Morgunblaðið - 18.07.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.07.2003, Qupperneq 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 19 Algjör bylting gegn aukakílóunum! Sló öll sölumet í Bandaríkjunum árið 2002 thermo complete Ný vara frá Herbalife Nú geta ALLIR sem þurfa losað sig við aukakílóin - hvað sem þau eru mörg Nánari upplýsingar í síma 515 8899 Geymið auglýsinguna ÞAÐ verður mikið um að vera næstu laugardaga í miðborg Reykjavíkur. Fjölbreytt dagskrá hefur verið skipulögð og gengur hún undir nafninu Mögnuð mið- borg. Herlegheitin hefjast á morg- un með markaðsdegi. Að sögn Eddu Jónsdóttur, verk- efnastjóra Magnaðrar miðborgar og ráðgjafa hjá AP-almannatengslum, verður listrænn laugardagur 26. júlí næstkomandi. Þá verður laugardag- urinn 23. ágúst með alþjóðlegu þema og síðan verður sumarið kvatt með haustfagnaði í borginni laugar- daginn 30. ágúst. Engin dagskrá er skipulögð um verslunarmannahelg- ina og næstu helgar á eftir verður Gay pride-hátíðin og Menningar- nótt Reykjavíkur, sem haldin er á vegum Höfuðborgarstofu. Kaupmenn fari með borð og slár út á götur Edda segir að á morgun sé ætl- unin að skapa karnivalstemningu í bænum og verða fjölmörg skemmti- atriði í boði. „Við hvetjum kaup- menn til að fara með borð og slár út á götur og skapa þannig markaðs- stemningu. Ef það verður gott veð- ur hafa veitingahúsin líka mörg hver borð úti á gangstétt fyrir fram- an hjá sér. Síðan ætlar listmálari að mála andlitsmyndir af fólki fyrir framan Café París og það eykur á þessa markaðsstemningu,“ lýsir hún og bætir við að kaupmenn hafi tekið mjög vel í þessa hugmynd. Að Magnaðri miðborg standa Markaðsnefnd miðborgarinnar, Þróunarfélag miðborgarinnar og aðilar í fyrirtækjum og þjónustu á svæðinu. Styrktaraðilar eru Morg- unblaðið, Kaupþing Búnaðarbanki og Höfuðborgarstofa. Dagskráin nær yfir alla miðborgina, allt frá Laugavegi og Skólavörðustíg að Kvosinni. „Mögnuð miðborg er haldin í annað skipti í ár og vonumst við til að þetta megi verða árlegur viðburður,“ segir Edda. Hún segir að á listrænum laug- ardegi verði opið hjá listafólki og veit hún til þess að sumir hverjir ætli að gefa fólki kost á að fylgjast með þeim við vinnuna. „Síðan verð- ur auðvitað opið í galleríum og við höfum hvatt gullsmiði til að hafa op- ið hjá sér. Birna Þórðardóttir mun fara í göngu um miðborgina og sýna fylgdarfólki sínu hliðar miðborgar- innar sem fáir þekkja. Ganga henn- ar hefur hlotið nafnið „Menningar- fylgd Birnu“. Edda bendir jafnframt á að Borgarbókasafn Reykjavíkur hafi nýverið gefið út bókmenntagöngukort og hyggjast tveir bókmenntafræðingar ganga þær leiðir með borgarbúum. Á list- rænum laugardegi messar Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprest- ur undir berum himni og slíkt hið sama gerir Hjálpræðisherinn á al- þjóðlegum laugardegi. Hún segir að alþjóðalaugardagurinn verði í sam- starfi við Alþjóðahúsið. Meðal dag- skrárliða verður stuttmyndasýning frá öllum heimshornum og Gospel- kór Reykjavíkur gengur um Lauga- veginn og syngur. „Með þessum þemadögum erum við að sýna sérkenni miðborgarinn- ar og fá fólk niður í bæ. Við erum að draga jákvæðar hliðar miðborgar- innar fram í dagsljósið,“ segir Edda. Dagskrá magnaðrar mið- borgar hefst á laugardag Miðborg SKÓGAR- og útivistardagur fjöl- skyldunnar verður haldinn nk. laug- ardag við Hvaleyrarvatn en í boði er fjölbreytt skemmti- og fræðsludag- skrá allan daginn. Dagskráin hefst kl. 13 við Sörla- staði á ávarpi forseta bæjarstjórnar, Jónu Dóru Karlsdóttur. Að ávarpi loknu er gengið út í Gráhelluhraun þar sem séra Gunnþór Ingason verð- ur með helgistund. Að lokinni helgi- stund verður afhjúpaður minnisvarði um Guðmund Þórarinsson kennara. Þá verður m.a. gengið frá Gráhellu- hrauni að Kethelli og Kershelli. Fríar bátsferðir og veiðileyfi Milli kl. 13 og 17 verður Upplýs- ingamiðstöð Hafnarfjarðar með kynningu á ratleik og nýju götu- og þjónustukorti fyrir Hafnarfjörð. Milli kl. 14 og 17 munu skátar í Hraunbúum kynna starfsemi sína við Skátalund (Skátaskálann). Milli 15 og 17 verður grillað vestan við vatnið hjá bæjarskálanum. Heitt verður í kolunum og hverjum og ein- um frjálst að koma með eitthvað á grillið. Listahópur Vinnuskólans verður með gjörning og m.a. verður boðið upp á ókeypis bátsferðir og veiðileyfi í Hvaleyrarvatni. Útivistardag- ur við Hval- eyrarvatn Hafnarfjörður www.nowfoods.comATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.