Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  ULI Höness, framkvæmdastjóri, Bayern München, hefur lýst yfir áhyggjum sínum af líferni Olivers Kahn, markvarðar liðsins og þýska landsliðsins. Kahn, sem hefur staðið í ströngu utan vallar á þessu ári, hefur stundað skemmtanalíf Münchenborgar meira en góðu hófi gegnir að mati Uli Höness.  ANDRE Agassi tilkynnti á blaða- mannafundi í gær að hann og Steffi Graf, eiginkona hans, gætu ekki leikið saman í tvenndarleik á Opna franska meistaramótinu í tennis eins og til stóð. Ástæðan er sú að þau eiga von á barni og ekki er talið skynsamlegt fyrir ólétta konu að taka þátt í slíku móti.  DAVID Beckham, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur orðið við beiðni Nelsons Mandela, um að styðja umsókn Suður-Afríku um að fá að halda heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu árið 2010. Suður-Afríka sótti um að halda keppnina 2006 en Þýskaland hlaut hnossið.  STJÓRN norska úrvalsdeildar- liðsins Molde ákvað um miðjan gær- dag að reka þjálfara liðsins, Gunder Bengtsen, ásamt aðstoðarmanni hans. Við liðinu tekur þjálfari ung- lingaliðsins en aðeins tímabundið. Molde sem spáð var góðu gengi í ár, hefur gengið allt í óhag í byrjun móts. Liðið er í tíunda sæti af 14 lið- um að loknum sex umferðum. Með liðinu leika Andri Sigþórsson, Ólaf- ur Stígsson og Bjarni Þorsteinsson.  DAVID O’Leary, nýráðinn knatt- spyrnuþjálfari Aston Villa, hefur sett stefnuna á að koma liðinu í Evrópukeppni. „Aston Villa lenti í 16. sæti á síðasta tímabili en svona stórt félag á ekki að vera í fallbar- áttu heldur á það að vera í einu af sex efstu sætunum í ensku úrvals- deildinni. Ég er mjög ánægður með að Villa hefur valið mig til að taka við liðinu og ég hlakka til að byrja að starfa með leikmönnunum,“ sagði O’Leary.  JOSEPH Yobo, hefur verið seldur frá Marseille til Everton. Yobo var í láni hjá Everton á síðustu leiktíð og David Moyes, knattspyrnuþjálfari Everton, hreifst af spilamennsku Yobo og ákvað að kaupa hann til fé- lagsins. Yobo sem er varnarmaður og á fast sæti í nígeríska landsliðinu kostar Everton um 410 milljónir ís- lenskra króna. Hann er samnings- bundinn Everton til ársins 2007.  ENGLAND sigraði S-Afríku, 1:2, í vináttulandsleik í gærkvöldi. Gar- eth Southgate og Emile Heskey skoruðu fyrir England en Benedict Mcharthy gerði mark S-Afríku. David Bekcham fór af velli á 51. mínútu vegna meiðsla á hendi.  TORE Andre Flo skoraði fyrir Noreg í gærkvöldi en fyrir leikinn hafði Flo ekki skorað fyrir lands- liðið í þrjú og hálft ár. ÚRSLIT KNATTSPYRNA 1. deild karla: Víkin: Víkingur – Haukar..........................20 Kópavogur: Breiðablik – Keflavík ............20 KÖRFUKNATTLEIKUR Landsleikir í Keflavík: Konur: Ísland – Noregur...........................18 Karlar: Ísland – Noregur ..........................20  Aðgangur er ókeypis á leikina í boði Esso, Lýsingar og Hópbíla. Í KVÖLD KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ VISA-bikar karla, 1. umferð: HK - Leiknir R. .....................................5:0 Árborg - Víðir ........................................1:4 Stjarnan 23 - Selfoss .............................1:5 Völsungur - KA 23.................................6:1 Ægir - Austri Raufarhöfn.....................1:2 ÍR - Kjölur .............................................5:0 Huginn - Knattsp. Eskifjarðar.............4:0 Fjölnir - Númi........................................1:2 Hamar - KFS .........................................1:4 Leiknir F. - Sindri .................................4:0 Tindastóll - Magni .................................5:2 Fylkir 23 - Léttir ...................................4:3 Í 2. umferð mætast: Reynir Á. - Tindastóll KFS - Fram 23 Keflavík 23 - Breiðablik Völsungur - Leiftur/Dalvík HK - Haukar 23 Skallagrímur - Deiglan Höttur - Fjarðabyggð Víðir - Fylkir 23 BÍ - Bolungarvík Njarðvík - Breiðablik 23 Leiknir F.