Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Júróbíll VW PASSAT W/G TURBO 11/98. Ekinn 73 þ. km. Vél 1800 cc. Beinskiptur. Verð 1.410 þ kr. TILBOÐ 1.250 þ. kr. www.toyota.is „Ein bisschen Frieden, ein bisschen Sonne.“ Kauptu Júróbíl fyrir 24. maí. Þú gætir unnið bíl til ókeypis afnota í heilt ár! STJÓRN Landssambands ís- lenskra útvegsmanna samþykkti einróma á fundi sínum í gær að óska eftir því við Björgólf Jó- hannsson forstjóra Síldarvinnsl- unnar á Neskaupstað að hann gæfi kost á sér sem næsti for- maður LÍÚ. Á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna á síðasta ári lýsti Kristján Ragnarsson formaður samtakanna því yfir að hann myndi ekki gefa kost á sér til endur- kjörs á aðal- fundi 2003. Kristján hefur verið formaður LÍÚ frá árinu 1970 og starfs- maður samtak- anna frá 1958. Aðalfundur LÍÚ verður haldinn dagana 30. og 31. októ- ber næstkomandi. Stjórn LÍÚ vill Björgólf sem næsta formann Björgólfur Jóhannsson FIMM karlmenn og tvær konur sem eru ákærð fyrir þátttöku í ólögmæt- um innflutningi á nokkrum kílóum af amfetamíni komu fyrir Héraðsdóm Reykjaness í gær þegar málið gegn þeim var þingfest. Meintur höfuðpaur málsins er tæp- lega þrítugur og hefur margoft komið við sögu lögreglu. Hann er nú ákærð- ur fyrir að flytja inn 300 grömm af kókaíni og tæplega sex kíló af amfeta- míni með pósti frá Þýskalandi en hann kveðst saklaus. Samkvæmt ákæru sá þrítugur maður um söluna á meginhluta efn- anna og játaði hann sök en kvaðst þó ekki hafa komið nálægt innflutningn- um. Rúmlega tvítug systir höfuð- paursins er ákærð fyrir að liðka fyrir smyglinu á ýmsan hátt og fyrir pen- ingaþvætti með því að afhenda bróð- ur sínum 1,4 milljónir króna sem hún vissi að var ávinningur fíkniefnasölu. Hún neitar sök. Aðrir eru ákærðir fyrir að aðstoða við innflutning og sölu, s.s. með því að ná í hluta af fíkniefnunum og koma þeim áleiðis. Aðeins einn kvaðst hafa vitað að hann hefði verið með amfeta- mín í vörslum sínum, hinir kváðust ekki hafa vitað hvað var í þessum sendingum. Kolbrún Sævarsdóttir, fulltrúi ríkissaksóknara, undraðist framburð margra sakborninga og sagði hann verulega frábrugðinn því sem þeir sögðu hjá lögreglu. Einn játaði að eiga barnaklám Þrjár aðrar ákærur gegn höfuð- paurnum meinta voru þingfestar en hann neitaði yfirleitt sök, játaði ein- göngu að hafa verið með um 300 grömm af kókaíni sem lögregla fann á honum. Kvaðst hann hafa verið að sendast með efnið fyrir annan mann en neitaði að greina frá um hvern var að ræða. Annar sakborningur játaði á sig vörslu á rúmlega níu þúsund barnaklámsmyndum og 56 hreyfi- myndum með barnaklámi. Stefnt hafði verið að því að hefja aðalmeðferð í byrjun júní en Kristján Stefánsson hrl., verjandi systurinnar, sagðist ekki hafa tök á því, bæði vegna anna og vegna þess að hann þyrfti að afla læknisfræðilegra gagna. Sjö manns ákærðir í um- fangsmiklu fíkniefnamáli LANDSBANKI Íslands hóf í upp- hafi mánaðarins að taka gjald, 330 krónur, í hvert sinn sem fasteigna- salar fá senda staðfestingu með faxi á stöðu heimilislána hjá bankanum. Landsbankinn er eini viðskiptabank- inn sem tekur gjald fyrir þessa þjón- ustu og eru fasteignasalar mjög ósáttir við gjaldtökuna. Benda þeir m.a. á að bankar innheimti lántöku- gjöld, sem oft séu býsna há, þegar lánin eru veitt og það gjald eigi að fela í sér að lántakinn geti fengið yf- irlit um stöðu lána á hverjum tíma. Landsbankinn bendir á hinn bóg- inn á að fasteignasalar hafi öll gögn í höndum til þess að vinna yfirlitin, bankinn sjái ekki ástæðu til þess að veita þeim ókeypis þjónustu sem fasteignasalar rukki síðan sína við- skiptavini fyrir. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, segir þetta fyr- irkomulag, sem Landsbankinn er búinn að koma á varðandi heimilis- lánin, sé alveg nýtt því alla tíð hafi lánardrottnar, þ.e. viðskiptabankar, veitt skuldurum sínum og fasteigna- sölum sem starfa í þeirra þágu, upp- lýsingar um stöðu lánanna án endur- gjalds. Fasteignasalar séu því mjög ósáttir við gjaldtökuna. „Þegar við seljum eignir þurfum við auðvitað að fá upplýsingar um lánastöðu og nú neitar Landsbank- inn að faxa okkur þessar upplýsingar nema við millifærum 330 króna gjald inn á þeirra reikning og staðfestum jafnframt með umboði að við höfum heimild til þess að fá upplýsingarnar. Þetta finnst okkur fasteignasölum gríðarleg afturför. Við höfum alltaf talið að þegar bankarnir veita lánin og taka sérstakt lántökugjald, sem í mörgum tilvikum er býsna hátt, fæl- ist í því sú þjónusta að fólk gæti feng- ið að vita stöðu sína á hverjum tíma,“ segir Björn. Hafa öll gögn í höndunum Sigurjón Gunnarsson hjá Lands- bankanum segir að fasteignasalar hafi auðvitað öll gögn í höndum og geti auðvitað unnið yfirlit yfir stöðu lána sjálfir, þ.e. reiknað vexti og verðbætur frá síðasta yfirliti sem skuldarinn hafi undir höndum. En þeir kjósi að biðja bankann um yf- irlitið en rukki síðan viðskiptavini sína fyrir gagnaöflun. Þannig megi segja að bankinn hafi fram til þessa unnið hluta af vinnu fasteignasala án endurgjalds „Við erum að vinna þessi yfirlit vegna fasteignaviðskipta. Fasteigna- salar taka sölulaun af sínum við- skiptavinum en við höfum til þessa ekkert fengið fyrir þessa þjónustu.“ Sigurjón segir bankann ekki telja ástæðu til þess að veita þjónustu sem þessa frítt og þá um leið á kostnað annarra viðskiptavina bankans. „Það hefur almennt verið stefnan hjá okk- ur með minnkandi vaxtamun að draga úr slíku. Við lítum svo á að það séu frekar þeir sem valdi kostnaðin- um sem eigi að bera hann,“ segir Sig- urjón. Fasteignasalar lýsa óánægju með Landsbanka Íslands Eini bankinn sem tekur gjald fyrir lánayfirlit SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur skipað Ragnhildi Hjaltadóttur í embætti ráðuneytisstjóra sam- gönguráðuneytisins frá og með 1. júní nk. Tekur hún við af Halldóri S. Kristjánssyni, sem hefur verið staðgengill Jóns Birgis Jónssonar ráðuneytisstjóra frá áramótum. Ragnhildur er fædd í Reykjavík árið 1953 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1973. Hún lauk lögfræðiprófi frá HÍ árið 1979 og stundaði framhalds- nám í alþjóðarétti við Institut Int- ernationales de Haute Études í Genf á árunum 1979 til 1981. Hún varð héraðsdómslögmaður árið 1985. Ragnhildur gegndi lögmanns- störfum áður en hún varð fulltrúi í samgönguráðuneytinu 1983, deild- arstjóri í sama ráðuneyti 1984 og 1988 varð hún skrifstofustjóri ráðu- neytisins. Ragnhildur