Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GÖMUL birgðageymsla bakatil í gamla Landsímahúsinu hefur öðlast nýtt líf og vonandi ekki síðra en hið fyrra, sem var að varðveita þau tól og tæki sem auðvelduðu okkur að eiga samskipti okkar í millum. Nú nýtir Þjóðleikhúsið rýmið sem vettvang fyr- ir leiksmiðju sína og miðlar þar hugs- unum skáldanna í túlkun leikaranna beint til áhorfenda. Niðamyrkur tekur á móti leikhús- gestum er þeir stíga fæti inn í sýning- arsalinn og ósjálfrátt kemur upp í hug- ann setning sem Bragi Ólafsson skáld leggur í munn Hermanni í leikritinu Gróið hverfi: „Þetta er meira myrkrið hérna – greinilega búið að vera slökkt hér lengi.“ Þegar augu sýningargesta hafa vanist myrkrinu er kveikt á ljóstýrum svo þeir rétt eygja andlit leikaranna og næsta umhverfi þeirra. Í sortanum verða leikararnir að treysta á rödd sína og andlit – flest annað fer for- görðum því það er utan við sjónarsvið áhorfenda. Í dimmunni glyttir í nokkra bráðnauðsynlega búninga og leikmuni og dulúðugir hljómar og hrynjandi minna á snark, brak, bresti og þungan hjartslátt. Þessi myrka um- gjörð hæfir vel tregrófi Sigtryggs Magnasonar um manninn sem hætti að elska – ljóðleik sem veitir hverjum þeim sem sökkvir sér í efnið dýpri nautn í hvert eitt nýtt skipti. En leik- urinn er allt annað en aðgengilegur og áhorfandinn verður að ganga verkinu á hönd með opinn huga, skilningarvit- in þanin og þolinmæði nóga í fartesk- inu. Þegar Sigtryggur lýsti okkur leið inn í hugarheim Herjólfs hafði hann að baki eina ljóðabók og tvö leikverk. Hann skrifar mjög fallegan og safarík- an texta og Stefán Jónsson sem er einna efnilegastur ungra leikstjóra okkar fær hér tækifæri til að finna honum hæfilegan búning. Samvinna Stefáns við leikara, útlitshönnuði og tónskáld sýnir að af honum er mikils að vænta í framtíðinni enda virðist hugmyndaauðgi hans nær takmarka- laus. Það er fátítt hér á landi að fá að njóta tilraunakenndrar leiksýningar í flutningi einna reyndustu leikara landsins. Sigurður Skúlason fer með langstærstan hluta textans og hljóm- mikil rödd hans nostrar við sérhvert orð. Guðrún S. Gísladóttir átti hér mörg eftirminnilegustu augnablik sýningarinnar, einbeittur og hnitmið- aður leikur hennar sagði meira en þús- und orð fá lýst. Edda Arnljótsdóttir er hér í essinu sínu; loksins fær hún að kljást við hversdagskonu í stað ein- hverrar stílfærðrar týpu, enda beinlín- is geislar af henni. Baldur Trausti Hreinsson var hófstilltur, fjarrænn og meitlaður í leik sínum enda túlkaði hann ímyndun byggða á ljósmynd frekar en samsafni minningarbrota úr hugarfylgsnum Herjólfs, þar sem all- ur leikurinn í raun gerist. Áhorfendur geta einungis skyggnst inn í hugarheim hans með því að sitja í myrkrinu og einbeita sér að því að raða saman hljóðum, sýnum, lykt og tali uns allt þetta myndar einhvers konar mynstur. Aðeins þannig er hægt að skilja hvers vegna Herjólfi fannst nauðsynlegt að einhver yrði að deyja á undan ástinni – og að einungis þannig yrði ástin eilíf. Að deyja á undan ástinni LEIKLIST Leiksmiðja Þjóðleikhússins Höfundur: Sigtryggur Magnason. Leik- stjóri: Stefán Jónsson. Höfundur tónlist- ar: Kristín Björk Kristjánsdóttir (Kira Kira). Ljósahönnun: Ásmundur Karlsson, Drífa Ármannsdóttir, Kristín Björk Krist- jánsdóttir og Stefán Jónsson. Leikmynd- arhönnun: Drífa Ármannsdóttir og Kristín Björk Kristjánsdóttir. Búningahönnun: Drífa Ármannsdóttir. Rödd í talstöð: Stef- án Jónsson. Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir og Sigurður Skúlason. Fimmtudagur 22. maí. HERJÓLFUR ER HÆTTUR AÐ ELSKA Sveinn Haraldsson „Í sortanum verða leikararnir að treysta á rödd sína og andlit.“ Sigurður Skúlason í titilhlutverkinu í leikritinu Herjólfur er hættur að elska. Sauðárkrókskirkja kl. 20 Kór Átt- hagafélags Strandamanna flytur innlend og erlend lög, m.a. eftir Sig- fús Einarsson, Sigfús Halldórsson, Mikis Theodorakis og Franz Lehár. Stjórnandi kórsins er Þóra Vigdís Guðmundsdóttir og undirleikari er Brynhildur Ásgeirsdóttir. Kórinn er 45 ára á þessu ári og hefur víða hald- ið tónleika. