Morgunblaðið - 18.07.2003, Page 12

Morgunblaðið - 18.07.2003, Page 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU TVÖ skip frá Eyjum, Harpa og Kap, stunda nú tilraunaveiðar á síld við eyjarnar. Skilyrði fyrir veiðunum er að hún verði öll unnin til manneldis og meðal annars er verið að gera tilraunir til að vinna úr henni hrognin. Vinna hrognin líka Jóhann Pétur Andersen, fram- kvæmdastjóri Ísfélags Vestmanna- eyja, segir að þetta hafi gengið þokkalega, en dagamunur sé á veiðunum. „Við flökum mest af síldinni og frystum en eitthvað er líka heilfryst. Þá höfum við verið að taka úr henni hrognin eftir að þau eru orðin nógu þroskuð. Þetta er stór og átulaus síld sem hentar mjög vel til manneldisvinnslu, þótt hún sé svolítið horuð. Flökin og heilfrysta síldin fer að mestu til Evrópu og eitthvað til Japans, en hrognin höfum við ekki selt ennþá. Mér vitanlega er þetta í fyrsta sinn sem gerð er tilraun til að vinna hrogn úr íslenzkri síld. Við erum því að kynna þetta fyrir markaðs- mönnunum og svo er bara að sjá hvað kemur út úr þessu, en verðið fyrir síldina er fremur lágt,“ segir Jóhann Pétur Andersen. Þægilegur veiðiskapur „Heyrðu, þetta er dauft í dag, en var fínt í gær. Þá vorum við með um 230 tonn. Þessu er líklega að ljúka. Síldin er komin að hrygn- ingu og þá hverfur hún svo það er sjálfhætt. Við megum bara vera að þessu í mánuð og verðum því að hætta ekki seinna en 25. júlí,“ seg- ir Andrés Þorsteinn Sigurðsson, eða Addi Steini, skipstjóri á Hörpu VE. „Við byrjuðum 25. júní og erum líklega komnir með um 2.000 tonn. Við vorum á þessu í fyrra líka og fengum þá um 3.000 tonn, svo þetta er heldur lakara nú. Það eru líka einhverjar breytingar frá því í fyrra. Hrygningin virðist vera fyrr á ferðinni nú og svo er hún alveg átulaus nú, en í fyrra var töluverð áta í henni. Þetta er því stór og falleg síld núna, fínasta síld,“ segir Andrés. Hann segir að þetta sé fínasti veiðiskapur, farið út að morgni og komið heim að kvöldi. „Þetta er ósköp huggulegt, maður sefur heima á nóttunni og veiðir á dag- inn. Við erum ekki nema um hálf- tíma á miðin. Það er síld allt í kringum Eyjarnar en sú vænsta hefur haldið sig við Helliseyna og við höfum verið mest þar. Við tök- um svona 100 til 200 tonn á dag, en veiðiskapurinn miðast við vinnslugetuna í landi. Sem betur fer hefur þetta gengið vel,“ segir Andrés Þorsteinn Sigurðsson. Morgunblaðið/Sigurgeir Það er nóg af síld. Búið að snurpa og byrjað að dæla silfri hafsins um borð. Skipstjórinn Andrés Þorsteinn Sigurðsson segir þetta huggulegan veiðiskap. Fínasta síld Tilraunaveiðar á síld við Eyjar EFTIRLITSSTOFNUN EFTA hefur sent norskum stjórnvöldum at- hugasemd vegna brota á reglugerð- um Evrópska efnahagssvæðisins um frítt flæði vinnuafls. Athugasemdin snýr að mönnun fiskiskipa. Í lögum og reglugerðum EES er ákvæði þess efnis að frjálst flæði vinnuafls skuli vera milli allra aðild- arlandanna án nokkurra takmark- ana. Stofnuninni barst í upphafi árs kvörtun vegna norska laga frá árinu 1966, sem taka til fiskveiðilögsögu Noregs og banna erlendum þjóðum veiðar innan hennar. Samkvæmt lög- unum verður að minnnsta kosti helmingur áhafnar og eigenda skips, sem stundar veiðar innan lögsögunn- ar að