Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hilmar GylfiGuðjónsson fæddist í Reykjavík 9. mars 1935. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 16. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guðjón B. Baldvinsson og Steinunn Jónsdóttir. Hilmar ólst upp hjá Guðjóni og seinni eiginkonu hans Önnu Guðmundsdóttur. Hilmar kvæntist 22. nóvember 1958 Þórunni Kristjánsdóttur, f. 29. desember 1938. Foreldrar henn- ar voru Kristján S. Ísaksson og Guðrún Kristjánsdóttir. Hilmar og Þórunn eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Kristján, f. 1956, maki Sesselja M. Matthíasdóttir. Börn þeirra eru Hilmar og Þórunn, f. 1989. 2) Guðjón, maki Hafdís Svav- arsdóttir. Börn þeirra eru Clara, f. 1979, Stella, f. 1981, Ester, f. 1984, Erla, f. 1989, Hilmar Gylfi, f. 1990, og Jó- hannes, f. 1999. 3) Guðrún, f. 1962, d. 1965. 4) Birgir, f. 1967, sonur hans er Ólafur Daði, f. 1996. 5) Guðrún, f. 1969, maki Hans G. Al- freðsson. Synir þeirra eru Birgir Freyr, f. 1991, og Heimir Þór, f. 2002. Hilmar lauk meistaraprófi í múrsmíði 1968 og rak eigið fyr- irtæki frá 1978 til 1999. Útför Hilmars verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi minn. Það er erfitt að þurfa kveðja þig og horfa fram á við og ímynda sér lífið án þín. Það eina sem getur huggað mig er að núna fékkstu hvíldina og að þér líður mikið betur núna en síðustu daga lífs þíns. Mað- ur er aldrei tilbúinn að kveðja ástvin sinn en það er ekki hægt að velja stað né stund, þá myndi líklegast sú stund aldrei koma. Það eru forrétt- indi að hafa átt föður eins og þig, fyrirmyndin okkar allra. Þú kenndir mér svo margt um lífið og tilveruna. Þú hafðir ákveðnar skoðanir þó svo þú værir ekki alltaf að láta þær í ljós, hélst þeim oftast fyrir þig. Eitt af því sem maður lærði fljótt af þér var hvað vinna er mikilvæg, alveg sama hver sú vinna var, þá bar manni að stunda hana af kappi og áhuga. Menntun var mikilvæg en alls ekki nauðsynleg því það sem maður lærir í vinnu kemur ekki allt frá bókum og fræðum. Þú varst sterk og þögul manngerð. Þið mamma voruð vinamörg og þú vannst þér ávallt traust og virðingu annarra. Þið nutuð þess að ferðast saman hvort sem var á Íslandi eða um allan heiminn. Þetta er sárt og erfitt að sætta sig við en ég veit að þú munt lifa í hjört- um okkar alla tíð, lifa í minningu okkar og áður en við munum vita af verðum við aftur byrjuð að brosa að skemmtilegu tilsvörum þínum, sem kannski enginn mun skilja nema við fjölskyldan. Takk fyrir allt sem þú gafst mér. Hvíl þú í friði. Þín dóttir, Guðrún. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Afabörn. HILMAR GYLFI GUÐJÓNSSON ✝ Vilborg Þóris-dóttir fæddist í Garði í Þistilfirði 6. janúar 1942. