Morgunblaðið - 19.07.2003, Page 4

Morgunblaðið - 19.07.2003, Page 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLDI manns var að baða sig í bláa lóninu í Mývatnssveit þegar þessi loftmynd var tekin í sumarblíðunni í vikunni. Enn er engin aðstaða við lónið en það er myndað af affalli úr borholu í Bjarnarflagi. Ferðamenn láta það þó greini- lega ekki aftra sér frá því að busla og baða sig í því. Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri og forseti Baðfélags Mývatnssveitar, segir 56% allra er- lendra ferðamanna hér á landi koma í Mývatns- sveitina og langflesta þeirra keyra fram hjá lóninu. Margir þeirra noti þá tækifærið og baði sig þótt heldur sé varað sé við því þar sem vatn- ið geti verið mjög heitt. „Við erum nú að vinna í því að lónið verði flutt um einn kílómetra til suðurs og að komið verði upp aðstöðu og höfum fengið Landsvirkjun til liðs við okkur í því efni. Við erum búnir að fá framkvæmdaleyfi hjá hreppnum til þess að flytja lónið og við munum gera það í haust og vonandi opna betri aðstöðu næsta vor,“ segir Pétur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferðamenn busla í bláu lóni FRAMKVÆMDIR við breikkun Reykjanes- brautar eru í fullum gangi. Brynjar Brjáns- son, verkfræðingur hjá Ístaki hf,, segir að vinnunni miði ágætlega. „Við fylgjum okkar verkáætlun en gert er ráð fyrir að þessu ljúki í júní á næsta ári,“ segir Brynjar. Ríf- lega 30 manns koma að vinnunni núna en að sögn Brynjars á þeim eftir að fjölga. Breikk- unin fer fram í fimm áföngum og á vænt- anlega eftir að vera til aukins hagræðis og öryggis fyrir umferð um Reykjanesbrautina. Breikkun Reykjanes- brautar í full- um gangi Morgunblaðið/Halldór Kolbeins HLÝNUN jarðar vegna gróður- húsaáhrifa gæti orðið allt að þrefalt meiri á næstu öld en hingað til hefur verið talið. Þetta kemur fram í tíma- ritinu New Scientist þar sem helstu loftslagsfræðingar heims segja frá niðurstöðum sínum. Þeir telja að kólnunaráhrif mengunarvalda í and- rúmslofti, á borð við sótagnir og brennisteinsdropa, hafi til þessa ver- ið vanmetin. Slík efni hafi undanfarin hundrað ár varið jörðina fyrir allt að 75% gróðurhúsaáhrifa með því að draga úr áhrifum sólarljóss. Líftími þeirra í andrúmslofti er hins vegar mun styttri en líftími gróður- húsalofttegunda og því mun hlutfall- ið smám saman breytast svo að áhrif sótagna verða sífellt minni. Erfitt að segja til um áhrifin Halldór Björnsson, veðurfræðing- ur hjá Veðurstofu Íslands, segir að áhrif sótagna og brennisteinsdropa séu vel þekkt en hins vegar hafi ekki farið fram staðgóðar mælingar á áhrifum þeirra fyrr en nýlega. „Flæði þessara agna um andrúms- loftið er mjög illa þekkt. Áhrifin sem þær hafa eru ýmist til kólnunar eða hlýnunar og erfitt er að sjá hver heildaráhrifin eru,“ segir Halldór. Hann segir sótefnin aðallega koma frá vélum sem brenna kolefna- eldsneyti, bruna lífmassa og brún- kola, en víða í SA-Asíu séu brúnkol notuð til eldunar og húshitunar. Mun verri horfur en áður Lofthiti á jörðinni hækkaði um 0,6°C á síðustu öld og hefur alþjóð- legur rannsóknahópur um loftslags- breytingar, IPCC, gert ráð fyrir að hækkunin hefði orðið 0,8°C ef ekki hefði komið til kælingaráhrifa sót- agna. Samkvæmt niðurstöðum ný- legs fundar vísindamanna í Berlín hafa kælingaráhrifin haft mun meira að segja og hefði lofthiti hækkað um 2,4°C á síðustu öld án þeirra. Svo virðist sem loftslag jarðar sé mun viðkvæmara fyrir gróður- húsalofttegundum en hingað til hef- ur verið talið. IPCC hefur einnig gert ráð fyrir að hlýnun á jörðinni næstu hundrað árin verði á bilinu 1,4°C