Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 28
Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, heil menntamálaráðherra, á flokksráðsfundi Sjálfstæðis DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálfstæðis-flokksins, sagði við fjölmiðlamenn eftirfund flokksráðs Sjálfstæðisflokksins ásjötta tímanum í gær að flokksráðið hefði verið mjög ánægt með stjórnarsáttmála Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þá væru sjálfstæðismenn, að sögn Davíðs, mjög ánægðir með skattamálin í samningnum. Stjórnarsáttmál- inn var samþykktur nær einróma á fundinum. Inntur eftir því hvort sjálfstæðismenn væru sömuleiðis ánægðir með skiptingu ráðuneytanna milli flokkanna sagði Davíð að þeir hefðu sætt sig við hana. Inntur eftir því hvort sjálfstæðismenn hefðu, meðan á stjórnarmyndunarviðræðunum stóð, gert kröfu um heilbrigðisráðuneytið sagði Davíð: „Jú, það voru alls kyns óskir og kröfur eins og gengur en menn voru samt samþykkir þessu í heild.“ Ekki sem skiptimynt Davíð var spurður nánar um einstök atriði í málefnasamningnum. Meðal annars var hann inntur eftir því hverju það breytti að hans mati að setja ákvæði í stjórnarskrá um sameign þjóðar- innar á fiskimiðunum. „Það kannski er ekki annað en áferðarbreyting, býst ég við,“ sagði hann. Davíð var einnig spurður að því hvort ríkis- stjórnin hygðist nota lækkun skatta sem skipti- mynt í komandi kjarasamningum. „Nei, ekki sem skiptimynt í kjarasamningum,“ svaraði hann, „hins vegar spila skattar og kauphækkanir saman því menn eru að reyna að tryggja fyrst og fremst kaupmáttaraukningu. Og kjarahækkanir, sem væru bara tölur sem sköpuðu verðbólgu, myndu eyðileggja möguleika á skattalækkunum.“ Tvær sjálfstæðiskonur Nýr þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði í Valhöll eftir flokksráðsfundinn. Að honum lokn- um sagði Davíð að tillaga sín um skipan í ráð- herraembætti hefði verið samþykkt samhljóða. „Þessi tillaga var samþykkt samhljóða og þau fluttu tölur þau Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra og Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra og lýstu yfir að þau væru sátt við þessar niðurstöður, sem hefðu komið fram í samtölum þeirra við mig í dag [í gær], og það var almenn samstaða um þær tillögur sem þarna voru gerðar. Þarna er um þær breytingar að ræða að þegar þetta er allt komið í kring verða af hálfu Sjálf- stæðisflokksins tvær konur í ríkisstjórninni og kona forseti Alþingis.“ Flokksráðið ánæ stjórnarsáttmá 28 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÝ RÍKISSTJÓRN Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkis-stjórnar Sjálfstæðisflokks ogFramsóknarflokks, sem sam- þykktur var af stofnunum flokkanna í gærkvöldi, tekur að miklu leyti mið af þeirri uppsveiflu sem framundan er í efnahagsmálum, vegna ákvarðana er teknar voru á síðasta kjörtímabili. Það er óhætt að segja að síðasta rík- isstjórn hafi búið vel í haginn fyrir þá sem nú er að taka við. Raunar var það eitt helsta einkenni nýliðinnar kosn- ingabaráttu að kosningaloforð flokk- anna byggðust á væntingum um að framundan væri langt og öflugt hag- vaxtarskeið. Það skiptir miklu máli hvernig haldið er á stjórn efnahagsmála á þenslutím- um. Nýrrar stjórnar bíður það verkefni að tryggja áframhaldandi stöðugleika en jafnframt að hagvöxturinn skili sér í betri lífskjörum íslensku þjóðarinnar. Á síðasta kjörtímabili voru tekin mik- ilvæg skref í þá átt að styrkja stöðu og auka samkeppnishæfni íslenskra fyrir- tækja, meðal annars með stórfelldri lækkun á tekjuskatti lögaðila niður í 18%. Þá var því jafnframt lýst yfir að eðlilegt væri að næst þegar skattar yrðu lækkaðir yrðu einstaklingar látnir njóta góðs af því. Það er því fagnaðarefni að í nýjum stjórnarsáttmála er að finna ákvæði um verulegar kjarabætur til ís- lensks launafólks í gegnum skattakerf- ið. Á kjörtímabilinu er stefnt að því að lækka tekjuskattsprósentu einstak- linga um allt að fjögur prósentustig, samræma og lækka erfðafjárskatt og afnema eignaskatt. Þá verður virðis- aukaskattskerfið tekið til endurskoðun- ar „með það í huga