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Seyðisfjarð- ar 16. maí síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar eru Rósa Lilja Jóhannesdóttir, f. 26. okt. 1919 í Flögu í Þistilfirði, og Þórir Björgvinsson, f. 4. ágúst 1912 á Borg- um í Þistilfirði. Systkini Vilborgar eru: Reynir, f. 12. febrúar 1943, Björn, f. 6. maí 1950, og Guðmundur Gestur, f. 3. ágúst 1960. Vilborg (Villa) hóf sambúð 1960 með Jóni Gunnþórssyni frá Seyð- isfirði, f. 1. september 1938. Þau slitu síðar samvistum. Synir þeirra eru: Gunnþór, f. 26. nóv. 1961, búsettur á Seyðisfirði, í sambúð með Þórunni Óladóttur. Linda E. Phersson, dóttir þeirra er Vilborg Anna, f. 20. mars 1994. Jón Rúnar, f. 23. ágúst 1970, bú- settur í Reykjavík, sambýliskona Brynja Jónsdóttir, börn þeirra eru: Móey Pála, f. 11. apríl 1997, og Agnar Ingi, f. 6. júní 2000. Reynir Atli, f. 28. okt. 1978, bú- settur í Svíþjóð. Vilborg (Villa) ólst upp í Flögu í Þistilfirði. Hún tók gagnfræða- próf frá Alþýðuskólanum á Eiðum 1959. Villa og Jón hófu sinn bú- skap á Seyðisfirði 1960. Hún starfaði þar m.a. á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar, við fiskvinnslu- störf, húsmóðurstörf og barna- uppeldi. Þau fluttust til Þórshafn- ar 1979 og þar starfaði Villa á Hjúkrunarheimilinu Nausti sem forstöðukona. Hún fluttist til Reykjavíkur 1990 og hóf þar sjúkraliðanám. Síðar bjó hún í Keflavík og starfaði þar við fisk- vinnslustörf jafnframt sem hún hélt áfram námi sínu. Hún fluttist til Stokkseyrar 1997 og vann þar á Hjúkrunarheimilinu Kumbara- vogi og fluttist síðan til Seyðis- fjarðar vorið 2002. Útför Vilborgar fer fram frá Svalbarðskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hann á tvö börn með Dagnýju K. Sigurðar- dóttur. Þau eru Rósa Lilja, f. 28. sept 1988, og Jón, f. 23. apríl 1990. Þórhallur, f. 18. nóv. 1962, búsettur á Seyðisfirði, eiginkona Jóhanna Pálsdóttir, börn þeirra eru: Alex- ander Már, f. 22. maí 1988, Páll Fannar, f. 18. okt. 1991, Rúnar Freyr, f. 17. apríl 1993, og Dagrún Vil- borg, f. 30. des. 2001. Agnar, f. 3. des. 1963, búsettur á Þórshöfn, sambýlis- kona Heiðrún Óladóttir, synir þeirra eru tvíburarnir Þórhallur og Óli, f. 16. janúar 1999. Þórir, f. 12. mars 1965, búsettur á Þórs- höfn, barnsmóðir Kristín Óladótt- ir, sonur þeirra er Þorsteinn Vil- berg, f. 2. mars 1985. Sigurður Jóhannes, f. 13. júlí 1968, búsett- ur á Þórshöfn, sambýliskona Elsku Villa, ég sagði oft við vin- konur mínar að ég hefði sko ekki getað fengið betri tengdamömmu en þig, alltaf var manni hrósað fyrir allt sem maður gerði og aldrei var sett neitt út á mann. Ég man þegar strákarnir voru litlir og við heimsóttum þig hvort sem það var á Þórshöfn, í Keflavík eða á Stokkseyri þá var alltaf vel tekið á móti manni. Amma átti allt- af ís í frystinum og alltaf var amma best því hún skammaði mann aldr- ei, sögðu strákarnir oft við mig. Svo var nú aldeilis dekrað við soninn. Hann fékk alltaf lúxus fót- snyrtingu þegar við komum til þín og þá var nú tengdadóttirin hneyksluð. Okkur fannst alveg frábært þeg- ar þú fluttir austur á Seyðisfjörð síðastliðið vor. Mér fannst það aldeilis ekki leið- inlegt að hjálpa þér að koma íbúð- inni í stand, strákarnir voru líka yf- ir sig ánægðir að eiga núna tvær ömmur á Seyðisfirði og þegar önn- ur var heimsótt þá var farið til hinnar líka því það var svo stutt á milli þeirra. Það var alltaf gott að koma til þín, Villa mín, og það fannst henni nöfnu þinni líka þar sem hún lék sér að dótinu sem þú hafðir keypt fyrir hana, þótt