hefur gegnt mörgum tímabundnum nefndar- störfum. Ragnhildur á tvær dætur, 17 og 7 ára. Morgunblaðið/Jim Smart Ragnhildur Hjaltadóttir ásamt Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra. Skipuð ráðuneytisstjóri HRYSSAN Brana á Lýsuhóli í Staðarsveit kastaði í fyrradag tvíburafolöldum, sem voru nefnd í höfuðið í Birgittu Haukdal söng- konu. Fékk merfolaldið Birg- ittunafnið en bróðir hennar Haukdalsnafnið. Eru þau undan Þrym frá Gröf í Breiðuvík í Snæ- fellsbæ. Hryssan Brana er í eigu Jó- hönnu Báru Ásgeirsdóttur sem rekur hestarækt og tamningastöð á Lýsuhóli ásamt manni sínum Agnari Gestssyni. Á sumrin eru þau með hestaleigu fyrir ferða- menn og nú um helgina verður leigan opin þar sem teymt verður ókeypis undir börnum, en reikna má með að margir vilji líka skoða folöldin Birgittu og Haukdal. Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Tvíburafolöld á Lýsuhóli Hellnum. Morgunblaðið. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær skipstjóra og útgerð- arfélag Báru ÍS af ákærum að hafa kastað að minnsta kosti 25 fiskum aft- ur í hafið í veiðiferð í nóvember árið 2001. Myndir sem teknar voru af brottkasti frá Báru ÍS birtust m.a. í Morgunblaðinu og Ríkissjónvarpinu. Skipstjórinn neitaði sök. Hann vís- aði í myndband af brottkastinu og sagði að eingöngu sex fiskum hefði verið kastað fyrir borð en þeir hafi verið í neti sem hafi legið í fjórar næt- ur og því ónýtir. Sigurður Grétar Marínósson, forsvarsmaður útgerð- arfélagsins Sameyrar, sagði Magnús Þór Hafsteinsson hafa haft samband við sig og spurt hvort Ragnar Axels- son ljósmyndari og Friðþjófur Helga- son myndatökumaður mættu fara í veiðiferð. Hann hafi leyft það og kvaðst hann hafa vitað af því að fjög- urra nátta trossa yrði dregin í veiði- ferðinni. Því mætti búast við að eitt- hvað af fiskinum yrði ónýtur og honum yrði því hent. Aðspurður sagði hann að bilun í dælu hafi ráðið því að netið var ekki dregið fyrr. Hvorki Friðþjófur né Ragnar treystu sér til að fullyrða nokkuð um fjölda þeirra fiska sem var kastað í sjóinn. Dæmt eftir eldri lögum Ákæran byggðist m.a. á mynd- bandi og ljósmyndum af fiskum í gulu fiskikari sem ríkislögreglustjóri taldi að hafi öllum verið kastað fyrir borð. Í dómnum segir að af myndbandinu megi ráða að nokkrum fiskum, e.t.v. sex að tölu, var varpað fyrir borð. Engin gögn sýni að fleiri fiskum hafi verið kastað fyrir borð og ekkert komi fram um frekara brottkast í framburði vitna og ákærðu í málinu. Samkvæmt lögum sem voru í gildi þegar umrædd veiðiferð var farin, mátti varpa fyrir borð afla sem var sýktur, selbitinn eða skemmdur á annan hátt. Þessum lögum var breytt fljótlega eftir að myndirnar af brott- kastinu birtust í fjölmiðlum og lönd- unarskyldan var hert. Það er á hinn bóginn meginregla að dæma eftir lög- um sem voru í gildi á þeim tíma sem meint brot er framið. Taldi dómurinn ósannað að hent hafi verið fiski sem skipverjum bar að landa og var því sýknað af ákærunni. Guðjón St. Marteinsson kvað upp dóminn. Helgi Magnús Gunnarsson sótti málið f.h. ríkislögreglustjóra en Hilmar Baldursson hdl. var til varnar. Ekki sannað að ekki hafi mátt kasta fiskunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.