Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 17 Afgreiðslutími allra verslana Hörpu Sjafnar! Alla virka daga kl. 8–18 og laugardaga kl. 11–15. Helgarvakt í Skeifunni 4. Opið laugardaga kl. 11–18 og sunnudaga kl. 13–18. Skeifan 4 Reykjavík Sími 568 7878 Snorrabraut 56 Reykjavík Sími 561 6132 Stórhöfði 44 Reykjavík Sími 567 4400 Austursíða 2 Akureyri Sími 461 3100 Hafnargata 90 Keflavík Sími 421 4790 Dalshraun 13 Hafnarfirði Sími 544 4414 Austurvegur 69 Selfossi Sími 482 3767 Bæjarlind 6 Kópavogi Sími 544 4411 599kr.lítrinnm.v.10 lítra dós 672kr . lítrinn 789 kr.lítrinn 399kr.lítrinn Stórafsláttur af útimálningu og viðarvörn SUMARTILBOÐ SJÖTUGUR Japani varð í gær elzti maðurinn sem afrekað hefur að klífa tind Mount Everest, hæsta fjalls heims. „Draumurinn færðist alltaf nær, skref fyrir skref, og að lok- um auðnaðist mér að standa á tindi Everest, hæsta punkti á jörðinni,“ sagði Yuichiro Miura í símasamtali til Tókýó, eftir því sem talsmenn leiðangurs hans greindu frá. Í liði með Miura voru sonur hans og fleiri Japanir. Miura, sem er sjötugur og 222 dögum betur, sló með afreki sínu met landa síns Tomiyasu Ishikawa, sem náði á 8.848 m háan tind Ev- erest í maí í fyrra, þá 65 ára og 176 daga að aldri. Leiðangur Miura er einn margra sem stefna á Everest-tind þessa dagana til að minnast þess að hinn 29. maí eru rétt 50 ár liðin frá því Nýsjálendingurinn Sir Edmund Hillary og nepalski sherpinn Tenz- ing Norgay urðu fyrstu mennirnir til að komast á tind Everest. Rúm- lega 40 manns náðu á tindinn í gær og umferðin um hlíðar fjallsins því þung þessa dagana. Yuichiro Miura Elztur á Everest Tókýó. AFP. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti fékk í gær þau skilaboð frá Vlad- ímír Pútín Rússlandsforseta að Rússar vildu auka samstarf ríkjanna á öllum sviðum til að reyna að bæta tengsl þeirra eftir deilurnar um Írak. „Það sem sameinar okkur vegur miklu meira en það sem stíar okkur í sundur,“ sagði í bréfi frá Pútín sem Sergej Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, afhenti Bush á 20 mín- útna fundi þeirra í Hvíta húsinu í gær. Rússneska fréttastofan ITAR- TASS sagði að Bush hefði fagnað þessum skilaboðum. Er þetta skýrasta yfirlýsingin til þessa um að rússnesk stjórnvöld vilji sættast við Bandaríkjastjórn og bandarískir embættismenn virtust sannfærðir um að Rússar myndu ekki bera kala til hennar vegna ágreiningsins um Írak. Ráðgert er að Bush eigi fund með Pútín í Sankti Pétursborg 1. júní. Pútín vill bæta tengsl- in við Bush Moskvu. AFP. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, neitaði því alfarið í gær að tilraunir Breta og Bandaríkja- manna til að stjórna Írak, nú þegar hernaðarað- gerðum er lokið, teldust ólöglegar. Kom yfirlýsing hans í kjölfar þess að vikuritið New Statesman birti minnisblað sem breski ríkissaksóknarinn, Peter Goldsmith lávarður, ritaði um þessi efni og sendi Blair 26. mars sl. Minnisblaði ríkissaksóknarans var lekið til New Statesman en í því lýsir Goldsmith þeirri skoðun að ný ályktun öryggisráðs SÞ þurfi að koma til svo Bretar og Bandaríkjamenn geti talist hafa heimild til að breyta stjórnskipulaginu í Írak og hefja þar uppbyggingarstarf. Innrásaraðilarnir hafi í raun aðeins heimild til að athafna sig með það í huga að tryggja lög og reglu. „Stjórnin hefur komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlega þurfi að koma núverandi stjórn í Írak frá, ef afvopnun á að eiga sér stað. En því lengur sem Írak er hernumið, og því fleiri verkefni sem bráðabirgðastjórn tekst á hendur, þeim mun meiri hætta er á að æ erfiðara verði að réttlæta hernámið lagalega,“ sagði í minnisblaðinu. Blair sagði hins vegar í gær að algerlega rangt væri að segja að á nokkrum tímapunkti hefði rík- issaksóknarinn sagt að stjórnvöld færu fram með ólögmætum hætti. „Og í öllu falli, svo maður orði það hreint út, skipta þessir hlutir ekki lengur máli vegna samþykktar nýrrar ályktunar hjá SÞ,“ sagði Blair. Reuters Tony Blair og Gerhard Schröder ræða saman í Berlín í gær en þeir tóku báðir þátt í fundi sam- taka jafnaðarmannaflokka í Evrópu. Neitar því að lagalega réttlætingu hafi vantað London. AFP. TOMMY Franks hershöfðingi, sem lagði á ráðin um og stýrði stríði bandamanna í Írak og Afganistan, hefur ákveðið að láta af störfum sem æðsti yfir- maður hermála- stjórnar Banda- ríkjanna og sem yfirmaður her- námsliðsins í Írak, að því er embætt- ismenn á sviði varnarmála greindu frá í gær. Bæði George W. Bush Bandaríkjaforseti og Donald H. Rumsfeld varnarmálaráðherra hafa lofað frammistöðu Franks í stríðinu gegn stjórn Saddams Husseins. Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær Franks, sem er 57 ára Texasbúi, mun láta af störfum og setjast í helgan stein. Eftirmaður hans hefur heldur ekki verið skipaður. Franks gekk í herinn árið 1967 og þjónaði m.a. í Víetnam. Franks hættir Washington. AP. Tommy Franks ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.