- Huginn KS - Snörtur ÍR - HK 23 Númi - Austri R. Selfoss - FH 23 KR 23 - ÍA 23 3. deild karla A BÍ - Bolungarvík....................................1:2 Vináttulandsleikir Noregur - Finnland...............................2:0 O. Leonhardsen 19., Tore Andre Flo 80. Suður-Afríka - England .......................1:2 G. Southgate 1., E. Heskey 64., - B. Mcharthy 18. FRJÁLSÍÞRÓTTIR Vormót ÍR Karlar, 100 m hlaup: Andri Karlsson, Breiðabliki ..............11,29 Óttar Jónsson, FH.............................11,47 Magnús V. Gíslason, Breiðabliki ......11,50 400 m hlaup: Sigurkarl Gústafsson, UMSB ...........49,80 Björgvin Víkingsson, FH ..................50,67 Guðmundur V. Þorsteinsson, UMSB52,39 3000 m hlaup (Kaldalshlaupið): Björn Margeirsson, Breiðabliki .....8.45,83 Sigurbjörn Á. Arngrímss.,UMSS ..8.50,43 Burkni Helgason, ÍR ......................8.52,15 110 m grindahlaup: Ólafur Guðmundsson, UMSS............15,73 Unnsteinn Grétarsson, ÍR ................16,05 4x100 m boðhlaup: Sveit Breiðabliks ................................43,55 Sveit FH .............................................43,93 Sveit UMSS ........................................44,76 Stangarstökk: Sverrir Guðmundsson, ÍR...................4,50 Gauti Ásbjörnsson, UMSS ..................4,00 Spjótkast: Guðmundur H. Jónsson, Breiðabliki56,90 Sigurður Gunnarsson, Breiðabliki....55,01 Arnar Már Þórisson, FH ..................53,97 Konur, 100 m hlaup: Sunna Gestsdóttir, UMSS.................12,34 Þórunn Erlingsdóttir, Breiðabliki ....12,56 Sigurbjörg Ólafsdóttir, Breiðabliki ..12,56 400 m hlaup: Anna Jónsdóttir, Breiðabliki.............59,97 Kristín B. Ólafsdóttir, ÍR..................61,05 800 m hlaup: Arndís M. Einarsdóttir, UMSS .....2.21,74 Árný H. Helgadóttir, Breiðabliki ..2.23,26 Herdís H. Arnalds, Breiðabliki......2.27,24 100 m grindahlaup: Vilborg Jóhannsdóttir, UMSS ..........16,48 Kristín B. Ólafsdóttir, ÍR..................16,48 Linda B. Lárusdóttir, Breiðabliki ....17,39 4x100 m boðhlaup: Sveit Breiðabliks ................................48,85 Sveit UMSS ........................................49,46 A-meyjasveit ÍR.................................50,87 Langstökk: Sunna Gestsdóttir, UMSS...................5,83 Sigurbjörg Ólafsdóttir, Breiðabliki ....5,45 Brynja Finnsdóttir, Aftureldingu ......5,26 Hástökk: Íris Svavarsdóttir, FH ........................1,60 Helga Þráinsdóttir, ÍR ........................1,45 Bergrós A. Jóhannesdóttir, ÍR...........1,40 Spjótkast: Sigrún Fjeldsted, FH ........................45,58 Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni ...........43,42 Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, FH........40,43 Sleggjukast: María Lúðvíksdóttir, FH ..................43,65 Helga Rúnarsdóttir, UDN ................36,67 Stangarstökk: Fanney B. Trygvadóttir, ÍR ...............3,45  Meyjamet. Hjörtur Harðarson, þjálfarikvennalandsliðsins, sagði á fundi með fréttamönnum að hann og stúlkurnar myndu renna blint í sjóinn. „Við höfum litlar upplýs- ingar um Norðmenn, en ég tel að við eigum góða möguleika á sigri.“ Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari karlalandsliðsins, tilkynnti í gær að hann væri með fjórtán manna hóp sem myndi skipta leikjunum á milli sín, en tólf leikmenn mega vera á leikskýrslu í hverjum leik. Íslenska liði þekkir það norska ágætlega því liðin mættust á síðasta ári og lauk þeim leik með eins stigs sigri Ís- lendinga, í leik sem Íslendingar höfðu meiri yfirburði en tölurnar gefa til kynna. Bæði lið verða án lykilmanna. Auk þeirra sem ekki gáfu kost á sér í íslenska hópinn nú fyrr í mánuðnum er Jón Arnór Stefánsson meiddur. Karlaliðið er skipað Sverri Sverr- issyni, Gunnari Einarssyni, Magn- úsi Þór Gunnarssyni og Jóni Nor- dal Hafsteinssyni, allir úr Keflavík, Friðriki Stefánssyni, Njarðvík, Páli Axel Vilbergssyni og Guðmundi Bragasyni, Grindavík, Sigurði Þor- valdssyni, ÍR, Baldri Ólafssyni, KR, Hlyn Bæringssyni, Snæfelli, Pálma Frey Sigurgeirssyni, Breiða- bliki, Loga Gunnarssyni, Ulm, Fannari Ólafssyni, IUP, og Helga Má Magnússyni, Catwapa. Í kvennaliðiðinu eru Birna Val- garðsdóttir, Erla Þorsteinsdóttir, Kristín Blöndal, Marín Rós Karls- dóttir, Rannveig Randversdóttir og Erla Reynisdóttir, allar úr Kefla- vík, Hanna Kjartansdóttir, Helga Þorvaldsdóttir og Hildur