Morgunblaðið - 25.06.2003, Page 22

Morgunblaðið - 25.06.2003, Page 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ S ÁNKTI Pétursborg, óviðjafn- anleg listasmíð við ósa Nevu, heitin eftir Pétri postula, var hugarfóstur og heilaspuni af- burðamanns. Móðurborg, þar sem miklar og fagrar hallir skyldu rísa ásamt mikil- fenglegum guðshúsum með turnum sem teygðu fingur til himins, síki í anda Feneyja, hámenning af öllu tagi blómstra. Þetta fram- tíðarsýn stórmennis í öllum skilningi, sem hafði bæði getu, vilja og seiglu til að láta villt- ustu drauma sína rætast, einn litríkasti per- sónuleiki sögunnar, stórmikill og dyntóttur harðstjóri en aldrei leiðinlegur, forvitri þess að lengi býr að fyrstu gerð, grunnurinn skuli réttlegur fundinn. Vígamaðurinn með reglustrikuna varð per- sónugervingur árdegishillinga í langri sögu víðfeðmasta og eins voldugasta ríkis Evrópu. Í ljósi umsvifanna ekki að undra að á staðnum skytu frjóangar mikilla hugmynda í listum og vísindum rótum, ei heldur að þar skuli vagga rússnesku byltingarinnar. En samfara því að Pétur mikli og stór- virku valkyrjurnar tvær, dóttir hans El- ísabet svo og Katrín II, opnuðu landið um- heiminum með tilþrif- um,yfirsást þeim í hve ríkum mæli þau voru um leið að kynda undir frelsishugmyndum frumstæðra og þrælfjötr- aðra þegna sinna. Gera hið einangraða ríki er fram liðu stundir að nornakatli byltingarsinn- aðra hugmynda, og eftir öðru að Rómanov- arnir héldu áfram að vera framfarasinnaðir á sumum sviðum, blindir á öðrum. Ýmislegt vís- ar þó til að augu þeirra hafi verið að opnast í ljósi þess að Alexander II er sagður hafa verið með tillögur að miklum umbótum í vasanum, meðal annars þingræði, er hann var myrtur af byltingarsinnum 1881. Vont mál og óhamingja Rússlands, því nú hrökk allt í baklás, í stað þess að losa um höft tók við ógnarstjórn með strangri ritskoðun sem var eins og að skvetta olíu á eld. Rússneska keisaradæmið þurfti á nýjum og umbrotasömum tímum á öllu öðru að halda en að sá hatri í brjóst þegna sinna. Landið sjálft á heilbrigðari viðhorfum en þró- uðust meðal pólitískra afla sem með tíð og tíma nýttu sér illa upplýsta þjóð í fjötrum til hermdarverka á geymd fortíðar. Katrín mikla var þannig til að mynda fjarri því að vera í sama mæli með á nótunum hvað ferskar póli- tískar hræringar og aukið frelsi þegna sinna snerti og galopin fyrir nýjum hugmyndum er sköruðu hámenningu vestursins í listum og vísindum. Hafði ríka samúð með frelsis- hugmyndum er upp spruttu í Vestur-Evrópu í kjölfar frönsku byltingarinnar, en hefði illa þolað slíkar hræringar í ríki sínu. Athyglisvert að það voru tvær rismiklar og sjálfstæðar konur sem bættu um betur hvað stórhug Péturs mikla og framtíðarsýn snerti með byggingu margra fegurstu hörga og hofa borgarinnar, þannig var Vetrarhöllin hönnuð af hirðarkitekt Elísabetar, Ítalanum Bartol- omeo Rastrelli 1754–72, en litla Eremitage, fyrsta viðbótin við höllina sem hýsir hið mikla Hermitage-safn, verk Katrínar og byggt 1767. Samfara stækkun safneignarinnar byggðu eft- irkomendur gamla Eremitage 1775–84, og síð- an nýja Eremitage 1850. Loks er Eremitage- leikhúsið hinum megin við Vetrarsíkið, þar sem áður stóð höllin sem Pétur mikli dó í en Katrín lét rífa. Til einkanota