Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Árni Torfason
Nýstofnuð hljómsveit flutti tónlist við útskrift hjá Fjölmennt.
FJÖLMENNT – menntun og starfs-
endurhæfing fyrir fólk með geð-
raskanir og seinni tíma heilaskaða
útskrifaði nýlega 67 manns sem hafa
verið við ýmiss konar nám við skól-
ann frá áramótum. Um er að ræða
tilraunaverkefni sem Fullorð-
insfræðsla fatlaðra setti á stofn í
samstarfi við Geðhjálp til þess að
koma betur til móts við þennan hóp
nemenda.
Að sögn Helga Jósefssonar, verk-
efnisstjóra Fjölmenntar, voru ýmiss
konar námskeið á boðstólum í vetur,
bæði bókleg og verkleg auk tónlist-
arnáms og myndlistarnáms. „Við er-
um að reyna að byggja fólk upp til
þess að það finni hreinlega að það
geti lært og geti þá jafnvel farið í
áframhaldandi nám. Svo höfum við
líka boðið upp á stuðning við fólk
sem er við nám annars staðar, til
dæmis í framhaldsskólum eða há-
skólanámi,“ segir Helgi.
Fimmtán í fjarnám næsta vetur
Að sögn Helga hafa yfir áttatíu
manns sótt um nám við skólann
næsta vetur en þá verður meðal ann-
ars boðið upp á fjarnám við Fjöl-
brautaskólann við Ármúla og hafa
15 manns sótt um. „Með þessu móti
getur fólk sótt framhaldsnám sem er
kennt undir okkar umsjón og leið-
sögn og í þessu hlýlega umhverfi
sem húsnæði Geðhjálpar býður upp
á,“ segir Helgi en Geðhjálp leggur
skólanum til húsnæði sitt við Tún-
götu í Reykjavík endurgjaldslaust.
Sveinn Magnússon, framkvæmda-
stjóri Geðhjálpar, segir að með því
að hafa starfsemina í húsnæði sam-
takanna hafi þeir sem eigi við geð-
raskanir að stríða betri aðgang að
náminu en ella. „Þetta er sá staður
sem þessir einstaklingar leita til alla
jafna og fá ákveðinn stuðning sem er
grundvallaratriði fyrir þá til þess að
geta farið í nám,“ segir Sveinn.
„Þetta kallar auðvitað á ákveðin
fjárútlát en þörfin liggur nokkuð
ljós fyrir miðað við þessa tilraun og
ef vel á að vera þarf að leggja í þetta
meira fjármagn. Ég hef trú á að
menntamálayfirvöld sinni þessu.
Þau hafa styrkt Fjölmenntina vel í
þessu máli og hafa sýnt að þau hafa
fullan skilning og vilja til þess að
þetta nái fram að ganga,“ segir
Sveinn.
Nemendur Fjölmenntar eru með
sýningu á myndlist sinni í tengslum
við útskriftina nú í vikunni í húsnæði
Fjölmenntar við Túngötu 7.
Fjölmennt útskrifar nemendur
Fimmtán manns í
framhaldsskólanám
næsta vetur
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ARNFRÍÐUR Ísaks-
dóttir hárgreiðslu-
meistari lést á heimili
sínu, Bakkavör 32, Sel-
tjarnarnesi, að morgni
21. maí.
Arnfríður var fædd
að Bjargi á Seltjarnar-
nesi 8. júlí 1930. For-
eldrar hennar voru
Ísak Kjartan Vil-
hjálmsson og Helga
Sigríður Runólfsdóttir.
Arnfríður lauk prófi
frá Landakotsskóla.
Nam hún hárgreiðslu
við Iðnskólann í
Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi
1948. Arnfríður starfaði allan sinn
starfsaldur við hárgreiðslufagið, á
sínum yngri árum starfaði hún eitt ár
á hárgreiðslustofu í Kaupmannahöfn.
Eftir að Arnfríður snéri aftur til Ís-
lands kvæntist hún eftirlifandi manni
sínum, Óskari Ólasyni, málarameist-
ara. Eignuðust þau fjögur börn.
Arnfríður, eða Fríða, eins og hún
var jafnan kölluð, stofnaði hár-
greiðslustofuna Permu 1957 sem var
starfrækt um árabil í Garðsenda 21.
