Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 37
ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 37 Árið 1922 fluttist Ólína til Sauðárkróks og réðst til starfa á heimili Snæbjarn- ar Sigurgeirssonar, bakarameistara. Þau gengu í hjónaband í apríl 1924 og varð sex barna auðið; Ólöf lést árið 1947 aðeins 23 ára að aldri, Guðrún fyrrum skrifstofumaður í Reykjavík, Geirlaug lést í frumbernsku, Sigur- geir áður heildsali og kaupmaður í Reykjavík, Eva fyrrverandi skóla- stjóri Tónlistarskólans á Sauðárkróki og Snæbjörg söngkennari í Reykja- vík. Snæbjörn féll frá árið 1932 aðeins 46 ára gamall. Þá bar Ólína sitt yngsta barn undir belti auk þess að vera með fjögur börn á framfæri. Staða ungrar ekkju var erfið enda efnahagurinn þröngur eins og flestra annarra á þessum tíma. En það lýsir Snæbirni vel og samheldni þeirra hjóna að þegar Snæbjörn kenndi sér meins bað hann vin og gamlan nem- anda sinn í bakaraiðn að koma heim frá námi í Kaupmannahöfn. Guðjón Sigurðsson varð við kallinu en nokkru síðar féll Snæbjörn frá. Guðjón varð síðari maður Ólínu og gekk börnum hennar í föðurstað. Börn Ólínu og Guðjóns voru þrjú; Elma Björk nuddari og snyrtifræð- ingur en hún lést árið 1984, Birna húsmóðir á Sauðárkróki og Gunnar bakarameistari nú búsettur í Reykja- vík. Ólína lét félagsmál mjög til sín taka. Ekki síst fékk Kvenfélag Sauð- árkróks að njóta krafta hennar. Þá var Ólína ein af stofnendum Sjálf- stæðiskvennafélags á Sauðárkróki og um árabil formaður félagsins. Auk þess lagði hún ýmsum öðrum sam- tökum lið, s.s. Leikfélagi Sauðár- króks. Ólína var mikill unnandi tón- listar og þá ekki síst sönglistar en sjálf hafði hún góða söngrödd. Tónlist var því samofin viðamiklu heimilis- haldi í Bakaríinu. Og mitt í öllum fé- lagsmálunum og umsvifamiklu heim- ilishaldi rak Ólína um áratuga skeið greiðasölu og síðar veitingasölu í samkomuhúsinu Bifröst. Varla var haldin veisla á Sauðárkróki án þess að Ólína sæi um hana. Þegar Ólína var 75 ára skrifaði séra Gunnar Gíslason: „Ólína Björns- dóttir er einörð kona. Feimnislaust segir hún hug sinn um allt, sem henni sýnist til ófremdar horfa og við vinir hennar misskiljum ekki hreinskilni hennar og hreinskipti. Hún er vinur sem til vamms segir og gerir það af góðum hug velvildar.“ Ólína var alla tíð gallharður sjálfstæðismaður og hefur örugglega haft mikil áhrif á pólitískar skoðanir Guðjóns en hann sat í hreppsnefnd og síðar bæjar- stjórn í áratugi. Enga stjórnmála- menn mat hún meira en Bjarna Benediktsson, Jóhann Hafstein og Geir Hallgrímsson, enda skiptu ein- urð og hreinskiptni Ólínu meira máli en flest annað í fari manna. Undir- ferli, sjálfshól og sjálfbirgingur var henni ekki að skapi. ÓLÍNA INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR ✝ Ólína IngibjörgBjörnsdóttir – Ólína í Bakaríinu, Ólína amma – fædd- ist á Skefilsstöðum á Skaga 23. maí 1903. Foreldrar hennar voru Björn Ólafsson bóndi og kona hans Guðrún Björnsdótt- ir. Ólína var næst- yngst fjögurra systk- ina. Hún lést 13. október 1980. Ég naut þeirrar gæfu að kynnast móður- ömmu minni – átti hana að í tuttugu ár, stund- um einn en yfirleitt með öðrum enda virtist mér allir leita til ömmu um smátt og stórt. Öllum, skyldmennum og vandalausum, þótti sjálfsagt og eðlilegt að hægt væri að mæta hvenær sem var og án fyrirvara í mat í Bakar- íið til Ólínu. Og það var alltaf til nægur matur, skipti engu hvort tveir væru við borð með fimmtán. Það var ekki fyrr en löngu síðar að ég hug- leiddi hvernig hægt væri að halda slíkt heimili. Ólína unni sér oftast best þegar mikið var að gera – at- gangur átti vel við skapgerðina þó oft yrði Ólína þreytt eftir langar tarnir. „Ég heyri hvað þú segir,“ var hún vön að svara barnabörnunum þegar þreytan sagði til sín og yfirgangurinn keyrði úr hófi fram. Aldrei var hins vegar kvartað í heyranda hljóði um þreytu eða lasleika. Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá Ólínu. Hún þurfti að takast á við lífið, jafnt and- lega sem líkamlega. Henni var ekkert rétt upp í hendurnar og hún ætlaðist heldur ekki til þess frekar en aðrir af hennar kynslóð sem ruddu brautina fyrir fátæka þjóð sem braust frá fá- tækt til bjargálna og velmegunar. Okkur sem lifum í einu mesta vel- megunarríki heims er hollt að minn- ast þeirra sem með dugnaði og elju lögðu hornsteininn að traustu þjóð- félagi velferðar. Ekki vegna þess að nokkurt þeirra hafi ætlast til þess heldur fyrst og fremst vegna þess að þannig fáum við betur metið það sem hefur áunnist. Óli Björn Kárason. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, JÓNU KARITASAR EGGERTSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu. Ívar Guðmundsson, Rafn Guðmundsson, Svanberg Guðmundsson, Eygló Benediktsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ENGILBERTS GUÐMUNDSSONAR, Stóragerði 6, Reykjavík. Inger Sanne Guðmundsson og fjölskylda. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför MARGRÉTAR ÞORKELSDÓTTUR, Skjöldólfsstöðum. Fyrir hönd aðstandenda, börn hennar. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA KATRÍN PÁLSDÓTTIR ljósmóðir, Hólabraut 3, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 27. maí kl. 15.00. Jón Hartmann, Erla Karelsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSHILDUR SVEINSDÓTTIR, Dalbraut 27, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 26. maí kl. 13.30. Brynja Benediktsdóttir, Jóhanna Benediktsdóttir, Ingunn Benediktsdóttir, Auður Jónsdóttir, Erlingur Gíslason, Högni Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR INGVARSDÓTTIR, Brekkulæk 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Seljakirkju í Reykjavík mánudaginn 26. maí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Jón P. Ragnarsson, Gísli Björgvinsson, Erna Martinsdóttir, Jón Pétur Gíslason, Ólöf Erna Gísladóttir. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANNES KRISTJÁNSSON frá Hólabrekku, Mýrum, Hornafirði, til heimilis á Silfurbraut 21, Höfn, sem andaðist miðvikudaginn 14. maí, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju laugardaginn 24. maí kl. 14.00. Lilja Aradóttir, Steinunn Hannesdóttir, Sigurður Örn Hannesson, Guðbjörg Sigurðardóttir, Sigmar Þór Hannesson, Ingibjörg Ólöf Sigurðardóttir, Rannver Hólmsteinn Hannesson, Sólveig Hafsteinsdóttir, Ari Guðni Hannesson, Anna Egilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN HELGADÓTTIR, Árskógum 2, áður Goðheimum 21, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mið- vikudaginn 21. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Gunnar Alexandersson, Katrín Óskarsdóttir, Hafdís Alexandersdóttir, Gísli J. Friðjónsson, Guðrún Sandra Gunnarsdóttir, Kristinn Albertsson, Sigursteinn Gunnarsson, Ellen Ásdís Erlingsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Þórður Ágústsson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Kolbrún Edda Gísladóttir og langömmubörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR, Háaleitisbraut 22, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 21. maí. Andrés Hafliðason, Anna Hafliðadóttir, Sigfús Hreiðarsson, Hafliði Sigfússon, Hildur Sigfúsdóttir, Edda Sigfúsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, Laugarásvegi 64, Reykjavík, lést á Landspítala við Hringbraut miðviku- daginn 21. maí. Hannes Guðmundsson, Ragnhildur Hannesdóttir, Gylfi Gunnlaugsson, Gerður Hannesdóttir, Gunnar O. Skaptason, Edda Hannesdóttir, Einar S. Sigurjónsson, Guðrún Hannesdóttir, Guðmundur Þ. Þórhallsson og barnabörn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.