Morgunblaðið - 18.07.2003, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 18.07.2003, Qupperneq 41
GÓÐ aðsókn hefur verið að tívolíinu við Smáralind. Í fréttatilkynningu frá Fun Land, sem rekur tívolíið, hefur aðsókn farið fram úr björtustu vonum. Tívolíið við Smáralind er stærsta og viðamesta tívolí sem starfrækt hefur verið á Íslandi. Tív- olíið verður starfrækt til 27. júlí næstkomandi er opnunartíminn 13– 23 alla daga. Góð aðsókn að tívolíinu FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2003 41 BRAGI Þorfinnsson (2.373) sigr- aði rússneska alþjóðlega meistar- ann Alexander Krapivin (2.339) í elleftu og síð- ustu umferð First Saturday- mótsins í Ung- verjalandi. Þessi sigur var afar þýðingarmikill þar sem Bragi hefur með hon- um uppfyllt öll skilyrði til þess að hljóta titilinn alþjóðlegur meistari. Bragi hækkar um 26,55 stig fyrir frammistöðu sína á mótinu og hefur því náð 2.399,55 stigum. Tæpara mátti það ekki standa, þar sem Bragi nær stiga- lágmarkinu, 2.400 stigum, eftir ná- mundun en alþjóðlegu stigin eru gefin út í heilum tölum. Þessi stigamörk voru síðasta hindrunin í útnefningu Braga. Enginn vafi er á að Bragi er vel að því kominn að hljóta þennan titil. Eins og fram kom í síðasta skákþætti hefur hann fjórum sinnum sýnt fram á nægan styrkleika með því að ná áfanga að alþjóðlegum meistara- titli, en einungis er gerð krafa um þrjá áfanga. Arnar E. Gunnarsson (2.348) og Jón Viktor Gunnarsson (2.411) gerðu jafntefli í innbyrðis viður- eign sinni í lokaumferð mótsins. Bragi hlaut alls 6½ vinning, Arnar 6 vinninga og Jón Viktor 5 vinn- inga. Arnar hækkar um 24 stig og vantar því 28 stig til að fá sinn al- þjóðlega meistaratitil. Nú þegar Bragi hefur náð markinu lætur Arnar varla bíða lengi eftir sér. Jón Viktor lækkar um 4 stig. Næsta viðfangsefni íslenskra skákmanna á erlendri grund er opna tékkneska meistaramótið sem hefst á föstudaginn. Þeir félagar tefldu oft skemmti- lega á mótinu eins og sést hefur í skákþættinum að undanförnu. Arnar Gunnarsson hafði snör handtök við að afgreiða ungverska stórmeistarann Attila Jakab (2.442) í næstsíðustu umferð móts- ins. Hvítt: Attila Jakab Svart: Arnar E. Gunnarsson Slavnesk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 c6 3. Rc3 d5 4. cxd5 cxd5 5. Bf4 e6 6. e3 Be7 7. Bd3 a6 8. Rge2 – Nýr leikur, sem er liður í vafa- samri áætlun. Hvíti riddarinn hef- ur hingað til verið talinn eiga heima á f3 í stöðum sem þessari. 8. . b5 9. 0–0 Bb7 10. f3 Rc6 11. Hc1 Hc8 12. g4 h6 13. Bg3 g5!? 14. h4? – Hvítur bauð jafntefli í þessari stöðu! Sjá stöðumynd 1 Arnar hafnaði boðinu og lék... 14. … gxh4! 15. Bxh4 Hg8 16. Rg3 – Það er mjög erfitt að benda á góðan leik fyrir hvít í stöðunni, t.d. 16. Kh1 Rxg4 17. Bxe7 Dxe7 18. fxg4 Dh4+ 19. Kg2 Dxg4+ 20. Kf2 Dh4+ 21. Kf3 e5! 22. Rxd5 Rb4 23. Hg1 Hxg1 24. Hxc8+ Bxc8 25. Dxg1 (25. Rxg1 Dg4+ 26. Kf2 Dxd1) 25. – Dh5+26. Kf2 ( 26. Ke4 Df5+ mát; 26. Kg3 Dh3+ 27. Kf2 Rxd3+ mát) 26. – Rxd3+ 27. Kf1 Bh3+ 28. Dg2 Df3+ 29. Kg1 Dxg2+ mát. 16. … Rxg4! 17. Bxe7 Dc7!! Þennan bráðsnjalla leik sá Ung- verjinn ekki fyrir. Nú eru honum allar bjargir bannaðar. 18. Bh4 – Eða 18. De1 Rxe3 19. f4 Rxf1 20. Bxf1 (20. Rxd5 Hxg3+ 21. Kxf1 Hf3+ 22. Kg2 Db8 23. Kxf3 (23. Be4 exd5 24. Bxf3 Rxe7) 23. … Rxe7 24. Hxc8+ Dxc8 25. Kg3 Bxd5) 20. … Dxf4 21. Rce2 (21. Kh2 Rxd4 22. Bg2 Kxe7) 21. …De3+ 22. Df2 Dxf2+ 23. Kxf2 Kxe7 og svartur vinnur. 