Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 39 Fjarnám allt árið Viltu stytta þér leið? Þitt nám þegar þér hentar! Allar upplýsingar á www.fa.is Skólameistari Trésmíðavélar til sölu Eftirtaldar vélar verða til sýnis og sölu að Tangarhöfða 9 á miðvikudaginn 21. maí á milli kl. 14-17 Stenton P 65 Spónlagningarpressa árg ´97 Mabo Delta 3000 Pússivél árg. ´97 Framar MCC 30 Keðjuborvél árg. ´97 T 201 lakkdæla á hjólum árg. ´97 Hettich lamaborvél árg. ´97 Steton SC 400 Plötusög Steton RT 2/110 Þykktarslípivél SCM SI 16 E Plötusög TIL SÖLUÝMISLEGT Grensásvegi 3-5, 101 Reykjavík, sími 553 9210, nyitonlistarskolinn.is Einleikstónleikar Pétur V. Pétursson, gítarleikari, heldur einleiks- tónleika í Gerðubergi laugardaginn 24. maí kl.16.00. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. Til sölu Ford Econoline 450 með Fleetwood TIOGA húsi Nýskráður 05/2001. V10 Triton vél 310 hö, ekinn 12.000 km. Hlaðinn aukabúnaði. Til sýnis og sölu hjá KIA umboðinu, Flata- hrauni 31, Hafnarfirði, sími 555 6025. R A Ð A U G L Ý S I N G A R MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd frá Sam- tökum iðnaðarins: „Loksins sjá Neytendasamtökin ástæðu til að birta leiðréttingu á niðurstöðum skyndikönnunar á brauði og kökum sem kynnt var í mars síðastliðnum, sbr. frétt í Morgunblaðinu í dag. Strax og nið- urstöður könnunarinnar birtust bentu Samtök iðnaðarins á að álykt- anir þeirra um undirvigt væru ekki í samræmi við ákvæði reglugerðar um merkingu, auglýsingu og kynn- ingu matvæla. Ennfremur að heim- ilt sé að selja bökunarvörur beint úr borði án merkinga en upplýsingar um innihald þurfi að liggja fyrir í verslunum, aðgengilegar fyrir neyt- endur. Neytendasamtökin eiga erfitt með að viðurkenna mistök sín og þá staðreynd að aðeins í undantekning- artilvikum reyndist þyngd vera undir leyfilegum frávikum frá upp- gefinni þyngd. Þess í stað reyna samtökin nú að skella skuldinni á óskýrar reglur og leggja sig fram um að túlka nið- urstöðurnar á sem neikvæðastan hátt. Nú hafa Neytendasamtökin birt niðurstöður umræddrar könnunar í breyttri mynd á vefsetri sínu. Í nýrri túlkun á niðurstöðum könn- unarinnar draga þau í land með undirvigtina en gefa þess í stað í skyn að í tæpum 40 prósentum til- vika hafi merkingar verið ólöglegar. Ekki er skýrt nánar hvað felst í því, að frátöldum nokkrum vörum þar sem þyngd er ekki tilgreind. Gott dæmi um hártogun í umfjöll- un er að þrjú sýnishorn af bollu- dagsbollum, sem seldar eru einu sinni á ári og engan veginn raun- hæft að geti verið með staðlaðri þyngd, eru talin með kökum frá við- komandi fyrirtæki og sérstaklega bent á að gera megi ráð fyrir und- irvigt í 50 prósentum tilvika þegar keyptar eru kökur frá fyrirtækinu. Það hefði verið stórmannlegra hefðu Neytendasamtökin viður- kennt þá staðreynd að könnunin var illa unnin og umfjöllun um hana óvönduð og beðist afsökunar á frumhlaupinu í heild.“ Athugasemd Samtaka iðnaðarins Gönuhlaup Neyt- endasamtakanna Rangt föðurnafn Í frétt blaðsins hinn 19. maí af nýrri stjórn Blindrafélagsins var far- ið ranglega með nafn Rutar Sverr- isdóttur, varamanns í stjórn félags- ins, en hún var sögð heita Rut Sveinsdóttir. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Viðskiptanetið hf. vöruskipta- miðlun fagnar 10 ára afmæli Af því tilefni er viðskiptavinum og vel- unnurum þess boðið til afmælisfagn- aðar og ferðakynningar í húsakynn- um þess í Síðumúla 27, Reykjavík, efstu hæð, í dag, föstudaginn 23. maí, kl. 17-21. Boðið verður upp á veitingar, tónlist, afmælisávarp, ferðakynningu o.fl. Gaggó Aust. ́53 Þeir sem útskrif- uðust úr Gagnfræðaskóla Austur- bæjar árið 1953 ætla að hittast í til- efni þess að 50 ár eru liðin frá útskrift. Hist verður í dag, föstudag- inn 23. maí, í Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg kl. 19. Matur, skemmtilegheit og dans, segir í fréttatilkynningu. Í DAG Kvenréttindafélag Íslands fer í fjölskylduferð á Njáluslóðir á morgun, laugardaginn 24. maí. Farið verður frá Hallveigarstöðum kl. 9 og ekið að Hellu á Rang- árvöllum. Farið verður að Þing- skálum, hinum forna þingstað Rangvellinga, Keldum og að Gunn- arssteini. Í hádegi verður Kven- félags Fljótshlíðar heimsótt. Kom- ið verður við á Hlíðarenda og á Bergþórshvoli en til Reykjavíkur verður komið um kl. 18. Þátttöku- gjald er kr. 3.000 fyrir fullorðna, kr. 2.000 fyrir börn undir 11 ára. Innifalið er nesti og leiðsögn Val- garðs Runólfssonar. Skráning í ferðina er hjá KRFÍ, á netfangi krfi@krfi.is Á MORGUN Aðalfundur Alliance française verður haldinn þriðjudaginn 27. maí kl. 20, í húsakynnum Alliance franç- aise, JL-húsinu við Hringbraut 121, Reykjavík. Á NÆSTUNNI HAGKAUP hafa um árabil átt sam- skipti við umboðsfyrirtækið Mond- ial sem hefur bækistöðvar víða í Austurlöndum, t.d. í Hong Kong, Kína, á Taívan, í Tyrklandi og á Indlandi. Mondial hefur séð um fram- leiðslu á vörum sem Hagkaup hafa hannað og selur í verslunum sínum. Sl. haust voru nokkrir inn- kaupamenn Hagkaupa á ferð á Ind- landi þar sem athygli þeirra var vakin á neyð barna á Indlandi. Fyr- ir tilstuðlan forstjóra Mondial á Indlandi, Raguramans, hefur verið stofnað munaðarleysingjaheimili, skóli, barnaspítali og iðnskóli fyrir börnin í næsta nágrenni við fyr- irtækið. Starfsmenn Hagkaupa vildu ekki láta sitt eftir liggja í bar- áttunni fyrir betra líf fyrir þessi börn og tóku að sér að ættleiða 2 börn, strák og stelpu. Styrkurinn felst í því að sjá um uppihald þess- ara barna og fylgjast með velferð þeirra í gegnum bréfasendingar. Í síðustu ferð til Indlands var farið með fatnað og leikföng fyrir börnin sem tóku sendingunni fegins hendi. Í dag, föstudaginn 23. maí, efna starfsmenn innkaupadeildar til maraþons og áheitasunds til styrkt- ar börnum á Indlandi. Synt verður í Grafarvogssundlaug og hefst sund- ið kl. 20. Vonast er til að sem flestir starfsmenn Hagkaupa taki þátt í því. Gert er ráð fyrir að starfsmenn safni áheitum hjá vinum, ættingjum og þeim vinnufélögum sem ekki synda, fyrir hverja 100 metra sem syntir verða, segir í fréttatilkynn- ingu. Gowtam er 7 ára strákur sem hefur mest gaman af fótbolta og að hjóla, Kavitha er 6 ára og áhugamál hennar eru íþróttir, Kho-Kho og að sippa. Feður þeirra beggja eru látn- ir og mæður þeirra vinna í lág- launastörfum og koma sjaldan eða aldrei að heimsækja þau. Starfsmenn innkaupadeildar Hagkaupa Áheitasund til styrktar börn- um á Indlandi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Eggerti Haukdal: „Vegna frásagnar í blöðum af dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli mínu 5. maí sl. þykir mér rétt að taka eftirfarandi fram. Dóminum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Hinn 