Morgunblaðið - 25.06.2003, Side 49

Morgunblaðið - 25.06.2003, Side 49
grunnskólaárin og hvernig gogg- unarröðin var: hvað olli því að sumir urðu ofan á og aðrir undir. Hverjir lögðu aðra í einelti og hverjir urðu fyrir því. Og einfaldlega hverjir voru flottastir og öfundaðir af hinum – og hverjir ekki. Út frá þessu hef ég sett saman Danna bút fyrir bút.“ Jónsi sækir líka fyrirmyndir í fólkið sem hann vinnur með: „Ég hlusta og fylgist með leikurunum og dönsurunum í sýningunni og er bú- inn að læra afskaplega mikið af þeim. Þau vita víst ekki af því en ég hef búið Danna mikið til eftir því hvernig þau hegða sér. Það er til dæmis stelpa í sýningunni sem er í mínum augum hreinlega kvenkyns útgáfa af Danna – alveg stórkostleg manneskja. Hún hefur ekki hug- mynd um það að ég hef nýtt mér mikið af hennar töktum til að búa til persónuna.“ Skrítið að eiga Birgittu fyrir kærustu „Við þekktumst auðvitað fyrir, úr Abbasjóinu ’98, og byggðum því á gömlum grunni,“ segir Jónsi aðspurður um samstarfið við Birgittu Haukdal sem leikur Sandí. „Það er mjög fínt að vinna með henni. Hún er ákaflega mikill fagmaður í því sem hún tekur sér fyrir hendur og fljót að tileinka sér hluti. Það eina sem ég hef út á hana að setja er það að hún er svo lágvaxin,“ glensar Jónsi. „Það er auðvitað asnalegt að segja það en mér finnst þetta svolít- ið skrítið því Rósa konan mín er nokkuð hávaxin en núna á ég að fara að eiga kærustu sem er svona miklu minni en ég. Svo er hitt að við eig- um bæði maka og það er undarlegt að hleypa öðrum aðila inn í sam- bandið, ef svo má að orði komast. En við erum auðvitað búin að ræða það fram og til baka, bæði okkar á milli og við maka okkar.“ Jónsi segir að samt séu ástar- atriðin í söng- leiknum ekki ná- in: „Það er í mesta lagi einn og einn koss enda er þetta fyrst og fremst falleg ástarsaga. Það þarf samt að vera einhver spenna í koss- inum, eitthvað sem segir; „ég er skotinn í þér“.“ Æskuástin Það heyrist á Jónsa að hann er mikill fjölskyldumaður en hann seg- ist hafa verið skotinn í Rósu, kon- unni sinni, allt frá því hann var rétt byrjaður að fá hvolpavitið: „Hún er æskuástin. Ég byrjaði nokkuð ungur að vera með stelpum en þær voru varla kærustur nema að nafninu til. Þetta snerist í mesta lagi um að stela einum og einum kossi í frímínútum. Ég var 13 ára þegar ég sá Rósu fyrst. Það var á skautasvell- inu á Akureyri og ótrúleg upplifun sem ég man vel eftir enn í dag. Ég var lélegur á skautum fyrir – en þegar ég sá hana kiknaði ég í hnján- um.“ Athyglin var samt ekki end- urgoldin: „Hún virtist ekki taka eftir mér og ég túlkaði það sem svo að ég væri einfaldlega ekki nógu góður fyrir hana, sem ég ákvað að virða og lét hana al- veg í friði.“ Rósa, sem heyrir á tal okkar, bætir við þetta: „Hann fór al- veg rosalega í taugarnar á mér alla mennta- skólagönguna.“ Þau skellihlæja bæði: „Þessi öskrandi gal- gopi sem alltaf var að reyna að beina at- hyglinni að sér, pota í mann og stríða. En svo kynntumst við betur og þegar ég fór að sjá hans innri mann þá hurfu allir þannig stælar.“ Rósa bætir samt hlæjandi við: „Áður þoldi ég ekki einu sinni að horfa út um gluggann og sjá hann á gangi!“ Frægðin er tvíeggjað sverð Nærri 10 árum síðar eru þau enn saman og hafa í sameiningu fengið að kynnast því góða og slæma sem frægðin getur haft í för með sér: „Þetta er nokkuð skrítin tilfinn- ing,“ segir Jónsi þegar hann er spurður hvernig frægðin sé. „Þegar ég var lítill strákur hugsaði ég með mér hvað það væri frábært að vera frægur leikari eða söngvari. Þessi lífsstíll virtist heillandi, en hann hef- ur reynst að sama skapi krefjandi. Álagið sem af þessu hlýst getur oft verið sérstaklega erfitt fyrir mann eins og mig, sem á konu og barn.“ Hann líkir frægðinni við tvíeggjað sverð: „Þetta sverð getur orðið ansi beitt og bæði rutt manni leið jafnt sem hrokkið aftur í mann. En þótt þetta geti stundum verið óþægilegt veitir þetta mér vissa staðfestingu á að ég er að gera eitthvað rétt. Ég er annars mjög ánægður með hvar ég er í lífinu núna. Ég er að vissu leyti búinn að fá það út úr tón- listinni sem ég stefndi að og langar umfram allt að leggja rækt við Rósu og fjölskylduna. Nú er þetta bara spurning um augnablik og augnablik sem verða hápunktar – upplifun hér og þar. Ég sé alltént ekki í hendi mér að ég vilji stefna eitthvað hærra og hef ekki þörf fyrir að verða stærri en ég er. Ég reyni að lifa eftir tveimur mottóum: Carpe Diem, að grípa tækifærið meðan það gefst, og öðru sem ég heyrði mann nokkurn hafa eftir Voltaire í fimmtugsafmæli sínu þar sem ég skemmti: „Ég hef ákveðið að vera hamingjusamur vegna þess að það er svo hollt.