hún væri nú kannski meira hrifinn af púðunum þínum eða blaðagrindinni. Það var notalegt að sitja við eldhúsborðið hjá þér, sötra kaffið og horfa út um gluggann þar sem útsýnið var alveg frábært og spjalla um daginn og veginn. Ég vildi gefa mikið fyrir að hafa ekki verið svona pirruð síðast þegar við Dagrún Vilborg heimsóttum þig en því verður víst ekki breytt. Ég vildi bara óska þess að þú hefðir getað verið miklu lengur hjá okkur. Ég veit að þú varst oft leið þegar þú þurftir að liggja á sjúkrahúsinu, þú vildir að sjálfsögðu vera heima, eðlilega. Við vitum að minnsta kosti að þér líður betur núna. Elsku Villa, þín verður sárt sakn- að. Þín tengdadóttir, Jóhanna. Vilborgu kynntist ég sumarið 1990 á Þórshöfn á Langanesi. Þar veitti hún hjúkrunarheimilinu Nausti forstöðu. Ég var þá komin til afleysinga- starfa á Heilsugæslustöð Þórshafn- ar og höfðum við því töluverð sam- skipti. Hún vann þar óeigingjarnt starf og sinnti vistmönnum þar af sinni einstöku alúð sem einkenndi hana, vistmennirnir gengu fyrir öllu í hennar lífi og svo auðvitað börnin hennar og barnabörn. Hún var vön að hugsa í stóran hring því sjálf átti hún sjö stráka, ekki lítill hópur það. Stuttu seinna kynntist ég Guð- mundi bróður hennar sem varð eig- inmaður minn og samband okkar Villu eins og hún var kölluð varð nánara. Sumarið 1997 höfðum við fjöl- skyldan búið á Stokkseyri í eitt ár og vorum svo lánsöm að Villa kom til sumarstarfa á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Kumbaravog. Þá vorum við orðin enn meiri fjöl- skylda með Villu okkur við hlið. Henni líkaði ágætlega þar og sumarstarfið varð að nokkurra ára starfi eða þar til heilsa hennar gaf sig. Hún vann við það sem henni fórst svo vel úr hendi, að annast fólk, það sem henni fannst svo gef- andi. Hún var sonum okkar Guðmund- ar, þeim Heiðari, Björgvin og Þóri, ætíð góða frænkan sem var alltaf til taks að hjálpa og var hún okkur ekki svo sjaldan innan handar með strákana þegar mikið lá við. Síðustu tvö árin átti hún við heilsuleysi að stríða og fyrir tæpu ári flutti hún til Seyðisfjarðar þar sem hún var umkringd sonum sín- um og fjölskyldum þeirra, það gladdi hana mjög, þó svo hún hafi saknað vina sinna á Suðurlandinu. Við horfum á eftir góðum vini og frænku sem kveður nú þennan heim þó aldurinn hafi ekki verið hár. Við söknum Villu mikið og þökk- um henni allt sem hún hefur fyrir okkur gert. Kæra Rósa, Gunnþór, Þórhallur, Agnar, Þórir, Jóhannes, Rúnar, Reynir og fjölskyldur ykkar, við Guðmundur og synir okkar biðjum að Guð blessi ykkur öll. Katrín Ósk. Kynni okkar Villu hófust á Seyð- isfirði vorið 1961 er hún flutti 18 ára gömul í Gestsbæ í Firði, heimili föð- ur míns og okkar systkina sem unn- usta Jóns bróður míns. Ég minnist þessarar ókunnu stelpu, sem komin var í fjölskyld- una. Allur kvíði reyndist þó óþarfur því með okkur tókst sú vinátta, sem aldrei síðan slitnaði. Það kom brátt í hlut Villu að taka við búsforráðum í Gestsbæ og leysti hún það af hendi með miklum sóma. Gerði hún heim- ilið að hlýlegum griðastað fyrir okk- ur öll. Gestrisin var hún og tók vel á móti hverjum þeim er að