6. febrúar 2001 var ég sýknaður í Héraðsdómi Suð- urlands af kröfum Einars Svein- björnssonar í KPMG og það var síð- ar staðfest í Hæstarétti 17. maí sama ár. Varðandi það að nefndur Einar Sveinbjörnsson færði á mig persónu- lega að greiða rúmlega einnar millj- ón króna skuldabréf á þeirri for- sendu að skuldabréfið væri ekki skráð í ársreikningi Vestur-Land- eyjahrepps árið 1994. En staðreynd- in er hins vegar sú að þar er skulda- bréfið skilmerkilega fært til bókar. Hér var um að ræða skuldabréf með áritun meirihluta hreppsnefndar. Nefndur Einar og ríkislögreglustjóri tóku sér það vald að ákveða að skuldabréf þetta væri Vestur-Land- eyjahreppi óviðkomandi þvert ofan í samhljóða samþykktir hreppsnefnd- ar. Sami dómari og sýknaði mig 6. febrúar 2001 af þessari kröfu sak- felldi mig nú 5. maí vegna sama máls. Í þessu sambandi er rétt að geta þess að Héraðsdómur Suðurlands hefur áður framkvæmt gerræði gagnvart mér með játningarmáli þar sem ákæruvaldið bróðir forstjóra KPMG, dómari nátengdur KPMG og „verjandi“ ákváðu að ég hefði ját- að allar sakir. Rétt er að undirstrika að ég hef engar af hinum upplognu sökum játað. Rétt er einnig að undir- strika að sakirnar á mig sem hinir háu herrar báru fram voru byggðar á skýrslu Einars í KPMG og bókun dómarans óundirritaðri af mér. Hæstiréttur ómerkti dóminn á sínum tíma og sendi hann til föður- húsanna. Leitað var liðsinnis í fé- lagsmálaráðuneytinu og dóms- málaráðuneytinu. Greinilegt er að lítið réttlæti finnst hjá yfirmönnum þar. Eftirfarandi eru niðurstöður í sameiginlegri greinargerð frá pró- fessor í lögum og löggiltum endur- skoðanda. „Ákæruliður I: Af rannsókn máls- ins og viðbótargögnum má vera ljóst, að ekki voru minnstu efni til að ákæra fyrir þennan lið, eins og hann liggur fyrir. Ákæruliður II, töluliður 1: Sá al- varlegi ágalli, sem á rannsókn máls- ins er, brýtur í bága við ákvæði 31., 68. og 70. grein laga nr. 26 1991 um meðferð opinberra mála. Eins og málið liggur fyrir, voru engar for- sendur til að ákæra fyrir meint brot skv. kafla II, tölulið 1 í ákæru, enda er þessi liður á miklum misskilningi byggður af hálfu ákæruvaldsins. Ákæruliður II, töluliður 2: Sætir það furðu, að í dómsorði er fullyrt að Eggert Haukdal hafi játað fjárdrátt- arbrot, þegar staðfest neitun hans í því efni liggur fyrir. Hvað þetta ákæruatriði varðar er sérstök ástæða til að minna á þá grundvall- arreglu íslensks réttarfars, að eng- inn teljist sekur fyrir dómi fyrr en sök hans hefur verið sönnuð. Hér skortir með öllu á, að nokkrar sönn- ur hafi verið færðar á, að Eggert Haukdal hafi dregið sér fé, skv, II ákærulið, tölulið 2. Í ljósi framangreinds rökstuðn- ings í þessari greinargerð er það af- dráttarlaus skoðun okkar, að engin efni séu til að sakfella Eggert Hauk- dal vegna þeirra ákæruliða, sem í málinu er að finna.“ Annar löggiltur endurskoðandi hefur þetta að segja: „Það sætir furðu að engar sannanir eru færðar fyrir því að Eggert hafi skuldað um- rædda fjárhæð, en þrátt fyrir það er hann fundinn sekur um auðgunar- brot á báðum dómstigum.“ Álit þriðja löggilta endurskoðand- ans er: „Auðvitað á að taka þetta ein- kennilega mál aftur upp og draga þá til ábyrgðar sem ábyrgð bera.“ Yfirlýsing frá Eggerti Haukdal ♦ ♦ ♦ Nýr listi www.freemans.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.