“ Mér finnst þetta afbragðs lífs- regla enda er hamingja ekki eitthvað sem maður rambar á fyrir slembilukku heldur lífs- viðhorf sem maður verður að tileinka sér. Maður á að rifja upp góðu stundirnar á erfiðum stundum og ég hef núna eignast töluvert af góðum minningum sem ég bý að ef syrtir í álinn. Minningar sem ég get yljað mér við í langan tíma.“ Jón Jósep Snæbjörnsson skaust upp á stjörnuhimininn sem söngvari hljómsveitarinnar í Svörtum fötum. Bandið sló fyrst í gegn með laginu „Nak- inn“ sem var einn aðalsmellur sumarsins 2001. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 2003 49 KEFLAVÍK kl. 8 og 10. Bi. 12 AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bi. 12 ÁLFABAKKI Kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. Bi. 12 EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 3.45, 5.50, 8 OG 10.15. KRINGLAN Kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i. 12 Bein t á to ppin n í US A! Svalasta mynd sumarsins er komin. POWE R SÝNIN G KL. 10 .15. Í SAM BÍÓUN UM Kring lunni I . . . Í Í ri l i  KVIKMYNDIR.IS KRINGLAN Sýnd kl. 10.10. B.i. 12. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 KRINGLAN Sýnd kl. 5.50 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.  KVIKMYNDIR.COMKVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 HLJÓMSVEITIN Sick Of It All kom síðast hingað til lands 1999 og lék á tónleikum í Útvarpshús- inu Efstaleiti. Nú hefur hún snúið aftur til að halda tvenna tónleika á Gauki á Stöng, enda voru liðs- menn svo yfir sig ánægðir með móttökurnar fyrir fjórum árum: „Þetta kom okkur á óvart því við höfðum aldrei spilað hérna áður og vissum hvað landið væri smátt. Við áttum því aldrei von á að 800 manns myndu mæta á tón- leikana,“ segir Armand Majidi, trommuleikari hljómsveitarinnar, sem tók með sér söngvarann, Lou Koller, í viðtal. „Krakkarnir á tónleikunum urðu alveg vitlausir og kunnu augljóslega vel að meta að við skyldum koma og spila hérna. Þegar við upplifum eitthvað þessu líkt þá er það okkar fyrsta hugsun að við verðum að koma aftur og endurtaka leikinn,“ bæt- ir Armand við, og augljóst að meðlimir hljómsveitarinnar eru síður en svo fullsaddir af Íslend- ingum. Bandið er um þessar mundir á stuttri tónleikaferð um Evrópu og þótti tilvalið að koma aftur til Íslands þegar þeim gafst kostur á því. „Við erum mest að þessu upp á gamanið að gera,“ segir söngv- arinn Lou. „Við eigum líka nokkra dygga aðdáendur hérna.“ Armand bætir við: „Fyrst við vorum á annað borð í tónleika- ferð þá munaði okkur ekkert um að koma til Íslands og erum ekk- ert að tapa neinum fjármunum að ráði af því – ekkert frekar en ef við hefðum hangið áfram á meg- inlandi Evrópu.“ Hljómsveitin hefur starfað allt síðan árið 1986: „Já, við erum orðnir nokkuð gamlir í hettunni,“ segir Armand. „Við höfum gert þetta í langan tíma og ekki mörg bönd sem geta hreykt sér af því að hafa enst svona lengi.“ Lou bætir við: „Þótt það sé hálfgerð klisja þá má segja að tónlistin haldi okkur ungum. Við stöndum ekki beinlínis hreyfingarlausir á sviðinu heldur krefst sviðs- framkoma okkar mikillar orku og heldur okkur í formi.“ Þeir Lou og Armand segjast ætla að spila fyrir landann úrval af bestu tónleikalögum hljóm- sveitarinnar auk þess sem fólk fær að heyra forsmekkinn af væntanlegri plötu bandsins sem kemur út seinna á árinu. Pönksveitin Sick of it All snýr aftur Alls ekki fullsaddir Morgunblaðið/Árni Torfason Lou Koller og Armand Majidi úr Sick of it All hlakka til að spila aftur fyrir Íslendinga, en auk þeirra eru í sveitinni Pete Keller og Craig Ahead. Sick Of It All heldur tvenna tónleika á Gauki á Stöng. Í kvöld er ekkert aldurstakmark og upphitunarsveitir verða Botnleðja og I Adapt en á morgun er aldurstakmark 18 ár og upphitun í höndum Botnleðju og Mínus. Húsið verður opnað kl. 20.00 bæði kvöldin. Miðaverð er 1.900 og er forsala í Skífunni á Laugavegi. til Íslands eftir fjögurra ára hlé

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.