garði bar. Ég minnist þess hve notalegt var þá að koma heim á kvöldin og setjast niður í eldhúsinu hjá Villu yfir kaffi- bolla og ilmandi „bakkelsi“. Og svo var spjallað, stundum langt fram á nótt. Við vorum báðar „Eiðastelpur“ og varð okkur tíðrætt um ýmislegt, sem þar var brallað. Á fyrstu níu árunum í Firði eign- uðust þau Villa og Jón sex drengi og enn seinna þann sjöunda, hann Reyni Atla. Nærri má því geta að vinnudagurinn hennar Villu varð oft langur. En alltaf var heimilið henn- ar jafn fallegt og snyrtilegt og allur strákaskarinn hreinn og strokinn, sem kostaði reyndar æði mörg fata- skipti á degi hverjum. Þau Jón og Villa byggðu ásamt föður mínum nýtt hús á grunni gamla Gestsbæj- arins. Faðir minn var því áfram heimagangur hjá þeim, naut sam- vistanna við afadrengina sína og Villa var honum ætíð hlýleg og hjálpsöm. Þar kom að þau Jón fluttu frá Seyðisfirði á heimaslóðir hennar á Þórshöfn. Síðar slitu þau sínum samvistum. Flutti hún þá fyrst til Keflavíkur, en síðan á Stokkseyri. Vann hún þar við umönnun sjúkra á Kumbaravogi, þar sem hún hefur eflaust gert sitt besta og oft líklega meira en hennar eigin heilsa leyfði. En þannig var hún Villa, ósérhlífin, vildi öllum liðsinna, en krafðist einskis af öðrum. Seinni ár- in kom hún stundum og gisti hjá okkur á Álfhólsveginum. Og enn var um margt að spjalla fram eftir nóttu, því árin höfðu einhvern veg- inn liðið svo undur hratt og við tvær áttum allt í einu svo ótal margar dýrmætar minningar saman. Að leiðarlokum vil ég þakka henni Villu minni samfylgdina. Við frændur mína, drengina hennar, vil ég segja: Þið getið verið stoltir af því að hafa átt hana að móður. Blessuð veri minning hennar. Guðfinna S. Gunnþórsdóttir. Í dag kveðjum við hana Villu en þó ekki, því hún mun alltaf eiga fastan sess í hugum okkar systk- inanna á Garðarsvegi 2. Villa var gift Jóni móðurbróður okkar og áttu þau saman sjö hressa og skemmti- lega stráka, þau slitu samvistum. Það var alltaf mikið fjör uppi í Firði (Gestsbæ) og sóttum við það stíft að komast þangað sem krakkar og unglingar. Það var alveg sama hvað gekk á og hversu mörg uppá- tækin voru að alltaf hélt Villa ró sinni og brosti að allri vitleysunni. Þegar við hugsum til baka er okkur minnisstætt að þvottavélin var alltaf í gangi enda stórt heimili og frænd- ur okkar engir snyrtipinnar. Alltaf var fullt af aukafólki í mat og kaffi enda bakaði Villa heimsins bestu formkökur og kleinur og ekki sé tal- að um allar flottu og góðu smákök- urnar sem bakaðar voru fyrir jól, sérstaklega köflóttu kökurnar sem voru brúnar og hvítar svo flottar svo góðar. Hún var algjör snillingur í höndunum og alltaf þegar við systur þurftum aðstoð við handavinnu var farið upp í fjörð til Villu sem alltaf gaf sér tíma þó engan tíma hefði í raun. Hún hjálpaði okkur með franska hælinn og stjörnuúrtökuna og hekludótið. Eftir að Villa og Jón slitu samvistum minnkuðu sam- skiptin en alltaf heyrðum við af henni í gegnum frændur okkar eða hittum á hana þegar hún kom aust- ur í frí. Hún flutti austur fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári, þá orðin sjúkling- ur og