að bæta kjör almenn- ings“. Stefnt er að því að skatta- breytingar verði útfærðar í tengslum við kjarasamninga og má gera ráð fyrir að meðal þess, sem þar verður teflt fram af hálfu ríkisstjórnarinnar verði lækkun virðisaukaskatts á matvælum. Þetta verður vonandi til að liðka fyrir samn- ingum á vinnumarkaði með það fyrir augum að auka kaupmátt en viðhalda stöðugleika. Þá vekur athygli markmið ríkis- stjórnarinnar um að húsbréfalán til al- mennra íbúðakaupa verði aukin í 90% á kjörtímabilinu. Sú ráðstöfun mun ef- laust verða til að auðvelda mörgum, ekki síst ungu fjölskyldufólki, að eign- ast húsnæði eða stækka við sig vegna breyttra fjölskylduaðstæðna. Jafn- framt verður mikilvægara en nokkru sinni, ekki síst vegna verðtryggingar veðlána, að koma í veg fyrir að verð- bólga fari ekki aftur af stað hér á landi. Sjávarútvegsmál voru mikið til um- ræðu á síðustu vikum kosningabarátt- unnar og greinilegt að ekki ríkir full sátt um núverandi fyrirkomulag fisk- veiðistjórnunar. Það er því mikilsvert að í nýjum stjórnarsáttmála eru tekin mikilvæg skref í þá átt að auka sátt um sjávarútvegsmálin. Skiptir þar mestu að stefnt er að því að binda ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign ís- lensku þjóðarinnar í stjórnarskrá en jafnframt er gert ráð fyrir ákveðnum aðgerðum til þess að tryggja stöðu sjáv- arplássanna og smábátaútgerðar. Í gær voru jafnframt samþykktar töluverðar mannabreytingar á ríkis- stjórninni sem ekki koma þó allar til framkvæmda strax. Þar vekur ekki síst athygli að Sjálfstæðisflokkurinn skipar tvær öflugar konur, þær Þorgerði Katr- ínu Gunnarsdóttur og Sigríði Önnu Þórðardóttur, sem ráðherra. Þorgerður Katrín tekur við af Tómasi Inga Olrich sem menntamálaráðherra um áramótin og Sigríður Anna verður umhverfisráð- herra er það ráðuneyti fellur Sjálfstæð- isflokknum í skaut í september á næsta ári. Sjálfstæðisflokkurinn sætti tölu- verðri gagnrýni í liðinni kosningabar- áttu fyrir það að hlutur kvenna væri of rýr á framboðslistum flokksins. Þá varð það niðurstaða kosninganna að þing- konum Sjálfstæðisflokksins fækkaði. Með því að skipa þær Þorgerði Katrínu og Sigríði Önnu ráðherra jafnframt því sem Sólveig Pétursdóttir mun taka við embætti varaforseta og síðar forseta Al- þingis, sýnir Sjálfstæðisflokkurinn að hann hyggst taka á þeim vanda sem óneitanlega er til staðar. Þeir ráðherrar sem nú eru á útleið úr ríkisstjórn hafa komið margvíslegum umbótamálum í verk í ráðherratíð sinni. Þar má nefna að Sólveig Pétursdóttir hefur haft forgöngu um ýmsar mikil- vægar umbætur á löggjöf sem varðar kynferðisafbrot. Má þar nefna þyng- ingu viðurlaga við brotum er tengjast barnaklámi og ríkari refsivernd barna vegna kynferðisafbrotamála. Einnig var í ráðherratíð Sólveigar tekin ákvörðun um að verja fjármunum til að þolendur heimilisofbeldis fengju fría lögfræðiaðstoð. Meðal mikilvægra laga er samþykkt voru í dómsmálaráð- herratíð Sólveigar eru fyrstu lögin um fasteignakaup og ný útlendingalög. Þau lög og setning reglugerðar um útlend- inga í framhaldi af lögunum hafa orðið til að styrkja réttarstöðu útlendinga er hafa búsetu á Íslandi. Páll Pétursson vann einnig ötullega að því í félagsmála- ráðherratíð sinni að bæta réttarstöðu erlendra ríkisborgara, jafnt almennra borgara sem flóttamanna er hingað koma. Þá vann hann sem félagsmálaráð- herra að því í samvinnu við fleiri ráðu- neyti að koma á nýrri og framsækinni löggjöf um fæðingarorlof á síðasta kjör- tímabili. Björn Bjarnason, sem lét af starfi menntamálaráðherra á síðasta ári til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykja- vík, tekur nú sæti í ríkisstjórn á nýjan leik. Björn var farsæll og afkastamikill menntamálaráðherra og í ráðherratíð hans var mörgum framfaramálum hrint í framkvæmd. Endurkoma hans í rík- isstjórn styrkir ráðherralið Sjálfstæð- isflokksins. Tómas Ingi Olrich er tók við af Birni er hann hvarf úr ráðherrastól mun gegna stöðu menntamálaráðherra áfram til áramóta en hverfur þá úr rík- isstjórn. Það sem óneitanlega stendur upp úr á ráðherraferli Tómasar Inga er merkilegt