vera norskur, eða með fasta bú- setu í Noregi. Eftirlitsstofnun telur þetta ákvæði laganna brjóta í bága við lög og reglurgerðir EES. Þau lög banna beinar og óbeinar takmarkan- ir á atvinnufrelsi svo sem kröfur um fasta búsetu eða lögheimili verka- fólks frá öðrum aðildarlöndum. Nið- urstaða eftirlitsstofnunarinnar er því sú, að með því að framfylgja þess- um lögum brjóti norsk stjórnvöld grein 28 í EES-samkomulaginu og grein 1 og fjögur í reglugerð 1612/68. Þess vegna hefur norskum stjórn- völdum til að byrja með verið send áðurnefnd athugasemd. Óleyfilegt að tak- marka mönnun EFTA gerir athugasemdir við norsk lög BAUGUR hefur tryggt sér 41,2% hlut í bresku leikfangaversluninni Hamleys og er nú eini tilboðsgjaf- inn í fyrirtækið eftir að keppinaut- urinn Tim Waterstone dró sig til baka. Óháðir stjórnendur Hamleys hafa lýst yfir stuðningi við yfirtöku- tilboð Baugs. Þrjár tilkynningar tengdar fyrir- tækinu Hamleys, ein frá Water- stone, önnur frá óháðu stjórnend- unum og sú þriðja frá Baugi, voru birtar í kauphöllinni í London í gær og marka þær þáttaskil í keppninni um yfirtöku á fyrirtækinu. Í erlend- um fjölmiðlum hafa atburðir gær- dagsins verið túlkaðir á þann hátt að átökunum um Hamleys sé lokið og að Baugur hafi í raun tryggt sér fyrirtækið. Jón Scheving Thorsteinsson, yf- irmaður erlendrar fjárfestingar hjá Baugi, segir að úr þessu sé erfitt að yfirtaka Hamleys án þátttöku Baugs, enda eigi Baugur nú það stóran hlut að ekki sé hægt að ná auknum meirihluta í Hamleys án Baugs. Hann segir að yfirleitt sé yf- irtaka langt komin þegar þessu stigi sé náð og hann sé því vongóður um að yfirtakan muni ná fram að ganga. Spurður að því hversu langan tíma muni taka að ljúka yfirtöku- ferlinu, að því gefnu að allt gangi eftir, segir Jón að það ætti að vera hægt að ljúka því á 60 dögum og að það þætti gott ef það tækist að gera þetta svo hratt. Algengt sé að það þurfi að framlengja tilboð að minnsta kosti einu sinni. Í síðasta mánuði gerði Baugur yfirtökutilboð í Hamleys upp á 205 pens á hlut, sem var 62% yfir verði hlutabréfanna um miðjan mars, eða áður en tilkynnt var um að stjórn- endur hefðu áhuga á að yfirtaka fyrirtækið. Baugur gerir tilboðið í gegnum fyrirtækið Soldier, sem Baugur á í félagi við stjórnendur hjá Hamleys. Að morgni dags 27. júní hækkaði Baugur tilboð sitt í 226 pens á hlut og síðar sama dag gerði Waterstone 230 pensa tilboð í Hamleys. Hamleys hafði valið svo- kallaða óháða stjórnendur til að leggja mat á yfirtökutilboðin, og við tilboð Waterstones drógu þeir stuðning sinn við tilboð Baugs til baka, en þeir höfðu mælt með fyrsta tilboði Baugs. Waterstone vonsvikinn Þriðja þessa mánaðar hækkaði Baugur svo tilboð sitt í 254 pens á hlut, sem er 101% yfir síðasta verði áður en fréttir bárust um vænt- anlega yfirtöku. Frá því þetta tilboð barst hefur verið beðið viðbragða Waterstones, en þau komu fram í gær með tilkynningu til kauphallar- innar í London um að Children’s Stores, fyrirtækið sem hann stofn- aði til að gera tilboð í Hamleys, mundi ekki leggja fram nýtt yfir- tökutilboð. Jafnframt var greint frá því að Children’s Stores hefði sam- þykkt að selja Soldier, fyrirtæki Baugs, alla hluti sína í Hamleys. Í tilkynningunni