fyrir keisarafjöl- skylduna, byggt 1783–87, þar með séð fyrir öllu er glatt gat auga og eyra við hirðina. Katrín mikla var franskmenntuð og hneigð að franskri menningu, barokkið þar á undan- haldi, hún þannig meira fyrir nýklassíska stíl- inn, kallaði meðal annars til sín skozka arki- tektinn Charles Cameron og Ítalann Antonio Rinaldo. Hún sendi menn út af örkinni á lista- verkauppoð um alla Evrópu og hafði áður en yfir lauk sankað að sér gífurlegu magni lista- verka og listmuna, sem hún sagði eitt sinn í spaugi að einungis hún og mýsnar hefðu að- gang að! Seinna af náð opnað aðlinum, en það var ekki fyrr en eftir byltinguna 1917 að al- menningur fékk aðgang að dýrðinni, safn- eignin hafði þá aukizt umtalsvert við að bolsé- vikar tóku öll einkasöfn eignarnámi. Bolsévikar skrúfuðu hins vegar fljótlega fyrir frjálsa tjáningu í listum, opnar og háleitar hugmyndir, nýrri tíma hræringar, ekki síst módernisminn, áttu ekki upp á pallborðið, samrýmdust ekki díalektískri efnishyggju að þeirra mati. Er ég var þar á ferð 1978 fékk menningarhópurinn, sem ég hafði slegizt í för með í Helsingfors, ekki að skoða módernísku deildina nema stutta stund og var svo rekinn út (!), vorum að skoða forboðna hluti. Tuttugu kílómetra labb telst um sam-anlagða safnbygginguna, og mennhafa reiknað út að verji þeir einnimínútu fyrir framan hvern listgrip/ listaverk, átta tíma á dag, taki átta ár að skoða allt! Nákvæm yfirsýn eðlilega flókið mál fyrir starfsfólkið og þannig rakst það í kjöll- urunum á heimsins stærsta safn impressjón- ista og síðimpressjónista 1991, og að sögn þorðu þeir ekki að segja frá því fyrr en 1994, hluti þess gæti jafnvel verið herfang frá seinni heimsstyrjöldinni. Óþarfi að taka þessar tölur alvarlega þar sem einnig er um ótölulegan fjölda smágripa að ræða og eins dags heim- sókn mikilsháttar lifun. Í heimsstyrjöldinni síðari var einni milljón listaverka/listgripa komið fyrir til geymslu í Úrafjöllunum, og starsfólk safnsins lagði allt undir við að gæta þeirra sem fyrir voru í náköldum kjöllurunum. Vetrarhöllin er það sem hæst ber í augum ferðalangsins svona líkt og Louvre í París, hún persónugerir alla borgina, metnaðinn og mikilfengleikann að baki, og að hér var byggt til langrar vonbjartrar framtíðar. Þá er Pét- ursborg byggingarverkfræðilegt meistara- verk, einkum í ljósi þess að burðarvirki viða- mikilla halla og mikilfenglegra guðshúsa eru eikartrjábolir sem reknir voru niður í mýrina, en byggingarnar hafa þó naumast haggazt. Hin mikla og fagra borg holdgerir áeinn veg sköpunargleði og þjóð-ernislegan metnað, á annanósveigjanleika, harðýðgi og þröng- sýni sem nær undantekningarlaust einkenndi rússneskar stjórnunarhefðir í aldanna rás, kommúnistar einnig skýrt dæmi. Landið lengstum lokað umheiminum, gert að dular- fullum ókennilegum risa í austri sem þjóðir Vestur-Evrópu skyldu bera og báru ótta- blandna lotningu fyrir. Skilgreinir um leið ómælda föðurlandsást og styrk rússnesku þjóðarinnar, jafnframt að líkast er sem jötun- efldur hugmóðurinn sem fylgdi athöfnum Pét- urs mikla svífi yfir vötnum. Annað og ofur- mannlegt afrek endurtók sig nefnilega á sömu slóðum nær 240 árum seinna, er borgarbúar sameinuðust um að neita að gefast upp fyrir innrásarherjum nazista