Morgunblaðið - 18.07.2003, Page 6

Morgunblaðið - 18.07.2003, Page 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINAR Sturluson, söngvari og söngkenn- ari, er látinn 86 ára að aldri. Einar fæddist 10. júní árið 1917. For- eldrar hans voru Sturla Einarsson frá Jarlsstöðum í Bárðar- dal og bóndi á Fljóts- hólum í Gaulverjabæj- arhreppi og Sigríður Einarsdóttir frá Hæli í Gnúpverjahreppi og bóndi á Fljótshólum í Gaulverjabæjarhreppi. Einar ólst upp á Fljótshólum. Í kringum sautjánda aldursárið flutti hann til Reykjavík- ur, fór í gagnfræðaskóla og gekk í Iðnaðarmannakórinn. Þá sótti hann söngtíma hjá Sigurði Birkis og Pétri Jónssyni. Hann fór ungur utan til að nema söng í Stokkhólmi í Svíþjóð og í Hamborg í Þýskalandi. Starfaði hann síðan um tíma við óperuhús í Noregi en varð að hætta að syngja vegna ofnæmissjúkdóms sem hrjáði hann á þeim árum. Hann kom heim aftur og vann lengi við söngkennslu og radd- þjálfun kóra. Í vetur gaf Einar út tvöfaldan geisladisk með söng sínum frá árinu 1947 til 1997. Einar starfaði á Elliheimilinu Grund í Reykjavík í nærri hálfa öld, bæði sem sjúkraþjálfari og sem eins konar skemmti- kraftur hin síðari ár. Starfaði hann þar til dauðadags en sl. sunnudag söng hann við messu á Grund og síðan við messu á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Einar kvæntist Unni D. Haralds- dóttur og eignuðust þau þrjú börn. Einar og Unnur slitu samvistir. Síðar kvæntist hann Lísalotte Bensch og ættleiddu þau eina dótt- ur. Einar og Lísalotte slitu einnig samvistir. Eftirlifandi kona Einars er Arnhildur Reynis. Einar á þrett- án barnabörn og ellefu barnabarna- börn. Andlát EINAR STURLUSON HERMANN Svein- björnsson, fréttamað- ur á fréttastofu Ríkis- útvarpsins, er látinn, 54 ára að aldri. Her- mann var fæddur í Neskaupstað árið 1949. Foreldrar hans voru Laufey Guð- laugsdóttir fiskverka- kona og Sveinbjörn Sveinsson, skipstjóri og útgerðarmaður. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskól- anum á Akureyri 1969 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1977. Á námsár- unum stundaði hann sjómennsku og starfaði sem blaðamaður á dag- blaðinu Tímanum en að námi loknu réðst hann til starfa sem fréttamaður á fréttastofu Útvarps- ins. Árið 1980 fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Akureyrar þar sem hann tók við ritstjórn blaðsins Dags á Akureyri. Undir hans ritstjórn varð Dagur fyrsta og eina dagblaðið sem gefið hefur verið út hérlendis utan Reykjavíkursvæðis- ins. Á meðan Her- mann bjó á Akureyri var hann jafnframt fréttaritari Sjón- varpsins og stjórnaði útvarps- og sjón- varpsþáttum. Hann varð síðar um skeið blaðafulltrúi Sam- bands íslenskra sam- vinnufélaga, en frá 1990 var hann fréttamaður á fréttastofu Ríkisút- varpsins og annaðist meðal annars um árabil þáttinn Auðlind, frétta- þátt um sjávarútvegsmál. Í frístundum lagði Hermann stund á myndlist auk þess sem hann var liðtækur hljóðfæraleik- ari. Hann lætur eftir sig eiginkonu og uppkomna dóttur. Andlát HERMANN SVEINBJÖRNSSON Á ÞRIÐJA þúsund unglingar voru samankomnir á árlegri Sumarhátíð Vinnuskóla Reykjavíkur í Laugar- dalnum í gær. Þetta var í 15. skipti sem sumarhátíðin var haldin og gerðu nemendur Vinnuskólans sér glaðan dag í frábæru veðri. Unglingarnir kepptu með sér í hinum ýmsu íþróttum, auk þess sem þau spreyttu sig á veggjalist og götukroti. Fjölmargar unglinga- hljómsveitir tróðu upp og hljóm- sveitin Írafár hélt uppi fjörinu í há- deginu. Morgunblaðið/Arnaldur Vinnuskóla- nemar fagna sumri GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir það „eðlilegan hluta af ferl- inu“ að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) taki ríkisábyrgð vegna Ís- lenskrar erfðagreiningar (ÍE) til efnislegrar athugunar. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær opnaði stofnunin rannsóknina form- lega í fyrradag. Haft var eftir Amund Utne, framkvæmdastjóra hjá ESA, að þegar metnar hefðu verið þær upplýsingar sem stofn- uninni bárust væru uppi nægilegar efasemdir, innan stofnunarinnar, um að slík ábyrgð, sem hér um ræðir, stæðist alþjóðasamninga til að taka málið til formlegrar rann- sóknar. „Ég tel að þetta mál sé í þeim eðlilega farvegi sem það var sett í,“ sagði fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann segir að það séu einungis einföldustu mál sem ekki séu sett í þennan farveg, þ.e. að verða tekin til efnislegrar at- hugunar hjá ESA. Íslensk mál hafi áður farið í gegnum þetta ferli sem ríkisábyrgðin vegna ÍE sé nú að fara í. „Þetta er því bara eðlilegur hluti af ferlinu,“ ítrekar hann, „og svo er bara að bíða eftir því að nið- urstaðan komi.“ Aðspurður segir ráðherra að það þýði ekki neitt um útkomuna að málið skyldi hafa farið í umræddan farveg. „Þetta þýðir ekki neitt. Það stendur sérstaklega í tilkynning- unni [frá ESA] að þetta hefur ekk- ert spásagnargildi um hver niður- staðan verður. Þetta er aðferð til að gefa fleirum kost á að tjá sig um málið og vinna þetta af meiri vand- virkni.“ Frumvarp til laga um ríkis- ábyrgðina vegna ÍE var samþykkt snemma í maímánuði árið 2002. Með samþykkt frumvarpsins var fjármálaráðherra heimilt, í þeim til- gangi að stuðla að uppbyggingu há- tækniiðnaðar á sviði lyfjaþróunar hér á landi, að veita einfalda ábyrgð á skuldabréfum, útgefnum af móð- urfélagi Íslenskrar erfðagreiningar ehf., deCODE Genetics Inc., að fjárhæð allt að 200 milljónir Banda- ríkjadollara til fjármögnunar nýrr- ar starfsemi Íslenskrar erfðagrein- ingar ehf. á sviði lyfjaþróunar. Í kjölfar samþykktar frumvarpsins voru lögin send ESA. Geir H. Haarde fjármálaráðherra um formlega athugun ESA á ríkisábyrgð til Íslenskrar erfðagreiningar Athugun ESA er eðli- legur hluti af ferlinu ÞORKELL Þorkelsson ljósmyndari Morgunblaðsins fór á vegum Rauða krossins um Bagdad fyrr í sumar til að kynna sér ástandið í borginni og taka myndir af fólki og aðstæðum. Á fréttavef Morg- unblaðsins, mbl.is, hefur verið opnuð sýning á 42 myndum Þor- kels frá Írak. Sýningin er aðgengi- leg frá hægri dálki mbl.is en einn- ig er hægt að nálgast hana frá Ljósmyndavef mbl.is. Morgunblaðið/Þorkell Myndir frá Bagdad á mbl.is Leki að bát út af Malarrifi LEKI kom að bátnum Bárði SH út af Malarrifi á Snæfellsnesi í gær. Skipverjar bátsins óskuðu eftir að- stoð og var björgunarbáturinn Björg sendur af stað með dælur frá Rifi rétt fyrir klukkan eitt. Skömmu síð- ar var aðstoðin afturkölluð þar sem náðst hafði að lensa bátinn. Bárður er á leið til hafnar á Arnarstapa það- an sem hann er gerður út. Blíðskap- arveður var á þessum slóðum. Bárð- ur er 9 tonna bátur sem gerður er út á grásleppu. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.