Fyrirtækið óx og dafnaði undir stjórn
Arnfríðar. Um tíma rak Arnfríður
ásamt dætrum sínum Permu, Hall-
veigarstíg 1 í Reykjavík og Permu,
Eiðistorgi Seltjarnarnesi.
Arnfríður var í forsvari fyrir hár-
greiðslunema á Iðnskólaárum sínum.
Hún var síðar formaður Félags hár-
greiðslusveina. Arnfríð-
ur var ritari Hár-
greiðslumeistarafélags
Íslands árin 1962–65 og
sinnti formennsku í
sama félagi árin 1968–
72 og aftur 1976–80.
Hún sinnti einnig fjölda
annarra trúnaðarstarfa
fyrir félagið. Arnfríður
var formaður Sambands
hárgreiðslu- og hár-
skerameistara árin
1970–79, 1980–82 og
1984–86, varaformaður
1979–80 og 1982–84.
Arnfríður var fyrst Ís-
lendinga til þess að fá réttindi sem al-
þjóðlegur fagdómari í hárgreiðslu og
vann starf brautryðjanda við að koma
á alþjóðlegu samstarfi innan fagsins.
Hún var fyrsta konan sem sat í
framkvæmdastjórn Landssambands
iðnaðarmanna en þar átti hún sæti ár-
in 1975–92. Þar sinnti hún ýmsum
trúnaðarstörfum og sat í fræðslu-
nefnd og prófnefndum. Hún var yf-
irprófdómari sveinsprófa í hár-
greiðslufaginu í rúman hálfan annan
áratug. Arnfríður sat í sambands-
stjórn Vinnuveitendasambands Ís-
lands árin 1977–82.
Arnfríður Ísaksdóttir hlaut heið-
ursfélaganafnbót Hárgreiðslumeist-
arafélags Íslands 29. nóvember 1995
og var einnig sæmd æðsta heiðurs-
merki Landssambands iðnaðar-
manna.
Andlát
ARNFRÍÐUR
ÍSAKSDÓTTIR
SAMNINGUR um sölu á íbúðum í
hinni nýju íbúðaþyrpingu í Skugga-
hverfi var undirritaður í gær af
fulltrúum fasteignasalanna Eigna-
miðlunar og Húsakaupa og fulltrúa
101 Skuggahverfis, hlutafélags í eigu
fasteignafélagsins Stoða og Burðar-
áss, fjárfestingafélags Eimskipa-
félags Íslands.
Að sögn Einars I. Halldórssonar,
framkvæmdastjóra 101 Skuggahverf-
is, voru fasteignasölurnar sérvaldar
til að annast sölu á öllum íbúðunum til
þess að tryggja festu og markviss
vinnubrögð. Sala á íbúðunum hefst
strax eftir helgi.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fast-
eignasali hjá Eignamiðlun, telur að
ekki hafi áður verið hafist handa við
byggingu á glæsilegri fjölbýlishúsum
á Íslandi. „Staðsetning íbúðanna ör-
stutt frá miðbæ Reykjavíkur nýtur
mikilla vinsælda og við fögnum því að
eiga samskipti við þessa traustu að-
ila,“ segir hann.
Guðrún Árnadóttir, viðskiptafræð-
ingur og löggiltur fasteignasali hjá
Húsakaupum, tekur í sama streng.
Hún segist vonast til þess að standa
undir þeim væntingum og kröfum
sem til þeirra séu gerðar. „Hér er ver-
ið að bjóða spennandi valkost á fast-
eignamarkaði á Íslandi, nýjan lífstíl ef
svo má að orði komast, sem er um
margt líkari því umhverfi sem menn
þekkja að utan,“ bætir hún við.
Í tilkynningu frá Eignamiðlun,
Húsakaupum og seljanda segir að
fyrstu íbúðirnar í þyrpingunni verði
tilbúnar til afhendingar haustið 2004.
Einnig segir að áhersla hafi verið lögð
á að hönnun og allur frágangur verði í
hæsta gæðaflokki, sem nýti sem best
kosti staðsetningarinnar.
Frá undirskriftinni, í aftari röð eru Brynjar Harðarson, Húsakaupum,
Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður 101 Skuggahverfis, og
Guðmundur Sigurjónsson, Eignamiðlun. Í fremri röð eru Guðrún Árna-
dóttir, Einar I. Halldórsson og Sverrir Kristinsson.
