Morgunblaðið - 14.07.2003, Síða 4
FRÉTTIR
4 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir,
fyrrverandi borgarstjóri og vara-
þingmaður Samfylkingarinnar,
sótti ráðstefnu fræðimanna, stjórn-
málamanna og stjórnmálaleiðtoga
jafnaðarmannaflokka, í London um
helgina en það var Tony Blair, for-
sætisráðherra Bretlands, sem bauð
til ráðstefnunnar. Ráðstefnan bar
heitið Framsæknir stjórnarhættir,
en undir þeirri yfirskrift hafa for-
ystumenn jafnaðarmannaflokka
beggja vegna Atlantshafsins komið
reglulega saman frá árinu 1999.
Með Ingibjörgu í för var Kristrún
Heimisdóttir, lögfræðingur og
varaþingmaður Samfylkingarinn-
ar.
Ingibjörg Sólrún segir að ráð-
stefnan hafi í raun og veru verið
samtal stjórnmálamanna og fræði-
manna á sviði stjórnmála, alþjóða-
mála og opinberrar þjónustu. Um
350 manns tóku þátt í ráðstefn-
unni. „Inntak ráðstefnunnar var að
ræða nýjar leiðir til að tryggja ör-
yggi og þjónustu við almenning;
þ.e. að skoða leiðirnar til að ná
fram hugmyndum jafnaðarmanna
vítt og breytt um veröldina,“ út-
skýrir hún. „Þarna var t.d. rætt
um opinbera þjónustu; hvernig
hún ætti að vera, hver ætti að veita
hana og hvernig ætti að tryggja
það að hún væri góð þrátt fyrir að
einkaaðilar kæmu inn á þennan
markað. Einnig var rætt um það
hvernig ætti að tryggja jafnan rétt
fólks að þessari þjónustu.“
Ingibjörg Sólrún segir að einnig
hafi verið rætt um hlutverk ríkis-
valdsins sem og um hnattvæð-
inguna. „Til dæmis var rætt um
það hvernig hægt væri að breyta
inntaki hnattvæðingarinnar, þann-
ig að hún væri ekki bara fyrir hina
fáu; hina ríku. Rætt var um það
hvernig hægt væri að tryggja að
hnattvæðingin gæfi almenningi,
hvar sem hann byggi, tækifæri til
að bæta líf sitt.“
Ingibjörg Sólrún segir að menn
séu alltaf að þróa hugmyndir sínar
um þau mál sem rædd voru á ráð-
stefnunni, t.d. um hina opinberu
þjónustu, um ríkisvaldið og um
umbótastefnuna. „Menn eru að
reyna að sjá fyrir sér hvernig hægt
er að taka á nýjum vandamálum
eins og t.d. áhrifum hnattvæðing-
arinnar,“ útskýrir Ingibjörg Sól-
rún.
Áhrifamikil ræða
Í ráðstefnunni tóku þátt fjöl-
margir stjórnmálaleiðtogar eins og
áður var vikið að. Auk Tonys
Blairs, forsætisráðherra Bret-
lands, má nefna Bill Clinton, fyrr-
verandi forseta Bandaríkjanna,
Javier Solana, æðsta embættis-
mann utanríkismála innan Evrópu-
sambandsins, og Jean Chretien,
forsætisráðherra Kanada, svo
dæmi séu nefnd. Þeir fluttu erindi
á ráðstefnunni og tóku þátt í pall-
borðsumræðum.
Clinton hélt m.a. ræðu í kvöld-
verðarboði um helgina og segir
Ingibjörg Sólrún aðspurð að ræðan
hafi verið mjög áhrifamikil. „Mér
fannst áhugavert að hlusta á Clint-
on sérstaklega þegar hann var að
tala um það hvernig ætti að taka á
vandamálum eins og í Norður-Kór-
eu,“ segir hún. „Menn hafa verið
að tala um að Norður-Kóreumenn
séu ákveðin ógn við heimsfriðinn
vegna þess að þeir eigi kjarnorku-
vopn. Spurningin er því sú hvort
menn ætli að takast á við slík
vandamál með því að ráðast inn í
slík ríki og steypa stjórnvöldum af
stóli eða leita einhverra annarra
leiða.“ Ingibjörg Sólrún segir að
Clinton hafi talað fyrir því að
menn leituðu annarra leiða. „Hann
benti m.a. á að Norður-Kóreumenn
vantaði mat og orku og að þeir
vildu verða viðurkenndir í sam-
félagi þjóðanna. Hann sagði enn-
fremur að ef menn reyndu ekki að
halda sambandi við þá; reyndu að
eiga í samræðum við stjórnvöld í
Norður-Kóreu, væri sú hætta yfir-
vofandi að þeir seldu kjarnorku-
vopnin sín; þeir væru með öðrum
orðum ekki endilega að hugsa um
að nota vopnin gegn Suður-Kóreu
heldur gætu þeir selt vopnin.