18. … Rxe3 19. De1 Df4 og hvítur gafst upp. Lokin hefðu getað orðið 20. Rxd5 (20. Rce2 Dxh4 21. Df2 Rxd4 22. Hxc8+ Bxc8 23. Dxe3 Rxe2+ 24. Dxe2 (24. Kf2 Rxg3 25. Hg1 Rf5+ 26. Ke2 Dh2+ 27. Df2 Dxg1) 24. … Hxg3+ 25. Kf2 Hh3+ 26. Ke3 d4+ 27. Kd2 Hh2) 20. … Rxd5 21. De4 Hxg3+ 22. Bxg3 Dxg3+ 23. Kh1 Rf4 24. Hc2 Rd8 25. Hg1 (25. De3 Hxc2 26. Bxc2 Dg2+ mát) 25. – Dh3+ 26. Hh2 Dxf3+ 27. Dxf3 Bxf3+ 28. Hhg2 Bxg2+ 29. Hxg2 Rxg2 30. Kxg2 Rc6 og svatur vinn- ur auðveldlega. Skákhátíðin í Saint-Lô Ágúst Bragi Björnsson (1.640) og Svanberg Már Pálsson (1.485) sigruðu báðir í sjöundu umferð barna- og unglingaflokks skákhá- tíðarinnar í Saint-Lô. Ágúst sigr- aði Anis Chougar (1.930) en Svan- berg sigraði Pierre Tranvouez (1.230). Ágúst er nú með 4½ vinn- ing og er í 25.–48. sæti, en Svan- berg hefur fengið 4 vinninga og er í 49.–94. sæti. Páll Sigurðsson (1.790) gerði jafntefli við Philippe Mancel (1.800) í opnum flokki. Hann hefur fengið 4 vinninga og er í 10.–18. sæti. Bragi Þorfinnsson alþjóðlegur meistari SKÁK Búdapest FIRST SATURDAY 5.–15. júlí 2003 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson dadi@vks.is Bragi Þorfinnsson skákmaður. Stöðumynd 1 Hallgrímskirkja. Á morgun, laugardag, eru hádegistónleikar kl. 12. David M. Patrick frá Englandi leikur á orgel. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. Fríkirkjan Kefas: Lautarferð – Á morgun, laugardaginn 19. júlí, ætlum við að koma saman að Geirlandi við Suðurlandsveg (rétt fyrir austan Gunnarshólma) kl. 14.00 með nesti og nýja skó og njóta saman úti- veru í náttúrunni. Hver og einn kemur með nesti fyrir sig. Allir eru hjartanlega vel- komnir og takið endilega með ykkur gesti. Kirkja sjöunda dags aðventista. Samkomur laugardag: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19. Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Biblíufræðsla/guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Guðný Krist- jánsdóttir. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum. Biblíufræðsla/ Guðsþjón- usta kl. 10.30. Ræðumaður Styrmir Geir Ólafsson. Safnaðarstarf ÞRIÐJA og síðasta ferðakortið í nýrri kortaröð Landmælinga Ís- lands er komið út. Er það af Aust- urlandi og nær allt milli Skeiðarár- sands, Austfjarða og Skjálfanda- flóa. Ferðakortin þrjú koma í stað níu korta af landinu áður og eru þau í mælikvarðanum 1:250.000. Meðal nýjunga eru þjónustutákn við helstu ferðamannastaði landsins svo sem gistingu, golfvelli, sundlaugar og annað auk hefðbundinna stað- fræðiupplýsinga. Skýringar eru á ensku, frönsku, þýsku og íslensku. „Kortablaðið er stórt og í þægi- legu broti. Aðeins er prentað öðrum megin á blaðið sem gerir alla með- ferð kortsins auðvelda og þægi- lega,“ segir m.a. í frétt frá Land- mælingum. Þar segir einnig: „Kortið byggist á stafrænum gögn- um sem gerir endurnýjun kortanna auðveldari. Stefnt er að því að ferðakortin komi út á tveggja ára fresti framvegis, til að upplýsingar um þjónustu séu sem ábyggileg- astar.