Sala íbúða í Skugga-
hverfi hefst eftir helgi
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
dómsmálaráðuneytinu vegna um-
ræðu um stöðu lögreglunnar í
Reykjavík:
„Vegna umræðu um fjármál lög-
reglunnar í Reykjavík vill dóms-
málaráðuneytið taka fram að eng-
innniðurskurður á framlögum til
lögreglunnar í Reykjavík hefur ver-
ið boðaður. Á fjárlögum þessa árs
var gerð 0,3% hagræðingarkrafa til
stærstu lögregluembætta landsins,
sem nemur um 5 milljónum króna
af tæplega 2 milljarða króna heild-
arframlagi til lögreglunnar í
Reykjavík. Sérstakar fjárveitingar
vegna rannsóknar umfangsmikilla
fíkniefnamála og vopnaeftirlits á
flugvöllum á fjárlögum þessa árs
hafa þegar að stærstu leyti runnið
til lögreglustjórans í Reykjavík og
því ljóst að raunhækkun hefur orðið
á fjárframlögum til lögreglustjór-
ans í Reykjavík á þessu fjárlagaári.
Lögreglunni í Reykjavík ber eins
og öðrum opinberum stofnunum,
lögum og reglum samkvæmt, að
halda sig innan þess fjárhags-
ramma sem Alþingi markar á fjár-
lögum hverju sinni. Fyrir liggur að
embættið var rekið með um 40
m.kr. halla á síðasta ári og til að
snúa þeirri þróun við var það mat
yfirstjórnar embættisins að grípa
þyrfti til ákveðinna aðgerða. Þær
eru hins vegar mjög umfangslitlar
og fyrir liggur að þær munu ekki
hafa áhrif á þjónustu embættisins
eða öryggi borgaranna.
Dómsmálaráðuneytið vinnur nú í
samvinnu við fjármálaráðuneytið að
fjárlagatillögum fyrir næsta ár, en
þeirri vinnu er ekki lokið. Ekki er
því tímabært að fullyrða hvaða til-
lögur um breytingar á fjárfram-
lögum til löggæslu verða gerðar í
frumvarpi til fjárlaga næsta árs.
Dómsmálaráðuneytið hefur ítrek-
að bent á í opinberri umræðu um
málefni löggæslunnar að staða
hennar sé sterk og traust. Fyrir
liggur í opinberum gögnum að frá
árinu 1997 hefur orðið um 30%
raunhækkun á framlögum til lög-
gæslu og hefur sú raunhækkun ein-
vörðungu farið til eflingar löggæslu
á ýmsum sviðum. Lögreglumönnum
hefur á sama tíma fjölgað umtals-
vert, meðal annars um 10% að
minnsta kosti á síðustu tíu árum
hjá lögreglunni í Reykjavík. Sam-
anburður á fjölda lögreglumanna
milli landa sýnir einnig að hlutfalls-
lega eru flestir lögreglumenn á Ís-
landi af öllum Norðurlöndunum og
á sama tíma sýna tölur að afbrota-
tíðni hér á landi er með því lægsta
sem gerist í heiminum. Traust al-
mennings á Íslandi til lögreglunnar
er yfirgnæfandi og sýna árlegar
skoðanakannanir að það vex með
hverju ári.
Áberandi hefur verið í opinberri
umræðu að vöxtur hafi hlaupið í
embætti ríkislögreglustjóra, á
kostnað löggæslu í landinu. Slíkt er
fjarri sanni. Raunhækkanir sem
orðið hafa á undanförnum árum á
framlögum til löggæslu hafa ein-
ungis að litlu leyti runnið til emb-
ættis ríkislögreglustjóra. Þær raun-
hækkanir hafa farið í fjölgun
lögreglumanna, t.d. við fíkniefna-
rannsóknir, hringinn í kringum
landið, meðal annars hefur verið
fjölgað um vel á annan tug fíkni-
efnalögreglumanna hjá lögreglu-
stjóranum í Reykjavík. Sú aukning
sem orðið hefur hjá embætti rík-
islögreglustjóra stafar eins og áður
sagði fyrst og fremst af tilflutningi
verkefna sem að mati löggjafans
hafa átt betur heima hjá ríkislög-
reglustjóra vegna þess samræming-
ar- og þjónustuhlutverks sem hann
gegnir fyrir lögregluembættin í
landinu. Sá tilflutningur hefur í öll-
um tilvikum styrkt íslenska lög-
gæslu til mikilla muna, eins og upp-
bygging fjarskiptamiðstöðvar lög-
reglu og umferðardeildar ríkis-
lögreglustjóraembættsins hafa
glögglega sýnt.
