Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 47 ERIK Veje Rasmussen var í gær sagt upp starfi sem þjálfara þýska handknattleiksfélagsins Flens- burg, þegar hann átti aðeins eftir að stjórna liðinu í einum leik í 1. deildinni. Rasmussen, sem lengi var lykilmaður í danska landslið- inu, hefur þjálfað Flensburg und- anfarin fimm ár og hefur samið við danska félagið Århus GF fyrir næsta tímabil. Flensburg varð fyrir skömmu þýskur bikarmeist- ari og burstaði meistara Lemgo, 40:32, í næstsíðustu umferð 1. deildarinnar í fyrrakvöld og er þar með öruggt með annað sætið í deildinni. Mesti blómatími félags- ins hefur verið undanfarin fimm ár, undir stjórn Danans, en liðið hefur þó hvað eftir annað mátt sætta sig við annað sæti á hinum ýmsu mótum. Rasmussen og framkvæmda- stjóri Flensburg, Thorsten Storm, hafa eldað saman grátt silfur í vetur en Storm kom til félagsins fyrir þetta tímabil eftir að hafa starfað hjá Kiel og Rasmussen hefur verið óspar á gagnrýni í hans garð. „Það er virkilega leiðinlegt að þetta skyldi enda svona en það verður líka að segjast að Erik átti upptökin að þessu. Það mátti bú- ast við því að svona færi,“ sagði Jan Fegter, fyrirliði Flensburg. Rasmussen vildi ekki ræða málavöxtu við þýska fjölmiðla í gær, kvaðst ekki hafa áhuga á skeytasendingum í fjölmiðlum. Aðstoðarþjálfari hans, hinn gam- alkunni pólski og síðar þýski landsliðsmaður, Bogdan Wenta, stjórnar liði Flensburg í lokaleik tímabilsins sem er í Essen á morg- un. Veje sagt upp fyrir lokaleik Flensburg ANNIKA Sörenstam sýndi á fyrsta leikdegi á Colonial golfmótinu í Tex- as að hún getur vel att kappi við karlmenn á golfvellinum. Sörenstam lék á 71 höggi eða einu höggi yfir pari en Rory Sabbatini lék á fæstum höggum í gærkvöldi en hann var á sex höggum undir pari. Patrick Sheehan og Mark Calcavecchia eru í öðru til þriðja sæti en þeir spiluðu á fimm höggum undir pari. Sörenstam byrjaði vel í gær og lék fyrstu holurnar ágætlega og hún var einu höggi undir pari eftir 13 holur. Þegar hún hóf leik eftir 17 holur var hún á pari en hún lék síð- ustu holuna á einu höggi yfir pari og endaði á 71 höggi. Sörenstam er fyrsta konan í 58 ár sem spilar á móti karlmönnum á PGA-mótaröðinni og hefur fjöl- miðlaumfjöllunin í kringum hana verið gífurleg á síðustu dögum. „Ég hef verið stressuð í allan dag en ég er mjög ánægð með hvernig ég spil- aði. Ég er ánægð með að deginum er lokið og það er mikill léttir að vera búin með fyrsta daginn. Auðvitað verð ég hæstánægð ef ég kemst í gegnum niðurskurðinn en ef ég spila eins og í dag skiptir það í raun litlu máli,“ sagði Sörenstam eftir að hafa lokið keppni í gærkvöldi. Sörenstam fékk góðan stuðning frá áhorfendum sem hvöttu hana til dáða á hverri holu. Í kvöld kemur í ljós hvort Sörenstam kemst í gegn- um niðurskurðinn. Annika Sörenstam á einu höggi yfir pari Þetta er í fyrsta sinn sem Björnsigrar í Kaldalshlaupinu en eldri bróðir hans, Sveinn, vann það fimm ár í röð frá 1997 til og með 2001. Í fyrra varð Daníel Smári