er sátu um Leníngrad í 900 daga, allt þar til þeim var skipað að hörfa. Borgarbúar gáfust ekki upp þrátt fyrir ólýsanlegar hörmungar, sult, kulda, sjúk- dóma, dauða og mannát, sem kostaði nær þriðjung þeirra lífið. Að baki eitilhörð seigla, þó fremur staðbundin ást íbúanna og þjóðar- stolt, hér hafði ekki gleymzt að móta ævintýri; ást, virðingu og tilfinningatengsl, hin mjúku andlegu gildi, samfara hinum hörðu og hlut- lægu. Menn voru í bókstaflegum skilningi að fórna lífi og limum fyrir tilvist borgar sem var þeim allt og mikið í húfi, heimildir segja að hina grimmdarlegu umsát megi rekja til of- sóknarbrjálæðis og ráðaleysis bóndans í Kreml og húskarla hans. Stalín og pótintátar báru ekki meiri virðingu fyrir sögu og menn- ingargeymd borgarinnar en svo, að þeir voru reiðubúnir að láta sprengja hana í loft upp til að koma í veg fyrir að verksmiðjurnar og höfnin kæmust í hendur óvinarins. Hér var til mikils að vinna og um ofurmannlega hetjudáð að ræða sem halda skal hátt á loft meðan saga blívur. Er tók að líða á umsátrið og heimurinn stóð agndofa var frumfluttur hinn frægi óður til Leníngrad; sjöunda sinfónía Dímítri Sjos- takovítsj, mitt í sprengjuregni af himnum of- an. Það segir sitt um ást íbúanna á arfleifðinni að þrátt fyrir tímana, og að þýzki herinn sprengdi í loft upp óviðjafnanlegar hallir í ná- grenni hennar þá skipunin kom að létta um- sátrinu, voru hinar helztu endurreistar í fyrri mynd … – Mikilfenglegt útlit Pétursborgar upplýsir ferðalanginn ekki nema um ytra byrði hennar, brimbrjótarnir sem voru hér í aðalhlutverk- unum og gáfu tóninn ekki síður áhugaverðir til nokkurrar krufningar. Þess vegna valdi ég þann kostinn að herma eitt og annað af þeim frekar en að lýsa borginni, grunnurinn fólst í miklum hugsjónum, framar öðru metnaði þriggja einstaklinga, kostum þeirra og göll- um. Hér ekki siglt í logni og grunnsævi, stormum og stórsjóum hiklaust boðinn birg- inn. Enn í dag stendur Pétursborg uppi sem ein fegursta borg veraldar, hún ber úrskerandi rússnesk einkenni þrátt fyrir alla útlenzku stjörnuarkitektana sem stórleikarnir kölluðu til leiks við hönnun hennar. Við fegurðina bætast einstök og yfirhafin ljós- og litbrigði norðursins, speglast í Nevu og síkjunum, merla og ljóma á hofum og hörgum. Hún er fimmta stærsta borg Evrópu og íbúar hennar rúmar fimm milljónir. Draumaborgin SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Vetrarhöllin persónugerir Pétursborg og er verk Elísabetar, dóttur Péturs mikla. En viðbótin, Hermitage-söfnin, Katrínar miklu. FÁUM félagsritum hefur tekizt að festa sig jafnvel í sessi og Náttúru- fræðingnum. Hann er löngu orðinn eitt virtasta tímarit landsins og þar hafa oft birzt tímamótaverk á sviði náttúrufræða. Á undanförnum árum hefur verið reynt að þræða hinn gullna veg á milli fræðilegra verka og greina við hæfi þorra almennings. Mjög skiptar skoðanir hafa þó verið innan félagsins um hvernig það hefur lánast og hefur því oftsinnis verið rætt um að gera breytingar á ritinu, bæði að efni og umbroti; meðal ann- ars var brotið lítið og óhentugt fyrir litmyndir og á stundum hefur mönn- um þótt efnið of fræðilegt handa al- þýðu manna. Nú hafa miklar breytingar litið dagsins ljós í nýkomnu riti, sem reyndar er allverulega