Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Erna Karlsdóttirfæddist í Hvera- gerði 4. júlí 1948. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut fimmtudaginn 15. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Karl B. Jónsson húsgagnabólstrari, f. 15. september 1919, d. 17. desember 1998, og Helga Marteins- dóttir húsfreyja, f. 11. september 1918, d. 26. ágúst 1984. Þau bjuggu alla tíð í Reykjavík. Bræður Ernu eru Jón Stefán kaupmaður, Martein Svan- berg vélvirki og Birgir húsgagna- bólstrari. Erna giftist 3. febrúar 1973 eft- irlifandi eiginmanni sínum, Bjarna Jónssyni bankastarfs- manni, f. á Ísafirði 13. febrúar 1947. Foreldrar hans eru Jón Þor- leifsson, vélstjóri á Ísafirði, f. 10. mars 1904, d. 5. júlí 1982, og Sól- veig Steindórsdóttir húsfreyja, f. 25. nóvember 1913, d. 16. nóvem- ber 1987. Þau bjuggu síðast í Hafn- arfirði. Börn Ernu og Bjarna eru: a) Helgi Már flugvirki, f. 16. júní 1973, sambýlis- kona Klara Katrín Friðriksdóttir, þau eiga soninn Arnar Frey, f. 29. október 1993. b) Brynja Sif lyfjatæknir, f. 26. desember 1977, son- ur hennar er Mikael Adam Hafþórsson, f. 29. nóvember 1999. Erna og Bjarni bjuggu ásamt börnum sínum nær öll sín búskaparár í Hafnarfirði. Erna ólst upp í foreldrahúsum í Reykjavík og gekk þar í skóla. Eftir skólagöngu hóf hún störf í Iðnaðarbankanum árið 1965 og síðan í Íslandsbanka eftir stofnun hans og vann þar nær óslitið til dánardægurs. Útför Ernu verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Erna. Eftir stutta en erfiða baráttu ertu látin, langt um aldur fram. Ég gerði mér vonir um að þú myndir ná þér, ég held að við höfum öll gert okkur þær vonir, við sem eftir stöndum felmtri slegin. En þín bíða mikilvæg verkefni á æðri stöðum. Ég var lánsöm að fá að kynnast Ernu snemma árs 1972 og hún tók mér, væntanlegri mágkonu sinni, opnum örmum og bauð mig vel- komna í fjölskylduna. Ætíð síðan var afar kært á milli okkar og afar nota- legt að koma í heimsókn til hennar og Bjarna og ræða um landsins gagn og nauðsynjar. Erna lagði áherslu á heiðarleika, trygglyndi, kurteisi og orðheldni og snyrtimennska var henni í blóð borin svo eftir var tekið. Um nokkurra ára skeið höfum við haft það fyrir venju að hittast heima hjá okkur Madda á aðfangadags- kvöld. Það verður afar tómlegt um næstu jól hjá okkur í Miðtúninu eftir fráfall þitt og pabba fyrr á þessu ári. Ekki síst eru mér minnisstæðar sum- arbústaðarferðir okkar bæði í Svignaskarð og Meðalfellsvatn. Þar var margt spjallað, grillað og dansað og féllu Erna og Bjarni vel inn í okk- ar vinahóp. Erna mín, við eigum örugglega eftir að taka Bjarna þinn með okkur í þessar árlegu ferðir okk- ar. Já, þetta er svo ósanngjarnt, því þú varst svo ung kona, með eiginmann, tvö börn og tvö ung barnabörn. Minning þín lifir í huga mínum og hjarta að eilífu. Guð blessi þig og varðveiti. Elsku Bjarni, Helgi Már og Brynja Sif, missir ykkar er ólýsanlegur. Megi góður Guð leiða ykkur og fjöl- skyldur ykkar á þessum erfiðu stund- um. Ég sendi ykkur mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og kveð með þessum línum elskulega mágkonu. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Sigurbjörg Auður Jónsdóttir. Það er erfitt að trúa því að hún Erna mágkona mín sé dáin. Hægt og hljótt sofnaði hún svefn- inum langa eftir stutta en erfiða bar- áttu við hinn illvíga sjúkdóm, krabba- mein. Ekkert var hægt að gera. Á hugann sækja minningar um góða, trausta, trygga, hjálpsama, kærleiksríka og gefandi konu er allt- af var boðin og búin að rétta hjálp- arhönd ef á þurfti að halda. Það voru ófáar ferðir farnar suður í Hafnar- fjörð til Ernu frænku og Bjarna í heimsókn eða gistingu þegar börnin mín voru lítil. Alltaf var nóg pláss og nægur tími til að spjalla við litlar sál- ir. Svo skemmtilega vildi til fyrir 26 árum að Erna og bræður hennar eignuðust öll börn á níu mánuðum. Við höfum oft hlegið að því í gegnum tíðina þegar ég, Erna og Dóra, kona Birgis bróður hennar, vorum allar staddar í heimsókn hjá Dóru er við uppljóstruðum hver fyrir annarri að við værum allar ófrískar, við grétum af hlátri. Börnin fæddust svo í des- ember, janúar og febrúar og það síð- asta hjá Sibbu og Madda í ágúst. Þetta var yndislegur tími og mikill samgangur milli litlu fjölskyldnanna. Alltaf var gaman að fá Ernu og fjölskyldu í heimsókn til okkar er við bjuggum úti á landi. Þá var slegið á létta strengi og var glens og gaman. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka þér, elsku Erna mín, fyrir allt það sem þú hefur verið mér og minni fjölskyldu. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. Elsku Bjarni minn, Brynja Sif, Mikael Adam, Helgi Már, Klara og Arnar Már. Missir ykkar er mikill. Það gefur ykkur ljós á sorgarstundu að eiga ómetanlegar minningar er lifa með ykkur. Við Nonni, Óli og Thelma vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Hafdís. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við sendum fjölskyldu og vinum Ernu samúðarkveðjur. Starfsfólk Útibúaþjónustu Íslandsbanka. Elskuleg vinkona mín Erna er lát- in. Þungbært er að setjast niður og skrifa minningar sem ná næstum yfir fjörutíu ár. Ótrúlegt er að hugsa til þess að hinn 8. mars sl. áttum við vinirnir ánægjulega helgi saman í Hvera- gerði, ekki hvarflaði að mér á þeim tíma að rúmum tveimur mánuðum seinna værir þú öll. Margs er að minnast frá því við byrjuðum að vinna saman í Iðnaðar- bankanum þá ungar stúlkur. Aldrei bar skugga á vináttu okkar hvorki í vinnu né utan vinnu og áttir þú stór- an þátt í því. Með þínu rólega fasi og yfirvegun tókst þér að láta öllum líða vel í návist þinni. Einn af þínum stóru kostum var hversu gott var að leita til þín, þú varst alltaf tilbúin að hlusta á mig. Ég mun alltaf minnast leikhús- og sumarbústaðaferðanna okkar eða bara við „gömlurnar“ að spjalla. Þú alltaf verður einstök rós, elsku vinan góða. Í krafti trúar kveiki ljós Og kveðju sendi hljóða. (Jóna Rúna Kvaran.) Það á eftir að taka mig langan tíma að átta mig á því að þú sért farin, elsku Erna. Elsku Bjarni, Helgi og Brynja, megi góður Guð styrkja ykkur og varðveita. Þín vinkona Anna Jóna. Vegir Guðs eru órannsakanlegir elsku Erna. Kveðjustundir eru oft þungbærar, þá sérstaklega þegar manni finnst tíminn ekki kominn og margt vera eftir ósagt og ógert. En nú kveðjumst við í síðasta sinn og eftir standa margar minningar. Engum datt í hug að þú værir orðin svona mikið veik þegar þú lagðist inn á Landspítalann til rannsóknar fyrir rúmum hálfum mánuði, því aldrei heyrðum við þig kvarta. Við viljum þakka þér fyrir dýrmæta vináttu þau rúm þrjátíu ár sem leiðir okkar hafa legið saman. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Elsku Bjarni, Helgi, Brynja, Klara og strákarnir. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Sólveig, Ingólfur, Stein- þóra, Pétur, Sigríður og Tryggvi. ERNA KARLSDÓTTIR ✝ Gylfi Jóhannssonfæddist í Lax- dalshúsi á Akureyri 21. ágúst 1935. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri, sunnudaginn 18. maí síðastliðinn. Foreldrar Gylfa voru hjónin Jóhann Valdi- mar Jóhannsson vél- stjóri, f. í Syðri-Haga í Eyjafirði 25.8. 1898, d. 3.2 1991, og Hall- dóra Kristjánsdóttir, f. á Syðsta-Bæ í Hrís- ey 11.4. 1905, d. 5.12. 1991. Systkini Gylfa eru Skafti, f. 1931, María, f. 1939 og Jóhann, f. 1942. Hinn 26.12. 1957 kvæntist Gylfi Guðbjörgu Benidiktu Krist- insdóttur, f. á Ólafsfirði 24.9. 1938, d. 12.8. 1990. Foreldrar Guðbjargar voru Kristinn Sig- urðsson, f. á Ólafsfirði 16.1. 1900, d. 8.1. 1990, og Kristín Rögn- valdsdóttir, f. á Ólafsfirði 18.5. 1900, d. 16.8. 1991. Börn Gylfa og Guðbjargar eru: 1) Kristinn Sig- urður, f. 1958, kvæntur Fanney Jónsdóttir, f. 1959, börn þeirra eru Jón Gylfi, f. 1983, og Vilberg Andri, f. 1984. 2) Stefán Veigar, f. 1960, kvæntur Sigríði Svansdótt- ir, f. 1963, börn þeirra eru Aníta, f. 1980, sonur hennar er Ívan Veigar Ingimundarson, f. 2000, Steindór Hreinn, f. 1982, Sæunn, f. 1985. Stefán Veigar og Sigríður slitu samvistir. Sam- býliskona Stefáns Veigars er Guðrún Eyhildur Árnadótt- ir, f. 1968, sonur þeirra er Stefán Heiðar, f. 2000. 