Allar framangreindar upplýsing-
ar eru aðgengilegar í ítarlegri
skýrslu dómsmálaráðherra um
stöðu og þróun löggæslu, sem lögð
var fyrir Alþingi á 127. löggjaf-
arþingi. Skýrsluna í heild er unnt
að nálgast á heimasíðu dómsmála-
ráðuneytisins, www.domsmalaradu-
neyti.is.“
Tilkynning frá dómsmálaráðuneytinu um stöðu lögreglunnar í Reykjavík
Enginn niðurskurður
framlaga boðaður
SALA á nýju íbúðunum í Skugga-
hverfi hefst formlega um helgina og
af því tilefni verður haldinn opinn
kynningarfundur í Listasafni Ís-
lands á mánudag. Að sögn Einars I.
Halldórssonar, framkvæmdastjóra
101 Skuggahverfis, munu arkitektar
húsanna, Morten Schmidt og Ög-
mundur Skarphéðinsson hjá Horn-
steinum, kynna ágæti þeirra og
hvernig staðið hefur verið að hönn-
un bygginganna. Auk þess munu
söluaðilarnir, Eignamiðlun og Húsa-
kaup, gera grein fyrir því hvernig
framkvæmd sölunnar verður háttað.
„Það hefur lengi verið áhugi fyrir
þessum íbúðum og þessari staðsetn-
ingu,“ segir Einar og bendir á að á
fundinum verði sýnd líkön, myndir
og teikningar af fyrirhuguðum hús-
um. Hann segir að nokkuð sé síðan
íbúðirnar hafi verið verðlagðar.
„Minnstu íbúðirnar eru 54 fermetrar
og þær stærstu eru 260 fermetrar.
Verðið er mjög misjafnt eftir stærð
og eftir því hvar þetta er staðsett,
eftir hæðum í húsinu og annað slíkt.
Ódýrustu íbúðirnar eru um 15 millj-
ónir með innréttingum og þær dýr-
ustu fara upp í nokkra tugi millj-
óna,“ bætir hann við.
Einar leggur áherslu á að í raun
sé um 12 stærðir og gerðir að ræða.
„Þyrpingin samanstendur af lágum
fjögurra hæða byggingum og fjór-
um átta til sextán hæða turnum. Hún
myndar síðan inngarð og undir hús-
unum eru bílageymslur.“
Kynning á
Skuggahverf-
inu í Lista-
safni Íslands
Fulltrúar lögreglu áttu fund
með dómsmálaráðherra
FÉLAGSMÁLAFULLTRÚAR
lögreglunnar í Reykjavík áttu
fund í gær með Sólveigu Péturs-
dóttur dómsmálaráðherra og
Stefáni Eiríkssyni, skrifstofu-
stjóra í dómsmálaráðuneytinu,
vegna umræðu á undanförnum
dögum um stöðu lögreglunnar í
Reykjavík.
„Farið var yfir málefni lögregl-
unnar í Reykjavík á víðum grunni
og skipst var á skoðunum. Und-
irritaðir telja að fundurinn hafi
verið gagnlegur og til þess fallinn
að auðvelda úrlausn mála lögregl-
unni til framdráttar.
Ljóst er að samtök lögreglu-
manna, yfirstjórn lögreglustjóra-
embættisins í Reykjavík og dóms-
málaráðuneytið þurfa að vinna
saman að varanlegri og farsælli
lausn á málefnum lögreglunnar í
Reykjavík,“ segir í fréttatilkynn-
ingu sem fjölmiðlum var send í
gær en undir hana rita Óskar
Bjartmarz, formaður Landssam-
bands lögreglumanna, Sveinn I.
Magnússon, formaður Lögreglu-
félags Reykjavíkur, og Kristján
Kristjánsson, formaður Félags ís-
lenskra rannsóknarlögreglu-
manna.