Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H IR 2 11 78 05 /2 00 3 Lagadeild • Viðskiptadeild • Tölvunarfræðideild Námsráðgjöf Alla virka daga kl. 10.00 - 11.30 er fastur viðtalstími þar sem þú getur komið og rætt við námsráðgjafa Háskólans í Reykjavík, kennara eða núverandi nemendur um hvaðeina er lýtur að námi við skólann. Þar fyrir utan getur þú hringt og pantað tíma í síma 510 6200 www.ru.is Umsóknarfrestur er til 5. júní HALLDÓR Blöndal segir að sér lítist ljómandi vel á niðurstöðu þingflokks- ins í gær, en hann lætur af embætti forseta Alþingis haustið 2005. „Mér líst ljómandi vel á þetta. Ég er búinn að vera lengi á þingi. Mér finnst þetta góð lausn og Sólveig Pétursdóttir verður mjög góður forseti.“ Halldór var spurður að því hvort hann hygðist gefa kost á sér til þings að nýju að fjórum árum liðnum. Hann svaraði því til að hann hefði enga ákvörðun um það tekið. Góð lausn Halldór Blöndal SÓLVEIG Pétursdóttir fráfarandi dómsmálaráðherra sagði að hún hefði átt langt samtal við Davíð Oddsson fyrir þingflokksfundinn í gær og „það er ljóst að menn vildu sjá ákveðnar breytingar,“ sagði hún. „Ég fæ tækifæri til þess að gegna embætti forseta Alþingis sem er auð- vitað mjög góð og merkileg staða, þannig að mér finnst ágætt að breyta til. Ég er sátt við þessa niðurstöðu.“ Þegar Sólveig var spurð að því hvers vegna hún teldi að þessi ákvörðun hefði verið tekin sagði hún: „Eins og ég sagði þá held ég að menn hafi viljað sjá ákveðnar breytingar. Ég fagna því sérstaklega að við erum að sjá fjölgun kvenna í ráðherrastól- um og ég vil líka benda á að staða forseta þingsins hefur hingað til ver- ið talin nokkuð merkileg. Ég held því að áhrif kvenna séu að aukast.“ Sólveig kvaðst aðspurð ekki líta á þessa niðurstöðu sem vantraust á sig. „Það er auðvitað þannig að það kemur maður í manns stað og það er ósköp eðlilegt að huga að breyt- ingum eftir að hafa verið fjögur ár sem ráðherra.“ Sátt við niðurstöðuna Sólveig Pétursdóttir TÓMAS Ingi Olrich sagðist ágæt- lega sáttur við það að láta af emb- ætti menntamálaráðherra um ára- mót. „Það leggst ágætlega í mig. Ég vinn að því núna fram að áramótum að undirbúa fjárlög og vinna að ýms- um verkefnum sem við höfum verið að vinna við. Svo taka nýir tímar við og ég er fyllilega sáttur við það.“ Inntur eftir því hvort niðurstaðan hefði komið á óvart sagðist hann hafa verið búinn að ræða þessi mál við Davíð Oddsson fyrir þingflokks- fundinn í gær. „Ég hef aldrei talið mig eiga neitt gefið í pólitík og tek þeim verkefnum sem þarf að vinna.“ Tómas Ingi sagði að það legðist ágætlega í sig að verða sendiherra í París. Spurður hvenær af því yrði sagði hann að það yrði að ári. „Það verður með vormánuðum geri ég ráð fyrir, á næsta ári.“ Hann kvaðst ekki vera búinn að taka ákvörðun um það hvenær hann léti af þingmennsku. Tek þeim verkefnum sem þarf að vinna Tómas Ingi Olrich SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir sagðist aðspurð ekki hafa átt von á að verða ráðherra. Henni litist hins vegar mjög vel á að taka við ráð- herradómi í umhverfisráðuneytinu. „Ég tel þetta vera mjög skemmtilegt verkefni og margt áhugavert sem liggur þar fyrir. Umhverfismálin eru líka vaxandi málaflokkur og skipta gríðarlega miklu máli. Ég er sann- arlega ánægð yfir því að fá að takast á við þau.“ Hún sagði ennfremur að það yrði spennandi að taka að sér skipulagsmálin sem væru ekki síður fyrirferðarmikil í ráðuneytinu. Aðspurð svaraði Sigríður Anna því til að það væri svo sannarlega eftirsjá að þeim sem láta af ráð- herradómi. „Ég sé náttúrlega mjög mikið eftir Sólveigu Pétursdóttur sem hefur staðið sig mjög vel í starfi sínu en aftur á móti er ég viss um að þingforsetastarfið mun henta henni afskaplega vel.“ Átti ekki von á ráð- herradómi Sigríður Anna Þórðardóttir BJÖRN Bjarnason, verðandi dóms- og kirkjumálaráðherra, sagði að- spurður eftir þingflokksfund sjálf- stæðismanna í gærkvöldi að hann hefði ekki tekið ákvörðun um hvort hann myndi hætta sem borgar- fulltrúi. Þó væri þó ljóst að ekki færi saman að vera oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn og ráðherra dóms- og kirkjumála. „Þetta ber svo brátt að að ég hef ekki haft tíma til annars en að borða síðan ég heyrði þetta,“ sagði hann við fréttamenn, „þannig að ég hef ekki tekið ákvörðun. Ég þarf að meta stöðuna.“ Björn sagði að næsta verkefni væri að hitta sitt fólk í borgarstjórn- arflokknum og ræða málin. „En það fer náttúrlega ekki saman að vera oddviti Sjálfstæðisflokksins í borg- arstjórninni og dóms- og kirkju- málaráðherra. Það þarf að leysa það með einhverjum hætti.