Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MÁLÞING um lýðræði og kynja- og byggðasjónarmið verður haldið á vegum félagsvísinda- og laga- deildar Háskólans á Akureyri í samvinnu við Jafnréttisstofu og Jafnréttisráð í dag, föstudag, og hefst það kl. 9 í stofu L101 á Sól- borg. Mikael Karlsson forseti deildar- innar setur þingið, en að því loknu verða flutt 6 framsöguerindi. Val- gerður H. Bjarnadóttir fjallar um hvers vegna hlutfall kynja á þingi eigi að vera jafnt, þá flytur Grétar Þór Eyþórsson erindi sem nefnist: Er rétt að spila maður á mann og Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir fjallar um konur, kosningar og kjördæmaskipan. Þá ræðir Sigríð- ur Andersen um hvort kyn skipti máli í stjórnmálum og Svanfríður Jónasdóttir um hvort byggðasjón- armið séu hindrun á vegi kenna í stjórnmálum, en lokaerindið flytur Una María Óskarsdóttir og nefnist það Flokksforysta ræður fram- gangi kvenna. Að erindum loknum verða pallborðsumræður með þátt- töku fulltrúa stjórnmálaflokkanna. Ágúst Þór Árnason lektor við fé- lagsvísinda- og lagadeild HA sagði að ákveðið hefði verið að efna til ráðstefnunnar í kjölfar umræðna sem urðu eftir nýafstaðnar alþing- iskosningar þar sem konum hefði fækkað á þingi á sama tíma og fulltrúum Reykvíkinga hefði fjölg- að. „Það er ljóst af viðbrögðum að svo virðist sem bakslag hafi orðið hvað stöðu kvenna í íslenskum stjórnmálum varðar,“ sagði Ágúst Þór, en bætti við að vissulega ætti eftir að birta nýjan ráðherralista og þar gæti hlutur kvenna orðið góður. „Við viljum með þessu mál- þingi beina sjónum að grundvall- aratriðum, þ.e. af hverju þarf kyn- skipting að vera jöfn sem og hvort einhverju skipti að meirihluti þing- manna komi frá Reykjavík og ná- grannabyggðarlögum. Við viljum skoða hvaða kröfur lýðræðið geri til samsetningar þingsins og mun- um reyna að leita svara við því hvaða lýðræðislegu sjónarmið beri að hafa að leiðarljósi við kjör- dæmaskipan og skipan efstu manna á lista stjórnmálaflokkanna þannig að réttlátt geti talist.“ Ágúst Þór sagði að spennandi hefði þótt að stilla málum upp með þessum hætti, þ.e. hver rökin væru fyrir því að hlutur kvenna ætti að vera svo og svo mikill sem og að landsbyggðin hefði sína eigin þing- menn. Málþing um lýðræði og kynja- og byggðasjónarmið KIWANISKLÚBBURINN Embla á Akureyri færði nýbúabörnunum frá fyrrum Júgóslavíu reiðhjól og reiðhjólahjálma að gjöf á dög- unum. Alls eru börnin 11 sem fluttu til bæjarins nýlega ásamt fjölskyldum sínum og eru þau á aldrinum 2 til 15 ára. Börnin voru hin ánægðustu með gjöfina og hjóluðu heim á leið glöð í bragði. Kiwanisklúbburinn Embla er kvennaklúbbur sem stofnaður var árið 1992 og er fyrsti klúbburinn á landinu sem eingöngu er skip- aður konum. Klúbburinn er þjón- ustuklúbbur í alþjóðahreyfingu sem styrkt hefur hin ýmsu málefni í gegnum tíðina. Morgunblaðið/Kristján Börnin með hjólin og hjálmana framan við Skíðaþjónustuna, ásamt fulltrú- um frá Kiwanisklúbbnum Emblu og fulltrúa Rauða krossins á Akureyri. Færði nýbúabörnum reiðhjól og hjálma að gjöf Brauðmarkaður verður fyrir utan kosningamiðstöð Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs í dag, föstudaginn 23. maí, kl. 15–18 en þar gefst fólki færi á að kaupa heimatilbúið brauð og kökur, fá sér kaffisopa og spjalla. Hljómsveitin Helgi og hljóðfæra- leikararnir