Þess vegna væri svo mikilvægt
að stjórnvöld á Vesturlöndum lok-
uðu ekki á Norður-Kóreumenn
heldur reyndu að ræða við þá.
Þannig talaði Clinton í raun fyrir
því að menn reyndu samningaleið-
ina og samtalsleiðina í stað þess að
beita hervaldi.“
Leið samræðunnar
Aðspurð segist Ingibjörg Sólrún
hafa lært mikið á ráðstefnunni.
„Mér fannst ég læra mjög mikið,“
segir hún, „og mér finnst ég hafa
fengið staðfestingu á því að menn
leggja mikla áherslu á það sem ég
hef leyft mér að kalla samræðu-
stjórnmál. En ég hef alltaf talið
það vera mitt erindi inn í pólitík,
þ.e. mitt erindi að gefa pólitíkinni
nýtt inntak; breyta hinni pólitísku
umræðu; þróa hugmyndir um lýð-
ræði.“
Ingibjörg Sólrún segir að sam-
ræðan eða samræðustjórnmál sé
eitt það mikilvægasta sem við
stöndum frammi fyrir nú við upp-
haf 21. aldarinnar; þ.e. að samræð-
an fari fram á öllum vígstöðvum;
hún fari fram milli stjórnmála-
manna og almennings, milli þjóð-
ríkja, milli álfa og á öllum vett-
vangi. „Við eigum enga aðra leið í
stjórnmálum en leið samstarfs og
samræðu.“
Hún segir að lokum að sér hafi
fundist ráðstefnan mjög merkileg
að því leyti að þar hafi farið fram
samræða eða samtal milli stjórn-
málamanna og fræðimanna.
Stjórnmálamennirnir hafi t.d. ekki
bara komið til að tala „yfir hausa-
mótunum á fólki,“ heldur hafi þeir
verið þátttakendur í umræðunni og
fólk hafi haft aðgang að þeim. „Að
því leyti var ráðstefnan ólík því
sem maður á að venjast,“ útskýrir
Ingibjörg Sólrún.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á ráðstefnu jafnaðarmanna í London
Samræðan fari fram
á öllum vígstöðvum
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók þátt
í ráðstefnu stjórnmálamanna og stjórn-
málaleiðtoga jafnaðarmannaflokka í Lond-
on um helgina. Hún segir m.a. í samtali við
Morgunblaðið að á ráðstefnunni hafi verið
lögð mikil áhersla á það sem hún hefur
kallað samræðustjórnmál.
Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á ráðstefnu jafnaðarmanna ásamt Anthony
Giddens, rektor London School of Economics.
BRODDI Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Al-
þjóðahúss, segir það geta verið erfitt fyrir út-
lendinga að finna tíma og peninga til að sækja
íslenskunámskeið. Ingibjörg Hafstað, hjá Fjöl-
menningu ehf., bendir á að lagaákvæði sem
gera viðkomandi einstaklingum skylt að ljúka
150 stunda íslenskunámskeiði hafi verið sett án
þess að huga að því hvernig ætti að fylgja þeim
eftir.
Í skýrslu Evrópuráðs um kynþáttafordóma
kemur fram ákveðin gagnrýni á það mikla vald
sem dómsmálaráðuneytið hefur í málefnum
fólks sem sem ekki hefur íslenskt ríkisfang en
sækir um ótakmarkað dvalarleyfi (græna kort-
ið). Þá er vísað í þau ákvæði sem gera viðkom-
andi einstaklingum skylt að ljúka 150 stunda ís-
lenskunámskeiði með góðum árangri.
Að sögn Brodda eru ákveðin vandkvæði sem
hafa fylgt setningu þessara laga. „Það virðist
lítið tillit tekið til þess hvaðan fólk kemur. Til
dæmis hvort það sé kunnugt latnesku stafrófi
eða ekki. Auk þess hafa efnahagslegar að-
stæður áhrif. Það er staðreynd að innflytjendur
fara oft í láglaunastörf og þurfa oft einnig að
vera í aukavinnu. Þá getur verið erfitt að finna
tíma og pening til að borga fyrir íslensku-
námskeið,“ segir Broddi.
Skortur á menntuðum
kennurum og námsgögnum
Broddi bendir jafnframt á að í lagasetning-
unni sé ekkert tillit tekið til þess hvort framboð
sé á íslenskunámskeiðum þar sem fólk býr, þótt
það sé í lagi á höfuðborgarsvæðinu geti það ver-
ið erfiðara í minni bæjum úti á landi.
Ingibjörg segir lagasetninguna hafa verið
ótímabæra „Útlendingum stendur ekki kennsla
til boða nema á fáeinum stöðum á landinu. Það
er í raun og veru enginn sem heldur almenni-
lega utan um þessi mál.“
Ingibjörg bendir á að skortur á námsgögnum,
menntuðum kennurum og einhverjum sem
heldur utan um málefnin geri þetta erfiðara.