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ÞRJÁR breskar listakonur sýna verk sín í Galleríi Skugga við Hverfisgötu þessa dagana. „Friday Night, Saturday Told“ nefnist sýn- ingin en listakonurnar heita Jo Addison, Hatty Lee og Lucy New- man og starfa í London. Í fréttatilkynningu er sýningunni lýst sem samsýningu „þriggja lista- manna frá London sem vinna með ljósmyndun, teikningar, skúlptúr og myndbönd. Verkin eru viðbrögð við hversdagslegu borgarlífi, vangaveltur um sérviskumola og hvunndagsmýtur. Hatty Lee skráir vísbendingar um mannfélag á annars marklaus- um borgarsvæðum, til dæmis í ný- yfirgefnum ráðstefnusal eða upp- lýstum gluggum fjölbýlishúss. … Lucy Newman veltir upp myrkari flötum vinnu og dægradvalar í samtímanum í teikningum af óþægilegri pyttum nútímalífs. Mað- ur hefur aldrei nægan tíma og kaffið, skyndibitarnir, potta- plönturnar og föstudagskvöldin úti á lífinu gera lítið til að lina sársauk- ann. Bilað flöktandi ljós í líkani af almenningssalerni, spennandi mót- mælaborði með engin skilaboð … Blönduð listaverk Jo Addisons mæta grimmum örlögum í dap- urlegum og klénum eftirlíkingum.“ Lymskuleikir London „Já, þetta er kannski dálítið nið- urdrepandi,“ játar Lucy Newman, „en það er líka húmor í verkunum, hæðni. Sennilega er þetta ensk kímnigáfa. London er svolítið erfið borg að búa í, þröng og hávaðasöm og skítug – orkurík en erfið – og verkin fjalla um daglegt líf þar, reynslu okkar af smáatriðum og lymskuleikjum hversdagslífsins. Við höfum aldrei búið hér í Reykja- vík svo ég veit ekki alveg hvað er líkt og hvað ólíkt. Við erum svona eins og túristar, aðeins meira kannski,“ en listakonurnar hafa þegar komið þrívegis til Íslands. Gallerí Skuggi er á Hverfisgötu 39. Kímin, bresk samtímalist Morgunblaðið/Árni Torfason Bresku listakonurnar Jo Addison, Hatty Lee og Lucy Newman. LHÍ útskrifar nemendur í Hafnarhúsi LISTAHÁSKÓLI Íslands braut- skráir nemendur frá skólanum á hátíðarsamkomu sem haldin verð- ur í Listasafni Reykjavíkur, Hafn- arhúsinu, á morgun kl. 14. Með brautskráningu lýkur fjórða starfsári Listaháskólans. Alls ljúka að þessu sinni um sextíu nemendur BA-prófi og BFA-prófi úr þremur deildum: myndlistar- deild, hönnunardeild og úr leiklist- ardeild. Sextán nemendur ljúka diplóma-prófi í kennslufræðum og einn nemandi diplóma-prófi í tón- list. Auk ávarps rektors og fulltrúa nemenda verða á dagskrá tónlist- aratriði og upplestur. Guðni Franzson, klarínettleikari, og Tatu Kantomaa, harmoníkuleikari, leika franska og argentíska tónlist og Guðrún S. Gísladóttir, leikari, les úr Vefaranum mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur hátíðarræðu. Kynnir á sam- komunni er Stefán Hallur Stefáns- son, leiklistarnemi. Tónlistar- kennsla á af- mælisfagnaði TÓNLISTARSKÓLI Kópavogs fagnar 40 ára afmæli sínu á morgun og liður í hátíðarhöldunum er að bjóða tónlistaráhugafólki upp á tón- listarkennslu án endurgjalds á tímabilinu frá kl. 9–12 á afmælis- daginn. Kennslan fer fram í Tón- listarhúsi Kópavogs, Hamraborg 6. Lengd hverrar kennslustundar er fimmtán mínútur. Skráning er í tónlistarskólanum í dag í síma eða á netfanginu tonlistarskoli@kopa- vogur.is. Sýningum lýkur Hafnarborg Þremur sýningum lýkur í Hafnar- borg á mánudag: Richard Vaux, Frummyndir ljósheimsins/Arche- typal Lightscapes. Aðalheiður Ólöf Skarphéðinsdóttir, Akrýlverk og grafík og í Apóteki sýnir Hjördís Frímann málverk unnin með akrýl á striga og pappír. Hafnarborg er opin frá kl. 11-17 alla daga nema þriðjudaga. Englaborg, Flókagötu 17 Sýningu Markúsar Þórs Andrés- sonar lýkur á sunnudag. Opið föstudag kl. 16-18, laugardag og sunnudag kl. 13-18. Íslensk grafík, Hafnarhúsi Sýningu Helga Snæ og Ríkharðs Valtingojer ,,Tvíraddað“ lýkur á sunnudag. Opið kl. 14-18. Málstofa um Breska leik- listarsafnið MARGARET