mun halda tónleika í Deiglunni í Listagilinu í kvöld, föstudagskvöldið 23. maí. Fjörið hefst klukkan 22.30. Sveitin leikur ef til vill öll sín frægustu lög í hefðbundna kantinum, en bregður kannske eitthvað á leik að því er fram kemur í frétt frá hljómsveit- inni. Sem sagt: óvæntur glaðningur fyrir þá sem mæta. Miðaverði er stillt í hóf; aðeins 500 kall og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyf- ir. Í DAG Ferðafélag Akureyrar efnir til gönguferðar frá Hjalteyri og suður að Sjávarbakka á morgun, laug- ardaginn 24. maí. Brottför er kl. 9 að morgni, en skráning fer fram í dag, föstudag, frá 17.30 til 19 á skrifstofu félagsins við Strandgötu þar sem nánari upplýsingar fást. Kór Átthagafélags Stranda- manna heldur tónleika í Gler- árkirkju á morgun, laugardaginn 24. maí, kl. 16. Óskar Pétursson kemur fram með kórnum og syng- ur einsöng. Efnisskráin er létt og samanstendur af innlendum og er- lendum lögum eftir ýmsa höfunda. Stjórnandi kórsins er Þóra Vigdís Guðmundsdóttir og undirleikari Bryndís Ásgeirsdóttir. Kórinn er 45 ára á þessu ári og hefur af því tilefni haldið tónleika víða um land. Á MORGUN HAFNARFJARÐARBÆR heldur upp á 95 ára afmæli sitt 1. júní og af því tilefni verða hátíðarhöld í Hafnarfirði í heilan mánuð. Lúð- vík Geirsson mun bjóða bæjar- búum upp á tertu á afmælisdag- inn en hátíðarhöldin hefjast með sýningunni Fólk og fyrirtæki sem verður haldin í Kaplakrika helgina 30. maí til 1. júní. Þar er gert ráð fyrir að hátt í hundrað fyrirtæki taki þátt og á sýningin að höfða til allrar fjölskyldunnar. Viðfangsefnin verða meðal ann- ars íþróttir, útivera og sælkeralíf. Á sýningunni munu ýmsir skemmtikraftar troða upp, meðal annars Evróvisjónsöngkonan Birgitta Haukdal og hljómsveitin Land og synir. Menningarhátíð í júní Bjartir dagar, lista- og menn- ingarhátíð, tekur svo við 1. júní en sú hátíð verður í gangi fram á Jónsmessu. Hafnfirskum grunn- skólabörnum verður kenndur léttur dans sem þau eiga að miðla áfram til fjölskyldna sinna en 3. júní fara allir Hafnfirðingar sem vettlingi geta valdið út á götur og torg og dansa í takt við lagið Hei Hafnarfjörður. Myndlistarsýningar verða haldnar vítt og breitt um bæinn og frumflutt verða tvö tónverk, sem voru sérstaklega samin fyrir hátíðina, svo fátt eitt sé nefnt. Laugardaginn 21. júní verða svo haldnir tónleikar á Norðurbakka þar sem hafnfirskar sveitir á borð við Botnleðju og Jet Black Joe munu stíga á svið en hin vin- sæla hljómsveit Írafár hitar upp. Bogaskyttur og bardagamenn Á þjóðhátíðardaginn 17. júní hefst svo árleg Sólstöðuhátíð vík- inga við Fjörukrána í Hafnarfirði. Þar koma meðal annars saman bardagamenn og bogaskyttur, tónlistarmenn og galdramenn en búist er við að um 120 víkingar verði á svæðinu yfir hátíðina sem stendur til 23. júní. Víkingasveit frá Færeyjum mun skemmta gestum alla dag- ana og siglingar með víkingaskip- inu Íslendingi eru meðal þess sem boðið verður upp á. Í lokin verð- ur svo haldið miðsumarblót sem nýkjörinn allsherjargoði, Hilmar Örn Hilmarsson, mun sjá um. Morgunblaðið/Arnaldur Ungir Hafnfirðingar stigu dans þegar Hafnarfjarðarbær kynnti afmælisdagskrá sína í gær. Afmælishátíð í Hafnarfirði Hafnarfjörður BERGLIND Inga Árnadóttir, íþróttakennari og framkvæmda- stjóri Reiðskóla Harðar, segir marg- ar rangfærslur vera í bréfi