlega í huga. Það verður bara áfram Labba og Daddi. Edda Valborg, Guðjón og fjölskyldur. Kæra vinkona. Fljúgandi í háloft- unum til Parísar læddist allt í einu að mér sá ónotalegi grunur að ég ætti aldrei framar eftir að sjá þig, að þú værir ef til vill þegar komin í hæðir langtum ofar þeim sem ég var í eða þá á leiðinni þangað, heim- kynni sem mundu hæfa þér manna best. En sem betur fer reyndist grun- ur minn staðlaus og ég lét það verða mitt fyrsta verk eftir heim- komuna 11. maí að heilsa upp á þig á Líknardeildinni í Kópavogi. Það gladdi mig ósegjanlega mikið að þú skyldir þekkja mig þegar í stað og það gerðir þú svo sann- arlega þótt þú værir á ákaflega sterkum lyfjum og ekki var það minna gleðiefni að sjá þig daginn eftir þegar þú varst orðin nokkuð málhressari. Örlögin höguðu því þannig að ég varð sjónarvottur að þinni hinstu stund hér á jörðu. Yfir þig var þá komin blessunarlega falleg ró sem mun áreiðanlega fylgja þér á leið- arenda. Í Útvegsbankanum, okkar gamla vinnustað, tókst snemma með okk- ur vinátta sem byggð var á ein- lægni, gagnkvæmri virðingu og trausti og svo vildi það okkur til ómetanlegs láns að eiginmenn okk- ar voru gamlir og góðir vinir. Eitt er víst að við hjónin munum lengi finna til tómleika eftir brott- hvarf þitt. Við getum að vísu hugg- að okkur við minningar um ljúfar samverustundir í gegnum tíðina. Við vottum góða og gamla vini okk- ar, Kjartani, svo og hans nánustu, samúð okkar. Andrea Oddsteinsdóttir. Við viljum í fáum orðum kveðja elskulega frænku okkar og vinkonu sem lést 15. maí eftir baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Sigríður Breiðfjörð eða Labba eins og flestir kölluðu hana ólst upp ásamt föður okkar Gunnari Guðmundssyni undir þaki stórfjölskyldunnar að Lokastíg 5 í Reykjavík. Faðir okkar og Labba voru systkinabörn og einkar sam- rýnd. Þau áttu sameiginlega vini og félaga þar sem þau voru samferða í menntaskóla og luku stúdentsprófi saman árið 1947. Kærleikur og vin- átta þeirra hélst ævilangt en faðir okkar lést fyrir fáum árum. Mikill samgangur hefur verið á milli fjölskyldu Löbbu og okkar. Til marks um þá vináttu sem ríkti vor- um við saman hvert aðfangadags- kvöld í nær 40 ár. Eigum við ógleymanlegar minningar um þær stundir. Það var ævinlega tilhlökk- unarefni að sækja Löbbu, Kjartan og strákanna heim eða að fá þau í heimsókn. Þá var líf og fjör. Skipst var á litríkum sögum og mikið hleg- ið. Labba sýndi okkur systkinunum og börnum okkar mikla ást og um- hyggju. Hún og Kjartan fylgdust ávallt af áhuga með því sem við tók- um okkur fyrir hendur og hvöttu okkur til góðra verka. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka Löbbu ánægjulega samfylgd sem auðgaði líf okkar. Við sendum Kjartani, Bjarna, Sigga og fjölskyldum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Fjölskyldan Laugarásvegi 60. Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, GUNNAR B. ÓLAFS, andaðist þriðjudaginn 20. maí sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. maí kl. 10.30. Ingibjörg Lúðvíksdóttir, Logi Gunnarsson, Eva Klingenstein. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ARNFRÍÐUR ÍSAKSDÓTTIR, lést á heimili sínu, Bakkavör 32, Seltjarnarnesi, miðvikudaginn 21. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Óskar Ólason, Óli Þ. Óskarsson, Jónína Sigurjónsdóttir, Björg Óskarsdóttir, Sigurður Jakobsson, Lára Óskarsdóttir, Ólafur Þór Jóelsson, Helgi Rúnar Óskarsson, Ásdís Ósk Erlingsdóttir og barnabörn. ✝ Brynja Her-mannsdóttir fæddist á Akureyri 11. mars 1929. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 16. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hermann Jakobsson frá Húsabakka í Að- aldal og Guðrún Magnúsdóttir, f. á Akureyri. Þau eign- uðust níu börn, þrjú þeirra létust í bernsku. Yngsti son- urinn, Jón, drukknaði 19 ára gamall, og Björn bróðir hennar lést árið 1995. Þrjú systkinanna lifa Brynju, María og Hilmar Ey- berg sem eru búsett í Keflavík og Sverrir sem býr á Akureyri. Hinn 5. október 1951 giftist Brynja eftirlifandi eiginmanni sínum, Haraldi Ólafssyni rakarameistara, f. 5. okt 1929. Börn Brynju og Haralds eru: 1) Hermann, f. 20. feb. 1952, kvæntur Elínu Guð- mundsdóttur, f. 20. nóv. 1959; 2) Ólafur Örn, f. 14. júlí 1957, kvæntur Sigríði Björnsdóttur, f. 4. ágúst 1967; 3) Guð- rún María, f. 13. mars 1962, gift Ólafi Sigurðssyni, f. 12. ágúst 1961. Barnabörn Brynju og Har- alds eru átta og eitt barnabarna- barn. Útför Brynju fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hún mamma mín er dáin, þessi litla granna en kraftmikla kona. Hér sit ég og velti fyrir mér hvað er eiginlega hægt að setja í minning- argrein, þetta er frumraun hjá mér og enginn er smiður í fyrsta sinn. Það er verið að rifja upp ýmislegt þessa dagana. Fyrsta minning mín er frá því að þú kenndir mér danssporin á stofugólfinu á Klapparstíg. Þá stóð ég á tánum á þér og þú leiddir dans- inn eitt skref til hægri og annað til vinstri og svo framvegis. Enn þann dag í dag er ég að nota sömu aðferð við herrana sem ekki kunna að dansa (þeir standa að vísu ekki á tánum á mér), bara að hlusta á tónlistina. Fyrsta skiptið sem ég bakaði fyrir þig (að vísu alveg óbeðin), ég var víst frekar árrisul á yngri árum, ég fór fram í eldhús og blandaði saman hveiti, kakói og einhverju fleiru af bökunarvörum og setti í græna plast- skál. Þetta fór auðvitað allt inn í Rafha eldavélina. Þú hafðir nú eitt- hvað orðið vör við baukið í einkadótt- urinni, þegar þú komst fram var ofn- inn orðin heitur og græna plastskálin orðin frekar ólöguleg í ofninum. En margt hef ég nú lært í bakaralistinni síðan og verður pöllutertan hér eftir útbúin í þína minningu. Þau eru ófá skiptin sem þú passaðir fyrir okkur strákana okkar og verður það aldrei nóg þakkað. Oft komuð þið pabbi á Ströndina yfir helgi, jól eða páska. Alltaf varð að hafa eitthvað handa þér að gera, ekki var nú hægt að koma í heimsókn og gera ekki neitt. Þeir eru í tugatali sokkarnir sem þú stoppaðir í fyrir mig eða jafnvel prjónaðir neðan við. Alltaf hugsaðir þú fyrst og fremst um aðra en sjálfa þig og lagðir mikla áherslu á að gera hlutina vel, annars væri eins gott að sleppa því. Þakkir fyrir alla aðstoðina í gegn- um tíðina, elsku mamma. Strákarnir mínir þakka fyrir að hafa átt þig að og ekki má gleyma uppáhalds tengdasyninum, þið Óli voruð nú oft búin að gantast saman og sendir hann sínar bestu kveðjur og þakkir fyrir allt. Eydís hans Halla sendir þér ástarkveðjur með þökk fyrir samveruna og litli sólargeislinn okk- ar hún Embla Sól þakkar fyrir ynd- islegan tíma með þér þótt stuttur hafi verið. Ekki má nú gleyma heimilis- hundinum Lísu, alltaf fékk hún mjólkursopa hjá þér og jafnvel köku- bita. Oft er búið að hlæja að því þegar þið komuð um páska stal Lísa alltaf páskaegginu ykkar jafnvel þótt það væri í umbúðunum. Elsku mamma, við kveðjum þig með söknuði í hjörtum okkar, en við vitum að nú líður þér vel, komin til fólksins þíns fyrir handan og ég veit að amma Guðrún hefur örugglega tekið á móti þér. Hvíl í friði í Drottins nafni. Ástar- og saknaðarkveðjur. Guðrún María. Elsku Brynja, amma og langamma. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an og allar góðu móttökurnar sem við fengum í hvert skipti sem við komum í heimsókn til ykkar afa. Þegar ég var að kynnast Halla sagði hann mér, að þú myndir fylgjast mikið með íþrótt- um en ég var nú ekki alveg tilbúin að trúa að ömmur væru mikið fyrir íþróttir. Annað kom á daginn þegar ég kom í heimsókn með honum Halla okkar, þá sast þú með afa og fylgdist með handbolta af mikilli innlifun. Við fórum yfirleitt inn í eldhús og drukk- um kaffi og spjölluðum um heima og geima á meðan Halli og afi hans sátu inni í stofu og spjölluðu þar. Embla Sól var fljót að rata beinustu leið í dótaskúffuna í neðstu skúffunni í eld- húsinnréttingunni þegar við komum til ykkar og eirði þar lengi í gamla en góða dótinu sem er búið að vera til í Klapparstígnum svo lengi. Hvert sem við fórum leitaði hún alltaf í neðstu skúffu í öllum eldhúsinnrétt- ingum en auðvitað var það bara gamla góða langamma á Klapparstíg sem geymdi dót í skúffunni í eldhús- inu. Þakka þér, elsku amma, fyrir allar þær góðu minningar sem við eigum um þig í hjarta okkar, við munum ávallt minnast þín. Megir þú hvíla í friði. Eydís, Halli og Embla Sól. Mig langar að minnast Brynju tengdamóður minnar í örfáum orð- um. Sjaldan hef ég hitt jafn duglega, ósérhlífna og góða konu. Brynja hafði frá unga aldri