„Skilyrðið að læra íslensku kemur í heildina já-
kvætt út. Ég hef varla hitt útlending sem ekki
vill læra tungumálið. En á meðan staðan er eins
og hún er núna þá er ekki hægt að framkvæma
lögin. Lagasetningin gerir hins vegar það að
verkum að yfirvöld verða að taka á þessum
málaflokki og það er jákvætt,“ segir Ingibjörg.
Ingibjörg og Broddi benda bæði á að ýmsir
aðilar atvinnulífsins og stéttarfélög eru farin að
styrkja útlendinga til íslenskunáms og eru
ánægð með þá þróun.
Evrópuráðið fjallar um 150 stunda íslenskukennslu fyrir útlendinga
Erfitt að framfylgja lögunum
UMBOÐSMAÐUR Alþingis komst
að þeirri niðurstöðu í nýlegu áliti að
úrskurður úrskurðarnefndar at-
vinnuleysisbóta um að synja um-
sækjanda um atvinnuleysisbætur
hafi ekki samræmst lögum.
Umsækjandanum var synjað á
þeirri forsendu að hann félli undir
skilgreiningu þágildandi reglugerð-
ar um bótarétt sjálfstætt starfandi
einstaklinga úr Atvinnuleysistrygg-
ingasjóði og ætti þ.a.l. ekki rétt á at-
vinnuleysisbótum samkvæmt lögum.
Umboðsmaður telur með hliðsjón
af ákvæði laga og reglugerðar að
mat nefndarinnar fái ekki staðist lög.
Sjálfstætt starfandi einstaklingur er
skilgreindur sem aðili sem greiðir
tryggingargjald af starfsemi sinni
mánaðarlega eða með reglulegu
millibili samkvæmt ákvörðun skatt-
yfirvalda. Umsækjandinn hafði hins
vegar ekki staðið reglulega skil af
tryggingargjaldi vegna eigin at-
vinnurekstrar en nefndin gekk út frá
þeirri forsendu við mat sitt. Um-
boðsmaður tók fram að engu máli
skipti þó starfsemin væri í raun
tryggingargjaldsskyld heldur ætti
eingöngu að líta til þess hvort slíkt
gjald hefði verið innheimt sam-
kvæmt ákvörðun skattyfirvalda.
Gögn ekki könnuð með full-
nægjandi hætti
Umboðsmaður fann einnig að því
að nefndin hafði ekki kannað með
fullnægjandi hætti gögn um hvort
umsækjandanum hefði verið gert að
standa skil á tryggingargjaldi vegna
eigin atvinnurekstrar áður en hún
tók afstöðu til málsins. Hann beindi
því til nefndarinnar að taka málið
fyrir á ný ef fram kæmi beiðni frá
umsækjandanum og að þá skyldi
nefndin taka mið af þeim sjónarmið-
um sem fram komu í álitinu.
Umboðsmaður Alþingis
Synjun at-
vinnuleys-
isbóta ekki
í samræmi
við lög
FRÁ og með 1. júlí 2004 verða öll skip
hérlendis, stærri en 500 brúttólestir,
og allar viðkomuhafnir þeirra í milli-
landasiglingum að vera með viður-
kenndar verndaráætlanir gegn
hryðjuverkum í samræmi við öryggis-
staðal sem lýtur að öryggi á sjó, að því
er segir í frétt frá Eimskipum hf. Að-
ildarþjóðir að Alþjóðasiglingamála-
stofnuninni samþykktu í desember
2002 viðbætur við svonefnda SOLAS-
samþykkt sem fjallar um öryggi á sjó.
Hafa íslensk stjórnvöld staðfest um-
ræddar viðbætur.
Viðbæturnar við SOLAS-sam-
þykktina lúta að svonefndri siglinga-
vernd, svipaðri vernd í flugi og á flug-
völlum. Með siglingavernd er leitast
við að hindra að skip séu notuð til að
flytja hryðjuverkamenn eða hluti sem
nota má til hryðjuverka. Einnig miðar
verndin að því að hindra að skip séu
notuð til að valda skaða á einhvern
hátt.
Spáð er sams konar þróun hérlend-
is og verið hefur erlendis að undan-
förnu með því að þeir sem gera út
skip eða reka hafnarstarfsemi sem
fellur undir samþykktina leggi á hlið-
stæð gjöld og viðgengist hafa á flug-
völlum. Segir í fréttatilkynningu að
með auknum kröfum frá hendi hins
opinberra sé ljóst að tilkostnaður
vegna flutninga til og frá landinu
muni hækka.
Aukinn flutn-
ingskostn-
aður fyrir-
sjáanlegur
Öryggiskröfur hertar á
sjó vegna hryðjuverka
♦ ♦ ♦