3) Steinunn Sólveig, f. 1961, börn Stein- unnar og Einars Inga Friðrikssonar eru Hermann Ingi, f. 1985, Karen Ösp, f. 1987 og Steinar Smári, f. 1988. Nú- verandi maki Stein- unnar er Svavar Marinósson, f. 1955. Tvíburasyst- ir Steinunnar, d. við fæðingu, 4) Ruth, f. 1963, gift Víði Bergþóri Björnssyni, f. 1962, börn þeirra eru Eydís Ósk, f. 1981, sonur Ey- dísar er Víðir Freyr Ingimund- arson, f. 2002, Gylfi, f. 1987, og Guðbjörg Ýr, f. 1994. 5) Alda Agnes, f. 1969, gift Bergþór Gunnlaugsyni, f. 1966, synir þeirra eru Vigri, f. 1998, og Gunnlaugur Gylfi, f. 2002. Sam- býliskona Gylfa er Erna Tulinius læknaritari á Akureyri. Gylfi ólst upp á Akureyri, starf- aði fyrst í mjólkurstöð KEA á Ak- ureyri, var lengi á sjó og síðan verkstjóri við löndun og uppskip- un í Ólafsfirði. Útför Gylfa verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar að minnast mágs míns, Gylfa Jóhannssonar, með nokkrum orðum. Hann andaðist að morgni hins 18. maí sl. Ég gerði mér ekki grein fyrir hvað hann var mikið veikur, hélt að hann mundi lifa lengi og sigrast á þessum veikindum, hann var svo lífsglaður og hress þegar maður sá hann eða heyrði frá honum. Mér var sagt að hann væri farinn að hlúa að ferðabílnum sínum og hlakkaði til sumarsins, taka þátt í ferðalögum með húsbílafélögum sínum og þeirra Ernu. Ég var að hugsa að ég yrði að fara að hringja í hann og spyrja um horfur og hvernig lífið gengi hjá honum, en ég var of sein, andláts- fregnin kom. Maður hrekkur við, þegar maður fær andlátsfregn af kærum vini sem mér og börnum mínum var mjög kær. Alltaf svo hress, glaður, góð- viljaður, hjálpsamur og einlægur, það geta vinir hans og fjölskylda örugglega tekið undir. Hann var sérstakur, góður fjölskyldumaður, alltaf tilbúinn að hjálpa, eins var með Guggu konuna hans, stórtæk, dugleg og góð, góðir vinir vina sinna. Minningar hrannast upp. Þegar ég kom fyrst til Akureyrar árið 1953 í heimsókn til tengdaforeldra minna, Halldóru og Jóhanns, með elstu dóttir okkar Skafta, þá 9 mánaða gamla, fyrsta barnabarnið þeirra, hvað fjölskyldan tók vel á móti okk- ur. Þá var Lára föðuramma lifandi og bjó í sama húsi og fjölskyldan, Laxdalshúsinu. Það voru gleðidagar og við nutum umhyggju þeirra allra. Þá sá ég Gylfa fyrst, og það eru orð- in 50 ár síðan að ég kynntist þessu góða fólki. Þó að ýmislegt hafi breyst og margir horfnir, finnst mér ég alltaf tilheyra þeim. Ég hugsa um tímann þegar Gugga var á lífi, þegar Gylfi kom til okkar í Sandgerði með þessa fallegu rauðhærðu stúlku sem varð svo konan hans, hún Gugga. Þar áður var hann að heimsækja okkur, færandi gjafir til eldri barnana okkar og gleði. Hann Gylfi var svo blíður, hann var virkilega aufúsugestur hjá okkur. Það var mikið samband á milli okkar þó langt væri á milli, margar gleði- stundir og oftast var ég og mínir að- njótandi góðvildar og gjafmildi þess- ara úrræðagóðu hjóna, Guggu og Gylfa. Börnin þeirra 5, mannvænleg og dugleg eins og foreldranir, stórt heimili og mikið lagt á sig til að allir hefðu það gott. Gaman var að koma til Ólafsfjarðar og njóta samvista með þeim og þegar þau komu til mín var það sama, alltaf svo gaman að fá þau í heimsókn, gleðidagar, þau allt- af sömu góðu vinirnir. Fráfall Guggu var mjög mikið áfall fyrir Gylfa, börnin og fjölskyldur þeirra. Það voru erfiðir tímar fyrir þau öll og enn bankar sorgin uppá hjá þeim, þegar þau missa sinn góða föður, afa og tengdaföður. Vegna breyttra aðstæðna hefur verið lítið samband milli okkar í mörg ár, þó vissi ég alltaf af þeim og ég sakna þessara vina, hefði svo gjarnan viljað hafa meira samband. Ég og börnin mín vottum Ernu sam- býliskonu hans, börnum, barnabörn- um, tengdabörnum, vinum og ætt- ingjum okkar dýpstu samúð. Erna Hannesdóttir. GYLFI JÓHANNSSON MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minn- ingargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.