forsvars- manna Hestamiðstöðvarinnar Hind- isvíkur til bæjarráðs þar sem kvartað er undan því að bærinn skekki samkeppnisstöðu reiðskóla með styrkjum og ókeypis vinnuafli. Greint var frá efni bréfsins í Morg- unblaðinu á miðvikudag. Berglind segir Reiðskóla Harðar og Hestamiðstöðina Hindisvík ekki sambærilega reiðskóla. Reiðskóli Harðar hafi frá upphafi haft þá sér- stöðu að sinna reiðþjálfun fatlaðra sem sé undirstaða starfseminnar og hafi til langs tíma verið eini reiðskól- inn sem sinnti fötluðum. Á þetta hafi ekki verið minnst í umræddu bréfi til bæjarráðs. Reiðskóli Hindisvíkur hafi á hinn bóginn ekki boðið upp á námskeið fyrir fatlaða. Hún segir reiðþjálfun fatlaðra krefjast miklu fleira starfsfólks og því sé hún mjög kostnaðarsöm og ekki mögulegt að halda henni úti nema með styrkjum. Hún segir ekki rétt að fyrir utan rekstraraðila reiðskólans vinni ein- ungis unglingar frá Vinnuskólanum þar. Tveir unglingar séu sérstaklega valdir úr Vinnuskólanum með reynslu af hestamennsku auk þess sem hún sé með þrjá starfsmenn á aldrinum 17–20 ára í vinnu. Berglind segir að í bréfi Hindis- víkur sé fullyrt að Mosfellsbær geri ólíkar kröfur til reiðskólanna. Þar sé hins vegar augljóslega verið að blanda saman kröfum sem gerðar séu til starfsemi Hindisvíkur á vet- urna og sumarstarfs reiðskólanna í bænum. Hún segir að sú fullyrðing að Reiðskóli Harðar hafi enga inniað- stöðu fyrir nemendur sé röng, Rekstraraðili hafi aðgang að inniað- stöðu ef á þurfi að halda og vissulega hafi reiðskólinn greiðan aðgang að salernum. Samkeppnisstaða reiðskólanna Ekki sambæri- legir skólar Mosfellsbær BÚIST má við undarlegum manna- ferðum í Hafnarfirði í sumar þar sem fólk skimar á bak við hóla, hæðir tré og undir steina. Ekki er þó ástæða til að hafa áhyggjur af þessu háttalagi því að öllum lík- indum verður þarna um að ræða þátttakendur í Ratleik Hafnar- fjarðar sem Upplýsingamiðstöð bæjarins stendur fyrir í allt sumar. Þetta er í áttunda sinn sem Upp- lýsingamiðstöðin stendur fyrir rat- leik af þessum toga. Hann gengur út á að leita að spjöldum á felu- stöðum en þeir eru merktir inn á sérstakt ratleikskort, sem fæst ókeypis hjá Upplýsingamiðstöðinni. Kortið nýtist jafnframt sem al- mennt útivistarkort en inn á það eru merktar gönguleiðir ásamt leiðarlýsingum eftir Jónatan Garð- arsson. Ekki er um kapphlaup við tím- ann að ræða þannig að hægt er að krydda gönguferðir fjölskyldunnar með leitinni allt sumarið en lausnir verða að berast fyrir 23. september næstkomandi. Leitað að feluspjöldum Hafnarfjörður ÞEIR sem ganga með arki- tekt eða byggingafræðing í maganum fá á morgun tæki- færi til að láta ljós sitt skína því þá verður sandkastala- keppni haldin á ylströndinni í Nauthólsvík. Það er Dag- skrárnefnd Arkitektafélags Íslands sem stendur fyrir keppninni sem hefst klukkan 14. Keppt verður í ýmsum flokkum bygginga sandkast- ala eða skúlptúra en hver og einn keppandi hefur frjálst val um það á hvaða hátt hann lætur til sín taka. Þátttak- endur þurfa að koma með eigin tæki og tól til bygging- arinnar og er verkfæraval frjálst að því undanskildu að þau mega ekki vera vélknúin. Segir í fréttatilkynningu að aðeins hugmyndaflugið sé þröskuldurinn í þessari uppá- komu félagsins. Sandkast- alakeppni á morgun Nauthólsvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.