Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 27 FYRIR NOKKRU kom út tvöfald- ur geisladiskur með söng Einars Sturlusonar tenórs. Nafn Einars hef- ur ekki borið hátt síðustu árin þótt söngur hans hafi stöku sinnum hljóm- að í útvarpinu og jafnan vakið undrun og aðdáun fyrir raddfegurð og list- fengi. Á geisladiskunum er að finna úrval af upptökum með söng Einars á tímabilinu 1948–1964, en að auki eru þar tvö lög tekin upp árið 1997 á áttræðisafmæli söngvarans, sem nú er kominn hátt á níræðisaldur. Síðast töldu upptökurnar eru til vitnis um það náttúrufyrirbrigði sem rödd Ein- ars er og hefur verið enda eru margir til vitnis um að karlinn syngur enn bjartri og kraftmikilli röddu, sem létt nær háa C-inu og smitar alltaf af sannri sönggleði. Þeir sem til Einars þekkja vita að hann er mikill sögumaður og að frá- sagnargleði hans er alveg einstök. Þegar Einar er kominn á flug skiptir litlu máli hvort satt sé sagt eða logið enda er því svo listilega blandað sam- an og gerir hann sér sjaldnast grein fyrir því sjálfur. Svipað má segja um söng Einars, tónarnir koma beint frá hjartanu og sungið er af hreinni gleði. Röddin svo ómþýð að fáir ís- lenskir söngvarar hafa fengið aðra eins í vöggugjöf. En við gjafmildi skaparans bætti Einar um betur þeg- ar hann jók listfengi sitt með margra ára námi við Konunglegu tónlistar- akademíuna í Stokkhólmi þar sem hann var m.a. samskóla Birgit Nils- son og Nicolai Gedda, sem síðar lögðu óperuheiminn að fótum sér. Björt framtíð virtist blasa við Ein- ari þegar hann að námi loknu hóf fer- il sinn sem einsöngvari. Það var því mikill missir fyrir bæði sjálfan hann og okkur hin þegar Einar veiktist af astma, sem að miklu leyti batt enda á söngferil hans áður en hann hafði byrjað í raun og veru. Áður hafði Einar þó náð að syngja við óperu- húsið í Ósló og í óperunni Rigoletto í Þjóðleikhúsinu 1951 auk þess sem hann kom fram á einsöngstónleikum og með kórum á næstu árum þegar heilsan leyfði. Það hefði ekki verið Einari líkt að láta hugfallast við mótlætið. Hann hélt áfram að lifa í söng, gerðist sjálf- ur úrvals söngkennari og tók alltaf lagið þegar lungun leyfðu. Og um síð- ir gerðist nokkurt kraftaverk. Þegar Einar var kominn á þroskaðan aldur hvarf astminn og þá beið hans röddin með sínum gamla tærleika og krafti og háa C-ið flaug honum léttilega úr hálsi. Sönggleðin var auðvitað söm við sig. Þegar ég kynntist Einari fyrst starfaði hann við umönnun aldraðra á heilabilunardeild á Elliheimilinu Grund. Á slíkri deild virðist vistin oft vera heldur dauf og dapurleg. En á vaktinni hjá Einari var sungið og sögur sagðar með slíkum þrótti og sannfæringu að ýmist virtist vel heppnuð æfing Árnesingakórsins standa yfir þarna á loftinu eða þá að snarkalkaðir karlarnir væru að koma heim eftir vel heppnaðan róður með Einari formanni sínum. Eftir slíkan stofugang var deginum bjargað, jafnt fyrir heilabilaða sem aðra. Á hinum nýja geisladiski Einars Sturlusonar gefur að heyra íslensk sönglög, en einnig sálmalög og tvö sænsk sönglög. Mörg íslensku lag- anna eru nú sjaldheyrð, svo sem sönglög eftir Hallgrím Helgason og Ólaf Þorgrímsson. Þau syngur Einar mörg undurfallega og af mikilli til- finningu, t.d. lögin Móðir mín og Þei, þei og ró. Þá má nefna sex sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, sem eru tekin upp árið 1954. Þau eru æsku- verk höfundarins og gefa fögur fyr- irheit. Innileiki raddarinnar hæfir líka vel sálmalögunum og má þar t.d. nefna Heims um ból sem er afar fal- lega sungið. Í sænsku sönglögunum er Einar ekki síst í essinu sínu og minnir rödd hans stundum á Jússa Björling enda ekki ólíklegt að Einar hafi tekið hann sér til fyrirmyndar á námsárunum í Stokkhólmi. Rödd Einars hljómar hrein og skær, áreynslulaus og laus við allan remb- ing. Auðheyrilega er hin mikla virð- ing fyrir tónlistinni ávallt í fyrirrúmi við túlkun Einars, sem er laus við óþarfa raddfimleika. Þess má geta að Einar á það einnig sameiginlegt með Jússa Björling að vera með allra sterkustu mönnum og eru upphandleggir hans gildari en meðallæri á kúbönskum kerlingum og stinnari en á Kidda Jóh. Einar flíkar því líka gjarnan og iðulega. Margt skrautlegt mætti segja um kvennamál Einars, jafnvel þótt ekki væri þar öllu logið, en slíkt verður að bíða betri tíma og best að hann segði þá sjálfur frá. Glaður og óm- þýður söngvari Eftir Árna Tómas Ragnarsson Höfundur er læknir.Einar Sturluson söngvari. Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.