“ Aðspurður sagði hann að ákvörð- un í þessum efnum yrði tekin næstu daga. Björn kvaðst ekki hafa sóst eftir ráðherradómi. Hann sagði enn- fremur aðspurður að hann væri ánægður með að fá að sinna dóms- og kirkjumálum. „Ég er lögfræð- ingur og hef mikinn áhuga á örygg- ismálum og öryggi borgaranna,“ sagði hann og bætti við að hann væri enn fremur gamall starfsmaður Landhelgisgæslu Íslands. „Ég hef áhuga á almannavörnum og öllu því sem undir dómsmálin heyrir og síð- an er ég líka mikill kirkjunnar mað- ur þannig að ég kvíði því ekki að sinna þessum verkefnum.“ Björn sagði að auðvitað fylgdu breytingar nýjum mönnum en minnti á að stefnan væri mörkuð í stjórnarsáttmálanum. Breytingar fylgja nýjum mönnum Björn Bjarnason ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir, sem verður menntamálaráðherra um áramót, sagði við fréttamenn að ráð- herradómurinn hefði komið sér þægi- lega á óvart. Hún hefði ekki átt von á þessu. „Þau [tíðindin] eru óvænt en mjög ánægjuleg,“ sagði hún. „Mér finnst þetta afskaplega mikil áskorun og ögrun að taka við mennta- málaráðuneytinu. Það er búið að gera stórkostlega hluti þar á síðastliðnum árum undir stjórn okkar og forystu okkar sjálfstæðismanna. Það er um að gera að reyna að halda áfram því góða starfi og reyna að bæta aðeins við það.“ Þorgerður á von á barni í sumar og segist hafa tíma fram að áramótum til að njóta þess að vera með barninu. Innt eftir því hvort menntamála- ráðuneytið væri það ráðuneyti sem hún hefði haft hug á sagði Þorgerður að það væri aldrei hægt að segja að eitthvert ráðuneyti væri óskaráðu- neyti. „Þegar stjórnmálamenn gefa kost á sér í pólitík eiga þeir að geta tekist á við öll verkefni,“ sagði hún. Mikil áskorun Þorgerður K. Gunnarsdóttir Morgunblaðið/Sverrir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður menntamálaráðherra um næstu áramót, Björn Bjarnason verður nú dóms- og kirkjumálaráðherra og Sigríður Anna Þórðardóttir verður umhverfisráðherra haustið 2004. Tveir nýir ráðherrar taka sæti í ríkisstjórn á ríkisráðsfundi í dag. Þá bætast tvær konur í hóp ráðherra á næstu misserum og forsetaskipti verða á Alþingi. Morgunblaðið ræddi við verðandi og fráfarandi ráðherra og þingforseta. ÁRNI Magnússon verður félags- málaráðherra og tekur við af Páli Péturssyni, sem er hættur sem al- þingismaður, en aðrir ráðherrar Framsóknarflokksins gegna áfram störfum sínum eins og í fyrri rík- isstjórn. „Ég hlakka til að takast á við verkefnið og það er alltaf spennandi að finna það að manni er treyst fyr- ir miklum og göfugum verkum,“ sagði Árni Magnússon eftir þing- flokksfund Framsóknarmanna í gærkvöldi, en viðurkenndi að ákvörðunin hefði að vissu leyti kom- ið sér á óvart. Hann sagðist ekki hafa búist frekar við því að verða ráðherra, þetta væri eitt af því sem menn yrðu að vera viðbúnir þegar þeir ætluðu að hasla sér völl í stjórnmálum, en hann hefði ekki sóst sérstaklega eftir embættinu. „Ég hef haft þann háttinn á að ég hef reynt að sinna þeim verkum sem mér hafa verið falin og ég sótt- ist ekkert frekar eftir þessu heldur en öðru,“ sagði hann. „Það eru svo sem allir í kjöri þegar kemur að því að velja ráðherrana og ég held að ég hafi átt alveg jafna möguleika og aðrir í því frá upphafi en ég átti ekkert sérstaklega von á þessu.“ Árni Magnússon sagði að ungt fólk væri í auknum mæli að koma til starfa í Framsóknarflokknum, bæði á Alþingi og í framvarðasveitinni að öðru leyti, og með þessari ákvörðun væri það staðfest. „Hér er komin ung og vösk sveit sem ætlar sér talsverða hluti.“ Í máli Árna kom fram að hann hefði mikinn áhuga á málaflokkn- um, en hann hefði til þessa verið varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og hefði starfað í sveitarstjórn. „Málefni sveitarfélag- anna eru mér auðvitað mjög hug- leikin,“ sagði þessi nýkjörni þing- maður. „Það blasir við að við lögðum upp í þessa kosningabaráttu með tals- vert mikla áherslu á húsnæðismálin, hækkun lánshlutfalls, og ég mun auðvitað fylgja því eftir.“ Hann sagði að málefni fatlaðra væru sér einnig mjög hugleikin sem og jafn- réttismál. Jafna þyrfti launamun í samfélaginu og það yrði eitt af bar- áttumálunum. Árni Magnússon Ung og vösk sveit ætlar sér talsverða hluti Morgunblaðið/Sverrir Árni Magnússon, verðandi félagsmálaráðherra, svarar spurningum frétta- manna eftir þingflokksfund Framsóknarflokksins í Alþingishúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.