frumkvæði hans til að efla menningartengslin við Dani og hug- myndir hans um stofnun íslensk- danskrar menningarstofnunar er hefði aðsetur á Íslandi. Þar yrðu varðveittir allir íslenskir forngripir, sem nú eru í vörslu Dana. Þótt enn hafi ekki náðst samkomulag um stofnun slíkrar stofn- unar hefur þetta aukna samstarf þegar leitt til þess að ýmis merkileg skjöl er tengjast sögu Íslands, til dæmis fyrsta stjórnarskrá Íslendinga, hafa nú verið afhent Íslendingum. Breytingarnar eru umfangsminni hjá Framsóknarflokknum en vekja engu að síður athygli. Nýr og ungur þingmaður, Árni Magnússon, tekur við embætti fé- lagsmálaráðherra. Þessi skipan er til marks um þá breytingu sem er að verða á Framsóknarflokknum. Flokkurinn hyggur á landvinninga á suðvesturhorn- inu í framtíðinni og hyggst festa sig þar í sessi sem frjálslyndur miðjuflokkur. MIÐSTJÓRN Framsókn-arflokksins samþykktiá fundi sínum á Grand-hóteli í gærkvöldi að ganga til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn á grunni málefnasamnings milli flokkanna sem Halldór Ásgrímsson, formað- ur flokksins, kynnti á fundinum. Að sögn Halldórs var mjög góð samstaða á fundinum um samning- inn. „Það greiddu allir atkvæði með þessum sáttmála að undan- skildum einum,“ sagði hann eftir fundinn, sem um 150 manns sóttu, en 164 skipa miðstjórn flokksins. Halldór Ásgrímsson sagði að efnahagsmálin og skattamálin væru mikilvæg á komandi kjör- tímabili. Eins skiptu velferðarmál- in mjög miklu máli og nefndi hann sérstaklega heilbrigðismál í því sambandi. „Íbúðamálin og 90% lánin skipta mjög miklu máli fyrir unga fólkið í flokknum og við höf- um lagt mikla áherslu á það mál,“ bætti hann við og lagði áherslu á að ekki mætti raska stöðugleik- anum. Ekki urðu miklar umræður um samninginn á fundinum. Halldór Ásgrímsson sagði samt að þær hefðu verið ágætar og fram hefðu komið ýmsar ábendingar um það sem betur mætti fara. „Það var al- mennt ánægja um okkar störf og það sem er í þessum sáttmála.“ Eftir miðstjórnarfundinn héldu Framsóknarmenn stuttan þing- mannafund í alþingishúsinu og að honum loknum greindi Halldór Ás- grímsson frá því að Árni Magn- ússon yrði félagsmálaráðherra en að öðru leyti færu ráðherrar Framsóknarflokksins með sömu embætti og í fyrri ríkisstjórn. Árni fulltrúi nýrrar kynslóðar „Við treystum honum afskaplega vel til þess,“ sagði formaður Fram- sóknarflokksins um ákvörðunina um nýja ráðherrann, sem er jafn- framt nýr á þingi, en Halldór lagði fram tillögu um ráðherralista á fundinum. „Hann er fulltrúi nýrrar kynslóðar. Við höfum lagt mikla áherslu á unga fólkið og við teljum að hann sé sérstakur full fólksins. Hann hefur reynslu. Hann hefur ver kvæmdastjóri flokksins m góðum árangri, hann hef mikið að sveitarstjórnarm hann hefur líka verið aðst ur bæði í utanríkisráðuney iðnaðar- og viðskiptaráð þannig að hann kemur m reynslu inn í okkar hóp.“ Halldór sagði að mjö hugur hefði verið um ráðh sinn. Aðrir hefðu fengið enda væru margir se trausts og væru hæfir til þessum embættum en mik hluti hefði stutt tillögu sín Um 150 manns voru á fund kvöldi, en fremst eru Dag jánsson heilbrigðisráðher Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, gerir grein fyrir niðurstöðum miðstjórn- arfundarins. Góð samstaða framsóknarmö FLOKKSRÁÐSFUNDUR Sjálfstæðisflokks- ins samþykkti síðdegis í gær tillögu Davíðs Oddssonar, formanns flokksins, um að heimila flokknum að ganga til stjórnarsamstarfs við Framsóknarflokkinn á grundvelli þess stjórn- arsáttamála sem gerður hefði verið og þing- flokkurinn hefði samþykkt í fyrradag. Davíð sagði eftir fundinn, sem haldinn var í Valhöll, að heimildin hefði verið samþykkt með öllum atkvæðum gegn einu. Litlar um- ræður urðu um samninginn á fundinum í gær. Um 230 manns eiga sæti í flokksráði Sjálf- stæðisflokksins og mætti á annað hundrað þeirra á fundinn í gær. Að fundinum loknum héldu nýkjörnir þingmenn þingflokksfund þar sem tillaga Davíðs um skipan í ráðherraemb- Flokksráð Sjálfstæðisflokksins heimilar s Samkomulag um bundið við persón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.