var ánægð með að vera komin nálægt börnum og barnabörnum. Elsku Villa, við erum viss um að nú líður þér vel og afi Gunnþór verður glaður að fá aftur að hitta þig og fá góða matinn og góðu kök- urnar þínar. Við kveðjum þig með þessu ljóði eftir Davíð Stefánsson sem okkur finnst segja svo margt um þig: Ég finn það gegnum svefninn, að einhver læðist inn með eldhúslampann sinn, og veit, að það er kona, sem kyndir ofaninn minn, sem út með ösku fer og eld að spónum ber og yljar upp hjá mér, læðist út úr stofunni og lokar á eftir sér. Ég veit að þessi kona er vinafá og snauð að launin sem hún fær, eru last og daglegt brauð. En oftast er það sá, sem allir kvelja og smá, sem mesta mildi á. Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Elsku Villa, mamma og pabbi þakka fyrir allar góðu samveru- stundirnar sem þið áttuð saman í gegnum súrt og sætt. Elsku Jón, Gunnsi, Halli Aggi, Brói, Jonni Rúnar, Reynir Atli, makar, börn og aðrir aðstandendur, sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minning um góða konu lifa. Systkinin Garðarsvegi 2. Ó sólarfaðir signdu nú hvert auga, en sér í lagi, þau sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. (M. Joch.) Enn erum við minnt á hverful- leika lífsins. Það má búast við dauð- anum á hverri stundu ekki síst þeg- ar fólk hefur legið veikt um langa hríð. Alltaf erum við kallinu óviðbú- in. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð um vinkonu mína, Vil- borgu Þórisdóttur ættaða úr Þist- ilfirði, sem lést hinn 16. maí 2003. Við kynntumst á sameiginlegum vinnustað okkar á Kumbaravogi á Stokkseyri. Ég var búin að vinna þar nokkur ár þegar Villa, eins og hún var kölluð, hóf þar störf. Mér líkaði strax vel við þessa konu og varð samstarf okkar eftir því. Mað- ur vissi hvar maður hafði hana enda samverustundir margar og góðar. Ég kann ekki að rekja ættir hennar, það gera þeir sem betur til þekkja. Hún var lítil og „pen“ kona en ótrú- lega fylgin sér og dugleg, þrifin og húsleg í alla staði, afar góð við skjól- stæðinga sína, enda elskuð og dáð af þeim. Þessi vinnustaður er vel sett- ur með fólk eins og Villu. Við áttum góð samskipti innan vinnustaðar sem utan og oft mikið spjallað og hlegið dátt. Hún var afar stolt af strákunum sínum sjö sem hún eign- aðist með eiginmanni sínum, Jóni Gunnþórssyni, leiðir þeirra skildu síðar. Að ala upp sjö stráka með jafngóðum árangri er mikið afrek. Vilborg var vel gefin og hæfi- leikarík kona. Að börnum og barna- börnum hlúði hún af mikilli alúð. Hún Villa mín var mjög sátt við að vera hér á Stokkseyri og hefði helst viljað vera þar áfram ef heilsa henn- ar hefði leyft. Við samstarfskonur hennar af Snekkjunni á Kumbara- vogi söknum hennar sárt. Við höfð- um alltaf símsamband okkar á milli svo að þráðurinn hélst alltaf þar til nú, að hún er kölluð til ljóssins heima. Elsku vinkona, ég þakka þér allar okkar góðu stundir og bið góðan Guð að taka á móti þér. Ég sendi aðstandendum Vilborgar mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Dagný Hróbjartsdóttir, Stokkseyri. VILBORG ÞÓRISDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.