á eftir áætlun. Að vanda er efnið fjölbreytt, fjórtán greinir um ýmis náttúrufræðileg efni og margar þeirra mjög hnýsilegar. Of langt mál yrði að geta þeirra allra, en þær fjalla um fugla, kónguló, fjalla- górillu, steinafræði, sveppi, slím- sveppi, háplöntur, þörunga, mosa, samlokur, segulsviðsmælingar og upphaf jarðlífs. Að auki eru svo fáein- ir fréttapistlar. Víst er, að hér ættu margir að geta fundið efni við sitt hæfi, sem sett er fram á myndrænan og ljósan hátt. Flestar þessara greina eru líka ágæt- lega skrifaðar en aðrar miður eins og gengur (sjá bls. 52: »… því fuglar drepast ömurlegum dauðdaga í stórum stíl að nauðsynjalausu.«). Viss skylda hvílir á þessu riti að hafa í heiðri vandað málfar og leggja rækt við skýra frásögn. Það orð hefur farið af íslenzkum náttúrufræðingum, að þeir væru ritfærir í betra lagi, og verður svo vonandi áfram. Af einstökum greinum í ritinu er vert að benda á Upphaf jarðlífs eftir Örnólf Thorlacius, sem er einkar fróðleg og vel samin. Hún greinir frá aldri lífs og fyrstu stigum framvindu þess eftir því sem bezt er vitað. Þá endurvekur Sturla Friðriksson hug- mynd sína um að velja holtasóley sem þjóðarblóm. Tillagan hefur ekki hlot- ið mikinn hljómgrunn, en hér færir Sturla ýmis rök fyrir máli sínu, en getur þess hvergi, að holtasóley er þjóðarblóm í Lapplandi og hefur ver- ið það lengi. Heldur yrði það an- kannalegt, ef við færum að tileinka okkur hana líka. Á hinn bóginn er ein tegund, algeng um land allt, sem ávallt vekur sérstaka aðdáun bæði innlendra sem erlendra manna, og kemur ekki síður til greina, en það er klófífa í fullum aldinskrúða. Efnisval í þessu hefti er fjölbreytt- ara en oft áður og því er líklegt, að rit- ið nái til fleiri lesenda. Það verður að teljast góður kostur. Vonandi verður þó ekki alfarið horfið frá því að birta fræðigreinir, en nauðsynlegt er þá að geta þess í lok greina, hvenær þær voru samþykktar til birtingar. Við fyrstu sýn er tímaritið glæsi- legt á að líta. Stærðin er nærri A4 og forsíðu prýðir veglegur fálki. Neðst á forsíðu er aðeins getið fimm greina af fjórtán, sem eru í ritinu. Vandséð er, hvað hefur ráðið því vali, og er það hálfgerð ósvinna gagnvart öðrum höfundum. Þá er ritið ekki lengur prentað í örkum, heldur heft saman. Því miður gefa heftin sig fljótt og kápa skemmist. Spássíur eru mjóar og því erfitt að sjá, hvernig binda má inn ritið, einkum ef fræsa þarf úr. Hægur vandi hefði verið að halda í arkirnar, þó að það sé eilítið dýrara, því að þessi frágangur hæfir ekki jafn vönduðu riti sem Náttúrufræðingur- inn er. Náttúrufræðingurinn kom fyrst út 1931. Því miður hefur útgáfan stöku sinnum lent í útideyfu og nú er hún tveimur árum á eftir áætlun. Slíkt getur ekki gengið. Hér verður stjórn félagsins að taka í taumana og ráða nýjan og dugmikinn ritstjóra. Ruðu- lítill ritstjóri, sem kemur ekki út blaði sínu, gerir harla lítið gagn. Svo einfalt er það. Náttúrufræðingurinn nýiBÆKURNáttúrufræðirit Ritstjóri: Álfheiður Ingadóttir. Félagsrit HÍN. 71. árg. 1.–2. tbl. 2002. Útgefandi er Hið íslenska náttúrufræðifélag – Reykjavík 2003. NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN – ALÞÝÐLEGT FRÆÐSLURIT UM NÁTTÚRUFRÆÐI Ágúst H. Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.