Benton, fráfarandi for- stöðumaður Breska leiklistarsafns- ins, British Museum of Performing Arts, heldur mál- stofu í boði Leik- minjasafns Ís- lands í Ársal Hótels Sögu í dag kl. 16. Hún mun þar fjalla almennt um starf Leiklistar- safnsins og gildi slíkra stofnana á tímum þegar hin lifandi leiklist þarf að bregðast við framsókn kvikmynda og annarra tæknimiðla. Hún mun greina sérstaklega frá uppbyggingu myndbandasafns Leik- listarsafnsins af ýmsum sögulega áhugaverðum sýningum og sýna nokkur dæmi um slíkar upptökur. „Eins og allir vita sem hafa heim- sótt Theatre Museum í Covent Gard- en í London er það ákaflega skemmti- legt safn, nútímalega hannað og aðgengilegt,“ segir Jón Viðar Jónsson forstöðumaður Leikminjasafns Ís- lands. „Breska safnið hefur verið byggt upp jöfnun höndum sem rann- sókna- og fræðslumiðstöð, ekki síst í tíð Margretar Benton. Hún er tví- mælalaust einn af fremstu sérfræð- ingum heims á þessu sviði og var m.a. formaður alþjóðasamtaka leikminja- safna í fjögur ár.“ Allir áhugamenn eru velkomnir á málstofuna. Margaret Benton ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Söngvarapróf í Garðabæ ÚTSKRIFTARTÓNLEIKAR þriggja söngnemenda í Tónlistar- skóla Garðabæjar verða í sal skól- ans á morgun, laugardag og á sunnudag. Jón Svavar Jósefsson heldur tón- leika kl. 15 á laugardag og tónleikar Erlu Bjargar Káradóttur og Hildar Brynju Sigurðardóttir verða kl. 16 á sunnudag. Jón hefur undanfarin ár stundað söngnám hjá Snæbjörgu Snæbjarn- ardóttur og hefur auk þess sótt námskeið bæði hér á landi og er- lendis. Erla Björg hóf söngnám hjá Margréti Óðinsdóttur árið 1998. Samhliða söngnáminu syngur hún með Gospelkór Reykjavíkur. Hildur Brynja hóf söngnám haustið 1995 hjá Helgu Rós Indriða- dóttur í Tónlistarskóla Reykjavíkur og innritaðist svo í söngdeild Tón- listarskóla Garðabæjar haustið 1996 hjá Margréti Óðinsdóttur. ♦ ♦ ♦ BERGLJÓT Jónsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíð- arinnar í Bergen, kann sannarlega að hrista upp í Björg- vinjarbúum með óvæntum uppákomum á hátíðinni. Er þess skemmst að minnast að allt ætlaði um koll að keyra fyrir nokkrum árum þegar Bergensöngurinn var ekki sunginn eins og hann hafði ævinlega verið sunginn á hátíð- inni, en það tiltæki olli ýmist hneykslan Björgvinjarbúa eða ómældri aðdáun. Þegar ljóst var að Haraldur Norgeskonungur myndi ekki opna hátíðina í ár, eins og Noregskonungar hafa gert í þau 50 skipti sem hátíðin hefur verið haldin, var strax farið að spá og spekúlera í hvað Bergljót, sem heimamenn kalla Bellu, myndi gera í staðinn. Hver myndi fá að njóta þess heiðurs að opna hátíðina? „Eru þetta lukkutröll?“ spurði forsætisráðherrann Kjell Magne Bondevik að sögn Berg- ensavisen þegar tvær þöglar furðuverur tóku á móti hon- um í Grieg-salnum þegar hann kom á opnunarhátíðina. Þetta voru Padoxarnir, höfuðstórar verur með heilana út- byrðis og döpur augu. Padoxunum fjölgaði jafnt og þétt, og ljóst að þeir höfðu hlutverki að gegna við opnunina. Þeir gengu milli fólks, drógu sumir upp skilti með textum á borð við: „Ég elska stóra rassa og ég get ekki logið!“ Aðrir padoxar drógu upp spegla og báru að andlitum gesta. Allir þögðu þeir. „Padoxarnir eru þú og ég og við öll,“ sagði Bergljót við forvitna fjölmiðlamenn. Í opnunarræðu sinni talaði hún um tungumálið, bæði mikilvægi þess og takmarkanir, og benti á þau samskipti og miðlun mannlegrar reynslu sem fara fram án þess; – það sem fólk upplifir meðal annars gegnum listina. Þess vegna fengu hinir þöglu padoxar að opna há- tíðina. Af umræðu í norsku blöðunum má ráða að sumum hafi þótt óviðeigandi að láta þessar höfuðstóru furðuverur leysa kónginn af hólmi, en fleirum þótti uppákoman aðdá- unarverð og til þess fallna að kveikja umræðu um það hvernig við upplifum listina. Óvenjuleg setningarathöfn Listahátíðar í Bergen „Þeir eru þú og ég“ Ljósmynd/Hans Jørgen Brun Bergljót Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.