Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Einfalt og glæsilegt eikarhúsgögn frá Belgíu Ármúla 44 • Sími 553 2035 • www.hphusgogn.is Skenkur Kr. 110.700 Glerskápur Kr. 121.230 Borð 95x150 cm, stækkanlegt í 240 cm Borð & 6 stólar Kr. 274.320 Vesturfarar nútímans? Menningarmál Akureyrar í deiglunni Leitað nýrra og skapandi leiða VINNUSTOFA ummenningarmál tilframtíðar á Akur- eyri verður haldin í Ketil- húsinu í dag og á morgun, hefst klukkan 16 í dag, en klukkan 9.30 í fyrramálið. Stefna Akureyrarbæjar í menningarmálum hefur yfirskriftina Menning fyr- ir alla, en vinnustofan hef- ur yfirskriftina Menning 2008. Þórgnýr Dýrfjörð er menningarstjóri Akureyr- arbæjar og er í forsvari fyrir vinnustofuna í viðtali við Morgunblaðið. – Hvers vegna Menning 2008? „Yfirskriftin Menning 2008 vísar til framtíðar. Stefna Akureyrarbæjar í menningarmálum hefur yfirskriftina Menning fyrir alla, en til að sú stefna sé virk þarf að svara fjölmörgum spurningum sem blasa við okkur. Það er til- finning margra að það séu ákveð- in tímamót í menningarlífi Akur- eyrarbæjar um þessar mundir. Akureyri hefur verið framarlega í menningarmálum, bærinn hefur og náð langt og meiri fjármunum er varið til menningarmála á Akureyri heldur en í öðrum bæj- arfélögum. Tímamótin eru ekki fólgin í því að fram undan sé niðurskurður, heldur þarf að leita eftir meiri þroska, krafti og sam- stillingu í starfið þegar til framtíð- arinnar er litið.“ – Er 2008 eitthvert viðmiðunar- ár í þessu sambandi? „Nei, ekki beint, eins og ég gat um þá er þetta skírskotun til framtíðar og með ártalinu 2008 viljum við fara vel fram veginn, en mátulega langt þó, sem sagt ekki of langt.“ – Geturðu nefnt okkur dæmi um tímamót og meiri þroska og kraft á einhverju sviði menning- armála í bænum? „Leikfélag Akureyrar er gott dæmi um menningarstofnun í bænum sem þarf að hugsa sitt upp á nýtt. Eins og ég gat um þá er ekki um að ræða að draga úr framlögum, heldur að huga að nýtingu fjármuna og samstillingu framkvæmda og hugsunar. Það má kannski orða það svo að við þurfum að finna leiðir til að gera nýja hluti og jafnvel meira fyrir sama fé.“ – Í hverju er undirbúningurinn að þessari vinnustofu fólginn? „Hópur áhugamanna um menn- ingu og listir undir forystu Gil- félagsins hefur verið að hittast á fimmtudögum yfir „menningar- súpunni“ eins og þessi óformlegi hópur hefur kallað sig. Líflegar umræður á þeim vettvangi hafa leitt til þess að nú er verið að boða til vinnustofunnar. Vinnustofan er því afsprengi þessara funda. Í fyrstu var hugsunin að halda stóra opna ráðstefnu, en horfið frá því vegna þess að reynslan er sú að það getur verið erfitt að festa hönd á afurðum ráð- stefnu.“ – En hver er hug- myndafræðin á bak við vinnustofuna? „Markmiðið er að kalla saman áhugafólk úr sem flestum áttum til að ræða um hver helstu markmið með menningarstarfi á Akureyri eiga að vera ef horft er til ársins 2008 Við erum að stefna saman öllum þeim hópum sem að menningar- starfinu koma, ekki bara sumum þeirra sem oft hefur viljað brenna við og leitt til þess að skilningur reynist ósamhæfður. Við erum þar með að leita eftir meiri sam- eiginlegum skilningi um mála- flokkinn heldur en verið hefur. Við erum að tala um greiðendur, fyrirtæki, stjórnmálamenn, skipuleggjendur, skapendur og neytendur. Niðurstöður vinnu- stofunnar á að nota til leiðbein- ingar eða úrlausnar fyrir þá sem koma að skipulagningu menning- arstarfs.“ – Hvaða væntingar gerið þið ykkur um árangur? „Við höfum miklar væntingar og erum mjög spennt að sjá hvað þetta form færir okkur því hér er um nýja nálgun að ræða. Ég hef stundum orðað það svo að við hér á Akureyri séum komnir með permanent í menningarmálum. Permanent lítur vel út og er flott, en það fer ekki úr hárinu nema að það sé þvegið og greitt upp á nýtt. Það er komin þörf fyrir þvott og nýja greiðslu á Akureyri og mál að leita nýrra og skapandi leiða til að ná sem bestum árangri.“ – Geturðu sagt okkur eitthvað um fundarformið áður en við sláum botninn í þetta? „Vinnustofan hefst í dag klukk- an 16 með erindum tveggja frum- mælenda sem hafa það hlutverk annars vegar að lýsa stöðu mála eins og hún er nú og hins vegar að opna viðfangsefni vinnustofunnar. Frummælendur verða Fríða Björk Jakobsdóttir og Sveinn Einarsson. Að því loknu verður þátttakendum skipt í þrjá hópa og undirbúningur laugardagsins hefst. Hóparnir þrír munu fjalla um menn- ingu sem þroskatæki og samfélagsafl, um menningu sem byggða- og atvinnumál og um menningu sem ferða- þjónustu og afþreyingu? Starf laugardagsins hefst með morgunhressingu klukkan 9.30 og að því loknu munu hóparnir taka til við vinnuna og stuttar framsög- ur verða um viðfangsefni hvers hóps. Framsögumenn verða Ágúst Einarsson, Arna Valsdóttir og Guðrún Helgadóttir. Rétt er að geta, að þátttöku þarf að skrá.“ Þórgnýr Dýrfjörð  Þórgnýr Dýrfjörð er fæddur á Siglufirði 1967. Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1988 og BA í heimspeki frá Há- skóla Íslands 1993. Var næstu ár- in deildarstjóri búsetu- og öldr- unardeildar Akureyrarbæjar og sótti þá ýmis starfstengd nám- skeið, ekki síst á sviði gæða- stjórnunar, á Norðurlöndum. Hefur verið menningarfulltrúi Akureyrar frá ársbyrjun 2002. Maki er Aðalheiður Hreiðars- dóttir og eiga þau tvo stráka, Styrmi og Bjarma. … komin þörf fyrir þvott og nýja greiðslu á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.