til kauphallar- innar er haft eftir Tim Waterstone, sem er stofnandi og fyrrum eigandi Waterstone-bókabúðanna og rekur nú leikfangaverslunina Daisy & Tom, að hann sé vonsvikinn yfir því sem gerst hafi. „Hamleys hefði fall- ið vel að rekstri Daisy & Tom og farið vel saman við áætlanir um vöxt Daisy & Tom. Engu að síður verða ákvarðanir að byggjast á traustum efnahagslegum forsend- um og jafnvel með augljósum sam- legðaráhrifum milli Daisy & Tom og Hamleys eru ekki viðskiptaleg rök fyrir því fyrir okkur að greiða meira en 230 pens á hlut í Hamleys,“ er haft eftir Waterstone. Stuðningur óháðu stjórnendanna Óháðir stjórnendur birtu tilkynn- ingu í kauphöllinni í London strax eftir að Waterstone hafði dregið sig í hlé og lýstu yfir stuðningi við endurskoðað tilboð Baugs. Í til- kynningunni er haft eftir Jim Hodk- inson, sem er formaður nefndar óháðu stjórnendanna, að eftir harða keppni í tilboðsferlinu hafi óháðu stjórnendurnir ánægju af að mæla með 254 pensa tilboði í Hamleys. Fáeinum mínútum eftir tilkynn- ingu óháðu stjórnendanna birtist til- kynning Soldier um að von væri á formlegri tilboðsyfirlýsingu og að tilboðstíminn hefði verið framlengd- ur til 31. júlí. Þá kom fram að Baug- ur hefði eignast 26,3% í Hamleys og auk þeirra bréfa sem Baugur hefði tryggt sér samkvæmt ákveðnum skilyrðum með óafturkræfum samn- ingum væri hlutur hans í Hamleys 41,2%. Tilboð Baugs er háð því skilyrði að eigendur að minnsta kosti 90% hlutafjár gangi að því, en við 90% mörkin verður Baugi heimilt að leysa til sín þau bréf sem út af standa. Miðað við tilboð Baugs upp á 254 pens er Hamleys verðlagt á 58,7 milljónir punda, eða tæpa 7,3 millj- arða íslenskra króna. Þáttaskil í keppn- inni um Hamleys Baugur hefur tryggt sér 41,2% hlutafjár. Water- stone dregur sig til baka BORGARAPÓTEKI hefur verið lokað. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ólíklegt að apó- tekið verði opnað að nýju en Borg- arapótek hefur átt í rekstrarerf- iðleikum. Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur ekki verið óskað eftir gjald- þrotaskiptum félagsins sem er einkahlutafélag í eigu 10 hluthafa. Lokunin tengist einnig, sam- kvæmt sömu heimildum blaðsins, breytingum á starfsemi í húsinu en eins og fram kom í Morgunblaðinu fyrr á þessu ári er fyrirhugað að öll starfsemi Læknastöðvarinnar í Álftamýri flytjist í gamla Orku- veituhúsið á Suðurlandsbraut strax eftir verslunarmannahelgi. Morgunblaðið/Kristinn Borgarapóteki lokað vegna rekstrarerfiðleika Zoom gjald- þrota FYRIRTÆKIÐ Zoom, sem sérhæfði sig í hreyfimyndum fyrir MMS-símaþjónustu, hef- ur verið tekið til gjaldþrota- skipta. Í frétt vefmiðilsins c21media.net er vitnað í Sigurð Jónasson hjá Zoom og sagt að í skoðun sé að stjórnendur fyrir- tækisins kaupi reksturinn. Haft er eftir Sigurði að kvikmynda- og auglýsingadeild fyrirtækis- ins verði lokað, en viðræður séu í gangi um að teiknimynda- og gagnvirknideildir haldi áfram. Sonara stór hluthafi Meðal stærstu hluthafa Zo- om, samkvæmt frétt frá árslok- um 2001, voru finnska símafyr- irtækið Sonera, Nýsköpunarsjóður, Íshug og frumkvöðlar. Stjórnarformaður er Hreinn Sigmarsson hjá Nýsköpunar- sjóði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.