Guðmundsson, FH, hlutskarpastur. Þetta var í 21. sinn sem Kaldalshlaup- ið er þreytt. „Ég skal viðurkenna að ég hef oft verið óöruggari með mig á hlaupabrautinni en að þessu sinni, ég var nokkuð viss um að vinna á loka- sprettinum,“ sagði Björn eftir að hann hafði komið í mark og tekið við Kaldalsbikarnum sem er farandbikar sem ættingjar Jóns Kaldals gáfu til hlaupsins. Frá upphafi hlaupsins skáru Björn, Sigurbjörn og Burkni sig nokkuð frá öðrum keppendum en alls voru þeir tólf. Hlupu þeir þremenningar í ein- um hnapp og skiptust á um að hafa forystuna allt þar til 200 metrar voru eftir en þá tók Björn á rás og hljóp af geysilegum krafti síðustu metrana án þess að þeir Sigurbjörn og Burkni fengju rönd við reist. Síðustu 200 metrana hljóp Björn á 27,5 sek., sem gefur ákveðin fyrirheit vegna sum- arsins þar sem hann hyggst leggja áherslu á 800 og 1.500 metra hlaup. Björn var nokkuð frá sínu besta í greininni sem er 8.31,74. „Ég átti ekki von á því að bæta minn besta árangur í 3.000 metra hlaupi þar sem þetta var frekar taktískt hlaup,“ sagði Björn. „Ég meiddist haustið 2001 og er fyrst að koma til baka af krafti um þessar mundir. Á þessum tíma hef ég lyft mikið, nokkuð sem ég hefði hvort sem er þurft að gera. Þannig að ég er sterkari nú en nokkru sinni fyrr og það skilaði sér meðal annars á loka- sprettinum að þessu sinni. Síðustu tvö hundruð metrarnir voru kraftmiklir og gefa mér ákveðna vísbendingu um hvers ég megi vænta,“ sagði Björn. Sunna Gestsdóttir, UMSS, náði sér ekki á strik en vann eigi að síður öruggan sigur bæði í langstökki og 100 m hlaupi. Hún hljóp 100 metrana á 12,34 sekúndum sem er nokkuð frá hennar besta og stökk 5,83 m í lang- stökki en Íslandsmet hennar er 6,24. Sunna er nýlega stigin upp úr veik- indum og sagðist vera nokkuð sátt við langstökkið en hlaupið hefði ekki ver- ið nógu gott. „Ég komst aðeins á skrið í langstökkinu,“ sagði Sunna sem tel- ur sig eiga mikið inni fyrir sumarið en næsta keppni hennar er á Smáþjóða- leikunum á Möltu í byrjun júní. „Von- andi næ ég mér á strik í hitanum á Möltu,“ sagði Sunna með bros á vör. Eitt aldursflokkamet féll á mótinu þegar Fanney Björk Tryggvadóttir, ÍR, bætti meyjamet Völu Flosadóttur í stangarstökki um fimm sentimetra með því að stökkva yfir 3,45 metra. Morgunblaðið/Árni Torfason Björn Margeirsson, Breiðabliki, tekur við hamingjuóskum frá einum keppinauta sinna eftir að hann kom fyrstur í mark í Kaldalshlaupinu í gærkvöldi. Björn vann af miklu öryggi BJÖRN Margeirsson, Breiðabliki, sigraði í hinu árlega Kaldals- hlaupi á Vormóti ÍR á Laugardalsvelli í gærkvöld. Hlaupið, sem er 3 km, er kennt við Jón Kaldal, langhlaupara og ljósmyndara, sem var fremsti langhlaupari Norðurlanda í lok annars áratugar og í upphafi þriðja áratugar síðustu aldar. Björn hljóp á 8.45,83 mín., en annar varð Sigurbjörn Árni Arngrímsson, UMSS, á 8.50,43 og þriðji í mark kom ÍR-ingurinn Burkni Helgason á 8.52,15 sem er hans besti tími í greininni. Ívar Benediktsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.