“ Nýtt ferðakort af Austurlandi FYRIR skömmu afhenti Merkúr hf. Eykt ehf. þrjár stórar Tsurumi- dælur af gerðinni KRS-1022. Dæl- urnar eru fyrir 10 þumlunga barka og eru knúnar 22 kw rafmótorum, afköst hverrar dælu eru 11.000 lítr- ar á mínútu við 5 m lyftihæð. Dæl- urnar eru nú komnar í Kolgrafar- fjörð sem er á norðanverðu Snæfellsnesi, en Eykt er að byrja þar brúarsmíði. Kemur brúin til með að stytta vegalengdina á milli Stykkishólms og Grundarfjarðar talsvert. Dælunum er ætlað það hlutverk að dæla sjó upp úr 5 m djúpum holum sem gera þarf til að koma undirstöðum brúarinnar fyrir. Til hægri á myndinni er Magnús Jónsson frá Eykt ehf. að taka við dælunum af Jóhanni Ólafi Ársælssyni hjá Merkúr hf. Nýjar dælur notaðar við brúarsmíði Hafnardagar á Sauðárkróki hefj- ast á morgun, laugardag. Kl. 14 hefst markaðsdagur. Efnt verður til Íslandsmóts í skutlukasti. Kaffi Krókur, Ólafshús, Sport-Barinn og Hótel Tindastóll verða með útiveit- ingar. Minjasafnið verður opið. Milli kl. 15–17 verður dorgveiðikeppni við höfnina. Efnt verður til aldursskipts kapphlaups við höfnina. Kl. 16 kynn- ir Fiskiðjan Skagfirðingur starfsemi sína. Kl. 17 verður farið í skemmti- siglingu með Eyjaskipum um Skagafjörð. Um kvöldið verður grill- að við höfnina og hljómsveitin Six- ties stendur fyrir bryggjuballi. Murneyrarmótið Um helgina verð- ur haldið hið árlega hestaþing Sleipnis og Smára í Árnessýslu. Mótið fer fram laugardag og sunnu- dag á Murneyri. Að vanda verða gæðingakeppni og kappreiðar og á laugardagskvöldið verður töltkeppni o.fl. Á Murneyri er aðstaða fyrir tjöld og hjólhýsi. Á MORGUN hve lítið var um leiktæki til dægra- dvalar. Hún heillaðist þó að því hve börnin voru lífsglöð og dugleg að leika sér og hét því við heimkomuna að stuðla að söfnun fyrir börnin í at- hvarfinu m.a. íþróttaleiktækja og annarra hluta sem efla hreyfiþroska barna. Valý, sem er starfsmaður Ævin- týralands, og vinkona hennar, Ellen Margrethe Jensdóttir, hafa fengið að- stöðu til söfnunar í Ævintýralandinu. Þar eru hægt að nálgast þær stöllur ÞESSA dagana stendur yfir söfnun- arátak í Kringlunni Ævintýralandi til stuðnings börnum í Gvatemala. Safna á tækjum og tólum til íþróttaiðkana sem síðan verða send skólabörnum í Gvatemalaborg. Kveikjan að söfnun þessari er að Valý Þórsteinsdóttir dvaldi um hríð við sjálfboðastörf í skólaathvarfi barna í Gvatemalaborg sem bjuggu við sára fátækt. Heimili þeirra og aðal leiksvæði var við rusla- hauga höfuðborgarinnar. Valý sárn- aði hvernig búið var að börnunum og og aðrar upplýsingar um söfnunar- átakið. Börn og fullorðnir eru hvattir til að koma í Ævintýraland með íþróttadót sem gæti glatt fátæku börnin í athvarfinu hennar Valýjar. Það sem er sérstaklega verið að sækj- ast eftir eru t.d. hjólabretti, boltar, badmintonspaðar, sippubönd, „frisbí- diskar“, hjálmar og hlífar af öllu tagi og allt það sem stuðlar að eflingu hreyfiþroska barna. Söfnunin stendur fram yfir versl- unarmannahelgina. Söfnun til stuðnings börnum í Gvatemala Handtekinn í Norðurfirði Í frétt blaðsins í gær um handtöku á manni sem hefur verið eftirlýstur af lögreglunni í Keflavík var ranglega sagt að handtakan hafi átt sér stað í Norðfirði. Hið rétta er að maðurinn var handtekinn í Norðurfirði. Leið- réttist þetta hér með. Rangt nafn Rangt er farið með nöfn þeirra sem stjórna rannsóknum við Haukadals- vatn, en frétt um þær birtist í Morg- unblaðinu í gær. Það eru Áslaug Geirsdóttir prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands og Grifford Miller frá Háskólanum í Colorado sem stjórna rannsóknunum. Hrafnhildur Hannesdóttir sem minnst er á í grein- inni er nemandi Áslaugar. LEIÐRÉTTING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.