þurft að vinna mikið og það hafði sett sitt mark á hana, en hún lét það ekki á sig fá. Hún þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni og virtist ekki una sér nema við ein- hverja iðju. Hún og Haraldur undu sér vel á Akureyri sem þýddi það að við urðum að vera dugleg að fara norður og fyrstu árin okkar í Reykjavík reynd- um við það. Alltaf var tekið á móti okkur með hlöðnu veisluborði hvort sem við komum seint að kvöldi eða snemma að morgni. Maður kom svo sannarlega ekki að tómum kofunum hjá Brynju. Barnabörnin undu einnig hag sín- um vel hjá ömmu Binnu. Þegar kom- ið var í heimsókn á Klapparstíginn var jafnan tekið strikið inn í eldhús til ömmu og neðsta skúffan opnuð og upp rifnir kubbar og dót. Ekki laust við að afi hafi stundum orðið hálf af- brýðisamur út í ömmu yfir þessum vinsældum sem hún naut í eldhúsinu en það er líka víst að einn og einn sæl- gætismoli rataði í litla munna þar. Brynja var flutt á sjúkrahús í Reykjavík í byrjun apríl og var þá illa haldin. Aldrei kvartaði hún yfir heilsuleysi sínu en maður sá þennan mánuð sem hún dvaldi hér í borg að henni leið ekki vel. Það einkenndi hana að hún bar hag allra annarra fyrir brjósti fremur en sinn eigin og spurði t.d. alltaf eftir því hvernig móðir mín hefði það, sama hversu mikið hafði dregið af henni. Ég og mínir þökkum fyrir þann tíma sem við fengum að vera saman en því miður sá maður hvert stefndi. Ég talaði við hana í síma tveimur dögum fyrir andlátið. Þá spurði hún hvort við værum ekki góð hvort við annað, en það var það síðasta sem hún sagði við mig. Hún kvaddi alla og virtist vera sátt við að fara. Við söknum hennar. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Björnsdóttir. BRYNJA HERMANNSDÓTTIR Okkur systurnar langar til að segja nokkur orð um afa okkar, Ólaf Jónsson sem er borinn til hinstu hvílu í dag. Eftir langa og farsæla ævi erum við þess vissar að hann var hvíldinni feginn og hann er nú sam- vistum við ömmu Lilju sem fór á undan honum árið 1995. Bernskuminningar okkar eru mikið tengdar Bræðraborgarstíg 13, þar sem amma og afi bjuggu, meðan bæði lifðu eftir að þau fluttu til Reykjavíkur frá Árbæjarhjáleigu þar sem þau hófu sinn búskap og ólu upp drenginn sinn, Baldur, föður okkar. Það var sérstaklega minnis- stætt að þegar við komum í heim- sókn til þeirra mátti finna ilm af bakstri alla leið út á götu þótt íbúðin þeirra væri á 3. hæð. Afi, sem var al- veg sérstaklega barngóður og þol- inmóður, mátti lesa sömu sögurnar aftur og aftur því aldrei fengum við nóg af Pipp og öðrum sögum sem þá þóttu góðar. Afi var oftast sá sem hafði ofan af fyrir okkur systkinun- um meðan amma töfraði fram veisluborð í borðstofunni og lagaði sinn margrómaða karamellu og rommbúðing í eftirrétt. Ekki má gleyma pönnukökunum með sykruð- um rjóma, sem var sko enginn venjulegur rjómi. Það er oft með samrýnd hjón að þeirra er gjarnan getið í sama orð- inu. Þannig var það með ömmu og afa, þau voru afar samrýnd og sam- stiga. Minning okkar frá þeim tíma sem við áttum samleið er okkur mjög dýrmæt. Frá öllum heimsins hörmum, svo hægt í friðar örmum þú hvílist hels við lín. Nú ertu af þeim borinn hin allra síðstu sporin, sem þér unnu og minnast þín. Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. Hér er nú starfsins endi. Í æðri stjórnar hendi er það sem eitt í hug þú barst. (Einar Ben.) Elsku afi, við munum alltaf muna og þakka þína ljúfu lund, þolinmæði og innilegu kveðjur. Björk og Lilja. Nú er hann afi Óli dáinn. Við er- um sorgmæddir yfir því en samt vit- um við að hann er örugglega ánægð- ur að vera farinn til ömmu Lilju sem kom að sækja hann. Nú eru þau bæði hjá Guði og vonandi vaka þau yfir okkur. Afi var svo góður við okkur og alltaf þegar við komum til hans þurftum við ekki lengi að bíða eftir því að hann segði okkur að það væri nammi í skápnum, sem væri ætlað okkur. Það brást aldrei. Við viljum kveðja elsku afa með erindum úr ljóði eftir Einar Ben. sem pabbi fann fyrir okkur og hjálpaði okkur að skrifa: Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi’ ei saka. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Elsku langafi, takk fyrir allt. Ólafur Örn og Guðbrandur Óli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.