Sigurð- ardóttir, KR, Alda Leif Jónsdóttir, Svandís Sigurðardóttir og Signý Hermannsdóttir, ÍS, og Sólveig Guðlaugsdóttir, UMFG. Sex leikir gegn Norðmönnum LANDSLIÐSMENN í körfuknattleik verða á ferðinni um helgina er þeir leika sex landsleiki við Norðmenn – kvennalandsliðið leikur þrjá þeirra og eru það fyrstu landsleikir kvennaliðsins sem hafa far- ið fram hér á landi síðan 1997. Kvenna- og karlalandsliðið eru á för- um til Möltu, þar sem liðin taka þátt í Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. Fyrstu leikirnir verða í kvöld í Keflavík. Kvennaliðið leikur kl. 18 og karlaliðið kl. 20. Leikmenn San Antonio halda nú til Dallas fullir sjálfs-trausts eftir öruggan sigur næturinnar sem aldrei var í hættu. Leiks liðanna í SBC-höllinni í San Antonio verður ekki minnst fyrir glæsileg tilþrif leikmanna liðanna. Leik- urinn var afar harður og hafði Joey Crawford, dómari leiksins, gefið fjórar tæknivillur þegar innan við tíu mín- útur voru liðnar af fyrsta leikhluta. Stuttu síðar mótmælti Don Nelson, þjálfari Dallas, einum af fjölmörgum dómum Crawfords dómara sem lauk með því að Nelson var vikið úr höllinni. Rétt á eftir fór aðstoðarmaður Nelsons, Del Harris, sömu leið – eftir að hafa gengið inn á völlinn í leyf- isleysi. Segja má að góður sigur San Antonio hafi byggst á góðri einbeitingu leikmannanna sem reyndu að einbeita sér að því að spila körfuknattleiken ekki að vera að agnú- ast út í dómarann líkt og leikmenn Dallas. Hjá San Antonio gerði Tim Duncan 32 stig og tók 15 frá- köst, Malik Rose gerði 25 stig, þar af 13 stig af vítalínunni og Frakkinn ungi, Tony Parker gerði 19 stig. Hjá Dallas var Michael Finley með 29 stig og 10 fráköst, næstur hon- um kom Dirk Nowitzki sem gerði 23 stig og tók 10 fráköst. „Leikurinn var okkur erfiður – það er alltaf erfitt að reyna að vernda forystuna líkt og við gerðum í fyrsta leiknum, með slæmum afleiðingum. Nú hugsuðum við ekki um að halda forystu heldur eingöngu um að vinna leikinn,“ sagði Tim Duncan, miðherji San Antonio Spurs. AP Tim Duncan (t.h.) er greinilega ánægður með framgöngu Tony Parkers, sem lék vel með San Antonio gegn Dallas. Leikmenn Spurs náðu að jafna LEIKMENN San Antonio Spurs lögðu Dallas Mavericks í öðrum leik liðanna í úrslitum Vest- urdeildar NBA-deildarinnar, sem fram fór í San Antonio í fyrrinótt, 119:106. Með sigrinum jöfn- uðu þeir metin 1:1. ÁSGEIR Sigurvinsson og Logi Ólafsson tilkynna í dag landsliðshópinn í knatt- spyrnu fyrir leikina tvo í und- ankeppni EM í næsta mánuði. Leikið er við Færeyjar á Laugardalsvellinum 7. júní og við Litháen í Vilnius fjór- um dögum síðar. Ásgeir sagði í samtali við Morgunblaðið að allir sem hefðu verið viðloðandi lands- liðið að undanförnu væru heilir og tilbúnir í slaginn, nema Heiðar Helguson sem er meiddur. „Ég á eftir að fá endanlega staðfestingu frá Eyjólfi Sverrissyni en geri ráð fyrir því að óbreyttu að hann sé tilbúinn,“ sagði Ásgeir, en Eyjólfur hefur léð máls á því að gefa kost á sér í landsliðið að nýju. Það eru því horfur á því að Eyjólfur, Guðni Bergsson og Þórður Guðjónsson bætist all- ir í hópinn frá leiknum við Finna í Vantaa í lok síðasta mánaðar. Guðni hætti þá sem kunnugt er við að fara til Finnlands vegna pressu frá Bolton og Þórður sneri aftur til Þýskalands frá Finnlandi vegna meiðsla áður en leik- urinn fór fram. Allir tilbúnir nema Heiðar GUÐNI Bergsson, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, mun ekki leika með Valsmönnum í úrvalsdeildinni í sumar, en orðrómur hefur verið í gangi að Guðni kynni að leika einhverja leiki með sínum gömlu félög- um eftir að hann sneri heim úr atvinnumennskunni. „Samningur minn við Bolton rennur út 1. júlí þann- ig að ég hef ákveðið að spila ekki með Val í sumar. Ég held að það sé raunsætt mat hjá mér og eðlileg ákvörðun þar sem ég er búinn að vera á fullu síðustu ellefu mánuði eða svo. Ég þarf að á hvíldinni að halda og ég tel rétt fyrir mig og fjölskyldu mína að ég helli mér ekki út í þennan slag,“ sagði Guðni í samtali við Morgunblaðið.Guðni Bergsson Guðni ekki með Val í sumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.