og allt upp í 5,8°C ef magn gróðurhúsalofttegunda heldur áfram að aukast. Berlínarfundurinn gerir hins veg- ar ráð fyrir að hlýnun verði jafnvel allt upp í 7°C til 10°C í versta falli. Vísindamenn ræða gróðurhúsaáhrifin Hitastig jarðar gæti hækkað hratt á næstu öld TÓFAN hefur ekki látið fuglana í friði í Breiðuvík á Vestfjörðum í sumar. Að sögn Kerans Stue- land Ólasonar, bónda í Breiðu- vík, hefur hann veitt um 120 refi sem af er árinu, en í meðalári veiðast um 70. Keran sér um veiðar í Rauðasandshreppi. „Mér sýnast margar tófur koma af öðrum svæðum hingað. Fyrst á veturna veiði ég ungar tófur, en veiði síðan nokkrar gamlar þegar liðið er á veturinn, sem bendir til þess að þær hafi komið inn á svæðið nýlega.“ Varp kríu og æðarkollu er í hættu þar sem tófan er annars vegar, svo dæmi séu tekin. „Svo er aldrei að vita hvenær tófan ræðst á lambféð og þá er fjand- inn laus,“ segir Keran. „Ég varð vitni að því fyrir um þremur ár- um að tófur veiddu kindur sam- an í hópum og það hafði ég aldr- ei séð áður. Kindurnar lágu úti og veiddi ég einar fjörtíu tófur á vikutíma.“ Fífldjarfari hegðun „Hegðunarmynstrið hefur einnig breyst hjá tófunni,“ segir Keran. „Hún sækir nú mun nær mannabústöðum en ég hef áður séð og liggur alveg í varpinu í túninu hjá okkur. Hér rétt við tjaldsvæðið er kríuvarp og hún virðist alveg óhrædd við að þvælast þar, jafnvel rétt við tjöldin.“ Segist Keran ekki hafa hugmynd um hverju þessi breytta hegðun sæti. Sömuleiðis hættir tófan sér efst í Látrabjarg til ætisleitar. „Hér efst í bjarginu eru nær engir fuglar lengur vegna þess að tófan læðist niður fyrstu gangana og hreinsar allt, þó í bjargi sé,“ útskýrir Keran. Síðastliðinn vetur var mjög góður fyrir tófuna að mati Ker- ans. „Bæði var nóga fæðu að fá og öll greni þurr, svo ekki kem- ur á óvart að svo mikið sé af henni í ár. Ég veiddi eina í vor sem enn var ógotin og hafði þrettán yrðlinga. Ef hver tófa hefur annað eins og allir komast á legg, er ekki nema von að henni fjölgi fljótt.“ Nauðsyn að halda stofni í skefjum Keran segir nauðsynlegt að halda stofninum í skefjum, því öllu fuglalífi stafi stórhætta af tófunni. „Ég tel nauðsynlegt að bregðast við fjölgun tófunnar. Ég hef verið í sambandi við aðr- ar skyttur víða um land og er sagan sú sama um allt, að henni fari fjölgandi. Engin hætta er á að henni verði útrýmt, en nauð- syn að halda henni í skefjum,“ segir hann. Mikið um tófu á Vestfjörðum Tófan hreinsar varpið NÚ ERU um 300 manns við vinnu á virkjunarsvæðinu, á vegum Impr- egilo og undirverktaka þess, eink- um Arnarfells, Eyktar og Héraðs- verks. Stærstu verkefnin nú eru gerð þrennra jarðganga við Kára- hnjúka og Fljótsdalsheiði. Við Kárahnjúka eru tvenn hjáveitu- göng í stæði Kárahnjúkastíflu sprengd og boruð frá miðju til beggja átta og gert ráð fyrir að Jöklu verði veitt um þau í október nk. Að því er fram kemur á heima- síðu Kárahnjúkavirkjunar eru hjáveitugöngin nú orðin samtals 160 metra löng af alls 1.600 metr- um. Brátt verður byrjað að vinna við gangagerðina allan sólarhring- inn. Á Teigsbjargi á Fljótsdalsheiði eru bormenn komnir 220 metra inn í fjallið í fyrstu aðkomugöngum. Nokkuð treglega mun hafa geng- ið að fá íslenskan mannskap á öll þau stóru vinnutæki sem nú eru komin á virkjunarsvæðið enda eru mikil umsvif í mannvirkjagerð víða á Íslandi og menn uppteknir við ýmis verk um land allt. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Á þessum stað verður Jökla leidd í hjágöng meðan á stíflugerð stendur. Gengur vel með hjáveitugöng

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.